Morgunblaðið - 08.01.1980, Side 30

Morgunblaðið - 08.01.1980, Side 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANUAR 1980 Drengurinn lézt af brunasárum New York, 7. janúar. AP. RÚMLEGA árs gamall drengur sem var settur á heita eldarvél- arhellu og inn í bokunarofn, svo að særa mætti úr honum illa anda, eins og móðir hans, sem framkvæmdi verknaðinn, út- skýrði, lézt í gærkvöldi á sjúkrahúsi. Læknar háðu árangursiausa baráttu við að bjarga barninu, sem varð fyrir hinni óvenjulegu lifsreynslu sl. þriðjudag og hlaut af svöðusár á svo til öllum líkamanum. Er móðirin, Patricia Abraham, en hún er 25 ára, hafði stungið drengnum inn í ofninn, hringdi hún á lögregluna og bauð henni að vera viðstödd þegar „djöfullinn yrði brennd- ur“. Móðurinni verður að öllum líkindum gefið að sök manndráp af gáleysi, að sögn fulltrúa saksóknara Manhattan. Þetta gerðist 8. janúar 1979 — Allt að 60 biðu bana í mótmælum gegn íranskeisara í tíu írönskum borgum. 1974 — Árásir á Phnom Penh úr norðir og suðri. 1972 — Mujibur Rahman kemur til London eftir að Pakistanar slepptu honum og hvetur til viður- kenningar Bangladesh. 1964 — Bretar rjúfa hafnbann Bandaríkjamanna á Kúbu með því að selja Castro 450 strætisvagna. 1959 — Charles de Gaulle verður forseti Fimmta franska lýðveldis- ins. 1945 — Ahmed Pasha forsætis- ráðherra sigurvegari í kosningum i Egyptalandi. 1926 — Ibn Saud verður konung- ur Hejaz og breytir nafni landins í Saudi Arabíu. 1923 — Hernám Frakka í Ruhr hefst. 1918 — „Fjórtán punktar“ Wils- ons forseta kunngerðir. 1917 — Þjóðverjar innleiða tak- markalausan kafbátahernað. 1916 — Aðgerðum Bandamanna á Gallipoli lýkur. 1915 — Harðir bardagar brjótast út við Assee-skurð í Belgíu og Soissons í Frakklandi. 1815 — Orrustan um New Or- Ieans milli Bandaríkjamanna og Breta. 1598 — Jóakim Friðrik verður kjörfursti í Brandenburg við lát Jóhanns Georgs. 1499 — Loðvík XII af Frakklandi kvænist Önnu, hertogaynju af Bretagne. Afmæii: Samuel Pufendorf, þýzk- ur lögfræðingur (1632—1694) Craigavon lávarður, brezkur stjórnmálaleiðtogi (1871—1940).' Andlát. 1337 Giotto, listmálari — 1642 Galileo Galilei, stjörriufræð- ingur — 1825 Eli Whitney, upp- finningamaður — 1896 Paul Ver- laine, skáld — 1941 Robert Bad- en-Powell, stofnandi skátahreyf- ingarinnar — 1976 Chou En-lai, stjórnmálaleiðtogi. Innlent: 1942 Gerðardómslögin — 1596 Skiptum við Englendinga hætt — 1965 Sigríður Sigurðar- dóttir „Iþróttamaður ársins" fyrst kvenna — 1971 Fyrsta skóladag- heimili í Reykjavík tekur til starfa — 1975 „Mánafoss" fer á hliðina — 1946. Tónlistarskóli á Akureyri settur — 1889 f. Bernharð Stef- ánsson alþm. — 1912 f. dr. Sigurð- ur Þórarinsson. Orð dagsins: Gleymdu aldrei því sem maður segir við þig þegar hann er reiður — H.W. Beecher, bandarískur prestur (1813—1887). \f/ ERLENT Ofninn sem drengurinn var settur i er brenna átti kölska og særa illa anda úr drengnum. Tito vinnufær þótt veikur sé Belgrad, 7. janúar. AP. JOSIP Broz Tito forseti ræddi í dag við Lazar Kolisevski varaforseta að sögn fréttastofunnar Tanjug og fréttin virðist þjóna þeim tilgangi að sýna að Tito sé vinnufær og góður til heilsunnar að öðru leyti en því að hann hefur orðið að leita sér fótum. Tito hefur verið í einangrun í fjallakofa í Slóveníu þar sem hann ræddi í gær við bandaríska hjarta- og blóðrásarsérfræðinginn dr. Michael DeBakey og sovézka sérfræðinginn dr. Marat Knyaz- hev. Þótt ekkert sé látið uppi um sjúkdóm Titos er hann ekki talinn lífshættulegur. Kolisevski er einn níu manna sem skipa ríkisráð og þeir skiptast á um að gegna starfi varaforseta sem tekur sjálfkrafa við völdum ef Tito deyr. Kolisevski og tveir flokksstarfsmenn aðrir sem voru með honum, Stefan Doronjski og Dusan Drago, ræddu meðal ann- lækninga við blóðaæðasjúkdómi í ars innrás Rússa í Afghanistan að sögn Tanjug. Tito var útskrifaður frá sjúkra- húsi í Lubljana á laugardag eftir tveggja daga læknisskoðun. Lækn- ar sögðu aðeins að Tito þjáðist af blóðæðatruflunum í fótunum og að frekari læknisaðgerð væri ráð- gerð. Síðan hefur daglega verið skýrt frá heilsufari Titos og í gær var dreift mynd af honum ásamt Debakey og öðrum læknum. Diplómatar í Belgrad segja að júgóslavneskir embættismenn virðist ekki hafa alvarlegar áhyggjur af heilsu Titos, jafnvel ekki eftir fund hans í gær með sérfræðingunum. Áður en Tito fór í skoðun hafði hann dvalizt í einn mánuð í veiðikofa í Norður-Júgó- slavíu og gestir hans sögðu að hann væri hress og virtist vera heilsuhraustur. Hins vegar átti hann erfitt með að rísa á fætur þegar hann horfði á sjónvarp á gamlárskvöld í veiðikofanum. Bilið eykst New York, 7. janúar. AP. CARTER Bandaríkjaforseti vinnur stöðugt á í skoðanakönnunum á kostnað helzta keppinautar síns um útnefningu demókrata við næsta forsetakjör, Edward Kennedy, sam- kvæmt skoðanakönnun sem Gall- up-stofnunin gerði fyrir tímaritið Newsweek. Segir blaðið að Carter eigi það ekki aðeins framgöngu sinni í íransmálum að þakka, heldur einnig aukinni óánægju almennings með framgöngu Kennedys er bílslysið við Chappaquiddick átti sér stað. Samkvæmt skoðanakönnuninni nýtur Carter stuðnings 39 af hundr- aði demókrata og óháðra, 21 af hundraði styður Kennedy og fimm af hundraði Edmund Brown fylkis- stjóra Kaliforníu, en 31 af hundraði var óákveðinn. Bandaríkin fá boð um aðstöðu í Egyptalandi Aswan, 7. janúar. AP. Skömmu fyrir komu Begins sagði landvarnaráðherra Egypta, Kamal Hassan Aly, að Egyptar mundu veita Bandaríkjamönnum aðstöðu fyrir herskip og herflug- vélar til að verja þennan heims- hluta. En hann lagði mikla áherzlu á að bera til baka frétt úr ísraelska sjónvarpinu um að Eg- yþtar hefðu boðið Bandaríkja- mönnum varanlegar herstöðvar og undirstrikaði að Bandaríkjamenn hefðu engin slík tilmæii borið fram. Aðstaðan sem Aly átti við var réttur til að flugvélar geti tekið eldsneyti, flug í egypzkri lofthelgi og réttur handa herliði til að fara um egypzkt yfirráðasvæði. Mikilvægt er talið að diplómat- Forsætisráð- herra ísraels, Menachem Begin, kom í dag til Asw- an til f jögurra daga viðræðna við Anwar Sadat forseta á sama tíma og vaxandi kvíða gætir um stór- veldaárekstra í Mið- austurlöndum. ar í Kaíró segja að varanleg dvöl bandarísks herliðs í Egyptalandi geti skaðað náin samskipti land- anna og haft öfug áhrif á sama hátt og dvöl 15.000 sovézkra hern- aðarráðunauta sem Sadat rak 1972. Israelskur talsmaður sagði áður en Begin kom að viðræðurnar mundu aðallega fjalla um tilraun- irnar til að færa sambúð landanna í eðlilegt horf og samningaviðræð- ur um heimastjórn Palestínu- manna. Hann kvaðst ekki búast við erfiðleikum en heldur ekki úrslitaárangri og kvað viðræðurn- ar lið í langri þróun. Hann sagði að íhlutun Rússa í Afghanistan og deila Bandaríkja- manna og írana yrðu á dagskrá viðræðnanna. Veður víða um heim Akureyri 1 Amsterdam 3 Aþena 10 Barcalona 9 Berlín 0 BrOssel 4 Chicago 1 Frankfurt 11 Genf 7 Helainki -1 Jerúsalem 10 Jóhannesarborg 24 Kaupmannahöfn 0 Lissabon 13 London 7 Loa Angeles 14 Madríd 5 Malaga 15 Mallorca 14 Miami 16 Moakva -6 New York 0 Óaló -2 Parla 8 Reykjavík 2 Rio de Janeiro 33 Rómaborg 9 Stokkhólmur -1 Tei Aviv 18 Tókýó 12 Vancouver 1 Vínarborg -6 akýjaö skýjað heiöskírt léttskýjað snjókoma rigníng akýjað rigning akýjað akýjað heiöskírt skýjaö mistur akýjað heiöakírt akýjað skýjað léttskýjað léttskýjaö heiðskírt heiöskírt rigning skýjað skýjaö slydda heiðakirt breytilegt miatur heiðskírt heiðskírt snjókoma akýjað Frú Adamson var myrt Nairobi, 7. janúar. AP. LÖGREGLAN í Kenya yfirheyrði i dag þrjá menn i sambandi við dauða Joy Adamson, sem kunn er fyrir baráttu sína fyrir umhverf- isvernd og bækur og beið bana i síðustu viku nálægt búðum sinum i Mið-Kenya. Ben Gethi, lögreglustjóri Kenya, sagði í dag að ákveðið hefði verið að líta á dauða frú Adamsons sem morð, en fyrst var talið að ljón hefði orðið henni að bana. Talið er að mennirnir þrír sem hafa verið handteknir og yfirheyrðir séu fyrrverandi starfsmenn frú Adam- sons. Engin merki sáust þess að ljón hefði drepið frú Adamson í búðum hennar í Shaba-villidýragarðinum 28 km. norður af Nairobi. Talið er að frú Adamson hafi verið myrt með beittu vopni. Áreiðanlegar heimildir herma að krufning muni sýna að frú Adamson hafi verið stungin í kviðinn og handleggina. Frú Adamson var af austur- rískum uppruna og fluttist til Kenya 1937. Hún gerði þúsundir málverka af blómum, plöntulífi og ættflokkamönnum unz hún ein- beitti sér að rannsóknum á atferli dýra laust fyrir 1960. Bók hennar „Borin frjáls" jók vinsældir baráttu fyrir dýravernd. Líbýa hættir stuðningi við Yasser Arafat Tripoli, 5. janúar. AP. LÍBYA sleit um helgina sambandi sínu við A1 Fatah og Palestínu- leiðtogann Yasser Arafat. Líbýska fréttastofan sakaði hann um að „víkja út af braut baráttunnar gegn ísrael". Jafnframt ákvað stjórn Líbýu að slíta viðskiptasambandi við Kína í hefndarskyni við hergagna- sendingar Kínverja til Egypta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.