Morgunblaðið - 30.03.1980, Page 15

Morgunblaðið - 30.03.1980, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MARZ 1980 15 Á sýningu Temmu Bell eru 39 myndir og þegar blm. leit inn um miöja viku voru fjórtán mál- verk seld. Við myndina „Ingimundur og Temma". — Ég kom alltaf heim til að mála — kom á sumrin eftir að ég fullorðnaðist. Þá var ég bæði í Reykjavík, fór út á land og víða um. Mér fannst örvandi að skoða umhverfið, birtan hér er svo spennandi fyrir málara — skír og tær. Og þótt einkennilegt sé getur hún minnt mig á birtu sem stundum er í New York, þegar mengunin er ekki allt að drepa. Mér fannst líka víðáttan hér svo góð, hér sést landslagið því að ekkert skyggir á, engin tré til dæmis. En þetta ætti nú kannski ekki að segja á ári trésins, segir hún og brosir við. — Síðan kynntist ég mannin- um mínum, Ingimundi Kjarval leirkerasmið. Við höfum nú sett saman bú í gömlu húsi í Vestur- bænum og eigum dótturina Úllu sem er tæplega tveggja ára. Það er gott að búa hér, en þar með er ekki sagt að síðar sé ekki hægt að breyta til, ef mál þróast þannig. Nú er ég tiltölulega nýkominn heim, því að ég var með sýningu í New York í nóvemþer og var síðan lengi úti. Ég hef aðstöðu til að mála í húsinu okkar, en þar er allt minna í sniðum — litlir gluggar, lítil herbergi — það er kannski ástæðan fyrir því að ég hef farið að mála dálítið af litlum mynd- um. Annars kann ég því betur að hafa stóran flöt til að mála á, ég hreyfist betur í stærri myndum. En mér finnst líka gaman að þreifa mig áfram með fleira. Sumir nota alltaf meira og minna sama formatið, en það hentar mér ekki. — Mér finhst margt öðruvísi hér eftir að ég kom hingað og settist að. Áður kom ég til að hitta ættingja mína og vinna af krafti og hugsaði ekkert um fleira. Viðhorfið breytist þegar maður býr hér. Alls ekki til hins verra. Það verður bara öðruvísi. — Nei, ég hef ekki kynnzt mikið kollegum hér, sagði hún aðspurð. En það er ekki að marka, þetta er ekki langur tími. Fólk þekkist hér öðruvísi. Og ég er ekkert á því að það ráðist af því hvort fólk málar, hvort það getur talað saman og átt eitt- hvað sameiginlegt. Mér finnst líka engu máli skipta hvort málað er fígúratívt eða abstrakt — þegar gerð er mynd þarf að nota liti og form, hvernig sem myndin er að öðru leyti. Það þarf að vera líf í málverkinu og það eitt að mynd er t.d. fígúratív gefur henni ekki líf — eða öfugt. h.k. Ljfem. Mbl. Ól. K. M. „Ég kom alltaf heim á sumrin til að mála ÞESSA dagana stendur yfir í Listmunahúsinu í Lækjargötu fyrsta málverkasýning Temmu Bell hérlendis. Þrátt fyrir fram- andlegt nafn er á ferð íslenzk listakona, hún er dóttir lista- hjónanna Louisu Matthíasdóttur og Leland Bell. Temma hefur haldið fimm einkasýningar í New York og tekið þar þátt í samsýningum, og í New York er hún borin og barnfædd. — Ég kom alltaf öðru hverju heim sem barn með foreldrum mínum. Við bjuggum líka um tíma í París. Það var afar lærdómsríkt og eins að ferðast um, en við gerðum það oft, fórum vítt um Evrópu og það var fróðlegt að skoða söfn og forn og ný listaverk. — Ég teiknaði sem barn — eins og flest gera. En ég fann að mig langaði að læra meira. í mennta- skóla var valgrein, annaðhvort músík eða málun og ég valdi hið síðarnefnda. Síðar varð ég leið á skóla og hélt hann væri ekki til neins — lífið og spekin væri alls - hér var birtan svo tœr og viðáttan endálaus“ Rabbað við Teinmu tíell listmálara staðar nema í skólum. Þá fór ég til Frakklands og var þar í ár, m.a. við að mála. Þá var ég búin að fá mig fullsadda af því í bili, skildi að ég vissi ekki allt og kunni ekki allt og mér veitti ekki af traustari undirstöðu og ég fór aftur í skólann og síðan lauk ég námi frá Listaakademíunni í Fíladelfíu. — Jú, ég fékk hvatningu frá foreldrum mínum. Það var mér og er mikils virði. Sumir kunn- ingja minna úti, einnig börn listahjóna, brugðust þannig við að þau gerðu uppreist gegn listsköpun. En það er vont að gera uppreist bara til þess að gera uppsteit. Hver verður að fá að finna sig og maður getur ekki látið það stöðva sig í að gera það sem hugurinn stefnir til þótt foreldrarnir hafi lagt hið sama fyrir sig. Það hefur ekki verið mér fjötur að vera dóttir frægra listahjóna — kannski heldur til framdráttar, en ég vona að nú orðið og framvegis verði ég fær um að standa fyrir mínu. — Fyrsta einkasýningin mín var 1971, í Bowerygallerí í New York. Það var hópur ungra málara, sem hafði bundizt nokk- urs konar samtökum og vildi sýna, við leigðum pláss saman og svo var unnið sameiginlega við sýningar hvert hjá öðru. Það var eini möguleikinn sem við eygð- um til að koma verkum okkar fyrir almenningssjónir þá. Við vorum 24 til að byrja með, en fólk kemur og fer og siðan hefur hópurinn smátt og smátt fært út kvíarnar. Ég sýndi þarna um þrjátíu verk og fékk heldur lofsamlega umsögn. — Jú, ég er áreiðanlega undir áhrifum frá foreldrum mínum. Og ekki bara þeim — allt hefur áhrif. Maður lifir og hrærist hvern dag undir áhrifum frá því sem er að gerast í kringum mann — fólki sem verður á vegi manns — maður þarf út af fyrir sig ekki annað en ganga eftir götu og horfa í kringum sig — það hefur viss áhrif. — Komstu að staðaldri heim til Islands meðan þú varst búsett í Bandaríkjunum? Ritsafn Gunnars Gunnarssonar J "V j \ Saga Borgarættarinnar Vargur í véum Svartfulg Sælir eru einfaldir Fjallkirkjan I Jón Arason Fjallkirkjan II Sálumessa Fjallkrikjan III Fimm fræknisögur Vikivaki Dimmufjöll Heiðaharmur Fjandvinir S\ \ r Almenna Bókafélagiö, Austuratrati 18, Skammuvagur 36, •imi 19707 sími 73055.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.