Morgunblaðið - 20.01.1980, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. JANUAR 1980
29
Ponarim
Umsjón: SIGRÚN
DAVÍÐSDÓTTIR
Ég læt þess oft getið, að
með hinum og þessum réttin-
um spilli ekki að hafa gott
heimabakað brauð. Og það er
vissulega rétt, því slíkt sæl-
gæti getur sett púnktinn yfir
i-ið svo um munar. Bæði ilmur-
inn, útlitið og svo auðvitað
bragðið sjá vel fyrir því. Því
ætla ég núna að rabba aðeins
um brauð og brauðbakstur.
Brauð hefur fengið orð á
sig fyrir að vera einkar fitandi,
og vegna þess hve margir heyja
hatramma baráttu við auka-
kílóin geldur brauðið þess
oft. En þetta er bara ekki alls
kostar rétt. Brauð er að vísu
mjög auðugt af kolvetni og of
mikið af kolvetni getur valdið
aukakílóasöfnun. En það er
annað sem fylgir brauðinu, og
það er smjör og álegg. Væn
smjörklípa og feitt áíegg
leggja auðvitað til fitu og það
aldeilis svo um munar. Ef þið
hins vegar borðið brauðið með
litlu smjöri og mögru áleggi
eða engu, þá er sá vandinn
leystur. Já, ég gleymdi að nefna,
að olíusósa, majónes, er víst
ekki óalgengt áíegg og er ekki
hún sérlega hitaeiningasnauð.
Allt slíkt er væn ábót, og alveg
ástæðulaust að skella svo allri
skuldinni á brauðið.
Gott brauð er nefnilega
mjög hollt og alveg ómissandi í
daglegri fæðu. En brauð og
brauð er ekki eitt hið sama. Við
erum litlu bættari með
snjakahvítt hveitibrauð, því úr
því fáum við lítið af því sem við
þurfum. Bezt er að borða gróft
brauð, þ.e. brauð með vænum
skammti af trefjum. Trefjar
eru slagorð í nútíma næringar-
fræði. Sjálfar trefjarnar sjá
okkur e.t.v. ekki fyrir miklu
af efnum, þó það sé ekki
óumdeilt, en þær gegna mikil-
vægu hlutverki í meltingunni.
Þær sjá til þess, að fæðan
streymi sæmilega óhindrað
eftir meltingarveginum, og
varna því að hún þéttist þar
um of, og meítingarvegurinn
jafnvel stíflist. Þetta á ekki
sízt við um neðri hluta melt-
ingarvegarins. Vestrænn mat-
ur er gjarnan ofunninn,
þannig að trefjarnar eru
hreinsaðar úr honum, enda er
hvers kyns meltingartregða
vægast sagt mjög algeng.
Það er mikið af trefjum í
hveitiklíði, sem er yzti hluti
hveitikornsins. Við venjulega
mölun er þessi hluti kornsins
numinn brott, auk kímsins,
sem er auðugt af hollum nær-
ingarefnum. Þess vegna er brauð
bakað úr hvítu hveiti lítt hjálp-
legt ef meltingin er treg. Þá
er betra að borða brauð þar
sem allir hlutar hveitisins eru
notaðir, þ.e. kornið er malað og
Ilmandi
brauð
allt notað í brauð. Þetta á við
um heilhveiti. Auk þess er
hægt að kaupa klíðið sérstak-
lega, og það er sjálfsagt að
bæta eins og 1 dl í brauðdeig,
sem í er um ¥z 1 af vökva. Auk
þess má stundum fá hveitiflögur
eða valsað hveiti í Kornmark-
aðnum á Skólavörðustíg.
Þessar flögur eru mjög góðar í
brauð, auk þess sem þær eru
einkar góðar t.d. út á súrmjólk.
Auk þess er víða hægt að fá
mulið eða steytt hveiti. í sum-
um búðum hafa verið sett upp
svokölluð heilsuhorn, þar sem
hægt er að fá ýmsar kornteg-
undir. Þar er gjarnan korn frá
Nutana, sem er danskt heilsu-
fyrirtæki, og selur góðar vörur.
Hörfræ eru einkar auðug af
trefjum og eru því góð viðbót í
gott brauð, auk þess sem hægt er
að borða þau á annan haft.
Trefjar eru auk þess í ýmsum
ávöxtum og grænmeti, t.d.
þ'urrkuðum ávöxtum eins og
sveskjum og apríkósum, þessa
þurrkuðu ávexti er tilvalið að
setja í brauð, og þar er þá
komið ljómandi meðlæti með
sunnudagsteinu.
Ég hef orðið vör við að það
er útbreiddur misskilningur að
gerbakstur sé eitthvað erfiður
viðfangs. Ég er ekki mikil
bökunarkona, en gerdeig þyk-
ir mér einkar handhægt og
auðvelt viðfangs, auk þess sem
það býður upp á óendanlega
möguleika. Pressuger fæst í
sumum búðum og svo hjá
liðlegum bökurum. Athugið að
deigið verður ekki alltaf eins,
og þá ekki brauðið heldur.
Það er með ýmsu móti rétt eins
og veðrið og skapið, en ég held að
það verði alltaf gott... Því
skuluð þið endilega losa ykk-
ur við alla fordóma gagnvart
gerbakstri og láta nú hendur
standa fram úr ermum. Og
munið, séuð þið með börn á
ykkar snærum, að þá eru þau
afar hjálpfús við baksturinn.
Alveg frá því að þau geta
staðið og fylgzt með, hafa
þau gaman af því að fá deig-
bita, skella honum á plötuna og
borða síðan eigið brauð. Það er
mun fljótlegra að lofa þeim
að fá deig til að móta úr, en að
eyða kröftunum í að halda þeim
frá því. Og þetta er tilvalið
tækifæri til að kenna þeim
hreinlæti í sambandi við mat,
og matargerð.
Góða skemmtun!
Klíðisbollur
. Hvernig væri að baka eitt-
hvað svona, þegar von er á
gestum í kaffi, fremur en að bera
fram eitthvert sætmeti? Það er
a.m.k. ágætis tilbreyting.
Auk þess eru bollurnar góðar
með mat. Þið fáið um 30 stk. úr
þessari uppskrift. Mér finnst
ekki taka því að baka úr
minna en 'k 1 af vökva, og það
er tilvalið að frysta það sem af
gengur. Það er þá þítt síðar
með því að bregða því augna-
blik undir kalt vatn, og setja
það svo beint inn í heitan ofninn.
'k 1 vatn, eða vatn og
mjólk til helminga, eða
undanrenna
50 gr pressuger, nýtt og
fínt
2 msk hunang
3 dl heilhveiti
1 dl hveikikím
1 dl hveitiklíð
6—7 dl hveiti, helzt
óhvíttað
1. Setjið vökvann í skál,
ásamt gerinu, hunanginu og
heilhveitinu. Hrærið aðeins í og
látið standa í 10—15 mín., eða
þar til þið sjáið að gerið er að
lifna við. Ef þið viljið láta
deigið standa lengi og lyfta sér,
notið þið kaldan vökva, en
annars á hann að vera allt að
37° heitur. Hiti, svona allt að
líkamshita, eykur afköstin hjá
gerinu, og það lyftir deiginu
hraðar. En méiri hita þolir
gerið ekki.
2. Bætið nú klíðinu og kím-
inu í og um 5 dl af hveitinu.
Hnoðið deigið. Bætið hveiti í
þar til deigið loðir saman og
hnoðast vel. Það er ekki alveg
gott að segja til um, hve
mikið hveiti þið þurfið, e.t.v.
þessa 7 dl. e.t.v. minna. Hnoðið
deigið hressilega,eða látið
hrærivél létta ykkur störfin.
Annars er það vafalaust hollt í
stressuðu nútímaþjóðfélagi að fá
útrás og eyða umframorku við
að hnoða deigið. Það bætir,
hressir, kætir... Nú á deigið að
fá að hvílast og lyfta sér. Ef þið
hafið notað kaldan vökva, getið
sett deigið í kæliskáp og látið
það lyfta sér þar um nótt í
plastpoka. gætið þess að það sett
um deigið í pokanum og í
skápnum, því annars getur
það ýtt upp hruðinni og haldið
af stað út í heiminn, annað eins
hefur nú gerzt... Ef þið viljið
aftur á móti sjá árangurinn
strax, breiðið þið klút yfir
skálina og látið hana standa á
hlýjum og notalegum stað, þar
til deigið hefur lyft sér um
u.þ.b. helming. Það tekur 30—
60 mín, eftir því hve vel liggur á
deiginu (eða ykkur!)
3. Setjið ofninn á 250°
4. Hnoðið deigið nú enn,
mótið það síðan í litlar, flatar
bollur og setjið á smurða plötu.
Látið það nú lyfta sér í um
15—30 mín., eða þar til þið
sjáið að bollurnar hafa tútnað
verulega út. Bakið nú bollurnar í
miðjum ofninum í um 10—15
mín., þar til ilminn leggur út
úr ofninum, bollurnar eru
gullnar á litinn og þið heyrið
holan hljóm þegar bankað er í
þær. Látið mesta hitann
rjúka úr bollunum þær eru
alveg ómótstæðilegar svona
volgar og ilmandi, en einnig
góðar kaldar með áleggi. Ég
er viss um að þeir sem þurfa á
brauði að halda í nestið yrðu
ekki að marki daufir og fá
svona bollur með í nestis-
pakkann...
Ávaxtabollur
Notið sömu uppskrift og
hér að ofan, en bætið í um 2 dl
af söxuðum sveskjum eða aprí-
kósum, eða þessum ávöxtum til
helminga. 1 dl af gróft söxuð-
um hesli- eða valhnetum í
viðbót spillir ekki fyrir. Þetta er
þá hnoðað í deigið, eða bætt í
vökvann í byrjun allt eftir
því hvað ykkur sýnist. Þessar
bollur eru einkar góðar með
góðu te, eintómar, eða smurðar
smjöri.
Þannig getið þið notað upp-
skriftina hér að ofan til að
fikra ykkur áfram með ýmis
spennandi hráefni, og bætt
einu og öðru í. Það er ekki
ofmælt að möguleikarnir eru
margir, eða eigum við að segja
óteljandi...
Sinfóníutónleikar
Efnisskrá:
Béla Bartók Dansasvíta
Dvorák Fiðlukonsert óp. 53.
Kodály Háry Janos-hljómsveitarsvítan
Því hefur verið haldið fram af
sagnfræðingum á sviði tónlistar-
sögu, að einkenni frumstæðrar
tónlistar séu vart merkjanleg í
þekktri tónlist Evrópu. Þegar
talað er um frumstæða tónlist,
er aðallega átt við alþýðutónlist
og því minni sem áhrifin af
notkun hljóðfæra eru, því ein-
faldari er öll tónskipanin.
Þau menningarskil er fylgja
Kristnitöku í Evrópu eru talin
valda miklu um þá þögn er ríkir
um alþýðutónlist og kveðskap
aldarinnar á eftir og þegar
alþýðan hefur lært að tónsetja
orð sín í samræmi við hinn nýja
sið og „slétti söngurinn" er
orðinn alls ráðandi, er heiðinn
skrautsöngur horfinn og grund-
völlur lagður að einstæðri þróun
tónlistar í Evrópu. Seinni tíma
rannsóknir hafa leitt í Ijós, að á
einangruðum stöðum í Evrópu
má finna söngva sem áreiðan-
lega hafa mótast fyrir tón-
menntaskeið Kristnisögunnar og
einnig söngva er trúlega hafa
orðið tiltækir alþýðu manna á
fyrstu þróunarskeiðum Krist-
innar tónlistarsögu. Samkvæmt
þessari kenningu hefur því verið
haldið fram að Ungversk sveita-
tónlist beri merki um mjög háan
Tónhvísl
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
aldur og einnig eru fræðimenn
sammála um að á Islandi sé að
finna einhverjar elstu menjar
alþýðusöngs sem þekkjast í
heiminum í dag. Þegar talað er
um alþýðusöng má ekki rugla því
fyrirbæri saman við tónlistar-
iðkun sérþjálfaðra tónlistar-
manna að fornu og nýju og
einnig verður að taka tillit til
þess að ritun alþýðutónlistar
hófst mjög seint. Það er ekki
tilviljun að dansasvítan eftir
Béla Bartók bjó yfir ýmsum
þeim sérkennum, er einnig má
merkja í íslenskum þjóðlögum.
Þarna er um frumstæðar eigind-
ir að ræða, þar sem tónsetning
textans er háð tilfinningu og
hreyfiþörf ómenntaðs söngvara,
er ekki hefur möguleika til að
skoða verk sitt á annan hátt en í
gegnum eigin upplifun. Bartók
Janos Fllrst hljómsveitarstjóri.
vann mikið við söfnun þjóðlaga á
Balkanskaga og ber tónlist hans
glögglega merki þjóðlagsins.
Dansasvítan var vel leikin sér-
staklega af blásurum sveitarinn-
ar.
Annað verkið á efnisskránni
var fiðlukonsert eftir Dvorák op.
53. Verkið er glæsilega unnið en
með einhverjum hætti ekki
„inspírerað", sem þrátt fyrir
frábæran flutning einleikarans
György Pauk, verkaði einum of
venjubundið. Pauk lék verkið
mjög vel af frábærri leikni og
sterkri innlifun.
Tónleikunum lauk með Háry
Janos-svítunni, sem unnin er
upp úr samnefndri óperu um
lygarann óforbetranlega. Háry
Janos trúir sjálfur sínum furðu-
legu sögum og hann er umvafinn
ástúð og aðdáun frægra og
fagurra kvenna og niðurlægir
sjálfan Napóleon. Öperan endar
á því að Orze, konan hans (sem
hann tók fram yfir aðrar glæsi-
konur) kemur að honum þar sem
hann er að segja þorpsbúum
sögur sínar og skipar honum að
koma heim til að borða.
Svítan er skemmtileg og var
sérstaklega vel flutt undir stjórn
Janos Fúrst, sem náði út úr
hljómsveitinni skemmtilegri
sveiflu. Tónleikarnir voru
skemmtilegir og stakk fögnuður
áheyrenda í stúf við þá staðhæf-
ingu andstæðinga alvarlegrar
tónlistar, að öllum leiddist á
slíkum tónleikum og væru þar
aðeins af snobbi og til að sýna
sig og sjá aðra.
Jón Ásgeirsson
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU