Morgunblaðið - 02.04.1980, Síða 11

Morgunblaðið - 02.04.1980, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRIL 1980 11 „Hún er ekki bara líkleg. Hún er nauðsynleg framgangi mann- legrar hugsunar. List er ekki einhver munaður, sem þjóðfélag- ið hefur ekki efni á. Hitt er svo, að vera listskapandi er munaður. Ef við á annað borð viljum framgang mannlegrar hugsunar þá verðum við að stuðla að listsköpun. En það er ekki bara almenningur, sem verður að læra að meta list. Tónskáld sem aðrir listamenn verða að koma til móts við almenning," segir Hjálmar. Og Karólína bætir við: „Það er ekki skrítið að nútímatónlist höfði ekki til almennings eins og látið var eftir umbreytinguna í byrjun aldarinnar þegar hið hefð- bundna form tónlistar var rofið á Vesturlöndum." Þið hafið verið fremur svartsýn — er ástæða til þess? „Jú, það er alveg rétt,“ segir Karólína, „við höfum verið svartsýn en það má heldur ekki loka augunum fyrir staðreyndum, sem blasa við. Við verðum að bregðast við staðreyndum, eins og þær koma fyrir hverju sinni. Við erum að berjast gegn ríkjandi hugsunarhætti." „Við megum ekki verða háð stjórn- völdum. Þá fer all- ur broddur úr listsköpuninni“ Á ríkið að halda uppi lista- mönnum á launum? Hjálmar verður nú fyrir svör- um: „Við megum ekki verða háð stjórnvöldum. Þá fer allur brodd- ur úr listsköpuninni. íslenzk tón- list er í mikilli sókn. Það sést bezt af hinni góðu aðsókn að myrkum músikdögum fyrir skömmu. En vissulega vildum við meiri stuðn- ing við list okkar, því við lítum svo á, að rétt eins og brauðið er manninum lífsnauðsyn, þá er listin einnig nauðsyn." „Ég held að nauðsynlegt sé að stuðningur aukist verulega. Til að mynda laun frá ríkinu. En eins og Hjálmar sagði, þá fylgir því ákveðin hætta. Ég held líka, að það sé nauðsynlegt að vera í sambandi við aðra þætti tónlist- arinnar en að semja ef maður á ekki að einangrast." Eruð þið reið ung tónskáld? „Ég er djöfull reiður, einkum út í sjálfan mig,“ svarar Hjálmar. „Sér í lagi vegna þess, að nú er ég að leggja drög að verki. Ég er rétt á byrjunarstigi — erfiðasta stig- inu. Það er hrein og bein vanlíðan að vera ekki með lúkurnar í einhverju verki. Maður verður óþolandi í sambúð — pirraður og erfiður." En Karólína tók ekki eins djúpt í árinni: „Ég er hvorki reið — né kúguð,“ sagði hún og brosti. „Að minnsta kosti er ég ekki krónískt reið. Svo ég grípi til klisjumáls- ins, þá sem ég vegna sköpunar- þarfar. Nú eru tveir til þrír mánuðir síðan ég lauk kammer- tónverki og þörfin fyrir nýtt verk er orðin knýjandi. Ég beinlínis verð að fara að semja." Hefðum við verið að ljúka við tónverk, þá hefði allt verið svo dásamlegt — viðtalið líka“ Og Hjálmar klykkti út: — „Þarna hefurðu ástæðuna fyrir svartsýni okkar nú. Við erum í nokkurs konar millibilsástandi — einskismannslandi, ef svo mætti örða það. Hefðum við verið að ljúka við verk, þá hefði allt verið svo dásamlegt — og viðtalið líka.“ H.Halls. LYN OWEN OBSERVER Þjóósögnin um „járnfrúrnar“ 11 „Hún er éitilhörð", sagði stjórn- málaskýrandinn. „Skortir alia þá mýkt sem tengist kvenleika. Fólk kom út skjálfandi á beinunum. ; Hún varð að láta hlýða sér.“ Hann var ekki að tala um Margaret Thatcher í Bretlandi, - enda þótt slúður af þessu tagi- eða rógur- sé nú farinn að berast frá bækistöðvum hennar. Hann var að tala um Goldu Meir. Það er heillandi að uppgötva, í |l hversu ríkum mæli sömu sögurnar um kvenyfirmenn eru sagðar um hverja einustu þeirra hálfu tylftar kvenna, sem hafa haft einhver völd á þessari öld. Þetta á ekki aðeins við þær sjálfsögðu, eins og Gandhi hina „einræðishneigðu“ „hún getur II ekki unnið með öðrum, það verður að hlýða henni“) Jian Qing, eða „kvenhershöfðingjann" hans Maos („enn eina keisaraekkjuna".) Þjóðsögurnar ganga jafnvel einnig um hina húsmóðurlegu frú Bandarnike í Sri Lanka („enginn leggur í ömmu gömlu") og „járn- fiðrildið" Imeldu Marcos, að ekki sé minnst á hina ofurkvenlegu Evu Peron, argentínska fyrirmynd nú- tíma kvenstjórnenda, sem var sögð æpa „haldið ykkur saman“ á ráð- herrana, ef hún þá hrækti ekki beinlínis framan í þá. J| Það, sem mesta athygli vekur í innanstjórnarbyltingunni, er ógnar frú Thatcher þessa stundina, er hversu mjög henni svipar til þeirra atburðarásar, er varð Gandhi að falli — og ógnað hefur hverri einustu konu í leiðtogasæti, meðan hún hefur verið við völd ... I Svo bregðast | krosstré ... 1! Það tókst að velta Gandhi úr J! sessi fyrst og fremst innan frá með tilstyrk gamalla bandamanna föð- ur hennar, eins og J.P. Narayan, sem lýsti yfir byltingu á hendur henni. Eva Peron varð tvisvar fyrir ' samsæri hernaðarsinnaðra sam- | verkamanna eiginmanns síns um að hrinda henni frá völdum. Lin Piao og Chou En Lai, hinir gömlu !§ varðmenn Maos, voru eindregnustu |§ andstæðingar Jiang Qing. Er það persónuleiki og stjórnar- aðferðir þessara kvenna, sem valda því að þetta gerist? Er til einhver sérstök manngerð hörkukerlinga, sem ein er nægilega þykkskinna til að komast efst á tindinn — og er þá erfið viðureignar að vinna með. Fyrst af öllu grunar mann karl- rembu, enda þótt hlutdrægni með konum sé fyllilega viðurkennd. Það §; er með ólíkindum, hvernig jafn mikil tilfinningaleg mótspyrna § gegn því að taka við skipunum frá konum fyrirfinnst á jafn marg- víslegum stöðum á hnettinum við jafn margvíslegt stórnarfar og stefnur og, hvernig nákvæmlega !§! sama yfirþyrmandi andúðin er lát- in í ljós, þegar konur sjást beita völdum sínum og áðrir verða að hlýða þeim. Skósveinar og hirðmenn eru orð, p sem heyrast aftur og aftur, um leið § og hrollur fer um viðkomandi. §! „Þegar horft er á hana í essinu : sínu, umkringda hriðsveinum, sem allir gera sér ljóst, að öxin muni þá - og þegar geta fallið á háls þeirra, 1§ fer maður að velta því fyrir sér, :§| hvort ekki sé löngu tímabært að I! koma á fót karlfrelsishreyfingu í i§ Indlandi," skrifaði Frank Moraes § hjá Times of India um Indiru B Gandhi. Konur komast sjaldan til valda f§ sem raunverulegir stjórnmála- §! menn. Þeim er lyft í valdastól sem § leikbrúðum annarra, þær eru hafð- ar að skálkaskjóli eða sem tákn, eins og var um Jiang Qing fyrir Mao, er honum fór að förlast, |! Gandhi fyrir Nehru að honum látnum, Bandarnaike fyrir Sing- lala-flokkinn er eiginmaður hennar J| hafði verið myrtur, og Goldu Meir fyrir brautryðjendur ísraels. Það verður gríðarlegt áfall, ef þær taka §! að hafast eitthvað að sjálfar og §1 taka eigin ákvarðanir. Gífurleg hneykslun og ómeðvitaður ótti §| kemst upp á yfirborðið, þegar leikbrúðurnar komast úr hinu § óvirka hlutverki sínu — því hlut- verki að vera tákn fyrir flokkinn eða ríkið. Enda þótt hryllingssögurnar, sem umlykja kvenleiðtoga, geti ekki allar verið uppspuni, bendir ýkjukennd umræðan um þær — t.d. „hin hundruð og þúsundir karl- manna, sem voru vanaðir með valdi“ af Gandhi — til þess, að hún hafi tilfinningalegan grundvöll, sem nái út fyrir raunhæfar stað- reyndir. Það fyrirfinnst mjög svo raun- veruleg þörf fyrir að lítillækka valdamiklar konur. Löngunin til að finna einhvern vott flennuskapar eða lauslætis jafnvel hjá hinum ólíklegustu kvenyfirmönnum virð- ist vera ómótstæðileg. Sjálf Golda Meir slapp ekki undan henni og varðandi dylgjurnar um Margaret Thatcher, er nægilegt að líta á tímaritið Private Eye. Árið 1971 var hvíslað í Ðelhi um „fóstureyð- ingar frú Gandhi", og æ síðan hafa verið á lofti aðdróttanir um youga- leiðbeinanda hennar, „griðung hinn mesta, sem geislar af kröftum" eins og honum var hlakkandi lýst í dagblaði einu í Delhi. „Ráðgjafarnir“ teknir fram Ef ekki tekst að smyrja neinu hneykslisefni á þær, reyna úrtölu- menn kvenlegra foringja að hafa upp á áhrifamiklum körlum að baki þeirra, er fari með hin raunveru- legu völd ... einskonar Raspútin eða Svengali. Drottnunargjafarnir ráðgjafar hafa fundist handa sér- hverjum kvenforingja, (hjá Gandhi er það auðvitað sonur hennar „hinn illi andi Sanjay" og hinn leiðitami jóga-leiðbeinandi „Raspútin í Delhi." Þannig vekur það enga furðu, að fjármálafræðingurinn sir Keith Joseph hefur fengið viður- nefnið „brjálaði munkurinn“ henn- ar Margaret Thatcher. Andlegt óeðli er jafnvinsælt og líkamlegt sem aðdróttun og hefur verið notað frá því Jóhanna af Örk var og hét. Lýsingar eins og „tilfinningalega óstöðug" og „ófær um að halda rökrétt á máli sínu í þrætum", sem lengi hafa verið notaðar gegn konum á framabraut þeim til háðungar, fylgja þeim alla leið á tindinn. En.það er hinn almenna gagn- rýni, og hún á við um alla kvenkyns foringja, að þær eigi sína vildar- menn og sérstaklega, að þær komi fjölskyldumeðlimum sínum eða klíkuvinum til áhrifa á kostnað annarra, sem gefur vísbendingu um, hvers eðlis þörfin til að koma þeim á kné er í raun og veru. Hana má rekja til bernskuóttans um að mamma taki systkinin fram yfir mann sjálfan. Það er erfitt að segja til um, hvort muni fremur hrellandi fyrir karlpeninginn sú tilfinning að hægt sé að „plata“ „mömmu", að „mamma" verði „lin“, höll undir ættmennin og valdalítil— eða þá, að hún verði það ekki, heldur verði hún miskunnarlaus og köld gyðja, ströng og spör á ástúð sína. Þótt því sé hér slegið föstu, að kven- stjórnendur veki upp sérstakan kvíða í undirmeðvitundinni, virðist samt sem áður, að til sé ákveðinn stíll kvenna í leiðtogasæti, sem býður upp á andspyrnu, hvað sem allri sálfræði líður. Gandhi og Eva Peron, Jiang Qingo og Golda Meir og ef til vill Thatcher núna, hafa allar verið öflugir, dugmiklir leið- togar sem miskunnarlaust hafa verið staðráðnir í að koma stefnu- málum sínum í gegn án tillits til samherja eða andstæðinga. Kvenskörungar stíga í stól- inn: Indira Gandhi, Eva Per- on, Golda Meir og sjálf „járn- frúin“, Margaret Thatcher. Það sem einkennt hefur stjórn § þeirra — og á ekkert skylt við spillingu — hefur verið siðferðileg !§ og háleit fastheldni við hugsjónir 1 (sem að sjálfsögðu hafa veið gerólíkar hjá þessum fjórum) á allt p að því einstrengislegan hátt. Að hafa rétt fyrir sér hefur verið fl máttur þeirra, og hefur réttlætt §| það að fylgja stefnunni eftir og ná || afköstum með hörku án þess að taka tillit til þeirra, sem eru ekki !§ eins eindregnir í afstöðu sinni m (hinna „linu og aumu“ sé litið til Thatcher), né heldur þess mögu- |j leika, að fleiri en ein leið geti verið rétt. Þetta er leið, sem gengur þvert á p hugmyndir karla um stjórnmál, sem þá list að sætta andstæður og g| andstæða hagsmuni og líta á það sem sjálfsagðan hlut, að það þurfi ■ að möndla og semja til að ná j§ málum fram og til þess þurfi góða smurningu. Golda Meir var þekkt fyrir herskáan einstrengishátt og ósátt- jjf fús viðhorf í málefnum Araba ... Gandhi fyrir hreinsunina á Ind- || landi, sem ýtti allri mótspyrnu á § undan sér ... Jiang Qing fyrir „trúarlegan“ maoisma sinn, er krafðist fulls samræmis allt niður í | það, hvaða fötum fólk klæddist. Eva Peron varð að sjálfsögðu alræmd fyrir að feykja allri and- § spyrnu við hina innblásnu umbóta- jjf áætlun í verkalýðsmálum á brott. Hinir huldu óvinir Þessi hlið á stjórn kvenna virðist að nokkru leyti stafa af of — fjf svörun við því að veröa að sæta ofríki og þrýstingi — ef ekki §| beinlínis fyrirlitningu þeirra, sem gera sér í hugarlund, að kvenleið- toga eigi að hafa áhrif á eða fara í §| kringum, og að það sé hægt. Hún virðist stafa af ótta við að vera of lin, hugsanlega að fenginni reynslu af að hafa verið of lin eða ekki nægilega ákveðin fyrr á ævinni. Thatcher ætti að vara sig á þeim fjölda óvina, sem Gandhi og Peron eignuðust, er þær reyndu að koma góðu til leiðar í ófullkomnum heimi. Þær tóku af krafti á and- stæðingum, sem fóru þá huldu höfði, en komu fram síðar og höfðu nærri eyðilagt feril þeirra. Hin góðu verk Indiru Gandhi og Evu Peron, hugsjónaráætlanir þeirra um endurbætur í landbúnaði og um að brjóta okurlánara og ruddafengna atvinnurekendur á bak aftur, skópu þeim fjöldamarga óvini. En verstu óvinir þeirra voru §§ meðal stjórnmálamanna í eigin herbúðum — meðal leikbrúðu- stjórnendanna, sem þær ýttu til hliðar, meðal ónytjunga, sem þær sópuðu út af hörkudugnaði, og þó | nokkurri grimmd og meðal hinna öfundsjúku, sem þoldu ekki að sjá kvenmann við völd, þegar þeir voru valdalausir. Það var samfelld breiðfylking þessara óvildarmanna, sem urðu Gandhi að falli — og hafa gert hana að miklu meiri einræðisherra og ófreskju í augum heimsins en hún er í raun og veru. Og það er samskonar breiðfylking óvina, sem hafa skrifað hlutverk Evu Peron í mannkynssögunni fyrir harðsoðna ljósku og skartgripasjúka drós, sem fór á bakinu til valda og notaði aðstöðu sína sem skraut blóm við hlið innantóms einvalds til að mergsjúga hina fátæku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.