Morgunblaðið - 20.01.1980, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1980
15
Sigurður Helgason íorstjóri
Fiugleiða.
DC-10 og þær munu þá koma til
með að lækka kostnað eitthvað.
Við búum hins vegar að því að
eina vélin af eldri vélunum sem
heldur velli er DC-8-63 þotan
sem er óvefengjanlega hag-
kvæmust af mjóþotunum. Eg
hef því ekki trú á því að
breyting á flugvélum næstu árin
hafi sérstök áhrif á starf Flug-
leiða.“
Tían leigð
fyrir tæplega
5 milljarða kr.
„Hvers vegna hafi þið leigt
xnýjustu vél flotans, Tíuna?“
„Það er fyrst og fremst varn-
araðgerð. Við erum búnir að
byggj a upp eignaraðild í vélinni
og höldum áfram að gera það á
leigutímabilinu. Vélin var keypt
á hagstæðu verði miðað við verð
í dag og við teljum að það hafi
verið skynsamlegt miðað við
aðstæður að halda eignaraðild-
inni á þennan hátt og að breið-
þotan geti þá komið til okkar
aftur með betri tíma þegar
rofað hefur til óg aðstæður
verða hagstæðari. Við höfum
aðeins ráðstafað vélinni til
tveggja ára.“
„Fyrir hvað leigið þið Tíuna?“
„Samningurinn byggist á því
að leigan greiði öll okkar útgjöld
og greiðsluskuldbindingar á
Tíunni og heldur betur. Samn-
ingurinn er upp á 11 milljónir
dollara eða nær 5000 milljónir
ísl. kr. Kaupverðið á Tíunni var
um 42 milljónir dollara, en í dag
kostar hún um 50 millj."
Höldum öllum
möguleikum
opnum í rekstri
„Ef veður skipuðust skyndi-
lega til hins betra rekstrarlega
séð, hafið þið þá ákveðin áform
um aukinn vélakost eða endur-
nýjaðan?"
„Ekki liggja fyrir neinar fast-
mótaðar hugmyndir um endur-
hýjun, en við teljum að unnt sé
að fá DC-8 eða DC-10 leigðar ef
stórfelldar breytingar kæmu
skyndílega til hins betra eða
áður en leigutíminn á okkar Tíu
rennur út.“
„Munu Flugleiðir leita áfram
markaða í flutningi pílagríma?"
„Það er óráðið með pílagríma-
flug eins og stendur, það fer
talsvert eftir því hvernig sam-
setning Atlantshafsflotans þarf
að vera og það mun skýrast á
næstu mánuðum. Hins vegar
höldum við öllum möguleikum
opnum og pílagrímaflugið s.l. ár
skilaði góðum árangri."
Rætt við
Sigurð
Helgason
forstjóra
Flugleiða
um næstu
framtíðar-
möguleika
„Hyggið þið á samvinnu við
erlenda aðila í flugrekstri?"
„Það er ekkert fastmótað í
sambandi við samvinnu við er-
lenda aðila. Það eina sem er til
athugunar nú eru hugmyndir
aðila í Luxemburg um samvinnu
í flugrekstri á langleiðum öðrum
en þeim sem við sinnum í dag.
Þetta er þó allt óljóst og ekkert
er komið á blað í þeim efnum
varðandi stærðargráðu, svæði
eða slíkt. Þeir vilja bjóða okkur
þátttöku í þessu vegna þekk-
ingar okkar og reynslu og mark-
aðstengsla. Þetta verður rætt á
næstu vikum og mánuðum og
skýrist þá af eða á.“
„Liggur fyrir hvort eða hvern-
ig aðstoð Flugleiðir fá hjá
íslenzkum stjórnvöldum og Lux-
emburg í þeim rekstrarerfiðleik-
um sem við er að glíma nú?“
„Flugleiðir vinna nú skýrslu
þar sem skilgreint verður hvaða
aðstoð eða fyrirgreiðslu við för-
um fram á og er það í samræmi
við niðurstöður viðræðna við
rétta aðila um málið. Það sem
við höfum farið fram á nú þegar
er tímbundin niðurfelling lend-
ingargjalda og annarra fastra
gjalda.
Luxemburg hefur haft mikið
gagn af rekstri okkar í 25 ár. Nú
eru þrengingar hjá okkur en
reksturinn er ennþá til hagsbóta
fyrir þá og því þykir okkur ekki
óeðlilegt að einhver aðstoð komi
til af þeirra hálfu."
„Eiga Flugleiðir möguleika á
því að hasla sér völl sjálfstætt í
annars konar flugrekstri en
tíðkast hefur eða á öðrum flug-
leiðum?"
„Allt okkar starf beinist að
því að rétta af og komast upp úr
þeim öldudal sem reksturinn
hefur verið í, en við munum
hafa vakandi auga á öllum
möguleikum sem geta hjálpað
til.“
„Eru uppi hugmyndir um
samvinnu við finnska flugfélag-
ið Finnair?"
„Það hefur verið spjallað um
hugsanlega samvinnu vestan
hafs, en engar ákvarðanir tekn-
ar. Það sem um hefur verið rætt
er samvinna um afgreiðslu
flugvéla, tækniþjónustu, vöru-
afgreiðslu og fleira, en ennþá
hefur ekkert verið ákveðið."
„Hefur þú eða Flugleiðir ein-
hver tengsl við Air Florida
önnur en þau að leigja DC-10
þotuna?"
„Það er ekki um nein tengsl að
ræða við Air Florida. Þeir höfðu
afnot í nokkra mánuði á s.l. ári
af okkar skrifstofum í Wash-
ington og búið.“
„Hvaða áhrif hafa rekstrar-
erfiðleikar Flugleiða á þróun
innanlandsflugsins?“
„Staðan hefur haft þau áhrif
að innanlandsflugið er rekið
með tapi s.l. 5 ár. Nú fer fram að
nokkru leyti endurnýjun og
stöðlun á innanlandsfluginu. I
því sambandi verðum við að
treysta á það að við njótum
skilnings á því hjá yfirvöldum
hér að það er ekki hægt að
ætlast til þess að við rekum
þessa starfsemi með halla.“
Aukinn ferða-
mannastraumur
lykillinn
að umheiminum
„Rekstur hótelanna er í góðu
formi, en við teljum að það þurfi
að efla hótelstarf og þjónustu
hér, auka hótelrýmið til þess að
hægt verði að efla ferðamanna-
strauminn. Af hverju þarf að
efla ferðamannastrauminn
kann þá einhver að spyrja? Jú,
við þurfum góðar samgöngur og
tíðar til og frá landinu í allar
áttir og aðeins með því að auka
ferðamannastrauminn getum
við treyst góðar samgöngur og
samband við umheiminn og þar
skipta hótelin miklu máli.“
Minni áhætta með
afmörkuðu
rekstrarsviði
„Margir velta því fyrir sér
hvort það sé eðlilegt að rótgróið
fyrirtæki eins og Flugleiðir eigi
í þeim rekstrarerfiðleikum sem
raun ber vitni á sama tíma og
Arnarflugi virðist ganga tiltölu-
lega vel og veltir jafnvel fyrir
sér kaupum á nýrri flugvél."
„Hér áður í samtali okkar hef
ég lýst helztu ástæðunum fyrir
þessum rekstrarerfiðleikum og
það er ekki raunhæft að bera
þessi fyrirtæki saman nema að
litlu leyti.
Stærðarmunur fyrirtækjanna
er gífurlegur og umsvif Arnar-
flugs eru mjög takmörkuð. Af-
markað svið þýðir miklu minni
áhættu þannig að það hefur
meiri möguleika á að sigla milli
skers og báru, en félagið hefur
verið mjög farsællega rekið að
mínu mati. Það hefur farið
saman að við höfum aflað Arn-
arflugi talsvert umfangsmikilla
verkefna á s.l. ári, en við höfum
samvinnu um markaðsstörf á
sviði leiguflugs erlendis. Þetta
samstarf hefur verið jákvætt
fyrir bæði félögin."
Von um árangur
innan tíðar
„Hvað telur þú að það taki
langan tíma að snúa þróuninni í
rekstrinum við miðað við stöð-
una í dag?“
„Þetta er spurningin sem allt
snýst um, en því miður get ég
ekki svarað henni með rökum.
Allt sem við gerum í dag beinist
að því að rétta við, en því er ekki
lokið og ég sé fram á áframhald-
andi erfiðleika á næstu mánuð-
um. Vonandi er að árangur náist
innan tíðar. Raunsæi er það sem
skiptir mestu máli í stöðunni og
óhófleg bjartsýni gerir ekkert
gagn. Ég tel að við höfum hjá
fyrirtækinu gott starfsfólk sem
hefur einbeitt sér að lausn
aðkallandi og knýjandi verkefna
sem er aðlögun að breyttum
aðstæðum og ég vona og trúi að
okkur takist að fullkomna það
verk og koma því í kring snuðru-
lítið. Ég held að meginhluti
starfsfólksins skilji þetta og ég
treysti því að það fylki sér um
þær aðgerðir sem um er að
ræða. Það eru þeirra hagsmunir
ekki síður en fyrirtækisins
sjálfs að dæmið snúist við og
hagsmunir þjóðarinnar í heild.“
Grein: Árni Johnsen
AKAI
I
%
í
1-^3»
Verktakar — Útgeröarmenn — Vinnuvéla-
eigendur o.fl.
Slöngur — Barkar — Tengi.
Renniverkstæöi — Þjónusta — Háþrýstilagnir
Státröratengi — Fjö|tæknj s f
Nýlendugötu 14, Reykjavik.
Sími: 27580.
Skiptilokar
Mælalokar
i
VÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/A
Innilegar þakkir til allra vina, kunningja og fjölskyldna
sem glöddu mig mikið, meö heimsóknum, gjöfum,
skeytum og blómum á 70 ára afmæli mínu þ. 14.
janúar.
Kærar kveöjur.
Tove Engilberts.
Félag
járniðnaðarmanna
Félagsfundur
veröur haldinn þriöjudaginn 22. janúar 1980 kl. 8.30
e.h. í Félagsheimili Kópavogs, uppi.
Dagskrá:
1. Félagsmál
2. Kjaramál
3. Önnur mál
Mætiö vel og stundvíslega.
Stjórn Félags járniönaöarmanna.
Volvo station 78
Til sölu mjög vel meö farinn Volvo
Station bifreiö, árg. 1978, ekinn 35 þús.
km litur blá sanseraður. Verö 7.5 millj.
Bíll í toppstandi. Uppl. í síma 41187.
Verzlunin Eðall
auglýsir
Erum meö úrval kristal-
vara á góöu verði. s.s.
handskorin kristalglös
og blómavasa frá
Vestur-Þýzkalandi.
Einnig úrval af furubús-
áhaldavörum frá Finn-
landi.
Verzlunin Eðall,
Austurstræti 8.