Morgunblaðið - 02.04.1980, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 02.04.1980, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRIL 1980 5 Kaupmannahöfn 1. apríl. Frá Gunnari Rvtgaard RITHÖFUNDURINN Bjarni M. Gíslason lczt í dag, tveimur dög- um lyrir 72. afmælisdag sinn. Hann var búsettur í Ry á Jót- landi, en hann hafði haft tengsl við lýðháskólann þar síðan 1937. Bjarni M. Gíslason var fæddur á Stekkjarbakka í Tálknafjarðar- hreppi, var sjómannssonur og stundaði sjó á æskuárum. Hann leitaði sér síðan frekari menntun- ar og nam við Danebod-lýðháskól- ann á Suður-Jótlandi í tvo vetur. Um svipað leyti eða árið 1933 kom út fyrsta ljóðabók hans, „Eg ýti úr vör“. Hann var síðan við nám tvo vetur á Askov og þar tengdist hann sterkum böndum tveimur mönnum kennurum þar, sem var norræn samvinna einkar hugleik- in, þeir voru Jörgen Bukdahl og Bjarni M. Gísla- son lézt í gœr Poul Engberg. A Askov komst hann í kynni við þjóðarbaráttuna gegn nazismanum og hann helgaði sig henni á eindreginn og marg- víslegan hátt á þessum árum. Hann gaf út fjölda bóka á dönsku, bæði ljóðabækur og ritgerðir, og meðal meiri háttar verka hans er „De Gyldne Tavl“ sem kom út í tveimur bindum árið 1944 og 1945. Hann settist að í Ry árið 1937 eins og fyrr segir og auk ritstarfa stundaði hann kennslu við lýð- háskólann þar. Þegar hinir tveir þekktu lýðháskólamenn, Jörgen Bukdahl og C.P.O. Christiansen, höfðu að því frumkvæði árið 1947 að Danir færðu íslendingum handritin sem þjóðargjöf gekk Bjarni heils hugar til liðs við þá. Hann gerðist mjög ötull tals- maður þess og hrakti fullkomlega röksemdir danskra vísindamanna, sem mæltu gegn því að íslending- um yrði afhent handritin, með bók sem kom bæði út á dönsku og íslenzku. Með þessari bók lagði hann fram einn stærsta skerf til þess að stjórnmálamennirnir gætu komið handritamálinu heilu í höfn. Þetta var bókin „De is- landske haandskrifter" og síðan sendi hann frá sér fleiri bækur um þetta mál, auk ótal greina sem hann ritaði í dönsk blöð og hann flutti fyrirlestra vítt og breitt um Danmörku til að kynna málið. Það sem fyrir honum vakti var að gagnkvæmur skilningur yrði á milli þjóðanna sem hefði þau áhrif að gjöfin yrði gefin og að vináttan milli þjóðanna tveggja styrktist og efldist. Þó að hann byggi í Danmörku mestan hluta ævi sinnar var ísland honum hugfólgið alla tíð. Þess vegna varð hann með árun- um góður fulltrúi íslands, þegar hann sem fyrirlesari og sagna- maður fór á milli skóla og fyrir- lestrasala um gervalla Danmörku til að kynna ættland sitt. Islenzka ríkið heiðraði Bjarna með árlegu heiðursframlagi frá því að Danir hófu að senda handritin heim. Kirkjukvöld Bræðra- félags Dómkirkjunnar BRÆÐRAFÉLAG Dómkirkjunnar heldur sitt árlega kirkjukvöld á morgun. skirdag kl. 20.30. Marteinn Hunger Friðriksson mun leika á orgel, séra Þórir Stephensen dómkirkjuprestur flytur ávarp. Kristinn Hallsson óperusöngvari mun syngja með undirleik Marteins Hunger Friðrikssonar dómorganista. Þá flytur Esra S. Pétursson læknir ræðu er hann nefnir Friðsæld. Loks flytur séra Hjalti Guðmundsson dómkirkjuprestur hugvekju og bæn. STEINGRÍMUR í Fiskhöllinni 85 ára — Steingrímur Magnússon, sem á sínum tíma rak Fiskhöllina, er 85 ára í dag. Hann verður að heiman. Rokktónleikar STÚDENTARÁÐ gengst á miðviku- dagskvöld, 2. apríl kl. 20.30 fyrir rokktónleikum. Verða þeir haldnir í Tjarnarbíói og koma þar fram rokkhljómsveit- irnar Snillingarnir og Utangarðs- menn og flytja frumsamin lög og erlend. Hugsanlegt er einnig að fleiri hljómsveitir komi fram á tónleikun- um. Jakob Haf- stein sýnir í Reykjalundi JAKOB Hafstein listmálari opnaði í fyrradag myndlistarsýningu í Vinnuheimilinu í Reykjalundi og verður sýningin opin fram yfir páska. * Þorsteinn Pálsson framkvæmdastjóri VSI: Þessar efnahagsráðstafanir ganga þvert gegn stefnu ríkisstjórnar- innar í verðlags- og kjaramálum „VIÐ sendum fjárlaga- og viðskiptanefndum beggja deilda Alþingis mótmæli við þessum skattahækkunarráðstöfunum". sagði Þorsteinn Pálsson. fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands. er Mbl. spurði hann í gær álits á nýjustu efnahags- ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar. „í fyrsta lagi hafa þessar hækk- anir veruleg áhrif á afkomu at- vinnufyrirtækja, þar sem þlr hækka rekstrarkostnað þeirra. Við tcljum það varhugavert í þessari stöðu.“ sagði Þorsteinn. „í öðru lagi hafa þessar hækkanir áhrif í þá veru að auka verðbólg- una. Bráðabirgðaútreikningar hagfra'ðinga Vinnuveitendasam- bandsins benda til þess að hækkun framfærsluvísitölu 1. maí næst- komandi geti orðið 14 til 15%. Það er ljóst, að þessar ákvarðanir ganga þvert gegn stefnu ríkis- stjórnarinnar i verðlagsmálum og að allir möguleikar á niðurtaln- ingaráformum ríkisstjórnarinnar eru endanlega úr sögunni. Ríkis- stjórnin verður eftir þetta að fella úr gildi samþykkt sína um niður- talningu verðlags, ella hlýtur að koma til verulegs samdráttar í atvinnustarfseminni. Af þessum sökum hlýtur það að vera skýlaus krafa, að þessi samþykkt falli úr gildi þegar í stað. lTALSKIR SPORTIAKKAR í fjórða lagi tel ég, að þessar ráðstafanir hafi mjög mikil áhrif á þá kjarasamninga, sem standa fyrir dyrum, og gangi þvert gegn þeirri stefnumörkun, sem sett hefur verið, ,að endurnýja kjarasamninga án grunnkaupshækkana. Ríkisstjórnin býður þeirri hættu heim, að verðbólguáhrif þessara ráðstafana geti orðið mun meiri en sjá má fyrir nú.“ Mbl. spurði Þorstein, hvort ríkis- stjórnin hefði haft samráð við VSÍ við undirbúning þessara ráðstaf- ana: „Nei, engin,“ svaraði Þor- steinn. „Þvert á móti lögðum við áherzlu á það á fundi með ríkis- stjórninni, sem haldinn var að okkar ósk á föstudaginn, að ríkis- stjórnin greiddi fyrir kjarasamn- ingum með skattalækkunum. Á þessum fundi fórum við einnig fram á þríhliða viðræður til að finna lausn á kjaramálavandanum. Þessar ráðstafanir nú benda ekki til jákvæðra undirtekta. Reyndar tel ég það sameiginlegt hagsmuna- mál okkar og verkalýðshreyfingar- innar að mótmæla þeim.“ Hljómar koma fram í Stapa HLJÓMLEIKAR verða haldnir í Stapa í Keflavík ir.k. laugardag klukkan 11 og eru þeir óvenju- legir að því leyti að þar koma fram í upprunalegri mynd nokkrar hljómsveitir, sem hættar eru störfum fyrir löngu, og eru Illjómar þar fremstir í flokki. Hljómsveitirnar sem fram koma eru Hljóman, Óðmenn, Júdas, Geimsteinn, Astral og Rut Reginalds söngkona. Eru hljóm- leikarnir liður í menningarvik- unni á Suðurnesjum, sem kallast fiskur undan steini. Aðgöngumiðar verða seldir í íþróttavallarhúsinu í Keflavík kl. 13—19 á miðvikudag og fimmtu- dag og frá klukkan 10 á laugardag, svo framarlega sem ekki verður uppselt þá þegar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.