Morgunblaðið - 02.04.1980, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRIL 1980
Launþegasamtök mót-
mæla nýjum álögum
TVÖ stærstu launþegasamtök
landsins mótmæla „nýjum stór-
felldum álögum" ríkisstjórnar-
innar, Bandalag starfsmanna
ríkis og bæja og Alþýðusam-
band íslands. Ilafa bæði sam-
böndin sent fjárhags- og við-
skiptancfndum Alþingis mót-
mæli sín og BSRB mótmælir
jafnframt starfsaðferðum ríkis-
stjórnarinnar við ákvörðun
efnahagsráðstafana hennar, þar
sem engin samráð hafi verið
höfð við bandalagið, svo sem
kveðið væri á um í lögum.
Ályktun stjórnar BSRB er
Sáttafundur fram
á nótt á ísafirði
SÁTTAFUNDUR ,milli fulltrúa
Sjómannafélags ísfirðinga og
Útvegsmannafélags Vestfjarða
hófst í gærdag klukkan rúmlega
13 og í gærkveldi. þegar Morg-
Lönduðu
erlendis
ÝMIR landaði í býzkalandi í gær-
morgun að sögn Ágústs Einarsson-
ar hjá LÍÚ og fékk 76,1 milljón
króna. eða sem svarar til 440 króna
fyrir kílóið af karfa.
Þá landaði ísleifur í Fleetwood í
Bretlandi 80 tonnum af þorski og
fékk fyrir hann 34 milljónir króna,
eða 425 krónur fyrir kílóið.
unblaðið fór í prentun stóð
fundurinn enn. Var jafnvel búizt
við að hann stæði eitthvað fram
eftir nóttu. Samningamenn vörð-
ust allra frétta af gangi mála.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Morgunblaðið aflaði sér, mun
talsvert samningahljóð komið í
menn, en verkfall var boðað á
ísfirzku skuttogurunum fjórum
hinn 20. marz síðastliðinn og hjá
þremur línubátum hófst verkfall
30. marz. Við fiskverðsákvörðun
munu aðilar hafa nálgast nokkuð
á skiptaprósentunni, en þar bar í
milli aðila 1V2 % áður en fiskverð
var ákveðið, en bilið milli deilu-
aðila minnkaði í % % eftir ákv-
örðunina.
Sáttasemjari í deilunni er Guð-
mundur Vignir Jósepsson.
AÐ SÖGN Þóris Jenssonar fram-
kvæmdastjóra Bílaborgar, sem
flytur inn Mazdabifreiðar, munu
venjulegar japanskar bifreiðar
hæ\ka um 200—300 þúsund
krónur vegna 3% gengisfell-
ingarinnar um sl. helgi og 2%
söluskattsaukans, sem ákveðinn
hefur verið.
Þá sagði Steinn Lárusson, fram-
kvæmdastjóri Ferðaskrifstofunn-
ar Úrvals, að venjuleg sólarlanda-
ferð hækkaði um nálægt 5%, þ.e.
um 15—20 þúsund krónur.
svohljóðandi: „Stjórn BSRB mót-
mælir þeim starfsaðferðum
ríkisstjórnarinnar við undirbún-
ing efnahagsráðstafana, að hafa
ekki samráð við samtök launa-
fólks um heildarstefnu í þessum
málum. í lögum er gert ráð fyrir
samráði við samtök launafólks
og slík samráð eru einnig boðuð í
stjórnarsáttmála núverandi
ríkisstjórnar. En engin samráð
hafa verið höfð við launþega-
samtökin.
Þær nýju stórfelldu álögur á
almenning, sem þegar hafa verið
samþykktar á Alþingi eða fyrir-
hugaðar eru samkvæmt stjórnar-
frumvörpum, þ. á m. um orku-
jöfnunargjald, eru olía á verð-
bólgueldinn, sem enn hlýtur að
magnast við gengislækkanir, sem
sífellt eru framkvæmdar.
Því mótmælir stjórn BSRB
eindregið þessum nýju álögum.“
Ályktun ASÍ er svohljóðandi:
„Á fundi viðræðunefndar Al-
þýðusambands íslands í dag var
fjallað um þær auknu álögur,
sem boðaðar eru í formi út-
svarshækkunar og hækkunar
tekjuskatts og söluskatts. Al-
þýðusambandið minnir á að
þetta gerist á sama tíma og
kaupmáttur launa minnkar stöð-
ugt. Aðgerðir stjórnvalda nú
hljóta að auka dýrtíðina og rýra
almenna kaupgetu. Aðgerðirnar
eru þannig sízt til þess fallnar að
greiða fyrir kjarasamningum og
mótmælir viðræðunefndin þeim
því harðlega."
Meðalstór bíll hækk-
ar um 2—300 þúsund
tti viðskípti þín \ið ferðaskrifetofuiia íJtsýn?
i styrkja li.stir og mpnningarmál á Islandi?
SÉRSTAKT aukablað
Ferðaskrifstofunnar Út-
sýnar fylgir Morgunblað-
inu í dag. en ferðaskrifstof-
an er 25 ára á þessu ári. í
inngangsorðum segir Ing-
ólfur Guðbrandsson for-
stjóri m.a., að saga Útsýnar
og ferðasaga Islendinga
síðasta aldarfjórðunginn
séu órjúfanlega samtvinn-
uð.
Hayek með islenzka útgáfu bókar sinnar, Leiðinnar til ánauðar, en
það var Hannes H. Gissurarson sem islenzkaði hana.
Ljósmynd Mbl. Kristján.
Hayek hér í boði
frjálshyggjumanna
Bók hans, Leiðin til ánauðar,
komin út i íslenzkri útgáfu
HINN heimskunni hagfræðingur
og nóbelsverðlaunahafi Friedrich
A. Hayek er staddur hér á landi í
boði Félags frjálshyggjumanna í
tilefni þess, að út er komin bók
hans, Leiðin til ánauðar, i
íslenzkri þýðingu Hannesar H.
Gissurasonar sagnfræðings.
Á kápu bókarinnar segir m.a.
svo:
Hayek er fæddur í Vínarborg
1899. Hann lauk doktorsprófi í
lögfræði og hagfræði og varð
forstjóri Hagrannsóknastofnunar
Austurríkis 1927. Hann hefur
síðan verið prófessor í hagfræði í
London School of Economics í
siðfræði við Chicago-háskóla, hag-
fræði í Freiburg-háskóla í Þýzka-
landi og Salzburg í Austurríki.
Kunnustu rit Hayeks auk þessa
fyrrgreinda eru Individualism and
Economic Order, The Constistu-
tion of Liberty and Law, Legisla-
tion and Liberty. Hann fékk nób-
elsverðlaunin í hagfræði árið 1974.
Hayek varð í einu vetfangi
heimskunnur, þegar bókin Leiðin
til ánauðar kom út árið 1944.
Hann færir rök fyrir því í bókinni
að einstaklingsfrelsið týnist, ef
atvinnulífið sé skipulagt af valds-
mönnum, en fái ekki að vaxa
sjálft. Hann bendir ennfremur á,
að þjóðernisstefna fasista og sam-
eignarstefna sósíalista séu greinar
á sama meiði.
Bók hans er um brýnasta
stjórnmálavanda Vesturlandabúa,
verkaskiptingu ríkis og einstakl-
inga, markaðsbúskap og áætlun-
arbúskap, og boðskapur hennar á
ekki síður við nú en fyrir 36 árum.
í dag mun Hayek flytja fyrir-
lestur í boði viðskiptadeildar Há-
skóla íslands í Hátíðarsal Háskól-
ans. Fyrirlestur sinn nefnir Hayek
„Principles of Monetary Policy" og
hefst hann klukkan 17.00.
Dæmdur fyrir að
notfæra sér ölv-
unarástand konu
NÝLEGA var kveðinn upp í
sakadómi Reykjavíkur dómur í
máli, sem í fréttum á sínum tima
var kallað „alvarlega nauðgun-
armálið“, en í málinu var m.a.
Matthías Á, Mathiesen um skattaálögur ríkisstjórnarinnar:
Fjórar krónur af hverjum
fimm renna til ríkisins
„ÞAÐ er ljóst, að allar aðgerðir
núverandi ríkisstjórnar eru með
sama sniði og vinstri stjórnarinn-
ar og verða til þess að auka enn á
verðbólguna.“ sagði Matthías Á.
Mathicsen. alþingismaður og
fyrrverandi fjármálaráðherra í
samtali við Morgunblaðið í gær.
„Framfærsluvísitalan, eftir því
sem fróðustu menn segja, mun
hækka hinn 1. maí a.m.k. um
13%, en það þýðir á milli 63 og
65% verðbólgu á ári.“
„Á sama tíma og þessi þróun á
sér stað, gengur ríkisstjórnin fram
fyrir skjöldu í auknum skattaálög-
um, hækkar beina skatta og
óbeina til ríkissjóðs og hækkar
útsvör til sveitarfélaganna. Mér
reiknast til, að beinir skattar
hækki um 25% og óbeinir einnig
um 25% frá því sem var í tíð
ríkisstjórnarinnar, sem Sjálfstæð-
isflokkurinn átti aðiid að. Hjá
þeim, sem greiða hámarksskatta
og útsvar, komast í hæstu skatt-
þrep, fara 4 af hverjum 5 krónum
til ríkisins eftir að 24% söluskatt-
ur er kominn á, eða á milli 75 og
85% af tekjum manna. Auk þess
hækka eignaskattar um 50% frá
þeim lögum, sem ég beitti mér
fyrir og álögur á atvinnurekstur-
inn hafa verið stórþyngdar á sama
tíma og vitað er um mjög slæma
afkomu atvinnuveganna."
„Allt þetta sýnir," sagði Matt-
hías, „að störf og stefna núverandi
ríkisstjórnar er þvert á stefnu
Sjálfstæðisflokksins og það verður
ljósara með degi hverjum, hver
var ástæða þess, að meirihluti
þingflokks sjálfstæðismanna,
hafði ekki áhuga á slíku stjórnar-
samstarfi. Ég held, að ég geri
útlitið ekki dekkra en það er í raun
og veru, en í huga mínum leynist
sá ótti með tilliti til stefnu
ríkisstjórnarinnar í efnahags-,
peninga- og ríkisfjármálum — að
útkoman verði sízt betri en á
síðastliðnu ári, sem sló öll fyrri
met vinstri stjórna."
auglýst eftir bílstjóra á grænum
Skoda. Ákærði i máiinu, ungur
maður, var sýknaður af ákæru
um nauðgun en dæmdur fyrir
brot á 195. grein almennra hegn-
ingarlaga fyrir að hafa haft
samræði við konu, sem vegna
ástands síns gat ekki spornað við
samræðinu eða gat ckki skilið
þýðingu þess. Var maðurinn
dæmdur í 10 mánaða fangelsi,
þar af skilorðsbundið að hluta.
Atburður þessi gerðist í október
1978. Umræddur maður tók kon-
una upp í Volkswagen-bifreið
fyrir utan veitingastaðinn Glæsi-
bæ og ók síðan að Elliðaám, þar
sem hann hafði samfarir við
konuna í aftursæti bifreiðarinnar.
Setti hann konuna síðan út úr
bílnum í Vogahverfi og þar tók
bílstjórinn á græna Skódanum
konuna upp í og ók henni heim.
Eftir nokkra eftirgrennslan
hafðist uppi á manninum í Volks-
wagenbilnum. neitaði hann að
hafa nauðgað konunni en viður-
kenndi að hafa notfært sér ölvun-
arástand hennar. Hins vegar
mundi konan sjálf mjög lítið. Var
framburður hennar óljós og reik-
ull og lítið á honum byggjandi.