Morgunblaðið - 02.04.1980, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1980
15
Aflahrota Eyjum:
Skólafólki
gef ið f rí til
fiskvinnslu
Og skólafólkið tekur einnig til hendinni í saltfiskinum. því það hefur mikið verið saltað í vetur.
LANDBURÐUR hefur verið af
fiski í Vestmannaeyjum að und-
anförnu og hafa allt upp í 900
tonn borist á einum degi. Hefur
jafnvel orðið að grípa til þess að
senda Eyjatogarana til annarra
verstöðva með fullfermi af
þorski.
Mikil vinna hefur verið í
frystihúsunum og öðrum fisk-
vinnslustöðvum af þessum sök-
um og starfsfólk hefur ekki
haft undan við að vinna aflann.
Segja má að allir sem vettlingi
geta valdið taki þátt í vertíðar-
vinnunni og leggi hönd á plóg-
inn við að bjarga verðmætum.
Hefur því verið ríkjandi mikil
vertíðarstemmning í Eyjum, en
vinnudagurinn er langur og
þessi hrota hefur staðið óvenju
lengi á þessum árstíma. Um
langt árabil hefur ekki borizt á
land í Eyjum annar eins afli.
Var því gripið til þess ráðs
sem löngum hefur reynzt vel í
Eyjum, en það er að gefa skóla-
fólki frí í nokkra daga til þess að
taka þátt í atvinnulífinu og
hjálpa til við að bjarga verð-
mætum afla frá skemmdum.
Hefur nokkrum tugum nemenda
úr Grunnskólanum, 40—60 í
einu, verið gefið frí til fisk-
vinnslu og hefur skólafólkið
löngum reynzt drjúgur starfs-
kraftur. Þá hefur reyndin ekki
síður orðið sú að starf skóla-
fólksins í önnum vertíðarinnar
hefur verið þeim góður skóli og
þroskað vilja þeirra og mann-
dóm. Þannig hafa aflahroturnar
brúað bilið milli skólanna og
atvinnulífsins. Það hefur verið
ævintýri fyrir skólafólkið að fá
að taka þátt í vetrarvertíðinni
með þessu móti, en góður skóli
að því leyti að það gerir sér
betur grein fyrir því að lífið utan
skólans er ekki leikur einn,
heldur alvara þar sem menn
verða að leggja sitt af mörkum í
vinnudeginum til þess að allir
endar fái notið sín, en auðvitað
hefur það ekki þótt verra að
þéna eins og efni standa til.
—á.j.
Og hér eru skólastrákarnir að hamast í ýsumokstrinum, enda goggarnir á fullri ferð.
Vinnslustöðinni, en hann hafði það hlut- Fjórir hressir Eyjapeyjar úr Gagganum Siddý kann greinilega vel til verka þótt Sigurdis, nemandi í Gagnfræðaskólanum,
verk að kasta fiski á færiband fyrir að búa sig undir ýsuat. hún sé ennþá nemandi i Gagnfræðaskól- vandar vel pökkunina á ýsuflakinu sem
flökunarvélarnar. Ljósmyndir: Sigurgeir Jónasson. anum, en þarna er hún hins vegar í H-30. hún er að bjástra við.
Aðalfundur íslend-
ingaf élagsins í Ósló
SHP — ÓSLÓ 25. mars. —
íslendingafélagið í Ósló hélt aðal-
fund sinn í gærkveldi í ToIIbugat-
an 26. Voru mörg mál á dagskrá.
I skýrslu stjórnar var sagt frá
blómlegu starfi á liðnu ári, 'en
ágóði af rekstri félagsins varð kr.
8.250,58, þrátt fyrir rekstrartap á
húseigninni, íslendingahúsinu
Norrefjell, 13.378,58.
Litlar umræður urðu um
skýrslu stjórnar og reikninga, sem
bæði voru samþykkt samhljóða.
Árgjöld verða óbreytt áfram eða
50,00 fyrir aðalfélaga og kr. 25,00
fyrir aukafélaga. Þá verða hús-
gjöld óbreytt eða 20,00 fyrir nótt-
ina og ferðagjöld þeirra er fara
heim í hópferðum félagsins verða
lækkuð í 10,00 á mann, til að bera
uppi upplýsingamiðlun um ferð-
irnar. Það kom greinilega fram að
stundum veldur það vanda, að
utanfélagsmenn sækja í íslend-
ingahúsið á Norrefjell, en það er
eign félagsins og aðeins félögum
heimilt að dvelja þar og þá gestum
þeirra. Er t.d. húsið svo vel sótt af
félögum um páskana, að skammta
verður dvalartímann, og getur
hver gestur, félagsmaður, aðeins
fengið að gista þar í 5 daga. Skulu
utanfélagsmenn aðvaraðir um að
gera ekki áætlun um að dvelja þar,
eins og sumir virðast hafa gert og
talið sjálfsagt. Þetta hús er eign
félagsins hér í Ósló og fyrir félaga
þess.
Elsa Þórðardóttir gekk úr aðal-
stjórn eftir 13 ára setu í henni, en
í aðalstjórn eru nú: Ingibjörg
Eiriíksdóttir Sorby, formaður,
Elínborg Reynisdóttir, Jón Gísla-
son, Sigurjón Jóhannsson og
Kristinn Erlingsson. í hússtjórn
eru: Elín Finnborud, Kjartan
Hreinsson, Helga Guðmundsdóttir
og Gísli Þór Sigurþórsson. í
skemmtinefnd eru: Þórarna Jón-
asdóttir, Ragnheiður Þórarins-
dóttir, Halldór Júlíusson og Sig-
urður Jónsson.
Niðurstöðutölur reikninga voru:
228.658,31 á efnahagsreikningi, en
kr. 54.220,31 á rekstrarreikningi.
Hópferðir heim á vegum félags-
ins verða dagana 10., 15., 22. og 29.
júní. Einnig 6. og 27. júlí.