Morgunblaðið - 20.01.1980, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANUAR 1980
23
„Guð sjálfur og bænin til hans sam-
einar allar greinar kristinnar kirkjn"
— segir séra Ágúst Eyjólfsson sem
verður fyrstur kaþólskra presta til
að prédika í lúterskri kirkju á Islandi
Séra Ágúst Eyjólfsson, ný-
vígður prestur við Dóm-
kirkju Krists konungs
Landakoti. stígur í stól og
prédikar við guðsþjónustu í
Dómkirkjunni við Austur-
völl í dag sunnudag, þar sem
fulltrúar fjögurra stærstu
freina kristinnar kirkju á
slandi sameinast um guðs-
þjónustu. Er það í fyrsta
skipti, sem það gerist á
íslandi, að kaþólskur prest-
ur prédikar í lúterskri
kirkju.
„Ég er mjög ánægður með
að þessi guðsþjónusta sé að
verða að veruleika, og fagna
þessari þróun hér,“ sagði séra
Ágúst í stuttu spjalli við Mbl.
„Ég kynntist fyrirkomulagi
af þessu tagi á námsárum
mínum í V-Þýzkalandi, en
guðsþjónustur sem þessar
hafa lengi farið fram víða um
heim, og kirkjudeildir bein-
línis verið hvattar til að taka
þátt í slíkri guðsþjónustu. Og
þótt við höfum margar
Séra Ágúst Eyjólfsson
kirkjudeildir þá er eitt sem
sameinar þær allar, Guð
sjálfur og bænin til hans.
Ekki er hægt að segja að
um messu sé að ræða, öllu
heldur guðsþjónustu þar sem
þarna skiptast á söngur, bæn
og prédikun. Tildrögin að
þessu eru þau að á síðastliðnu
sumri var sett á laggirnar
samstarfsnefnd kristinna
trúfélaga á íslandi. Nefndin
hefur unnið að undirbúningi
bænaviku, sem er alþjóðleg,
en jafnframt var ákveðið að
efna til þessarar guðsþjón-
ustu í tengslum við vikuna og
hefur á sama tíma verið
unnið að undirbúningi þessa
viðburðar, og ég er ánægður
með hvað við skulum vera
komin langt áleiðis og fagna
þessari guðsþjónustu.
Ég veit ekki hvort þessi
guðsþjónusta, eða aðrar sam-
svarandi í útlöndum, eigi eft-
ir að leiða alla kristna menn í
eina kirkjudeild. Jesús bað þó
fyrir því áður en hann dó, að
öll yrðum við eitt. Og það eru
áreiðanlega margir sem
mundu vilja vinna að því. Það
er margt sem tengir kristna
menn, en að vísu mikið sem
að skilur," sagði séra Ágúst,
sem starfar sem aðstoðar-
prestur sóknarprestsins í
Landakoti, að lokum.
Fyrirlestr-
ar um ör-
eindafræði
KNÚTUR Árnason B.S. flyt-
ur almenna fyrirlestra um
öreindafræði síðustu ára, á
morgun, mánudaginn 21. og
þriðjudaginn 22. janúar kl.
17.15 í stofu 157 í húsi
verkíræði- og raunvísinda-
deildar við Hjarðarhaga.
Fyrirlestrarnir eru opnir öll-
um áhugamönnum.
Þar verður fjallað um þær
hugmyndir sem fram hafa
komið í öreindafræði á síðustu
árum. Meðal þessara hug-
mynda er ímynd eða módel
Weinbergs og Salams sem
færði þeim Nóbelsverðlaun á
síðasta ári. Einnig verður
fjallað um svonefnda poka-
ímynd um vist kvarka í ör-
eindum. Tengsl öreindafræð-
innar við stjarneðlisfræði og
heimsmyndafræði verða
ennfremur tekin til umræðu.
Maímánuður
sá annasamasti
hjá Slökkvilið-
inu á sl. ári
FJÖLDI útkalla og sjúkraflutn-
inga hjá slökkviliðinu í Reykjavík
árið 1979 var svipaður og árið á
undan eða alls 10.755 sjúkra- eða
slysaflutningar og 474 útköll
vegna eldsvoða. Flest urðu útköll-
in í maímánuði eða 126, nærri 100
fleiri en flesta aðra mánuði. í
skýrslu sem Slökkvistöðin í
Reykjavík hefur sent frá sér
kemur fram að orsök eldsvoða er í
langflestum tilvikum íkveikja, eða
alls 220 á s.l. ári.
Herstöðvaandstæð-
ingar mótmæla harð-
lega innrásinni
i Afganistan
„MIÐN'EFND Samtaka herstöð-
varandstæðinga mótmælir harð-
lega hernaðaríhlutun Sovétríkj-
anna í Afghanistan," segir í upp-
hafi ályktunar frá Herstöðvarand-
stæðingum. Harmað er í ályktun-
inni, að enn einu sinni skuli
stórveldi beita hervaldi til að
skipa máium smáþjóðar.
Verö: Ca. 3.130. þús
Verö: Ca. 3.495. þús
Verö: Ca. 5.320. þús
*iVerö: Ca. 3.750. þus
Verö:Ca. 3.570
Síðastliðið ár og það sem
af er þessu ári, er LADA
mest seldi bíllinn.
Það er vegna þess að hann
er á mjög hagstæðu verði, og
ekki síst, að hann er
hannaður fyrir vegi sem okkar
Nú eru allir LADA bílar með
höfuðpúðum, viðvörun-
arljósum ofl. ofl.
LADA station er hægf að fá með 1200 sm3
eða 1500 sm3 vél.
BIFREIDAR & LANDBUNAÐARVELAR
Suðurlandsbraut 14, simi 38600
Söludeild sími 312 36
er mest sekti bíllinn"
Góöir greiösluskilmálar
Li m
i
í, ~\É—zxa