Morgunblaðið - 02.04.1980, Síða 1

Morgunblaðið - 02.04.1980, Síða 1
64 SÍÐUR MEÐ 16 SÍÐNA ÚTSÝNARBLAÐI 78. tbl. 67. árg. MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Verður staðið við forsjárskipti gísla? WashinKton, Teheran 1. apr. AP. CARTER Bandaríkjaforseti sagði í kvöld að yfirlýsing íransstjórnar varðandi forsjárflutning gislanna í sendiráðinu benti til jákvæðrar þróunar og hann myndi fresta að grípa til frekari ráðstafana gegn Iran. Fyrr í dag sagði Bani Sadr forseti Irans á fjöldafundi í Teher- an að stjórnin myndi taka að sér vörzlu gislanna. En hann bætti þvi við að það myndi ekki framkvæmt fyrr en bandariska stjórnin hefði gefið yfirlýsingu um að hún myndi ekki taka til neinna fjandsamlegra ráða gegn íran. Bani Sadr tiltók ekki hvenær þessi forsjárbreyting myndi eiga sér stað. Viðstaddur manngrúi hóf þá mikil reiðiöskur og flýtti forset- inn sér þá að bæta því við að ekki kæmi til mála að gíslarnir færu fyrr en keisarinn fyrrverandi hefði verið framseldur. Carter hefur ekki sett neinn frest enn fyrir því hvenær „námsmennirnir“ afhendi gíslana og talsmaður Carters viður- kenndi í kvöld að auðvitað væri engin endanleg trygging fyrir því að íranir myndu standa við heit sín og „námsmennirnir" hafa ekki kveðið upp úr með það hvort þeir Finnland: Stjórnin kom sér saman Heisinki 1. apríl. Frá Ilarry Granber«:, fréttaritara Mbl. FINNSKA ríkisstjórnin hefur kom- izt klakklaust yfir þá erfiðleika sem að henni steðjuðu pg urðu henni næstum að falli. Á þriðju- dagsmorgun féllst stjórnin á að samþykkja samkomulagið um verð- lagningu landbúnaðarvara. Það þýðir að verð á mjólk, kjötvörum og eggjum hækkaði frá og með degin- um í dag. Verð á kornmeti hækkar eftir páskana. Samtíma því sem verðlag á þessum vörum var ákveð- ið náðu ráðherrarnir einnig sam- stöðu um hvernig stefnu skuli fylgt í gjaldcyrismálum. Ríkisstjórnin slapp því heil frá hildi þessari, en verður nú að horfast í augu við vaxandi verkfallsvanda. Skógarhöggsmenn hafa verið í verk- falli síðan 17. marz. ísbrjótar og finnsk vöruflutningaskip stöðvuðust í fyrri viku vegna sjómannaverkfalla og er hin mesta ógnum við innflutn- ings- og útflutningsmál. Erfiðleikum verður og bundið fyrir fólk að komast milli Finnlands og Svíþjóðar um páskana vegna þessa. hlýðnast fyrirmælum forsetans fremur nú en fyrr í þessu efni. Khomeini klerkur sendi frá sér yfirlýsingu í dag sem var lesin upp á fjöldafundi þeim í Teheran sem áður er vikið að. Þar var hann harðorður í garð Carters Banda- ríkjaforseta og ítrekaði sem fyrr að ekki kæmi til mála að aðrir kvæðu upp úr með mál bandarísku gíslanna en þeir sem löglega yrðu kjörnir á nýtt íranskt þing. Sjá „Staðan í íran“ bls. 23. Formennska Hua tíma- skorðuð? IIonK Konjí. 1. apr. AP. BLAÐ í Hong Kong, sem er fylgispakt kommúnistum, skýrði frá því í morgun að kínverski kommúnistaflokkur- inn hefði ákveðið að takmarka formennsku í flokknum við þrjú fimm ára tímabil. Blað þetta, Cheng Ming, sagði að niðurstaða hefði náðst um þetta á fundi miðnefndar flokksins í febrúarmánuði sl. og sagði að þetta væri „söguleg ákvörðun". Mao Tse Tung var flokks- formaður frá 1943 til dauðadags 1976, eða í 33 ár. Diplómatískar heimildir í Hong Kong segja, að séu fréttir blaðsins réttar megi búast við því að á 12. þingi kínverskra kommúnista, sem að líkindum verður haldið snemma næsta árs, verði endurskoðað hvort Hua Kua-feng skuli áfram vera formaður en hann mun þá hafa verið í formannsstarfinu í hálft fimmta ár. Hua Kua-feng Stálverkfallið í Bretlandi: Boð sáttanefndar um hækkun samþykkt I.undúnum. 1. aprll — AP. MIÐSTJÓRN annars tveggja verkalýðsfélaga stálverkamanna, sem hafa verið í verkfalli, samþykkti í dag að ganga að tilboði sáttanefndar og leggja til við félagsmenn sína að þeir aflýstu verkfalli. Stálverkamenn hjá rikisrekna fyrirtækinu British Steel hafa verið í verkfalli í 13 vikur. Atkvæðagreiðslan í miðstjórn verkalýðsfélagsins fór þannig, að 41 greiddi atkvæði með því að snúa ti! vinnu á ný en 27 á móti. Til óeirða kom eftir samþykkt miðstjórnarinnar. Herskáir félags- menn undu niðurstöðunum illa og til handalögmála kom. Þeir réðust á fréttamenn og hröktu þá út úr byggingunni og þegar miðstjórn- armenn komu af fundi þá réðust þeir að þeim. Lögregla var kvödd á vettvang til að skakka leikinn. Þegar stjórnarmenn gengu út úr byggingunni spörkuðu hinir her- skáu í átt til þeirra og hræktu að þeim. Samtök starfsmanna við járn- blendiofna — hin meginsamtökin, sem hafa staðið að verkfallinu — eiga eftir að taka afstöðu til tilboðs sáttanefndar. Leiðtogi þeirra, Hector Smith, var hlynntur sam- komulagi á grundvelli sáttatillög- unnar en hann sagði að óljóst væri hvort miðstjórn verkalýðsfélagsins samþykkti tillöguna. Tilboð sáttanefndar hljóðaði upp á 15,9% launahækkun. Bill Sears, leiðtogi stálverkamanna, lýsti því yfir að þegar allt væri talið, svo sem eftirlaun, þá mætti meta tilboðið upp á 17%. Verkfallsmenn hafa krafist 19,7% launahækkun- ar. Verkfall stálverkamanna hjá British Steel hefur ekki haft eins víðtækar afleiðingar og í fyrstu var óttast. Einkum vegna þess, að stál hefur verið flutt til landsins, þrátt fyrir tilraunir til að koma í veg fyrir innflutning. Þá höfnuðu flest verkalýðsfélög hjá stálfyrirtækjum í einkaeign að ganga í lið með verkfallsmönnum en þeir hafa 20% meiri laun en verkamenn hjá British Steel. Hver verkfallsmaður hjá British Steel hefur tapað að meðaltali 1300 pundum vegna verk- fallsins. 2300 manns hjá KGB á íslandi Aðgerðir gegn heilahimnubólgu Sleaford, Englandi. 1. apríl. AP. FYRIRSKIPUÐ var skyndibólusetning á börnum í bænum Slea- ford, 150 km norður af London, aðfararnótt þriðjudags, eftir að sex ára gamall drengur hafði látizt úr heilahimnu- bólgu og þrjú önnur voru fársjúk á spítala. Voru sextíu börn flutt með hraði til bólusetningar til að reyna að koma í veg fyrir að veikin breiddist út. Dr. Kenneth Jones, heilbrigðisfulltrúi í Slea- ford, sagði að ákveðið hefði verið að bíða ekki boðanna þar sem ella hefðu fleiri börn getað dáið í dag eða á morgun og væri nú aðeins hægt að biðja og vona að nægilega skjótt hefði verið brugðist við. Dr. Jones sagði að vírus sá sem veldur heilahimnu- bólgu væri einhver mest bráð- drepandi allra og gætu menn dáið innan fárra klukkustunda frá því fyrstu einkenni kæmu í ljós. SJÓNVARPIÐ sagði í gærkvöldi í frétt frá Magnúsi Guðmundssyni. fréttaritara sinum í Kaupmanna- höfn, að sovézkur fyrrv.kapteinn Alexei Miakov hefði sagt að milli 200 — 300 manns væru starfandi fyrir KGB-sovézku leyniþjónust- una á íslandi. Ilefði Miakov sagt þetta á fréttamannafundi. sem var haldinn fyrir tilstilli Alþjóðlegu Sakharov nefndarinnar. Miakov flýði til Vesturlanda 1974. í frétt- inni var haft eftir honum að um 5000 manns störfuðu fyrir KGB í Danmörku. Miakov sagði að leyniþjónustan réði fólk til starfa með ýmsum aðferðum hvarvetna á Vesturlönd- um og það kæmi úr röðum stjórn- málamanna, blaðamanna og aðila úr viðskiptalífinu. Mismunandi ástæður lægju til þess að þeir féllust á að starfa fyrir KGB, réði þar ýmist fjárþörf, þvinganir eða „misskilin hugsjónamennska". Mia- kov sagði það hlutverk þessara manna að styðja hvers kyns undir- róðurstarfsemi á Vesturlöndum og gera borgara viðkomandi lands hlið- hollari Sovétríkjunum, svo að þeir uggi síður að sér. Dole varaforseta- efni Reagans? Wichita, Kansas, I. apr. AP. BANDARÍSKI öldungardeildar- þingmaðurinn Robert Dole, sem var varaforsetaefni Geralds Fords í síðustu forsetakosningum og keppti um hríð að útnefningu Repúblikana- flokksins nú, sagðist ekki útiloka þann möguleika að hann yrði vara- forsetaefni Ronalds Reagans nú ef Reagan yrði útnefndur. Dole lýsti fyrir skömmu yfir því að hann hefði ákveðið að keppa ekki lengur að útnefningu heldur styðja Reagan af fullum krafti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.