Morgunblaðið - 16.03.1980, Síða 4
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1980
Sumarhús Brésnéffs.
Sundlaugin í sumarhúsi Krúsjeffs.
Höfuðstöövar miðstjórnar sovézka kommúnistaflokksins.
þeir öllum samfélagsauöl Sovétríkj-
anna — og er þetta alhliöa ríkis-
kapitalismi sem á rætur aö rekja til
keisaradæmisins, þegar ríkið átti
stóru vopnaverksmiöjurnar, kola-
námurnar, víöáttumiklar lendur
krúnunnar og járnbrautirnar.
Af sömu ættum og
stjórn arherrar
fyrir 1917
Margir þeirra, sem stjórna núna
eru af sömu ættum og stjórnuöu
Rússlandi fyrir 1917. Lenín tók viö
gamla stjórnkerfinu, en láðist að
endurbæta þaö. Stalín geröi ekki
einu sinni tilraun til þess. Hann kom
óyltingarmönnunum frá 1917 fyrir
kattarnef og skiþaði í þeirra staö
ungmenni, sem höfðu það helzt sér
til ágætis aö vera hollir húsbónda
sínum. Þeir komu úr skólum þar
sem nemendur voru aðeins aö
einum þriðja börn verkamanna og
smábænda, jafnvel árið 1938. Eftir
1940 greiddu nemendur á efri
skólastigum skólagjöld.
Stalín kom á fót metoröastiga
innan valdastigans og hærri launum
fyrir hærri stööur. Áður haföi Lenín
veitti sérhverju stigi ýmis sérrétt-
indi, starfshlunnindi og réttindi til
aö kaupa vandfengnar vörur á
lækkuöu verði.
Yfirstéttarfólkiö býr í hverfum,
sem eru einangruö með járngirö-
ingum og undir eftirliti varömanna.
Þaö hefur yfir aö ráöa ríkisbifreiö-
um, hefur þjóna, sérstakar verzlanir
með varningi frá Vesturlöndum og
vegabréf, sem gerir þeim kleift aö
ferðast til útlanda.
Lægri þrepin á „nafnaskránni“
láta sér lynda íbúö, skömmtunar-
seöla fyrir kaup í sérverzlunum og
réttindi til aö fá sér nýja loöhúfu á
tveggja ára fresti. Þeir, sem eru
verulega hátt settir, hafa hinsvegar
kort, sem heimila viðskipti „upp á
krít“ og reikningar þeirra greiöast
af ríkinu.
Hinir allra efstu, þessir 14 í
æðstaráöinu njóta forréttinda, sem
þekkjast hvergi annars staöar í
heiminum. Bifreiðar þeirra hafa
afnot af miðakreininni á breiöstræt-
um Moskvu, sem ætlaöar eru
lögreglu og slökkviliöi. Umferöar-
lögreglan fær aðvörun um útvarp,
stillir öll umferöarljós á grænt og
beinir öllum öörum vegfarendum út
í vegarbrúnina.
Öll önnur sérréttindi og hlunnindi
fara eftir því, hvaða sæti hver og
einn skipar í valdapýramídanum.
En aö öllu samanlögöu eru þau þó
tiltölulega hófleg, sé miðað viö
vestræn lífskjör. Það er aöeins í
örfáum tilvikum, að lífskjör fara
fram úr því, sem iðjusamur fag-
læröur verkamaður á Vesturlönd-
um á viö að búa. En það er ekki svo
lítiö, þegar haft er í huga, aö tekjur
sovétborgara, sem engra forrétt-
inda njóta, og þeir eru í yfirgnæf-
andi meirihluta, eru vart meiri en
nemur tryggingabótum í Vestur-
Evrópu.
Hollusta æðsta
dyggðin
Meðal þeirra, sem eru á „nafna-
skránni", er hollusta æösta dyggö-
in. Þeir einir eiga aögang aö
úrvalsliöi valdhafa, sem eru reiöu-
búnir aö standa vörö um valda-
stéttina. Enginn er þó lengur skot-
inn. Þaö nægir aö ógnað sé meö
stööulækkun — eða flutningi út á
landsbyggöina eöa lækkuðum eftir-
launum.
Hægt er að erfa fríðindin. Síöan
erfðalögin, sem voru afnumin í
byltingunni, gengu aftur í gildi,
haldast helgarbústaöurinn (sem er
mikilvægt stööutákn), íbúöin og
aðrar fasteignir í fjölskyldunni. Og
ef maöur er á „nafnaskránni" geta
samböndin tryggt, aö börnin öölist
menntun, sem síöar mun gera þeim
kleift aö fá vellaunaöa vinnu.
Fólk giftist innan eigin stéttar.
Þeir á „nafnaskránni" bjóöa verka-
mannsbarni varla nokkru sinni
heim.
Æösta tákn um velgengni í þjóö-
félaginu er að vera útnefndur fram-
boösmeðlimur og að lokum fullgild-
ur meðlimur miðstjórnarinnar, sem
er sambærileg viö ríkisráö keisara-
tímans. Því fer fjarri, aö æösta
stéttin hafi með öllu afmáö minn-
ingar um gamla ríkisráöiö. Þvert á
móti hangir til sýnis á rússneska
safninu í Leníngrad gríðarstórt mál-
verk, sem sýnir alla meðlimi síðasta
ríkisráösins árið 1914 ásamt leið-
beiningum meö skrá yfir öll nöfn
keisaraskriffinnanna.
Hættulegt stórnkerfi
Ríkisráð nútímans, miöstjórnin,
er æösta fulltrúasamkunda valda-
stéttarinnar. Miösjórnarmeðlimir
skiptast í mismunandi geira. Flokk-
urinn og ríkisbáknið hafa hvort um
sig 125 fulltrúa.
Flokkurinn sendir 120 ritara og
aöalritstjóra fimm mikilvægustu
fjölmiölanna.
Ríkiö sendir 75 ráðherra, 28 aöra
embættismenn (t.d. forseta Hæsta-
réttar og Saksóknara ríkisins), 13
mikilsmetna sendiherra, sex iön-
rekendur, fimm menntamenn og þá
tvo rithöfunda, sem taldir eru holl-
astir ríkinu.
Herinn leggur fram aðra 20
miöstjórnarmeölimi, þar á meðal
átta marskálka og tólf hershöfö-
ingja. Almenningur á 13 fulltrúa, en
af þeim koma þrír frá stéttarfélög-
um, tveir eru smábændur frá sam-
yrkjubúunum og átta eru úr hópi
verkamanna. Af hinum 287 full-
trúum í miðstjórninni eru átta
konur.
Aö vera meölimur miöstjórnar er
fyrst og fremst heiður, en hinsvegar
fylgja því völd að vera í æöstaráö-
inu. Þar hefur flokkurinn níu full-
trúa, en ríkiö fimm.
Næstur á eftir Kosygin forsætis-
ráöherra er Gromyko utanríkisráö-
herra. Hinir þrír frá ríkinu eru
Andropov yfirmaöur ríkislögregl-
unnar, Ustinov hernaöarmálaráö-
herra og Tichonov varaforsætisráö-
herra, væntanlegur arftaki Kosyg-
ins.
Telja má nokkuð víst, að á bandi
Brésnefs aðalritara séu miöstjórn-
arritararnir Suslov (aðalhugsjóna-
fræðingur og foringjasmiöur flokk-
sins), Kirilenko (talsmaöur her-
gagnaiönaðarins) og Shernenko,
sem veriö hefur einkaritari hans í
mörg ár.
Fimm af meðlimum æöstaráös-
ins eru fulltrúar svæöasamtaka,
þeirra á meöal eru Kunajev frá Asíu
og Pelsche frá Lettlandi.
Þaö er ekki erfiðleikum bundið
aö skilja, hvernig ákvöröunin um
innrás á Afganistan var tekin, þegar
ofangreind samsetning er höfö í
huga. Sumir herramannanna hafa
persónulega reynslu af hernaðar-
íhlutun. Suslov og Pelsche bera
stjórnmálalega ábyrgö á innlimun
Eystrasaltsríkjanna 1940—1944.
Andropov lók eitt aöalhlutverkiö í
uppreisninni í Ungverjalandi áriö
1956, en hann var þá sendiherra
Sovétríkjanna í Búdapest.
Þrír af fulltrúum flokksbáknsins í
æðstaráðinu greiddu atkvæöi með
íhlutun í Tékkóslóvakíu áriö 1968.
Grischin, sem þá var ekki í æösta-
ráðinu, var hundeltur út úr verk-
smiöju einni í Prag af tékkneskum
verkamönnum, þegar hann kom í
heimsókn árlö 1968.
Enginn utan innsta hringsins veit
á hvern veg hver og einn- greiddi
atkvæöi í Afganistanmálinu. Þaö aö
enginn skuli opinberlega vera
ábyrgur gerir þetta stjórnkerfi svo
hættulegt.
Því er stundum haldiö fram, aö
þaö sé kostur fyrir æðstaráöiö að
þurfa ekki aö taka tillit til almenn-
ingsálitsins eöa sæta gagnrýni. Þaö
getur virt aö vettugi áhrif ákvarö-
ana sinna á kosningar, eins og t.d.
svæöaþingkosningarnar, sem fram
fóru 24. febrúar. En á móti vegur sú
staöreynd að það á sér aldrei staö
gagnkvæmt upplýsingastreymi.
Séu teknar rangar ákvaröanir, upp-
götvast þaö ekki fyrr en um seinan.
Á þessari atómöld er hættan sú,
aö Sumar ákvaröanir verða ekki
aftur teknar.
(Úr Spiegel — Einkeréttur,
Morgunbleðið).