Morgunblaðið - 16.03.1980, Page 28

Morgunblaðið - 16.03.1980, Page 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. MARZ 1980 v(K> MORöJKí- 1 KAWNO (9 GRANI GÖSLARI Þarftu endilega að tala núna, þegar ég er að setja „Salomonsens lexikonið“ út fyrir habsikord og fiðlu? r \ tap J^Vpja/taP / n" HOVLE Ég vissi að leðurblökur eru blindar ... en??? Konan min er að baka tertubotna, heima! Afsökunarbeiðni til Varins lands BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson í dag byrjum við á að telja slagina eins og reyndar alltaf við spilaborðið. Og síðan finnum við leiðir til að fjölga þeim lnátulega. Austur og vestur hafa alltaf sagt pass, en norður gaf og allir er á hættu. Norður S. K H. D983 T. 6532 L. 7542 Suður S. Á542 H. Á54 T. ÁK8 L. ÁK8 Samningurinn er þrjú grönd, suður er sagnhafi og út kemur spaða 6. Þú ert nú fljótur að telja slagina í þetta sinn. En hvar og hvernig er best að fá þá, sem á vantar? Innkomuleysið á blindan virðist ætla að verða óþægilegt. Ekki þýðir að reyna að fríspila láglitina til að fá slagina tvo, sem vantar. Og ekki gagnar heldur að vestur eigi hjartakónginn þriðja því hann neitar eflaust að taka strax á hann og þar með ekki nema tvo slagi þar að fá. Möguleiki okkar liggur í, að skiptingin á höndum austurs og vesturs sé þessu lík. Vestur S. G9763 H. G1076 T. D9 L. G6 Austur S. D108 H. K2 T. G1076 L. D1093 Það er hjartaliturinn, sem skiptir höfuðmáli og eftir fyrsta slaginn spilum við hjartaáttunni frá blindum. Eflaust lætur austur þá lágt og við gerum það einnig. Vestur spilar eflaust aftur spaða, sem við tökum og hjartakóngur- inn kemur fljúgandi í ásinn en þá er eftir í blindum skemmtileg svíningarstaða, sem við nýtum og fáum þannig þrjá slagi á hjarta og níu í allt. Það hjálpar ekki vörninni þó austur láti hjartakónginn á átt- una. Við tökum þá með ásnum, spilum aftur hjarta og sama verður hvað vestur gerir. Láti hann hátt fær hann slaginn og við svínum seinna en annars fáum við á níuna. COSPER s/ 8271 COSPER T Þú áttir hugmyndina að gefa honum „Litla trésmiðinn“! Það skal tekið fram, vegna bréfs frá 4913—1038, sem birtist i Vel- vakanda s.l. föstudag undir fyrir- sögninni „Samtaka nú“, að Morg- unblaðið frábiður sér alla ábyrgð á þeim skoðunum sem þar koma fram og þá sérstaklega tengingu Varins lands við CIA og biður forsvarsmenn Varins lands afsök- unar á þeim ósannindum. Auk þess er óþarfi að tala um „kanadindla“, þótt menn hafi aðr- ar skoðanir á Keflavíkursjónvarp- inu en margir aðrir Islendingar. Greinarhöfundur umræddrar greinar bað um, að nafnnúmer hans væri birt með greininni og var það gert. En þeir sem vilja geta fengið upplýsingar um hver hann er. • Skipuð verði skólanefnd við H.í. Kæri Vclvakandi í tilefni af þeim umræðum, sem hafa farið fram um málefni heimspekideildar Háskólans get ég ekki stillt mig um að koma á framfæri hugmynd, sem glöggur maður lýsti fyrir mér og fleirum. Hann lagði til, að stjórn heim- spekideildar yrði breytt. Alþingi skyldi kjósa sjö manna skólanefnd til að stjórna deildinni á svipaðan ■ , ju hátt og ýmsum öðrum skólum er stjórnað. Með stöðuveitingar yrði farið þannig, að þrír menn yrðu skipaðir í dómnefnd og skyldi skólanefndin tilnefna einn, ráð- herra einn og háskólaráð einn. Álits heimspekideildar um um- sækjendur yrði ekki leitað, nema skólanefndin tæki ákvörðun um það. Hins vegar myndi skóla- nefndin greiða atkvæði um um- sækjendur, en ráðherra þó hafa veitingavaldið eins og hann hefur nú. Honum væri þó óheimilt að veita stöðu, ef skólanefndin hefði ekki talið viðkomandi umsækj- anda hæfan og yrði þetta eins og það er nú. Skólanefndin skyldi einnig gæta þess, að ekki færi fram pólitísk innræting í Háskólanum og við- komandi kennari sæta áminningu fyrir brotlega hegðun af þessu tagi. Endutekin brot ættu að varða brottrekstri. Koma þyrfti í veg fyrir það, að fylgismönnum ákveðins stjórn- málaflokks eða ákveðinnar stjórn- málastefnu gæfist kostur á að misnota stöðu sína í Háskólanum (eða í dómnefnd) til að koma pólitískum andstæðingum sínum á kné, og þess vegna væri eðlilegt, að Alþingi kysi skólanefnd, sem yrði skipuð fulltrúum allra flokka og færi með yfirstjórn heimspeki- deildar. Maigret og vínkaupmaöurinn 72 Og ég hefði ekki komið til yðar ncma af því að mig langaði til að vera hreinskilinn? Ég vissi ekki að ég myndi drepa hann. Ég sver það og ég hugsa þér trúið mér. Ég myndi ekki skrökva að yður. — Hvernig var sálarástand yðar? — Mér fannst þetta ekki geta haldið svona áfram. Ég var kominn eins langt niður og hægt var að hugsa sér. Það varð að gerast eitthvað. — Til dæmis hvað? — Ég gat gefið honum löðr- unginn til baka. Ef hann kæmi út úr húsinu með Anne Marie ætlaði ég að ganga að hon- um ... Hann hristi höfuðið. — En það var óhugsandi. Hann var miklu sterkari en ég. Ég beið til klukkan níu. Ég sá að það var kveikt í forstofunni og hann kom út einsamal). Byssan var alltaf i vasa minum og allt i cinu hafði ég gripið um hana. Ég skaut án þess að miða, þrisvar eða fjórum sinnum. ég veit það satt að segja ekki. — Fjórum sinnum. — Fyrsta hugsun mín var að bíða eftir lögreglunni. En svo varð ég hræddur um að þeir iegðu hendur á mig og allt i einu var ég á hröðu undanhaldi. Enginn virtist veita mér eftir- för. Og áður en ég vissi af var ég kominn í Hallerne og farinn að Iosa grænmeti af bilnum eins og ekkert hefði gerzt. — já, svona gekk þetta fyrir sig, lögregluforingi. Eg held að ég hafi engu gleymt. — Hvers vegna hringduð þér til min? — Ég veit það ekki. Ég var svo einmana og umkomulaus og ég sagði við sjálfan mig, að það myndi ekki nokkur maður skilja mig. Ég hef oft lesið um yður í hlöðunum. Mig langaði til að þekkja yður. Ég hafði eiginlega ákveðið að skjóta mig. En svo ákvað ég að leita eftir þessu. Samt var ég hrædd- ur. Ekki við yður, heldur menn yðar. — Mínir menn lemja ekki. — Það er sagt svo. — Það er svo margt sagt Pigou. Kveikið yður í sígarettu ef þér viljið. Eruð þér enn hræddur? — Nei. Ég hringdi einu sinni enn til yðar og síðan skrifaði ég yður. Eg hafði á tilfinningunni að þér mynduð skilja mig. Ég reyndi að fylgjast með yður, en það var ekki alltaf hægt, því að ég átti ekki alltaf í strætó og þér voruð venjulega akandi. Ég lenti stundum i þessum erfið- Eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir sneri á islensku leikum varðandi Chabut. Ég varð að vera á undan að geta mér til um hvert þér færuð hverju sinni. Þannig gekk það til að ég var kominn á undan yður á Quai de Charenton. Það varð ekki hjá því komist að Anne Marie segði yður allt af létta. Ég hafði ekki einu sinni hugsað út í að hún gerði það ekki strax. — Ég sá yður lika á Plaee des Vosges þegar þér fóruð að hitta frú Chabut. Og siðan á Quai des Orfevres. Mér fannst ekki ómaksins vert að fela mig. Ég vissi að fyrr eða síðar yrði ég gripinn. Þvi að auðvitað hefðuð þér náð mér fljótlcga? — Ef þér hefðuð verið i Hallerne í nótt hefðuð þér verið tekinn. Við höfum fengið ýmis- legt að vita um íarir yðar. Eruð þér byrjaður að drckka? - Nei. — Það er óvenjulegt að maður sem fer svona langt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.