Morgunblaðið - 20.01.1980, Síða 18

Morgunblaðið - 20.01.1980, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANUAR 1980 Við jól og áramót, er við fögnuð- um árvissum sigri ljóssins yfir myrkrinu, reynum við, hvað sem tautar og raular, að vera bjartsýn og horfa vonglöð til hins ókomna og þeirra verkefna, sem bíða okkar á nýju ári. En óneitanlega á bjartsýnin dálítið erfitt uppdráttar við þessi áramót og upphaf nýs áratugs. Landið okkar er stjórnlaust. Þjóð- in hafði vonast til að fá nýja og sterka rikisstjórn í jólagjöf. I staðinn fékk hún harðvítuga stjórnarkreppu, sem enn sér ekki fyrir endann á, áframhaldandi þras og hnútukast milli ráða- manna, sem hún hafði sett traust sitt á til góðra verka. — Menn viknuðu við spakleg orð í áramóta- ræðum æðstu manna, sem alþjóð tók undir. En allt kom fyrir ekki. Innanlandsmál okkar eru komin í annars vegar og sundrung póli- tískrar verkalýðsforystu hinsveg- ar hafa gagnverkandi áhrif og standa í vegi fyrir, að gengið sé til verks af viti. Tillögur um breytt verðbótakerfi frá nýafstaðinni kjaramálaráðstefnu ASÍ eru ein- tómt yfirklór og fálm út í loftið, sem koma hvergi nærri kjarna málsins, þ.e. að gera þarf gagn- gera endurskoðun og lagfæringu á ónothæfu og gerspilltu launakerfi, sem kyndir undir óánægju al- mennings, vaxandi launamisrétti, og óstöðvandi verðbólgu í landinu. Þessar tillögur ASI miðast auðvit- að eins og fyrri daginn, við heildarsamninga. Sérkröfurnar koma svo á eftir! Höfum við heyrt þetta fyrr? Alþingismenn, einn eða fleiri úr hverjum flokki, ynnu þarft verk — á meðan fæðingarhríðar nýrrar margbreytilegu aðstæðna og stjórnmálamönnum og öðrum ráðamönnum er nauðsynlegt — og beinlínis skylt að taka tillit til þeirrar staðreyndar. Það má jafn- framt hafa í huga, þegar rætt er um atkvæðavægið að verðmæta- sköpun til þjóðarbúsins er víða úti á landsbyggðinni margföld á hvern íbúa miðað við þéttbýlis- kjördæmin tvö hér á suðvestur- horninu. Varla verður sú stað- reynd léttvæg fundin. Búseta í Reykjavík Þá skal einnig bent á í þessu sambandi, að mikill meirihluti þingmanna hefir fasta búsetu á höfuðborgarsvæðinu og allir eru þeir búsettir þar yfir þingtímann — um átta mánuði ársins. Ein af frumskyldum hvers þingmanns er að kynna sér svo vel sem honum er og fleira — unnt öll málefni þjóðarinnar af kostgæfni og yfirsýn til allrar þjóðarheildarinnar auk þess sem honum er að sjálfsögðu skylt að gæta sérstaklega hagsmuna þess kjördæmis, sem hann er fulltrúi fyrir. Þegar tekin er á Alþingi ákvörðun um fjárveitingu til ákveðins verkefnis einhvers stað- ar á landinu, verður þingmaður- inn, eigi hann ekki að taka afstöðu meira eða minna út í bláinn, að hafa þekkingu á staðháttum, hög- um og þörfum þess fólks, sem í hlut á hverju sinni. Öllum þing- mönnum, 60 talsins, er í lófa lagið að afla sér slíkrar þekkingar á staðnum, þegar Reykjavík og nágrenni er annarsvegar. Það leið- ir hins vegar af sjálfu sér, að þingmenn þessa svæðis, sem flest- ir eru hér upprunnir og hafa aldrei verið búsettir úti á landi, eru í margfalt lakari aðstöðu til að meta aðstæður og þarfir hinna ýmsu staða á landsbyggðinni, sem þeir hafa jafnvel aldrei augum litið, nema þá sem gestir eða ferðamenn í sumarleyfum. Það er m.a. þetta, sem veldur því, að fólk úti á landi kveinkar sér dálítið við þá tilhugsun, að þingmenn dreif- býlisins verði í miklum minni- hluta á Alþingi. des. 1979 Reykjav .............. 5558 Reykjan .............. 6993 Vestf..................1715 Norðurl.v..............1754 Nú er það enn svo, að flestir íbúar höfuðborgarsvæðisins, sem orðnir eru miðaldra eða eldri eiga uppruna sinn utan þess svæðis og eru margir í sterkum tengslum við gömlu átthagana víðsvegar um landið. En þetta er óðum að breytast, og hvað verður að nokkr- um áratugum liðnum, þegar þess- ar kynslóðir eru horfnar og hugs- anlega búið að þjappa saman á Alþingi sterku meirihlutavaldi einhverskonar borgríkis hér við Faxaflóann, — við hefðum orðið tvær þjóðir í landinu? En fyrr má nú vera faðir minn!, og ekki var það ætlun mín að hafa hér í frammi neinar óheillaspár, þótt mér lítist ekki allskostar á boðskap þeirra „jöfnunarmanna", sem lengst vilja ganga. Auðvitað hljótum við að komast að sam- komulagi um þetta, ef við athug- um nógu vel okkar gang, lítum til beggja handa í stað þess að ana beint af augum. Slæmur kostur Heildarfjölgun þingmanna um 6—8 þingmenn hefir heyrst nefnd, sem líkleg aðferð til að jafna atkvæðavægið. Það þætti mér slæmur kostur sem við ættum að hafna afdráttarlaust. Eða er ekki yfirbyggingin á öllum sviðum hjá okkur orðin nógu mikil, þótt sjálft Alþingi gangi þar ekki á undan? Ég hefi engan heyrt halda því fram, að þörf væri fyrir fleiri en 60 þingmenn. Það er hlutfallið milli kjördæma, sem málið snýst um. Þingmönnum var fjölgað um 8 við síðustu kjördæmabreytingu 1959. í dag myndi sú fjölgun þýða, að ég hygg, um 80 millj. kr. viðbótarútgjöld árlega fyrir ríkissjóð. Þar að auki er ekki rúm fyrir fleiri þingmenn í Alþingis- húsinu okkar. Það eru rök í sjálfu sér, þótt önnur vegi þyngra á metunum. En þá eru það uppbót- arþingsætin, 11 talsins. Yrði regl- um um úthlutun þeirra breytt á þann veg, að hlutfallsreglan yrði afnumin sem og ákvæðið um, að ekki megi nema eitt þingsæti koma í hlut hvers flokks i hverju kjördæmi, þá yrði útkoman sú, að öll 11 sætin kæmu í hlut Reykja- víkur og Reykjaneskjördæmis. Þessi tvö mannflestu kjördæmi fengju þannig 28 þingmenn af 60 eða sex fleiri en þau hafa í dag. Fróðlegur samanburður I ágætri og fróðlegri ritgerð í bókarformi: „Um endurskoðun stjórnarskrárinnar" eftir dr. Gunnar G. Schram, forseta laga- deildar H.í. er þessu atriði, mis- vægi atkvæða, gerð sérstök skil (bls. 28—33). Bókin kom út í árslok 1977. Samkv. nýjum upp- lýsingum, er ég hef frá G. Schram og Hagstofu Islands kemur það fram, að ef kosið hefði verið í síðustu kosningum (des. 1979) eftir breyttum reglum um uppbót- arþingsætin eins og að ofan grein- ir, þá hefði Reykjavík fengið 8 uppbótarþingmenn og Reykjanes 3. Fjöldi íbúa bak við hvern þingmann í þessum tveimur mannflestu kjördæmum og svo aftur tveimur þeim mannfæstu hefði orðið sem hér segir: í Reykjavík 4168, í Reykjaneskjörd. 6119, í Norðurlandskjörd. vestra 2120 og í Vestfjarðakjörd. 2045. í raun voru samsvarandi tölur í desemberkosningunum: Rv. 5558, Rn. 6993, N-v. 1754 og Vf. 1715. Ef við svo hverfum aftur til ársins 1959, þegar kosið var í fyrsta skipti eftir breyttri kjördæma- skipan, þá líta tölurnar þannig út (óbreytt regla um uppbótars.): Rv. 4736, Rn. 3081, Vf. 1743 og N-v. 1464. (Sjá ennfremur töflu hér að neðan). Fjöldi íbúa að baki hverjum þingmanni: eftir kosn. 1979., ef gilt hefðu breyttar reglur um úthlutun uppb.þings., eftir kosn. | 1959: des. 1979 (br.r.) 1959 4168 4736 6119 3081 2045 1743 2120 1464 Meira en þrefaldur mismunur 1959 Af tölunum hér að ofan er ljóst, að Reykjaneskjördæmi er aðal- vandamálið. íbúafjöldi þess árið 1978 (tölur frá 1979 liggja ekki fyrir) var 48952, tæpl. tvöfalt meiri en árið 1959 — á móti Reykjavík með 83376 árið 1978 (71036 árið 1959). — Atkvæðatal- an nýtist Reykvíkingum greini- lega miklu betur af ýmsum ástæð- um. Helmingsfjölgun Reyknesinga á sama tíma gagnar þeim hinsveg- ar óeðlilega lítið. En það, sem ég tel hvað athygl- isverðast við þessar tölur og kem- ur, býst ég við, ýmsum nokkuð á óvart, er sú staðreynd, að mis- munur á atkvæðavægi árið 1959 milli fámennasta kjördæmisins þá (Norðurl.v.) og þess fjöimenn- asta (Reykjav.) er meira en þre- faldur, þegar kjördæmabreyting- in er alveg ný af nálinni, — eða snöggt um meiri en hann myndi Mannréttindi á metaskálum — Hugleiðingar um kjördæmamál rembihnút, sem guð má vita hve- nær og hvernig verður leystur. Óvissa, vonleysi og þreyta eru áberandi í umræðum manna. — Sjálfsskaparvíti — er viðkvæðið, en enginn vill kenna sjálfum sér um, — það er allt öðrum að kenna. Óþvegnar skammirnar dynja á kjörnum fulltrúum á Alþingi fyrir dugleysi, ábyrgðarleysi og annað þaðan af verra. Víst mega þeir taka margt af því til sín — og taka það alvarlega. Hitt má þó öllum ljóst vera, að málið er ekki eins einfalt og margir þeir vilja vera láta sem stærst hafa orðin og standa ekki sjálfir í eldlínunni. Þingræði í hættu Alþingismenn eru í örðugri að- stöðu. Þeir standa frammi fyrir þeirri alvarlegu staðreynd, að vald þjóðkjörins þings til að stjórna málefnum þjóðarinnar hefir í vax- andi mæli verið hrifsað úr hönd- um þess af óábyrgum þjóðfélags- hópum, sem hafa ýmist í sér- hagsmunaskyni eða í þágu flokks- pólitískra hagsmuna, farið sínu fram og virt ákvarðanir Alþingis að vettugi. Hér er sjálft þingræðið í hættu. Það hefir greinilega komið í ljós að undanförnu í árangurslausu bardúsi við stjórnarmyndun, að samstarfsflokkarnir í fyrrv. ríkis- stjórn eru hræddir. Hræddir við ástandið utan þings, uggandi um, að glansmyndin, sem hver þeirra fyrir sig hefir verið að reyna að koma sér upp, myndi blikna í augum þjóðarinnar, ef þeir gengju of langt til móts við hina. Þótt ekki virtist fyrirfram mikil ástæða til bjartsýni um, að hægt yrði að ná saman þjóðstjórn með aðild allra flokka, var auðvitað sjálfsagt, eins og á stóð, að freista þess að ná samstöðu ábyrgra afla á Alþingi. Sú tilraun tókst að vísu ekki nú, en þjóðin fékk þó á meðan á henni stóð dálitla hvíld frá sjónarspili vinstri viðræðnanna, er gengu mestmegnis út á tilburði viðræðuaðila til að hampa eigin tillögum og draga um leið dár hver að öðrum frammi fyrir alþjóð. Skyldu þeir ganga heilli til verks nú í annarri umferð? Verkefni, sem ekki þolir lengri bið Meðan á þessu þófi stendur kraumar verðbólgan í 50—60 gráðum og þjóðfélagsástandinu mætti einna helzt líkja við bifreið í frígír — bremsulausa að auki. Kjarasamningar allir í lausu lofti og auðséð, að stjórnarkreppan ríkisstjórnar standa yfir — ef þeir sameinuðust í ályktun frá Alþingi, er fyrirskipaði þar til kjörinni samstarfsnefnd að freista þess að koma nýrri og betri skipan á þessi mál, fyrst og fremst að því er varðar gerð kjarasamninga og vinnubrögð þar að lútandi. Hér er annars vegar verkefni, sem þolir ekki frekari bið. Vafalaust yrði það erfitt og vandasamt, en það er trúa mín, að það mætti takast, ef til þess veldust hæfir og velviljað- ir menn, sem hefðu almennings- heill, skilning og réttsýni að leið- arljósi. Eigum við ekki slíka menn? — eða væri úr vegi að reyna? Stórmál — mörg stór orð Að „eilífðarmálunum“ slepptum (efnahagsþjarki og verðbólgufári) mun annað stórmál væntanlega koma til kasta yfirstandanc: þings: Kjördæmaskipan og kosr,- ingalög, sem Stjórnarskrárnefnj hefir fjallað um að undanförnu. Sú hlið þessa máls, sem hvað oftast ber á góma, og með auknum þunga, þegar kosningar eru á næsta leiti, er jöfnun atkvæðis- réttarins, þ.e. leiðrétting á mis- vægi atkvæða milli hinna misjafn- lega mannmörgu kjördæma. Hér er annars vegar stórt og viðkvæmt mál, sem vandasamt verður að leysa svo öllum líki. Auðvitað verður að koma hér til leiðrétting, það held ég, að allir sanngjarnir menn séu ásáttir um, hvar sem þeir eru búsettir á landinu. Sér- staklega á það við um Reykja- neskjördæmi, þar sem misvægið hefur aukist mest í hlutfalli við mesta íbúafjölgun — langtum meiri en í Reykjavík. Öll væntum við þess, að þær breytingar, er stjórnarskrárnefnd mun gera tillögur um á næstunni muni byggjast á vandlegri alhliða athugun og mati á íslenzkum aðstæðum. í opinberri umræðu um þetta mál hafa mörg stór orð verið látin falla af þeim, sem telja sig hér mestum órétti beitta þ.e. hér í Reykjavík og í Reykjanes- kjördæmi. Orð og ummæli eins og „hróplegt misrétti", „níðst á al- mennum mannréttindum", „þriðjaflokks þegnar" eru vel til þess fallin að vekja heilaga reiði „fórnarlambanna" og um leið því miður, andúð í garð þess fólks, er byggir fámennustu kjördæmi landsins — sér í lagi á Vestfjörð- um og Norðurlandi vestra, sem sífellt er vitnað til sem forréttindaþegna í krafti fámenn- is. Öllum má þó ljóst vera, að það var ekki þetta fólk, sem ákvað núverandi skipan þessara mála, heldur stjórnarskrárnefnd sú, er á sínum tíma undirbjó síðustu kjör- dæmabreytingu árið 1959 og var síðan staðfest í almennum kosn- ingum. Spurning um mannréttindi Öll viljum við heilshugar standa vörð um almenn mannréttindi. En óneitanlega hefir þetta hugtak verið notað nokkuð einhliða og í of einangruðum skilningi í umræð- um um atkvæðavægið. Hér vakna ýmsar spurningar: Er hægt að slá með föstu, að ein mannréttindin séu helgari en önnur, að einhver grein mannréttinda sé hin allra helgasta? Mætti ekki líka spyrja, hvort það flokkaðist ekki undir almenn mannréttindi, að hver þegn í lýðræðisríki fái notið lög- gjafar, sem samþykkt er af lýð- ræðislega kjörnu löggjafarþingi? Hvað skyldi vera uppi á teningn- um, ef við tækjum t.d. gildandi fræðslulög á Islandi, grunnskóla- lögin okkar. Ætli að þarna sé ekki nokkuð gróflegt „misvægi", ef bor- in er saman framkvæmd þessara laga í afskekktum byggðum fyrir norð-vestan og víðar á landinu og svo hér á höfuðborgarsvæðinu? Hvað um hlut fatlaðs fólks og vangefinna í framkvæmd sömu laga, sem þó hefur, góðu heilli, batnað verulega á síðari árum. Hins sama mætti spyrja varðandi lög um heilbrigðisþjónustu o.fl. o.fl. Margföld verðmætasköpun Niðurstaðan af slíkum vanga- veltum verður einfaldlega sú, að hversu gjarnan sem við vildum búa öllum íbúum þessa lands sem jafnasta möguleika til að njóta þeirra réttinda, er okkar þjóð- skipulag býður upp á, þá er töluvert langt í land, að það hafi tekist í reynd. Því veldur ekki hvað síst fámenni okkar í stóru og erfiðu landi, — engu öðru landi líkt. Aðstaða manna í hinum mismunandi landshlutum verður aldrei jöfnuð til fulls. Við breytum ekki íslenzku náttúrufari og nátt- úrugerð með póliríksum penna- strikum. Þar með er ekki sagt, að þeir landsmenn, sem verða að gjalda þess að búa við erfiðar náttúruaðstæður megi ekki — og eigi ekki að fá að njóta þess í öðru, ef unnt er. íslenzk þjóðfélagsgerð hlýtur að bera svipmót hinna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.