Morgunblaðið - 20.01.1980, Síða 17

Morgunblaðið - 20.01.1980, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1980 17 Ekki Ijóst hvort K. Jónsson ber skaða vegna Þýzkalandsrækjunnar: Uppskriftinni breytt að beiðni kaupenda? EKKI er enn útkljáð hver skal bera tjón af þeirri rækjusend- ingu, sem í haust fór frá K. Jónsson og co. á Akureyri til V-Þýzkalands, og reyndar er alls ekki ljóst hvort K. Jónsson hafi við framleiðslu á nokkurn hátt brugðið frá samningum. í dag fara Kristján Jónsson og frá Sölustofnun lagmetis þeir Þorsteinn Karlsson matvæla- verkfræðingur, Ragnar Aðal- steinsson lögfræðingur og Ey- þór ólafsson sölustjóri tii Þýzkalands til viðræðna við hina þýzku kaupendur vörunn- ar. Morgunblaðið ræddi í vikunni við Gísla Einarsson í iðnaðar- ráðuneytinu, en honum var falið af ríkisstjórninni að fylgjast með framvindu mála í lagmetis- iðnaði ásamt Birni Dagbjarts- syni, aðstoðarmanni sjávarút- vegsráðherra. Sagði Gísli, að það sem virtist hafa gerzt í sam- bandi við framleiðsluna á rækj- unni, væri að sítrónusýra hefði verið tekin úr leginum og halda forystumenn K. Jónsson því fram, að það hafi verið gert samkvæmt samningum við um- boðsaðila frá Þýzkalandi. Þjóð- verjar halda því hins vegar fram, að sögn Gísla, að sá maður hafi ekki haft umboð til að gera slíkt. — I mínum höndum eru gamlar umbúðir frá Þýzkalandi um rækju héðan og þar segir að rækjan sé í legi með sítrónusýru, sagði Gísli Einarsson. — Síðan er ég með aðrar umbúðir nýrri, en í þeim var pakkað rækjunni, sem hér um ræðir. Þar segir ekki orð um sítrónusýru. Mér er tjáð að miðar á báðum dósum séu prentaðir í V-Þýzkalandi. Krist- ján Jónsson heldur því fram, að um það hafi verið samið við þennan þýzka umboðsmann að sítrónusýrunni yrði sleppt í þessari framleiðslu, sagði Gísli. Hann var spurður um tjóna- bætur vegna galla í lagmetis- framleiðslu á síðasta ári og sagði að varðandi K. Jónsson hefði ríkið engin afskipti, þar sem það væri einkafyrirtæki í Sölustofn- un lagmetis. Hins vegar hefði ríkið bætt Sigló-síld tjón það sem hún varð fyrir er fyrirtækið gat ekki losnað við gaffalbita til Rússlands vegna skemmda á sömu vöru frá K. Jónsson. Af- hending dróst frá Sigló-síld, varan skemmdist og ríkið ákvað að bæta fyrirtækinu tjónið, sem metið var á 80 milljónir króna. Sigló-síld hefur fengið 42 millj- ónir þeirrar upphæðar. Starfshópur, sem skipaður var á sínum tíma, lauk fyrir nokkru samningu nýrrar reglugerðar m.a. um eftirlit lagmetisfram- leiðslu. Fyrri reglugerð um eftir- lit, framleiðslu og útflutning á lagmeti var að ýmsu leyti ófull- komin og þá m.a. vegna þess að hún var gefin út af iðnaðarráð- herra, en tók að mestu til stofnana sem heyra undir sjáv- arútvegsráðherra. — Þessa dagana er verið að senda nýja reglugerð til sjávar- útvegsráðherra fullbúna til út- gáfu, sagði Gísli Einarsson. — Þessi reglugerð mun að inínu mati gera mikið til að tryggja að þessi hróðalegu atvik, sem átt hafa sér stað, eigi sér ekki stað. Þá verður eftirlit inni í verk- smiðjunum hert mjög og árekstrar milli stofnana um hver eigi að sjá um eftirlit hverju sinni gerist ekki. Ég held að menn hafi í raun og veru mikinn áhuga á að taka þessi mál miklu fastari tökum og reglugerðin er til mikilla bóta, sagði Gísli að lokum. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur Gylfi Þór Magn- ússon sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri Sölustofnun- ar lagmetis. I samtali við Mbl. í vikunni, sagði hann að þessi ákvörðun sín ætti sér langan aðdraganda og væri ekki í nein- um tengslum við þá atburði, sem síðustu vikur og mánuði hafa gerzt í lagmetisiðnaði. Þá hefur Lárus Jónsson alþingismaður fengið leyfi frá embætti for- manns stjórnar stofnunarinnar fram að sumarleyfi Alþingis að minnsta kosti vegna anna á Alþingi. Heimir Hannesson hef- ur verið skipaður formaður í hans stað og Benedikt Antons- son.hefur tekið sæti sem aðal- maður í stjórn. Sölustofnunin hefur ákveðið að leggja niður dótturfyrirtæki sitt í Bandaríkjunum, sölufyrir- tækið Iceland Waters Industries, sem selt hefur undir nafninu Iceland Waters. — Við komum þó til með að nýta að öllu leyti það starf, sem unnið hefur verið að uppbyggingu sölukerfis, sagði Gylfi Þór. — Þetta gerum við í gegnum umboðsmannakerfi, sem búið er að byggja upp og í gegnum þann aðila, sem væntan- lega tekur að sér umboðið fyrir okkur. Gylfi var spurður hvort rétt væri, að kvartanir hefðu borizt frá Frakklandi vegna galla í kavíarsendingu þangað. Sagði hann svo ekki vera. Að vísu hefði orðið greiðslufall á einni send- ingu og búið væri að krefjast skýringa á því, en Sölustofnunin hefði enga ástæðu til að ætla, að það væri vegna kvartana. Hann var spurður um þær tíðu kvart- anir, sem borizt hefðu vegna galla á lagmeti héðan undanfar- ið og sagðist aðeins vilja segja það, að heimavandamálin krepptu að frekar en sölumál erlendis. — Það eru vandamál hér heima fyrir, sem framleið- endur og forráðamenn Sölu- stofnunar verða að snúa sér að, sagði Gylfi. Á síðasta ári var K. Jónsson á Akureyri með yfir 40% fram- leiðslu lagmetis fyrir erlendan markað, Norðurstjarnan í Hafn- arfirði með yfir 20%, Sigló-síld með 16%, Arctic á Akranesi með 11% og önnur fyrirtæki með minna hlutfall. Heildarveltan á síðasta ári nam tæpum 2,5 millj- örðum króna. Fyrir nokkru sagði Norður- stjarnan í Hafnarfirði sig úr Sölustofnun lagmetis. — Ástæð- an er fyrst og fremst sú, að við viljum hafa frjálsar hendur um næstu áramót og nota þetta ár til að sjá hver framvindan verð- ur í málum lagmetisiðnaðarins, sagði Pétur Pétursson fram- kvæmdastjóri Norðurstjörnunn- ar í spjalli við Mbl. Ef af úrsögninni verður tekur hún gildi áramótin 1980—81. Síðasta ár varð mikil framleiðslu- og söluaukning hjá Norðurstjörn- unni og var þetta ár hið bezta í sögu fyrirtækisins. Gylfi Þór Magnússon sagði um þessa úrsögn, að hann hefði þrátt fyrir hana þá trú, að Norðurstjarnan ætti í fram- tíðinni eftir að verða ein styrk- asta stoðin í samtökum lagmet- isframleiðenda. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um þetta mál. Sverrir Pálsson fréttaritari Mbl. á Akureyri ræddi á föstu- dag við Mikael Jónsson hjá K. Jónsson og spurðist m.a. fyrir um hugsanlega samvinnu K. Jónssonar og KEA. Sagði Mik- ael, að tvívegis hefði verið rætt við Val Arnþórsson kaupfélags- stjóra og honum hefðu verið látin í té ýmis gögn um rekstur fyrirtækisins. Þessar viðræður væru á algjöru frumstigi og algjörlega að frumkvæði K. Jónssonar. Málin myndu skýrast upp úr mánaðamótum, en ef fyrirtækið yrði fyrir fjárhags- legum skelli í Þýzkalandi vegna rækjunnar, væri nauðsynlegt að fá aukið fjármagn inn í fyrir- tækið ef það ætti að geta starfað áfram eins og áður. í desember var sagt upp 50— 60 manns hjá fyrirtækinu vegna þess að hráefnið var búið og það selt. Nú starfa 50—60 manns hjá fyrirtækinu og nýlega var keypt síld frá Hornafirði, en hún verður ekki vinnsluhæf fyrr en í marz. Ef samningar takast um gaffalbita í samningunum, sem eru að hefjast í Rússlandi, má reikna með að starfsfólki verði þá bætt við á ný. — áij flugið. Ef svo væri, héldu þessir aðilar ekki uppi stórfelldum neikvæðum áróðri í garð fyrirtæk- isins. Þeir stunda markvissa niðurrifsstarfsemi og með þeim hætti, að tilgangurinn er öllum ljós. Það hefur enga þýðingu að bregðast við erfiðleikum á þennan hátt. Þeir hverfa ekki með því. Og þeir hverfa heldur ekki, þótt „rannsóknarnefnd" verði sett í fyrirtækið. Hvað á að „rannsaka"? Hugaróra Olafs Ragnars Gríms- sonar? Við eigum flugvélar. Við höfum yfir að ráða fólki, sem hefur sérþekkingu á flugi og hefur hlotið mikla þjálfun á því sviði. Raunar er búið að fjárfesta mikið í þekkingu þessa fólks. Um leið og dregið er úr Atlantshafsfluginu eigum við auðvitað að leita nýrra leiða til þess að hagnýta okkur þessa þekkingu í þjóðarinnar þágu. Við eigum að leita á ný mið. Þegar síldin hvarf fórum við að veiða loðnu. Nú þegar Ameríku- flugið er ekki lengur arðbært eigum við ekki að gefast upp og sitja auðum höndum, heldur reyna að afla okkur nýrra markaða, skapa okkur nýja fótfestu á öðrum vettvangi. Fordæmi frumherjanna Vera má að einhver segi sem svo: Hvaða nýjar leiðir eru færar í fluginu? Er ekki vonlaust um það, að við getum náð fótfestu annars staðar. Svarið við því er að við eigum að fylgja fordæmi frum- herjanna í flugi. Það er stórkost- leg saga. Upphaf flugs á íslandi er stórkostleg saga um dugnað, djörfung, úthald, framsýni og kjark örfárra manna, sem enn eru á meðal okkar og í fullu fjöri, þótt komnir séu við aldur sumir hverj- ir. Slík er einnig saga farþegaflugs okkar út í heimi. Hver getur fullyrt, að við eigum engra kosta völ. Hver getur stað- hæft, að útilokað sé fyrir okkur að ryðja nýjar brautir og byggja upp umfangsmikla flugstarfsemi á nýjum mörkuðum, þótt með öðr- um hætti sé en Ámeríkuflugið. Hefði einhver trúað því skömmu eftir lýðveldisstofnun, að íslend- ingar yrðu svo umsvifamiklir í farþegaflutningum milli Evrópu og Ameríku sem raun varð á? Auðvitað hefði enginn trúað því. Við eigum að vísa á bug þeim niðurrifsöflum, sem nú ráðast eins og hýenur á Flugleiðir, stjórnend- ur fyrirtækisins og starfsfólk á erfiðum tímum. Það hefur margt verið gagnrýnisvert í rekstri þessa fyrirtækis á undanförnum árum. Stjórnendurnir eru kannski fyrst og fremst gagnrýnisverðir fyrir það, að hafa ekki horfst í augu við þær staðreyndir, sem blöstu við í Atlantshafsfluginu mun fyrr. Þjónustu fyrirtækisins við íslenzka farþega hefur verið ábótavant á undanförnum árum og það í vaxandi mæli. Þetta er þó ekki það, sem skiptir höfuðmáli í dag heldur hitt, að við veitum Flugleiðum þann siðferði- lega stuðning, sem fyrirtækið þarf á að halda til þess að leita á ný mið, til þess að sannfæra sjálft sig og starfsmenn sína um það að þótt illa horfi um skeið þá dugar ekki að gefast upp heldur þvert á móti að sækja fram á nýjum vígstöðv- um. Horfum í eigin barm Vandamál flugsins eru lær- dómsrík fyrir okkur öll. Fólki hættir til að líta á atvinnufyrir- tækin, sem eins konar mjólkurkú, sem hægt sé að mjólka endalaust. Til þeirra sé hægt að gera meiri og meiri kröfur. Þau geti borgað hærri laun, staðið undir meiri hlunnindum og fríðindum án þess að nokkuð gerist. En því er ekki að heilsa. Einstakir starfshópar hjá Flugleiðum hafa gert hinar ítrustu kröfur á hendur fyrirtæk- inu á liðnum árum. Nú er ekki lengur um það að ræða að gera kröfur, heldur er spurningin sú, hvort hægt er að bjarga atvinnu þeirra, sem enn starfa við fyrir- tækið og útvega þeim vinnu, sem þegar hefur verið sagt upp. Þessi saga getur endurtekið sig í öðrum atvinnurekstri. Atvinnufyrirtæk- in búa ekki yfir ótæmandi sjóðum. Að því getur komið að boginn hefur verið spenntur of hátt og hann brestur. Og þegar það gerist verður mönnum ljóst, að betra hefði verið að fara hægar í sakirnar en halda vinnunni. í öllu atvinnulifi okkar íslend- inga hefur boginn jafnan verið spenntur hátt og stundum hefur hann brostið — en til allrar hamingju sjaldan. Á árunum 1967—1969 gerðist það, að saman fór aflabrestur heima fyrir, mikið verðfall á fiskmarkaði í Banda- ríkjunum og lokun mikilvægra skreiðarmarkaða í Afríku. Þá minnkaði gjaldeyrisverðmæti sjávarafurða okkar á tveimur ár- um um hvorki meira né minna en 45%. Við skulum vona að þetta gerist ekki aftur en það er rétt, sem sagði í forystugrein í Alþýðu- blaðinu fyrir nokkrum vikum, að ef þetta gerðist aftur og við þær aðstæður, sem nú ríkja í atvinnu- og efnahagsmálum okkar, mundi efnahagur okkar hrynja eins og spilaborg. Fyrir nokkrum árum hefði fólk ekki trúað því, að til svo alvarlegs samdráttar gæti komið í rekstri Flugleiða, sem nú er orðin stað- reynd. Við eigum að læra af þeirri reynslu, ekki aðeins í fluginu heldur í öllum okkar búskapar- háttum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.