Morgunblaðið - 02.04.1980, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 02.04.1980, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRIL 1980 19 Hér fer á eftir seinni hluti frása>?nar af borgarafundi í safnaðarheimili Árbæjar. þar sem fjallað var um fyrirhugaðar framkvæmdir við Höfðabakkabrú. Ásta Matínúsdóttir fulltrúi kvenfélags Árbæjarsóknar bar, þegar hér var komið sögu, upp fyrirspurn til Guðjóns Petersens forstöðumanns Almannavarna um hvort meira öryggi væri af Höfðabakka eða Ofanbyggarvegi frá sjónarhóli almannavarna. sagði að hjá borgarverkfræðingi hefði Höfðabakkinn og Höfða- bakkabrúin aldrei verið skoðuð sem millihverfatenging, eins og Kristján Benediktsson hefði hald- ið fram. Þá væru engar gang- brautir fyrirhugaðar á brúnni, eins og Kristján talaði um, heldur myndu trúa því að borgarráðs- menn myndu t.d. samþykkja að hluti Hljómskálagarðsins yrði lagður undir bílastæði þótt mikill skortur væri á bílastæðum í miðborginni, Hljómskálagarður- inn væri slík perla í borginni, en það væri Árbæjarsafn einnig. Birgir tsleifur Gunnarsson borgarráðsmaður sagðist taka undir þá gagnrýni íbúa Árbæjar- hverfis að ekki hefði verið haft náið samráð við þá áður en endanleg ákvörðun um fram- kvæmdir var tekin. Hann bað þó íbúana að virða borgarfulltrúum það til vorkunnar að ákveðið hefði verið að ráðast i gerð Höfða- bakkabrúar, þar sem áður hefðu Árbæingar fyrst og fremst gagn- Guðjón Peter- sen forstöðu- maður Almanna- varna á borg- arafundi í Ár- bæjarhverfi þar sem Höfða- bakkabrúin var til umræðu: veitingu til framkvæmda við Höfðabakkabrú í fyrra mánuði. „Við búum á fögru borgarstæði og hvað sem við gerum má kalla náttúruspjöll," sagði Albert. „En mér finnst það ábyrgðarhluti að hafa tekið þátt í uppbyggingu Breiðholts- og Árbæjarhverfa án þess að hafa hugað að öryggis- málum íbúanna, sem eru hálf Reykjavík. Hér er bókstaflega ekkert af því sem kalla má öryggisstofnanir, svo sem sjúkra- hús, elliheimili, lögregia og slökkvilið, en í framtíðaráætlun- um er þó gert ráð fyrir þessum stofnunum," sagði Albert. Hann sagði að ef hægt væri að finna aðra lausn mála í stað þess að byggja Höfðabakkabrú þá væri „Ofanbyggðarvegur er betri kostur en Höfðabakkabrú frá öryggissjónarmiði“ Sigmar Eyjólísson sagði að fyrirhugaðar framkvæmdir við Höfðabakka og Höfðabakkabrú myndu slíta Árbæjarsafnið úr tengslum við Árbæjarhverfið og jafnvel Reykjavík alla, eins og flestir aðrir andmælendur brúar- innar höfðu haldið fram til þessa. Hann sagði að með veginum væri verið að þúa til hættur fyrir börn. Þótt gerð yrðu ein göng undir veginn, þá væri reyndin sú að gangbrautir væru illa notaðar, og börn væru gjörn á að fara yfir vegi þar sem þau kæmu að þeim. Lækkun vegarins, sem um væri talað, mundi aðeins auka á þá hættu. Hann sagði að hávaða-, sjón- og útblástursmengur: yrði af brúnni. Hann ræddi um umhverfi Elliðaánna, og sagði að ýmislegt mætti fram færa, sem beinlínis gerði brúna ónauðsynlega. Guttormur Einarsson var á öðru máli. Hann sagði að þeir Árbæingar væru að reyna að koma fram ójafnaðarmáli gagn- vart Breiðhyltingum og þeim sem sæktu vinnu á Ártúnshöfða og Borgarmýri. Breiðhyltingar væru hálfpartinn lokaðir inni í sínu hverfi þótt þeir væru fjórum sinnum fleiri en Árbæingar. Fundurinn væri haldinn of seint, tillagan um Höfðabakkaveginn væri 15 ára gömul, og verið væri að biðja um alranga hluti. Gutt- ormur sagði það ekki vera pólitík að samþykkja eitt í dag og vera á móti því sama á morgun. Hann sagði það vera fullmikið af sjálfs- elsku í Árbæingum að biðja um að hætt yrði við framkvæmdir við Höfðabakkabrú, og að rangt væri að taka ekki tillit til borgarheild- arinnar, Breiðhyltingar byggju t.d. við skerta öryggisþjónustu meðan brúarinnar nyti ekki við. Hann sagði að nú þegar væri mikil umferð yfir vatnsveitu- brúna, og að það væru léleg vísindi að sleppa því úr dæminu, þegar brúargerðinni væri and- mælt. Iljálmar Jónsson sagði að oft héfðu Árbæingar beðið um pen- inga í ýmsar framkvæmdir í hverfinu en oftast hefði staðið á þeim. Nú sætu Árbæingar hins vegar uppi með hundruð milljóna sem þeir hefðu ekki þörf fyrir, né sæju þeir nokkurn tilgang í þeim framkvæmdum sem verja ætti peningunum í. Hann sagði að svo virtist vera sem almenn andstaða væri meðal Árbæinga við brúarsmiðina. Þá mótmælti Hjálmar þeim mál- flutningi að með andstöðu sinni væru Árbæingar að vinna gegn hagsmunum Breiðhyltinga. Kristján Haraldsson verkfræð- ingur hjá borgarverkfræðingi gerði nokkra grein fyrir aðild sinni að hönnun Höfðabakka- brúar og gagnrýndi ýmis atriði í orðum borgarráðsmannanna Björgvins Guðmundssonar og Kristjáns Benediktssonar. Hann eins og hálfs metra breið neyðar- ræma fyrir bíla. Guðjón Petersen forstöðu- maður Almannavarna tók næst- ur til máls og svaraði fyrirspurn Ástu Gunnarsdóttur. Hann sagði að frá öryggissjónarmiði væru allar tengingar á brúm yfir Ell- iðaárdalinn mikilvægar, og því fleiri því betra, og ætti það jafnt við ef t.d. kæmi til hernaðarátaka eða náttúruhamfarir riðu yfir. Hann sagði að Höfðabakkinn og Ofanbyggðarvegur hefðu báðir margt til síns ágætis, en Ofan- byggðarvegurinn væri þó betri kostur frá hreinu almannavarna- sjónarmiði þegar á heildina væri litið. Guðjón sagði að með honum fengist bein tenging á Suður- og Austurlandsveg, og færu þeir sem hann notuðu því í þá átt, meðan hinn helmingur íbúanna á höfuð- borgarsvæðinu færi um Vestur- landsveg í norðurátt. Með Höfða- bakkabrúnni féllu straumarnir af höfuðborgarsvæðinu saman á ein- um og sama staðnum. Höfðabakkabrúin er viðkvæm- ari en Ofanbyggðarvegur, sé tekið tillit til árásarhættu, eða jafnvel hryðjuverkastarfsemi, vegna nálægðar brúarinnar við neðri brýrnar yfir Elliðaár. En með tilliti til flóðahættu og hættu á hraunrennsli frá Bláfjöllum í eldgosi, væri Höfðabakkabrúin vetri kostur. „Ef ég mætti ráða, þá veldi ég frekar Ofanbyggðar- veg,“ sagði Guðjón að lokum. Theódór óskarsson sagði að hæpin væru þau rök að segja að einhverjar fórnir yrði að færa þegar þörf væri fyrir fram- kvæmdir. Hann sagðist aldrei rýnt borgaryfirvöld fyrir að hafa ekki fyrr ráðist í brúargerðina. „Þegar ég var borgarstjóri hélt ég fjóra almenna hverfafundi í Árbæjarhverfi og mætti að auki á fundum ýmissa aðila hér í hverf- inu. Ég var í dag að skoða minnisblöð frá þessum fundum og kom þar í ljós að Höfðabakka- brúin hefur þá jafnan verið til umræðu og við gagnrýndir fyrir að ekki skyldi hafa verið ráðist í brúargerðina," sagði Birgir. „Allt orkar tvímælis þá gjört er,“ sagði Birgir er hann fjallaði um byggingu og staðsetningu brúarinnar. Hann sagði að það hefði mjög oft gerst að komið hefðu fram mótmæli við fram- kvæmdir, og menn þá ýmist verið með eða á móti. „Undir slíkum kringumstæðum er eðlilegt að minni hagsmunir víki fyrir þeim mun meiri, en þá er komið að því að vega og meta hvað sé rétt og hvað sé ekki rétt, sem getur oft á tíðum verið' afar viðkvæmt mál,“ sagði Birgir. Hann sagði að gott dæmi um þetta væri Höfðabakka- brúin. Nú væri komin fram and- staða við hana úr Árbæjarhverfi, en hins vegar væri þrýst á um framkvæmdir úr Breiðholts- hverfi. Hann sagði að það mundi koma að einhverju leyti til móts við óskir beggja að ákveðið hefði verið að reisa aðeins annan helm- ing brúarinnar til að byrja með. Birgir Isleifur sagði ennfremur, til að skýra betur hver sá vandi væri sem kjörnir fulltrúar borg- arinnar stæðu jafnan frammi fyrir, að fyrir skömmu hefðu íbúar í Þingholtunum farið þess á leit við borgaryfirvöld að engin bílaumferð yrði leyfð í Þingholt- Síðari hluti unum. Þá mætti ætla að ef orðið yrði við áskorun um að loka Vatnsveituvegi heyrðist hljóð úr horni fra þúsundum hestamanna, sem áreiðanlega sættu sig ekki við að vinsælum reiðgötum þeirra yrði lokað. Þá sagði Birgir Isleifur að Ofanbyggðarvegur þjpnaði ekki því hlutverki sem Höfðabakka- vegi um Höfðabakkabrú væri ætl- að að þjóna. Hann sagði og að það væri pólitísk ákvörðun hvort hægt væri að fjölga í borginni eða ekki, og kvaðst hann vera fylgj- andi því að íbúum borgarinnar fjölgaði. Heiðar Ilallgrímsson kvaddi sér aftur hljóðs og sagði það deginum ljósara að íbúar Árbæj- arhverfis og Breiðholts vildu tengingu á milli hverfanna, en hingað til hefðu þeir bara ekki gert sér það ljóst að þeir væru að kaupa köttinn í sekknum. Hann sagði tenginguna vera orðið hálf- gert trúaratriði í báðum hverfum, en ljóst væri að ekki færi saman millihverfatenging og mannvirki á við Höfðabakkabrú. Albert Guðmundsson borgar- ráðsmaður sagði að rætt hefði verið um hættur á þessum fundi, en þá fyrst skapaðist hættu- ástand þegar Reykvíkingar hættu að virða sjónarmið hver annars. Hann mótmælti því að borgar- fulltrúar hefðu framið myrkra- verk þegar þeir samþykktu fjár- hann viss um að borgarfulltrúar myndu samþykkja hana. „Það er enginn okkar í borgarstjórn hald- inn þeirri pólitísku þrjósku sem komið getur í veg fyrir að við skiptum um skoðun," sagði Albert en bætti við að ekki hefði verið bent á aðra lausn sem komið gæti í stað Höfðabakkabrúar. Nanna Ilermannsson forstiiðu- maður Árbæjarsafnsins sagði að framkvæmdir við Höfðabakkabrú væru í andstöðu við það sem verið væri að gera í safninu, og það sem þar væri á döfinni. „Við vonuð- umst til að fá bættar samgöngur við safnið og hverfið, en ekki framhjáveg," sagði Nanna. Lýsti hún jafnframt þeim vonum sínum og starfsfólksins á Árbæjarsafn- inu að framkvæmdirnar i sam- bandi við Höfðabakka yrðu end- urskoðaðar. Jóhannes Pétursson var síðast- ur á mælendaskrá og var nokkuð liðið á nóttina þegar hann sté í pontu. Jóhann lét í ljós vonir um að borgarráðsmenn íhuguðu gaumgæfilega þær ábendingar sem íbúar hverfisins hefðu fram að færa gegn byggingu Höfða- bakkabrúar. „Ég held að menn komist ekki hjá því á lifsleiðinni að breyta um skoðun eða afstöðu, og verða menn sízt við það minni menn, heldur meiri," sagði Jó- hannes. Þórir Einarsson sleit síðan fundi með þeim orðum að hann vonaðist til þess að framkvæmdir við Höfðabakkabrú yrðu endur- metnar og skipulag Reykjavíkur endurskoðað. Leiðrétting: I fyrri hluta frásagnarinnar af borgarafundinum féll niður hluti frásagnar af máli Ásmundar Jó- hannessonar. Ásmundur sagði að Breiðhyltingar væru sízt verr en aðrir settir hvað snerti þjónustu slökkviliðs. Slökkvilið væri að meðaltali sex til sjö mínútur úr Árbæjarhverfi í Breiðholt, og átta mínútur frá Öskjuhlíðinni. I sam- anburði við þetta væru slökkvi- bifreiðar í Öskjuhlíð um átta mínútur niður á Laugaveg milli Vitastígs og Frakkastígs, á tímabilinu kl. 16—17 á föstudegi. Að degi til væri slökkviliðið i Öskjuhlíð fimm mínútur niður í Þingholtin, en örlítið fljótara að nóttu. Þá væri slökkvilið úr Ár- bæjarhverfi sex mínútur niður í Laugarnes, og sama tíma tæki slökkvibifreiðar úr Öskjuhlíð að aka þangað. Ásmundur lagði á það áherzlu í máli sínu, að af þessum sökum, og einnig með tilliti til þess að til athugunar væri að gera breytingar á tilhög- un löggæzlu á höfuðborgarsvæð- inu, væri ónauðsynlegt að reisa það mannvirki yfir Elliðaárdalinn sem Höfðabakkabrúin væri, þar sem miklu smærra mannvirki mundi duga sem millihverfateng- ing. Frá borgarafundinum í safnaðarheimili Árbæjarsóknar. í ræðustól er Ragnar Tómasson formaður Foreldra- og kennarafélags Árbæjarskóla, en skammt frá ræðustólnum situr prófessor Þórir Einarsson sem var fundarstjóri. I forgrunni eru svo borgarráðsmenn sem voru gestir fundarbjóðenda. L)ó»m. Mbi. Emiiia.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.