Morgunblaðið - 20.01.1980, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1980
25
GALLERÍ1
Langbrók
skemmtilegt fyrirtæki við Vitastíg
Gallerí Langbrók er til húsa að Vitastíg 12, — þessi
verzlun er því í námunda við Laugaveginn, en hefur þó
farið framhjá ófáum. Á boðstólunum þar eru handunn-
ar gjafavörur eftir 14 listamenn, — vefnaður,
tauþrykk, grafík, teikningar og keramik.
Fyrir rúmu ári síðan settu tólf
listakonur verzlunina á laggirnar,
en fyrir var engin aðstaða til í
borginni sem seldi slíkan iðnað að
segja má. Heldur seldi hver fyrir
sig sín verk í heimahúsum eða á
verkstæðum og átti almenningur
þá ekki svo auðvelt með að nálgast
þessar vörur. Húsnæðið leigja
listakonurnar sjálfar og þær
Veggteppi, tauþrykk og keramik.
Veggteppið er unnið af ínu Sal-
ome.
skiptast á um að afgreiða í
verzluninni. Þessi háttur á rekstr-
inum á án efa sinn þátt í því, hvað
verð á því sem á boðstólunum er,
er lágt, sem kemur þó á óvart, því
að á bak við hvern mun er mikil
vinna og efniviðinn, — liti og
pappír, þarf að panta að utan. Og
svo er hver hlutur unninn af
viðurkenndum listamanni. Ástæð-
an fyrir því að einungis konur
standa að þessu galleríi, er helzt
sú, að þær vörur sem þarna
bjóðast eru flestar á listasviði, þar
sem karlmenn hafa ekki enn
haslað sér völl.
Eins og áður segir eru aðeins
seldar handunnar vöru eftir lista-
konurnar og eru yfirleitt engir
tveir hlutir hannaðir eins. Það má
nefna kjóla, barnaföt, rúmfatnað
fyrir börn, vefþrykk á ströngum,
sem vinna má hina margvísleg-
ustu hlutj úr, veggteppi og renn-
ingar og keramik-krúsir, diskar og
skájar. Af smádóti má nefna
nálapúða, þvottapoka, tehettur,
pottaleppa, klúta, dúkkur, smekki,
svuntur, belti, axlabönd og gler-
augnahylki. Þá eru þar stórir
púðar úr vefþrykki og handunnir
bakpokar. Púðarnir eru fylltir
með hálfdún og kosta 9—15 þús-
und krónur.
Grafíkmyndir og teikningar
vekja ekki sízt athygli þeirra sem
þarna koma við, — grafíkmynd-
irnar kosta frá um 10 þúsundum
og upp í 35 þúsund krónur. Ekki
hefur alls þess sem á boðstólunum
er, verið getið hér og sjón er sögu
ríkari. Fyrirtækið er frumlegt og
skemmtilegt og vonandi á það sér
langa framtíð.
Uppreisn gegn
hefðbundnu
leikhúsi
L.F. M.H.
SKÖLLÓTTA SÖNGKONAN
eftir Eugene Ionesco.
Þýðing: Karl Guðmundsson.
Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson.
Aðstoðarleikstjóri: Brynhildur
Ben.
Sköllótta söngkonan eftir Eug-
ene Ionesco hóf sigurför sína um
heiminn á sjötta áratugnum. Ion-
esco gerði með þessu verki upp-
reisn gegn hefðbundnu leikhúsi.
Hann var að vísu ekki einn um að
hafa endaskipti á hlutunum. Sam-
uel Beckett er ásamt honum kunn-
astur absúrdhöfunda svonefndra,
einnig má nefna Witold Gom-
browicsz. En á undan þeim öllum
voru menn að fást við líka hluti
þótt ekki væru þeir eins markviss-
ir eins og hjá þessum þrem
snillingum nútímaleikritunar.
í Sköllóttu söngkonunni eru
leiddár fram á sviðið tvær enskar
fjölskyldur, þ.e.a.s. tvenn hjón.
Einnig koma við sögu þjónustu-
stúlka og slökkviliðsmaður. Þetta
fólk er njörvað fast við enskan
hugsunarhátt, venjulega ímynd
góðrar fjölskyldu í úthverfi Lund-
úna. Allt er dæmigert enskt.
En skyndilega fer eitthvað að
gerast. Það sem áður var fast í
skorðum gliðnar sundur. Hjónin
fara að tala saman á einkenni-
legan hátt og það þarf meira en
litla athygli til að átta sig á hvert
þau eru að fara. Ættartölur verða
óskilanlegar þulur. Þegar gestir
koma fá þeir heldur betur óvenju-
Lelkllst
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
legar viðtökur. Það kemur á dag-
inn að um hjón er að ræða þótt
þau virðist ekki þekkjast. Ekki
verður efnisþráður Sköllóttu söng-
konunnar rakinn frekar.
Leiklistarfélag Menntaskólans
við Hamrahlíð hefur með þessari
upprifjun sinni á Sköllóttu söng-
konunni unnið þarft verk til kynn-
ingar á absúrdisma. Ekki síst ber
að þakka leikstjóranum Andrési
Sigurvinssyni sem hefur vandað
uppsetningu eftir föngum.
Það er löngu vitað að í ýmsum
framhaldsskólum á sér stað
merkileg leikstarfsemi og að því
leyti hefur Menntaskólinn við
Hamrahlíð lagt fram drjúgan
skerf á undanförnum árum. Að
vísu verða ekki gerðar sömu kröf-
ur til áhugafólks í skólum og
þjálfaðra leikara. En það er gam-
an að geta sagt að það fólk sem
túlkar heim Ionescos að þessu
sinni gerir það með prýði. Magnús
Hákonarson leikur Mr. Martin,
Birna Bjarnadóttir Mrs. Martin,
Valdimar Helgason Mr. Smith,
Margrét Gunnlaugsdóttir Mrs.
Smith, Guðrún Björg Erlingsdótt-
ir Mary og Ólafur Tr. Magnússon
Bunumeistara. Vandi er að gera
upp á milli þessara ungu leikara.
Sumir virtust komast nær fárán-
leika Ionescos en aðrir, en slíkt
mat er einstaklingsbundið. Það fer
einfaldlega eftir því með hvaða
augum hver og einn sér Ionesco.
Umgjörð sýningarinnar er með
þeim frumlega hætti að
áhorfendur eru leiddir inn í virð-
ulegt enskt veitingahús og þar er
þeim þjónað af mikilli kurteisi,
veitingar fram bornar að enskum
sið. Hljómsveit leikur og söngkona
syngur. Þannig ættu sem flestir að
geta notið þessa kvölds, spjallað
saman fyrir sýningu í þægilegu
umhverfi. Með þessum hætti er
áhorfendafjöldi takmarkaður, en
kosturinn er sá að ekkert fer
framhjá fólki. Troðningur og ór-
óleiki sem stundum stendur skól-
asýningum fyrir þrifum er víðs
fjarri.
Ógetið er þýðingar Karls Guð-
mundssonar sem gerð er af hag-
leik.
\ BÚÐIN 29800
----- Skipholti19