Morgunblaðið - 30.03.1980, Side 16

Morgunblaðið - 30.03.1980, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MARZ 1980 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 230 kr. eintakiö. Ifjármagnssnauðu þjóð- félagi eins og því íslenska er óhjákvæmilegt, að ríkisvaldið eigi þátt í því að hrinda af stað stór- framkvæmdum. Einstakl- ingar og félög þeirra hafa takmarkað bolmagn til að ráðast í fjárfrek fyrirtæki á borð við stóriðjuver og verða því að njóta stuðn- ings eða beinnar þátttöku ríkisvaldsins. Þessi óum- flýjanlega staðreynd eykur ábyrgð stjórnmálamann- anna. Þeir verða að sýna frumkvæði og djörfung. Því miður er augsýnilegt, að núverandi ríkisstjórn hefur ekki nein þau áform á prjónunum, sem gætu orðið grundvöllur að stór- stígum framförum. Að hætti vinstri stjórna stefn- ir hún að því einu að halda í horfinu, færa fjármagn milli manna og beita hug- myndaflugi sínu til þess eins að finna nýjar leiðir til aukinnar skattheimtu. Og ríkistekjunum er því miður í mjög litlum mæli varið til þess að mynda Enginn nýjan vaxtarbrodd í íslensku þjóðfélagi. Ein meginforsenda fyrir lánstrausti íslensku þjóð- arinnar á erlendum fjár- magnsmörkuðum eru þær óbeizluðu orkulindir, sem við höfum yfir að ráða. í orkusnauðum heimi hljóta lánadrottnar að telja það nokkurs virði, þegar lán- takandi hefur aðeins hag- nýtt sér 10% af þeirri raforku, sem fallvötn hans geyma og 2% jarðhitaork- unnar. En í þessu máli eins og öðrum fjármálum ræðst traustið af því, hvernig farið er með fengið fé, að því sé varið í arðbæru skyni. Erlend lán hafa undanfarin ár um of runn- ið til þess að láta enda ná saman í verðbólgudansin- um, það er hæpið svo ekki sé meira sagt, að þau skili nægilegum arði. A árum viðreisnar- stjórnarinnar var mörkuð sú stefna, að í samvinnu við erlenda aðila skyldi ráðist í virkjanir á grund- velli orkufreks iðnaðar. Þannig varð Búrfells- virkjun til og álverið í Straumsvík, sem er eign svissneska félagsins Alu- suisse. Jarðhitinn í Bjarn- arflagi við Mývatn var virkjaður og þar reist kísilgúrverksmiðja, sem starfar í náinni samvinnu við bandarískt fyrirtæki. Fyrir nokkrum árum kom svo Sigölduvirkjun til sög- unnar og járnblendiverk- smiðjan á Grundartanga, sem reist er í samvinnu við Elkem-Spiegerverket í Noregi. Á þessum vetri hafa hvorki álverið né j árnblendiverksmiðj an verið rekin með fullum afköstum vegna skorts á raforku. Næsta stórvirkj- un, sem tekin verður í notkun, Hrauneyjafoss- virkjun, mun því miður ekki gera meira en anna þeirri rafmagnsþörf, sem verður fyrir hendi, þegar framleiðsla hennar hefst. Möguleikar á því að stækka verksmiðjurnar í Straumsvík og á Grund- artanga virðast geta strandað á raforkuskorti. Virkjun gufuaflsins við Kröflu hefur gengið erfið- lega og alltof lengi hefur dregizt að veita fjármagni til þess að kanna til þraut- ar alla möguleika á gufu- öflun. Jarðhræringar og umbrot valda erfiðleikum, sem vonandi verður unnt að yfirstíga. Hitt er víst, að þessi vandræði mega ekki verða til þess, að menn láti deigan síga við rannsókn á möguleikum til gufuvirkjana víðar um land. Þröngsýni stjórnvalda við nýtingu orkulinda leið- ir ekki aðeins til þess, að lífskjör versna, hún hefur einnig í för með sér að þjóðin dregst aftur úr í verk- og tæknimenntun. Hvergi á byggðu bóli eru þjóðir svo vanþroska, að þær hiki við samvinnu við aðra til að bæta hag sinn. Enda eru þjóðir heims orðnar svo nákomnar hver annarri í viðskiptum og samgöngum, að það heyrir fornöldinni til að hefta eigin vöxt með því að loka sig frá eðlilegum sam- skiptum við aðra, og í heimi nútímans er sam- vinnan hvergi meiri en á sviði orkunýtingar. Því fer fjarri, að þess sé að vænta af núverandi ríkisstjórn, þar sem full- trúi afturhaldsaflanna í Alþýðubandalaginu situr í stóli iðnaðar- og orkuráð- herra, að hún sýni stórhug við framkvæmdir í orku- málum, sem hljóta að byggjast á erlendu fjár- magni og arðsömum orku- frekum framkvæmdum. Alþýðubandalagið hefur engan áhuga á því að skapa nýjan vaxtarbrodd í íslensku atvinnulífi. Flokkurinn virðist altek- inn af þeirri skoðun, að hann þrífist bezt, takist honum að koma í veg fyrir bætt lífskjör. Á meðan það viðhorf ríkir á æðstu stöðum í stað frumkvæðis og djörfungar er vissulega ástæða til að bera nokkurn ugg í brjósti um stöðu íslands í sífellt tækni- væddari heimi og engin furða, þótt menn með haldgóða tæknimenntun leiti fyrir sér annars stað- ar. vaxtarbroddur Rey kj avíkurbréf Laugardagur 29. marz Þetta dugir ekki Afgreiðsla fjárlaganna ber all- an svip af því, að þeir, sem ráða fjármálum ríkisins, séu búnir að gefast upp. Þéss sjást merkin, að fjármagnsskorturinn er farinn að þrengja svo að ýmsum greinum atvinnurekstrarins, að þrauta- lendingin verður sú að láta danka frá degi til dags. I sumum grein- um er gengið á höfuðstólinn og í öðrum er svo komið, að naumast getur orðið um framleiðniaukn- ingu að ræða nema undir henni sé staðið með opinberri skattlagn- ingu. Og hlýtur þá að velta á ýmsu hvernig til tekst því að opinber forsjá í atvinnumálum er eitt af því, sem ævinlega hefur farið á verri veg. Opinberir skömmtunar- stjórar á „framleiðnistyrki" geta aldrei komið í Staðinn fyrir heil- brigðan vöxt atvinnugreinar, sem er í framþróun við eðlileg rekstr- arskilyrði. Af þessum' sökum hlaut það að verða meginsjónarmið við afgreiðslu fjárlaga að hamla gegn frekari skattlagningu á atvinnu- reksturinn ef eðlilega hefði verið að henni staðið. Og hið sama gildir að sjálfsögðu um heimilin. Ráð- stöfunarfé þeirra hefur minnkað tilfinnanlega síðasta árið og þó mun keyra um þverbak, þar sem nýju skattareglurnar koma verst niður. Eins og Lárus Jónsson alþingis- maður færði rök að við 2. umræðu fjárlaga eru millifærslu- og rekstrarútgjöld fjárlagafrum- varpsins 40—50 milljörðum hærri en orðið hefði ef svipaðri stefnu hefði verið fylgt og gert var með fjárlagafrumvarpinu 1978. Þetta er mikið fé eins og af því sést, að allur tekjuskattur einstaklinga er áætlaður 38,2 milljarðar króna. En vitaskuld hafa forsjármenn þjóðarinnar líka þá skyldu að gera sömu kröfur til sjálfra sín um sparsemi og þeir ætlast til af öðrum. Lárus Jónsson sagði í þessu sambandi, að ekki yrði nægilega undirstrikað hver undirrótin væri að því „að skattahækkun eftir skatta- hækkun dugir ekki til þess að reka ríkissjóð hallalaust; að það dugir ekki að skerða markaða tekjustofna; að það dugir ekki að skera sífellt niður framlög til sjóða; að það dugir ekki að skera niður framlög tif ýmissa framkvæmda. Undirrótin er sú, að rekstrar- og millifærsluútgjöld ríkissjóðs eru sífellt þanin út. Það er sífellt verið að bæta nýjum pinklum á ríkis- sjóð, sífellt verið að fá honum ný verkefni með löggjöf og stjórn- valdsákvörðunum." Þetta er að sjálfsögðu kjarni málsins. Ef allt væri með felldu þýddi aukin skattlagning a.m.k. það, að ekki þyrfti að draga úr verklegum framkvæmdum. Eins og nú er komið stórhækka skatt- arnir samtímis því sem samdrátt- ur verður á öllum sviðum opin- berra framkvæmda. Ekki þarf frekar vitnanna við um það, að ríkissjóður er jafnilla á vegi staddur nú og fyrirtæki, sem er komið í þrot af því að því er illa stjórnað og forráðamennirnir sjá engan útveg nema ganga á höfuð- stólinn, — en ríkisstjórnin á skattborgarana. Allt stefnir í sömu átt Lárus Jónsson gerði heildar- skattbyrðina að umtalsefni í ræðu sinni og gat þess, að Þjóðhags- stofnun hefði látið fjárveitinga- nefndarmönnum í té töflu yfir álagningu beinna skatta á undan- förnum árum. Þessi tafla sýndi athyglisverða þróun. — „Ef miðað er við hlutfall af brúttótekjum greiðsluárs hefur þessi skattbyrði aukizt nálægt 4% af öllum brúttó- tekjum í landinu frá árinu 1977. Þjóðhagsstofnun áætlar brúttó- tekjur framteljenda á þessu ári, 1980, 800 milljarða króna og að álagðir beinir skattar á þessar brúttótekjur verði 113,7 milljarðar króna, og er þá miðað við, að einungis helmingurinn af útsvars- heimildinni (12% þrepið) verði notaður. Ef íslenzkir skattborgar- ar hefðu greitt sama hlutfall af þeim brúttótekjum, sem þeir hafa í ár og þeir gerðu 1977, myndu þeir greiða í þessa skatta, — þ.e. tekjuskatt, útsvar, fasteigna- skatta og sjúkratryggingargjald, — 83 milljarða kr.! eða rúmlega 30 milljörðum minna heldur en þeir gera miðað við þessa áætlun Þjóðhagsstofnunar í ár. Sam- kvæmt þessum upplýsingum hafa sem sagt beinir skattar þyngzt á þjóðinni um 30 milljarða króna frá 1977 miðað við verðlag ársins í ár. Þessir beinu skattar voru þyngstir á vinstri stjórnar árun- um 1972. Þá komust þeir upp í 15,4% sem hlutfall af brúttótekj- um á greiðsluári. Hér er því sama stefnan á ferðinni og var þá. Nákvæmlega sama stefna hefur átt sér stað á sviði óbeinna skatta í ríkissjóð. Söluskattur hefur verið hækkaður um 2%, það leggur 10,3 milljarða króna á almenning, hækkun vörugjalds leggur 7,7 milljarða króna á skattborgarana, gjald á ferðalög til útlanda leggur í ár 1,7 milljarða króna á almenn- ing, nýbyggingargjald 250 milljón- ir króna, skattur á verzlunarhús- næði 1700 milljónir króna, aðlög- unargjald 1840 milljónir króna, hækkun á verðjöfnunargjaldi á raforku 1220 milljónir króna, hækkun skatta á bensín umfram verðlagshækkanir 10,1 milljarð króna og boðaður orkuskattur 4—5 milljarða króna. Samtals nálgast þetta að vera 40 milljarð- ar króna. Á móti þessu vegur að söluskattur á matvörur var felldur niður haustið 1978 og helzt sú ráðstöfun enn og tollar hafa verið lækkaðir vegna aðildar EFTA, en þótt þessar upphæðir séu dregnar frá er byrði af óbeinum sköttum 25 milljörðum meiri á þessu ári heldur en verið hefði að óbreyttri álagningu fyrir hækkánirnar 1978.“ Skerðing vegafjár Ekki leikur á tveim tungum að milljarða tugi má spara með því að verulegt átak yrði gert í vegamálum, svo að bundið slitlag yrði lagt á vegina. Sýnt hefur verið fram á, að þetta er ein bezta og arðsamasta fjárfestingin, sem þjóðin getur lagt í og þolir þar ekkert samjöfnuð nema orkufram- kvæmdir, ef í þær yrði ráðizt með djörfung, framsýni og án fordóma, en til þess að þvílíkt framtak yrði sýnt standa engar vonir að svo komnu. Ragnar Arnalds hafði um það mörg orð, meðan hann var sam- gönguráðherra fyrir ári, að undir- eins og áratugurinn byrjaði á átta myndi fjárveitingavaldið ná átt- um í vegamálum. Þá hafði hann ekki áttað sig á því, að hann yrði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.