Morgunblaðið - 30.03.1980, Side 27

Morgunblaðið - 30.03.1980, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. MARZ 1980 27 að grípa til góðra ávaxta. Búð- irnar bjóða upp á ýmsa girnilega og framandi ávexti, sem tilvalið er að borða til hátíðabrigða. Þar nægir að nefna ananas. Nú, svo má laga eitthvað sérstakt, og hver hefur þá á móti fljótlegu og einkar frískandi sítrónukremi? Lambakjötspottur (Handa sex) Bezt er að nota mjög meyrt og fínt kjöt. Þar er auðvitað kjöt af læri alveg pottþétt. Það er þó e.t.v. smá fyrirhöfn að skera utan af því, og heilt, úrbeinað læri er nokkuð stór skammtur. í Kjötbúð Suðurvers má fá kjöt af læri, sem notað er í schnitzel, en án þess að það hafi farið í vél, sem tætir kjötið og sem ég hef áður talað um. Þetta kjöt hjá þeim er hæfilega hangið og einkar fínn matur. Ég sá einnig að Kjötmiðstöðin auglýsir inn- anlærisvöðva, sem ætti að henta vel. Sláturfélagið býður stundum upp á kindalundir eða -filé, sem er fyrirtak. Þarna er því hægt að fá beinlausa og mjög meyra bita. Það þarf sérstök tæki fyrir þennan mat. Það þarf í fyrsta lagi spritttæki, og svo pott, annaðhvort leirpott, eins og er ætlaður fyrir svissneskt osta- fondue, eða málmpott, eins og er ætlaður undir kjötfondue, eða einhvern þann pott, sem er stöðugur og þolir eldinn. Soðið getið þið útbúið úr kjúklingasúputeningum. Gætið þess að hafa það ekki of sterkt, því teningarnir eru býsna saltir. Þið getið bragðbætt soðið með því að láta t.d. svolítinn sellerí- bita og gulrót malla um stund í soðinu, áður en þið berið það fram. Þurrt sérrí er góð viðbót, en aðeins smáskammtur, því þetta á ekki að vera nein sérrí- súpa. Ef þið viljið gefa soðinu ofurlítinn austurlenzkan blæ, getið þið einnig látið bita af þurrkaðri engiferrót malla með, eða þá sett engiferduft út í. Engiferið gefur afar fínlegan og góðan keim. Grænmetið er svo auðvitað samkvæmt eigin vali. Ég mæli eindregið með því, að þið notið aðeins nýtt grænmeti, en ekki niðursoðið, ef mögulegt er. Það er þá betra að hafa færri tegundir, því það niðursoðna er ótrúlega miklu lakari kostur, bæði hvað snertir bragð og svo er það yfirleitt svo mauksoðið. Með þessu eru svo bornar fram sósur til að dýfa kjötinu og grænmetinu í, eftir að það hefur verið soðið. Það gerir hver og einn á sínum diski. Sósurnar eru greinilega komnar úr austurátt. Athugið að kaupa ekta soja, en ekki sósulit, sem er kallaður soja af óprúttnum framleiðendum. Það er t.d. til ágætis japönsk soja, Kikkoman. Austurlandamenn mundu lík- lega borða hrísgrjón með þess- um mat, en ég mæli fremur með góðu brauði, gjarnan heimabök- uðu af þessum venjulegu ástæð- um; það er svo býsna ljúffengt. Ca. 2 I soð, 500 gr beinlaust, meyrt lamba- kjöt, lk selleríhaus, 'k rótarsellerí, 4 gulrætur, 200 gr sveppir, 2—3 paprikur, gjarnan bæði rauðar og grænar, 1 gúrka. 1. Utbúið soðið eins og lýst er hér að ofan. Skerið kjötið í sem allra þynnstar ræmur. Það er bezt að gera það með því að kæla það svo vel að það sé rétt um það bil að frjósa. Hreinsið grænmet- ið vel, þerrið það og skerið í fallega bita. Síðan er þetta allt sett á bakka, svo hver og einn geti tekið sér á gaffal og stungið í pottinn. E.t.v. er bezt að hafa bakka sitt hvoru megin á borðinu, svo allir eigi greiðan aðgang að matnum. Sósa 1: 1 fínrifið epli, 6 msk. þurrt sérrí á hnífsodd af 1 cayennepipar, 1 fínsaxað hvítlauksrif, 1 tsk. engiferduft. 2. Þessu er einfaldlega öllu blandað saman. Eplið á að vera svo fínrifið, að það fari í mauk. Sósa 2: 2 dl góð soja, safi af 1 sítrónu, 1 msk. ristuð sesamfræ. 3. Ristið sesamfræðin á þurri pönnu, þar til þau fara að hoppa. Blandið sósuna og berið fram. 4. Hitið soðið á eldavélinni, rétt áður en það er sett á borðið. Kveikið á spritttækinu og setjið pottinn þar á. Soðið á að malla hressilega, en ekki að bullsjóða. Síðan er allt annað tilheyrandi sett á borðið og máltíðin getur hafizt. Hver og einn getur raðað saman því sem honum lízt bezt. Bezt er að sjóða hvorki kjöt né grænmeti of mikið. í staðinn fyrir sósu getið þið einnig látið nægja að bera fram sojasósu eingöngu og e.t.v. sítrónubáta. Það er nokkuð erfitt að gefa upp nákvæma skammta, en þið sjáið til. Ef sósurnar eru t.d. á þrot- um, er ekki tímafrekt að hræra nýjar. 5. Þegar allir eru orðnir mettir er líka soðið orðið fyrirtak. Þá getið þið annaðhvort gefið öllum einnig súpu eða notað soðið og það sem e.t.v. er eftir af græn- meti og kjöti í súpu daginn éftir. Einnig fást víða kínverskar húðlur, sem eru fyrirtak í súpur. Þar er komin fullkomin máltíð, því þið getið auðveldlega bætt við soðið. Sítrónukrem (Handa sex) Kremið er bezt að útbúa á síðustu stundu, en þar á móti kemur að það er mjög fljótlegt. Bezt er að allt hráefnið og skálar séu vel kaldar. 3 dl rjómi, safi af 1—2 sítrónum, 1—1 xk dl sykur, 3egg gjarnan rifinn börkur af vel þveginni sítrónu. 1. Skammturinn af safanum fer eftir því, hversu súrt þið viljið hafa kremið og hversu stórar sítrónurnar eru. Pressið safann úr þeim eftir því sem ykkur sýnist. 2. Þeytið rjómann. Þegar hann byrjar að þeytast, þá skuluð þið bæta safanum í, í mjórri bunu. Þá samlagast hann rjómanum vel og hleypir hann svolítið. Þeytið eggin ásamt sykrinum, eftir því sem ykkur sýnist þið þurfa af honum. Eggin eiga að| verða að þykkri froðu. Blandið! nú rjómanum og eggjunum sam-' an, en varlega, svo að þetta verði sem léttast og loftmest. Setjið kremið í skál eða litlar skálar og stráið e.t.v. rifnum sitrónuberki yfir. Ath. í síðasta þætti urðu mistök í umbroti, þannig að það víxluðust klausur neðarlega úr fyrsta og öðrum dálki. Það á auðveldlega að vera hægt að lesa í málið, ef vel er að gáð. Um páska og reyndar miklu oftar er verulega ánægjulegt að hýrga upp á heimilið með kert- um. Fyrir jólin komu á markað- inn kerti úr hunangsvaxi, sem vistmenn á Sólheimum í Gríms- nesi búa til. Þessi kerti eru alveg sérlega skemmtileg, brenna vel, gefa góðan ilm, og eru einkar falleg bæði að lit og lögun, Hafið þvi augun hjá ykkur,ef þið viljið ná í verulega skemmtileg kerti. Ég hef rekizt á þau bæði í búsáhaldaverzlunum H. Bierings neðst á Laugavegi, og svo í Vörumarkaðnum. Já, og meira að segja verðið er gott... ASETA nýtt byggingavörusölu- og ráðgjafafyrirtæki: Höfuðáherzla lögð á aukna framleiðni í byggingariðnaði NÝVERIÐ var stofnað bygg- ingarvörusölu- og ráðgjaf- arfyrirtækið ASETA s.f., sem að sögn forráðamanna þess leggur höfuðáherslu á aukna framleiðni í bygg- ingariðnaði. Fyrirtækið hefur m.a. tekið að sér söluumboð fyrir nýja gerð milliveggja, sem fram- leiddir eru í Borgarnesi, ein- ingarhús sem framleidd eru í Reykjavík og Selfossi, ásamt því að yfirtaka sölu á þeirri byggingartækni, sem Bygg- ingarfyrirtækið Ármannsfell h.f. tók í notkun fyrir 5 árum við steinsteypu með notkun Hunnebeck móta og fröskum byggingarkrönum frá BPR. Forráðamenn fyrirtækisins leggja áherzlu á að hafa til reiðu öll smærri hjálpartæki, sem til móta þarf og annast einnig mótaskipulag og út- leigu móta auk sölu. Fyrirtækið mun hafa á boðstólum sérstaka gerð fær- anlegra steypustöðva, sem reynst hafa mjög vel í Fær- eyjum og Grænlandi að sögn forráðamanna þess. Framkvæmdastjóri AS- ETA s.f. er Sveinn Fjeldsted og fyrirtækið er til húsa að Funhöfða 19 í Reykjavík. EhDfigföt fyrir fermtogarstólkuna Höfum nú fengið nýja sendingu af margskonar fatnaði fyrir ferminguna. Gott úrval af fallegum kápum, kjólum og ,,baggý dressum“. Full búð af nýjum, spennandi vörum. LAUGAVEGI27 / SÍMI1 44 15

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.