Morgunblaðið - 20.01.1980, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1980
fltaqpisifrlafeifr
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 4.500,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 230
kr. eintakið.
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Við erum flest stolt af
þeirri miklu upp-
byggingu, sem orðið hef-
ur hér á landi síðan um
aldamót. Þegar þessi
saga er rifjuð upp, sjáum
við, að fyrstu skrefin eru
jafnan stigin af stórhuga
einstaklingum, sem sáu
leiðir til þess að nýta þau
nýju tækifæri, sem aukið
athafnafrelsi og batn-
andi efnahagur þjóðar-
innar gáfu. Upphaf tog-
araútgerðar á 1. ára-
tugnum er sígilt dæmi
um þann kraft, sem býr í
einstaklingsframtakinu.
Og stofnun Eimskipafé-
lags íslands sýnir okkur,
hverju má fá áorkað, ef
þjóðin finnur að framlag
hvers einstaks getur
skipt máli fyrir afkomu
heildarinnar.
Við stöndum nú
frammi fyrir því, að
lífskjör okkar hafa farið
versnandi á sl. ári og enn
hallar undan fæti á
þessu, ef marka má þjóð-
hagsáætlun. Það er
áreiðanlega ekki tilvilj-
un, að þetta gerist á
sama tíma sem kröfu-
gerð ríkisvaldsins á
hendur atvinnuvegunum
hefur orðið æ skefjalaus-
ari með margvíslegum
kvöðum, fáránlegri
skattalöggjöf og ýmsum
öðrum ótímabærum af-
skiptum og tilskipunum,
sem stappað hafa nærri
eignaupptöku eða jafn-
gilt henni. Afleiðingin er
svo sú, að eigin fé fyrir-
tækja fer hraðminnk-
andi og enginn óvitlaus
maður leggur sparifé sitt
í atvinnurekstur. Póli-
tísk misbeiting verka-
lýðshreyfingarinnar hef-
ur stuðlað að þessari
óheillaþróun og þar með
valdið því að lífskjör eru
hér verri en ella.
I útvarpsviðtali í
gærmorgun lét ritstjóri
Þjóðviljans svo ummælt,
að blað hans hlyti að
beina spjótum sínum
sérstaklega að Eim-
skipafélagi íslands,
Flugleiðum og Sölumið-
stöð hraðfrystihúsanna
af því að það væri „mál-
gagn sósíalisma, þjóð-
frelsis og verkalýðs-
hreyfingar", en til þess-
ara félaga væri einatt
vitnað til að sýna fram á
ágæti einstaklingsfram-
taksins. Ekki var rit-
stjórinn um það spurður,
hvort hann teldi, að þessi
fyrirtæki hefðu gert
þjóðinni gagn og stuðlað
með beinum og óbeinum
hætti að því að við
byggjum í betra landi en
ella. Það var líka þarf-
laust. Orð hans urðu ekki
skilin öðru vísi en svo, að
frjálst framtak, — frelsi
til athafna og umsvifa,
—■ væri eitur í hans
beinum og annarra
þeirra, sem Þjóðviljan-
um stjórna, — sem fara
með forystu í Alþýðu-
bandalaginu.
Við erum alin upp í
náinni sambúð við landið
og náttúruöflin, sem hef-
ur alið af sér einstakl-
ingshyggju með okkur
flestum. Þegar við höf-
um verið frjálsust orða
okkar og athafna hefur
okkur vegnað bezt; —
hvers konar hömlur og
höft hafa lamað starfs-
þrekið og dregið úr
framförunum. Ummæli
ritstjóra Þjóðviljans lýsa
viðhorfi, sem er and-
stætt eðli og uppruna
okkar íslendinga. Þau
lýsa ótrúlegu afturhaldi
og ofstæki. Það getur
ekki leitt til annars en
ófarnaðar og upplausn-
ar, ef þau sjónarmið
verða ofan á.
Framtak eða
aftur hald ?
( Reykjavíkurbréf
19. janúar1
Er „síldar-
ævintýrinu“
á Atlantshafi
lokið?
Flugi okkar íslendinga með út-
lendinga milli Evrópu og Ameríku
má líkja við „síldarævintýri". Við
duttum í lukkupott fyrir þremur
áratugum, þegar Loftleiðumenn
hófu þetta flug. Framsýni þeirra,
dirfska og dugnaður svo og að-
stæður á þessari flugleið réðu
mestu um það, að umfangsmikill
atvinnurekstur var byggður upp í
kringum þetta flug.
Forsendurnar fyrir því, að þetta
„síldarævintýri“ í flugi á N-Atl-
antshafi hófst voru nokkrar. Loft-
ferðasamningur okkar við Banda-
ríkin var gerður á heppilegum
tíma og var hagkvæmari en loft-
ferðasamningar milli Bandaríkj-
anna og flestra annarra Evrópu-
landa. Bandarísk stjórnvöld höfðu
vinsamlega afstöðu til okkar
íslendinga og voru í upphafi og
jafnan síðan reiðubúin til að
greiða götu þessa flugs. Loftleiðir
tóku þann kost að fljúga með
hæggengari vélar, sem millilentu
á íslandi en á lægri fargjöldum. Á
þessum grundvallaratriðum
byggðist þetta flug í upphafi svo
og á útsjónarsemi stjórnenda
Loftleiða. Það var t.d. snilldar-
bragð að taka upp samstarf við
Luxemborg í fluginu, þegar Loft-
leiðum var smátt og smátt þrýst
út af Norðurlandamarkaðnum.
í kringum þetta flug hefur orðið
til mikil atvinna bæði hér á
íslandi og í öðrum löndum. Loft-
leiðamenn byggðu upp flugflota
sinn og síðan margvíslega iðstöðu
hér heima fyrir svo cg' mjög
víðtækt sölukerfi út í heimi. Þegar
bezt gekk voru söluskrifstofur
Loftleiða á hinum ótrúlegustu
stöðum víðs vegar um heiminn.
Þessi starfsemi Loftleiða og Flug-
félags Islands á þeim vettvangi,
sem það starfaði á þ.e. í innan-
landsflugi og Evrópuflugi og síðar
Flugleiða eftir sameininguna, hef-
ur orðið til þess, að við íslendingar
búum nú yfir mikilli þekkingu í
flugrekstri. Við eigum hóp manna,
sem kunna að reka flug. Við eigum
fjölmenna sveit vel menntaðra
flugliða, sem hafa mikla reynslu í
flugi á N-Atlantshafi. Við eigum
þjálfað starfsfólk, sem kann vel til
verka á hinum ýmsum starfssvið-
um, sem tengjast fluginu. Við
eigum sem sagt stóran hóp fólks,
sem með menntun og starfs-
reynslu hefur aflað sér sérþekk-
ingar í flugsamgöngum.
Nú bendir margt til þess, að
„síldarævintýrinu" í Atlantshafs-
fluginu sé lokið — um sinn a.m.k.
Breyttar aðstæður á þessari flug-
leið valda því. Um nokkurt árabil
hafa Flugleiðir notað sams konar
vélar á þessari flugleið og önnur
flugfélög. Jafnframt hefur verð-
samkeppni farið harðnandi sér-
staklega hin síðari ár, þegar
fargjöld hafa lækkað verulega.
Um skeið gerðu menn sér vonir
um, að íslenzkt flug yfir Atlants-
hafið hefði náð svo öruggri fót-
festu, að það gæti haldið áfram,
enda þótt forsendurnar hefðu
breytzt. Menn töldu hugsanlegt,
að Flugleiðir gætu haldið þeim
markaði, sem Loftleiðir höfðu
byggt upp, þótt verðmunurinn
væri horfinn að mestu eða öllu
leyti. Harðnandi samkeppni og
hækkandi verð á eldsneyti hafa
valdið því, að þessar vonir hafa
smátt og smátt dofnað. í nokkur
misseri hafa Flugleiðir borgað
með hverjum einasta farþega, sem
félagið hefur flutt yfir Atlants-
hafið. Það getur ekki verið mikil
framtíð í því fyrir okkur íslend-
inga að borga með hverjum far-
þega, sem við flytjum milli Evr-
ópu og Bandaríkjanna.
„Síldin“ er því að hverfa, alveg
eins og síldin hvarf 1947 og 1967.
En gleymum því ekki, að síldin
kom aftur. Og spurning er, hvort
þær aðstæður skapast á ný á
þessari flugleið, að við getum
rekið þar farþegaflutninga með
nokkrum árangri. Nú er fremur
talinn skortur á farþegaflugvélum
í heiminum en að um offramboð sé
að ræða. Hins vegar er því haldið
fast fram í erlendum sérfræði-
tímaritum um flug, að þetta muni
breytast á næstu árum. Svo mikið
af flugvélum er nú í smíðum, að
talið er að um offramboð verði að
ræða að nokkrum árum liðnum.
Nú eru eldri þotur í háu verði, en
um leið og mikið framboð verður á
nýjum vélum er því spáð, að verð á
gömlum þotum muni falla. Að vísu
eru nýju vélarnar mun hagkvæm-
ari í rekstri en þær gömlu en
sérfræðingar segja, að verðið á
þeim gömlu, verði svo lágt, að þótt
rekstrarkostnaður þeirra verði til
muna hærri, muni þetta skapa
mönnum tækifæri til að kaupa
gamlar þotur á lágu verði og hefja
farþegaflug á enn lægri fargjöld
en nú tíðkast í samkeppni við
stóru flugfélögin, sem muni nota
hinar nýrri vélar. Leiðir þessi
þróun til þess, að „síldin komi
aftur“ á flugleiðinni yfir N-Atl-
antshafið?
Leitum
nýrra leiða
Að vonum hafa vandamál At-
lantshafsflugsins mjög verið til
umræðu hér heima fyrir undan-
farna mánuði. Flugleiðir hafa nú
sagt upp um fjórðungi starfs-
manna sinna og þarf ekki að hafa
mörg orð um hvílík áhrif slíkar
uppsagnir hafa í okkar litla sam-
félagi. Þessi vandamál flugsins,
sem eiga sér eðlilegar ástæður,
sem menn hafa getað séð fyrir í
mörg ár hafa orðið til þess, að
Þjóðviljinn og Alþýðubandalagið
halda uppi hatrömmum árásum á
Flugleiðir og stjórnendur þeirra.
Það er eftirtektarvert, að öll
starfsorka þeirra Þjóðviljamanna
og Alþýðubandalagsins í þessu
máli fer í það að skapa tortryggni
í garð stjórnenda fyrirtækisins.
Því er haldið fram, að þeim hafi
orðið á stórfelld mistök í rekstri
fyrirtækisins, alið er á grunsemd-
um um, að þeir hafi flutt stórfé úr
landi (Hvaða fjármagn skyldi það
vera? Milljarðatap síðustu ára?)
og yfirleitt er öllum ráðum beitt
til þess að gera þá tortryggilega.
Þessi málflutningur kommún-
ista er þeim mun athyglisverðari
vegna þess, að Flugleiðir hafa ekki
fengið nokkra fjárstyrki úr vösum
skattgreiðenda. Fyrirtækið hefur
ekki farið fram á það að tapið
verði greitt úr ríkissjóði. Fyrir-
tækið hefur heldur ekki farið fram
á sérstakan fjárstuðning stjórn-
valda. Alþýðubandalagsmenn geta
því ekki haldið því fram að þeir
séu að verja hagsmuni hins opin-
bera eða skattgreiðenda. Tilgang-
urinn er augljós. Flugleiðir og
forverar þess, Loftleiðir og Flug-
félag íslands hafa um langt árabil
verið meðal öflugustu einkafyrir-
tækja í landinu. Raunar er upp-
bygging farþegaflugs milli íslands
og annarra landa eitt glæsilegasta
dæmið í okkar atvinnusögu á
síðari árum um það, hvers einka-
framtakið er megnugt. Nú þegar
illa gengur og erfiðleikar steðja
að, ætla þeir Alþýðubandalags-
menn bersýnilega að nota tæki-
færið og reyna að koma höggi á
þetta einkafyrirtæki meðan það er
í sárum og leggja grundvöll að því
að það verði þjóðnýtt.
Hér er ekki um það að ræða, að
Alþýðubandalagið hafi svo miklar
áhyggjur af atvinnu og lífsafkomu
þess fólks, sem hefur starfað við