Morgunblaðið - 20.01.1980, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 20.01.1980, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1980 19 verða nú, ef uppbótarþingsætin gengju öll til tveggja fjölmenn- ustu kjördæmanna. (að reglunum breyttum). Getur það verið, að stjórnar- skrárnefndin fyrir 20 árum, og um leið allir íslenzkir kjósendur, hafi verið þetta miklu vanþróaðri í viðhorfum sínum til „almennra mannréttinda" heldur en þeir íslendingar í dag, sem telja hnífjafnt vægi atkvæða yfir allt landið það eina, sem við verði unað? Væri það ekki þvert á móti eðlilegt, að tekið yrði mið af því nú, hvað menn sættust á síðast, þegar gerðar voru breytingar og leiðréttingar til aukins jafnvæg- is? Litið til Bretlands í Bretlandi, sem löngum hefir verið talið einn traustasti máls- vari vestræns þingræðis, er vægi atkvæða í þingkosningum rúmlega fimmfalt í fámennustu kjördæm- unum (t.d. Orkneyjum og Hjalt- landseyjum) á við þau fjölmenn- ustu. Bretar hafa ekki enn, að ég bezt veit, séð ástæðu til að breyta þessu, enda þótt þeir á ákveðnu árabili geri hér leiðréttingar í samræmi við breyttan íbúafjölda í hinum ýmsu kjördæmum. Við mættum líka vera þess minnugir í þessu sambandi, að á þingum Norðurlandaráðs eigum við Islendingar 6 fulltrúa á móti 18 fulltrúum frá hverri hinna Norðurlandaþjóðanna. Eru ekki íbúar Svíþjóðar 9—10 millj. á móti rúml. 0,2 millj. á íslandi? — Við hljótum að gera okkur grein fyrir því, að enda þótt höfðatölureglan fari sjálfsagt einkar vel í maga tölvunnar, þá er hún ekki líkleg til þess, sé henni beitt af gáleysi og þröngsýni, að gera þjóðfélag okkar mannlegra og sveigjanlegra — betra til að búa í. Mér er full ljóst, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefir, allra íslenzkra stjórnmálaflokka, mestan hag af því, að vægi atkvæða milli þéttbýl- is og dreifbýlis verði jafnað sem mest. Ég tel mér engu að síður óhætt að treysta því, að okkar flokkur, sem hefir frá upphafi, öðrum flokkum fremur, notið trausts og fylgis í öllum stéttum um landið allt — til sjávar og sveita, muni nú sem fyrr bregðast við af þeirri víðsýni og reisn, er honum er samboðin sem stærsta stjórnmálaflokki þjóðarinnar, þegar að því kemur, að þetta mikilvæga mál verði til lykta leitt. Sigurlaug Bjarnadóttir menntaskólakennari. Hluti Kammersveitar Reykjavíkur á æfingu í vikunni, en tónleikar sveitarinnar verða kl. 17 í dag í Bústaðakirkju. „Myrkir músíkdagar44: Kammersveit Reykja- víkur í Bústaðakirkju KAMMERSVEIT Reykjavíkur verður með þriðju tónleika á „Myrkum músíkdögum" og hefj- ast þeir kl. 17 i dag, sunnudag, í Bústaðakirkju. Stjórnandi verð- ur Páll P. Pálsson, einleikari Helga Ingólfsdóttir og Ruth L. Magnússon einsöngvari. A efnisskrá tónleikanna eru verk fjögurra íslenskra höfund og tveggja erlendra: Karólína Eiríks- dóttir: Brot, Vagn Holmboe: Zeit op. 94, Miklos Maros: Konsert fyrir sembal og kammersveit, Páll P. Pálsson: Lantao, Jón Nordal: Concerto lirico. Páll P. Pálsson stjórnandi tón- leikanna sagði í samtali við Mbl. að reynt væri að leika sem mest af verkum íslenskra tónskálda og mætti segja að þessir tónlistar- dagar væru að því leytinu mót- vægi við Listahátíð, sem hér væri annað hvort ár, þar sem erlend tónverk væru í meirihluta. Sagði Páll að þessi tónlistarhátíð væri góð tilbreyting í skammdeginu og sagði að einu sinni áður, kringum 1957, hefði verið gengist fyrir svipaðri tónlistarhátíð. Um verk sitt á efnisskránni í dag sagði Páll að það hefði hann samið í nóvem- ber og desember sl. eftir ferð sína til Kína og héti það Lantao eftir samnefndri eyju skammt frá Höng Kong. Kæmu fram í verkinu áhrif Kínverja og kínverskrar náttúru, en verkið er samið fyrir óbó, hörpu og slagverk og frum- flutt hér. Karólína Eiríksdóttir samdi verk sitt Brot að tilhlutan Kamm- ersveitarinnar á síðasta ári. Er það í einum kafla, skipt í smærri einingar og frumflutt hér. Karó- lína lauk prófi frá píanókennara- deild Tónlistarskólans 1974 og stundaði síðan nám við Michigan háskóla í Bandaríkjunum og út- skrifaðist þaðan með próf í tónsmíðum. Þriðja íslenska verkið á tónleik- unum í dag er eftir Jón Nordal. Var það samið fyrir Kammersveit Uppsala með styrk frá NOMUS árið 1975 og frumflutt það ár. Erlendu verkin á efnisskránni eru Zeit op. 94 eftir Holmboe, sem hann samdi árið 1974 við þrjú ljóð eftir Renötu Pandula, og verk Miklos Maros, Konsert fyrir sembal og kammersveit, sem er frumflutt hér og samið fyrir Kammersveit Reykjavíkur með styrk NOMUS og hefur höfundur tileinkað Helgu Ingólfsdóttur og Páli P. Pálssyni verkið. ^Dale . (Jarnegie námskeiðið ★ Meira hugrekki. ★ Stærri vinahópur. ★ Minni áhyggjur. ★ Meiri lífskraftur. STJÓRNUNARSKÓUNN Konráö Adolphsson Sími82411 Ný námskeið eru að hefjasl. Útgerðarmenn — Skipasmíðastöðvar 26 m tog-, línu- og netabátur Viljum hér meö kynna yður nýjustu hönnun okkar, sem er 26 m tveggja þilfara tog-, línu- og netabátur, sérhannaður fyrir íslenskar aöstæöur. Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar aö Garðastræti 6, 4. hæö, sími 27110 Skipatækni h.f. . KLÆDNING Samkvæmt rannsóknum sem Rannsóknarstofnun byggingariðn- aðarins hefur gert á steypuskemmdum og sprungumyndunum af húsum, hefur komið í Ijós að eina varanlega lausnin, til að koma f veg fyrir leka og áframhaldandi skemmdir, er aö klæöa þau alveg, til dæmis með álklæöningu. A/ klæðning er seltuvarín, hrindir frá sór óhreinindum, og þolir vel (slenzka veöráttu. A/ klæðning er fáanleg I mörgum litum sem eru innbrenndir og þarf aldrei aö mála. Leítið nánari uppl. og kynnist möguleikum A/ klæöningar. Sendið teikningar, og viö munum reíkna út efnisþörf og gera verötilboö yöur aö kostnaöarlausu. Fullkomið kerfi til síðasta nagla. INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVfK - SÍMI «»06 - PÓSTMÓLf 1612. TELEX 2025 - SÖLUSTJÓBI HElMÁSfMl 71400.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.