Morgunblaðið - 02.04.1980, Page 20

Morgunblaðið - 02.04.1980, Page 20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1980 20 Friðrik Sophusson alþm.: Ein mesta breytingin, sem varð á fjárlagafrumvarpi Ragn- ars Arnalds, þegar það er borið saman við fyrri útgáfu, er mikil hækkun á framlagi ríkissjóðs til Lánasjóðs ísl. námsmanna. Sam- kvæmt fyrirliggjandi fjárlaga- frumvarpi hækkar framlag ríkissjóðs um rúma 3 milljarða (kr. 3.160.026) og fer í tæplega 5,4 milljarða (kr. 5.394.887). Auk þess er gert ráð fyrir lántöku að upphæð 1.2 milljörðum og til viðbótar er heimild að afla sjóðnum lána að upphæð kr. 500 milljónir til viðbótar. Lán- og styrkveitingageta sjóðsins á ár- inu 1980 verður því tæplega 6 milljarðar, þegar greiddar hafa verið afborganir og vextir. Skýringar á hækkun Þessi gífurlega hækkun ríkis- framlags til LIN á sér ýmsar skýringar: I fyrsta lagi er miðað við 45% verðbreytingar milli ára. í öðru lagi er gert ráð fyrir 15% fjölgun lánveitinga. í þriðja lagi er aðeins gert ráð fyrir endurgreiðslum frá lánþeg- um að upphæð 130 milljónum (70 í afb. og 60 í vexti). í fjórða lagi er miðað við óbreytt lánshlutfall af um- framfjárþörf (85%). í fimmta lagi er ljóst, að hluti ríkisframlagsins fer í afborganir og vexti, sem LIN hefur orðið að taka að undanförnu til að standa við skuldbindingar sínar. Friðrik Sophusson. Endurgreiðslureglur þurfa að breytast Miklar umræður hafa eðlilega orðið um sjóðinn, tilgang hans og framtíðarhlutverk. I athuga- semdum við frumvarp Ragnars Arnalds segir m.a. orðrétt: „Full ástæða er til þess að fram fari athugun á fjármálum sjóðsins, ekki sízt með tilliti til láns- fjármögnunar sjóðsins og end- urgreiðslu veittra lána“. (let- urbr. höf.). Undir þessi orð er sjálfsagt að taka. Það er fráleitt, að hægt verði að byggja sjóðinn eðlilega upp, ef í framtíðinni er aðeins gert ráð fyrir að 50—60% endur- greiðist eins og segir í skýrslu stjórnar Lánasjóðsins. Ef þetta hlutfall hækkar ekki, er sjóður- inn farinn að gegna allt öðru hlutverki en af honum var ætl- azt í upphafi. Opið bréf til þingmanna Þá kem ég að þeim þætti sem er öðru fremur kveikjan að þessu greinarkorni, en það er opið bréf stílað á Eið Guðnason, Sverri Hermannsson og Steinþór Gestsson. Það er einlæg von mín, að í framtíðinni verði betur staðið að málflutningi þeirra aðila, sem hagsmuna hafa að gæta hjá LÍN en fram kemur í þessu opna bréfi. I þessu bréfi, sem er undirrit- að af formönnum Bandalags íslenzkra sérskólanema, Sam- bandi íslenzkra námsmanna er- lendis og Stúdentaráði Háskóla íslands, segir m.a. þegar verið er að lýsa . afstöðu sjálfstæð- ismanna og skilningi á högum námsmanna: „ ... og það kemur alls ekki á óvart að sjálfstæð- ismenn séu á móti því sem gert hefur verið til að auka jafnrétt í þjóðfélaginu og er það raunar í rökréttu samhengi við leiftur- sókn þeirra gegn lífskjörum í landinu." Ekki má eyðileggja málstaðinn Mér hefur verið sagt, að þetta bréf hafi ekki verið borið undir viðkomandi stjórnir. Það eru því vinsamleg tilmæli mín til þeirra, sem raunverulegan áhuga hafa á hagsmunum námsmanna, að þeir reyni að koma í veg fyrir að glópska örfárra manna verði til að eyðileggja málstað þúsunda æskumanna, sem stunda nám og njóta fyrirgreiðslu LÍN. Sending eins og sú, sem ég lýsti úr opna bréfinu er að sjálfsögðu til þess ætluð að vekja upp andstöðu ákveðinna stjórn- málaflokka við málstað náms- manna, þannig að bréfritarar fái áfram tækifæri til að misnota aðstöðu sína í forystusveit námsmanna. Sem betur fer tókst þremenn- ingunum ekki að magna nægi- lega andstöðu gegn náms- mönnum á Alþingi, en það er ekki þeim að þakka, hvernig fór. Straumhvörf urðu á viðreisnarárunum Sá, sem þessi orð ritar, sat í SHÍ, þegar stórkostlegasta skrefið var stigið í lánasjóðsmál- unum. Það var á ofanverðum viðreisnarárum, þegar Bjarni Benediktsson var forsætisráð- herra og Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra. Það er stundum hollt að minnast þess, hvenær straumhvörf urðu í kjaramálum námsmanna og hvaða stjórnmálaöfl stóðu þar að baki. Um Lánasjóð íslenzkra námsmanna af gef nu tilef ni Egill Jónsson alþm.: Laugardagurinn 15. marz birtir Morgunblaðið grein eftir Sigurð Kr. Jónsson frá Blönduósi. Ber greinin að yfirskrift: Nokkur orð til Egils á Seljavöllum. Sigurð Kr. Jónsson hef ég hvorki heyrt né séð og ekki einu sinni kynnzt af orðspori. Ég ætla að Sigurður hafi verið reiður er hann ritaði greinina, og þá vænt- anlega mér, og því tæpast í fullu jafnvægi, þar með sé fundin nokk- ur skýring á texta greinarinnar og innihaldi. Þótt málefnalegir efnisþættir í grein Sigurðar séu nálega engir og þess vegna tæpast ástæða til andsvara, þykir mér þó vert að ræða þrjú efnisatriði, sem Sigurð- ur rjátlar við í grein sinni og snerta stofnun núverandi ríkis- stjórnar. 1. Varðandi tengsl og skyldur þingmanna við þá þingflokka sem þeir eru kjörnir í, kemst Ólafur. Jóhannesson fyrrverandi dóms- málaráðherra svo að orði í riti sínu „Stjórnskipun íslands*-: „í reyndinni eru og alþingismenn mjög háðir flokki sínum. I mikils- verðum málum er ákvörðun tekin um það á þingflokksfundum hver vera skuli afstaða þingmanna flokksins. Þar verða einstakir þingmenn að beygja sig fyrir ákvörðun meiri hlutans, enda þótt hún sé ekki í samræmi við per- sónulega skoðun þeirra, því að sá sem skerst úr leik og tekur aðra afstöðu en flokkurinn í mikils- verðum málum, glatar tiltrú flokksmanna og stofnar þingsæti sínu í hættu. Þetta flokksvald er mörgum þyrnir í augum, en hjá því verður ekki komist ef skipu- lögð vinnubrögð á að viðhafa." Samkvæmt þessu orkar það ekki tvímælis, enda raunar flestum ljóst, að þingflokkar eru ákveðin félagseining, er byggir starf sitt og ákvarðanir á lýðræðislegum leikreglum, þar sem eins og í öðrum félagsskap meiri hlutinn ræður ef um ágreining er að ræða. Að virða þessar leikreglur við störf í þingflokki Sjálfstæðis- flokksins er í anda okkar lýðræðis, en á sér engin tengsl við flokks- þjónkun eða persónutengsl. 2. Athygli hefur vakið, enda mörgum komið á óvart, þegar frá því hefur verið sagt að innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins kom aldrei fram neinn málefna- ágreiningur né mismunandi sjón- armið, sem skiptu flokknum í Egill Jónsson. einhverja tiltekna minni eða meiri hluta. Og þótt þeim miður geð- fellda þætti, er varðar eðlileg samskipti þess fólks, sem með kosningum til Alþingis eru fengin í hendur sameiginleg verkefni á grundvelli starfa í þingflokki Sjálfstæðisflokksins sé sleppt, verður hinu ekki haldið leyndu að málefni réðu ekki þeim aðskilnaði, sem nú hefur átt sér stað í þingflokknum. Þær hvatir sem þar lágu að baki hljóta að skýrast með störfum núverandi ríkis- stjórnar. Þess vegna skulu menn bíða og sjá. Fyrir liggur með hvaða hætti til hefur verið sáð. Ávöxturinn hlýtur að koma í ljós. 3. Áður en ég las grein Sigurðar hafði ég búist við að málefnaleg staða innan Sjálfstæðisflokksins þyrfti ekki að breytast þótt leiðir hafi skilið um sinn. Sérstaklega á þetta við um málefni bændanna í þessu landi. Að minnsta kosti væri það engum sjálfstæðismanni gleðiefni, ef svo yrði. Boðskapur Sigurðar gengur í aðrar áttir. Hann fagnar því að nú þurfi Pálmi á Akri ekki lengur að sækja stuðning til Egils á Selja- völlum við málefni landbúnaðar- ins. Fögnuður Sigurðar er meira að segja svo mikill að hann gleymir að óska landbúnaðarráð- herranum til hamingju með sína nýju liðsmenn. En því miður fyrir Sigurð er málið ekki svona einfalt. Víða í okkar þjóðfélagi eru erfiðleikar og vandamál. Tæpast hygg ég þó að þau séu jafnstór og í landbúnaðin- um. Bændurnir í þessu landi hafa sótt mestan styrk í félagsleg samtök sín og jafnan leitast við að leiða málefni sín á þeim grund- velli fram til sigurs með sam- heldni og félagsstyrk. Með svipuðum hætti leitast full- trúar bænda á Alþingi við að skapa landbúnaðinum stuðning og styrk með því að skýra málin og ná fram sameiginlegum markmið- um innan þeirra þingflokka sem þeir starfa í. Af þessum vinnu- brögðum ræðst niðurstaða hvers máls. Við Sigurður Kr. Jónsson eru vafalaust sammála um að meta að verðleikum marga góða kosti nú- verandi landbúnaðarráðherra, og enginn efast um vilja hans til að láta gott af sér leiða í því starfi sem hann gegnir nú. En hræddur er ég um að honum dugi ekki nýju félagarnir til að leysa hin flóknu vandamál landbúnaðarins og ekki muni veita af stuðningi flokks- bræðra Pálma á Akri á Alþingi, ef sæmilega á að fara. En málin eiga eftir að skýrast. Þá sést hvort Sigurður hefur verið að tala sjálfur eða hvort búktal hefur átt sér stað. Bandalag kvenna: Undanþága frá skrefatalningu fyrir aldraða og öryrkja BANDALAG kvenna í Reykjavík eíndi til ráðstefnu um „málefni aldraðra" á Hótel Sögu, laugar- daginn 22. mars. Fundinn sóttu um 130 manns, fulltrúar frá aðildarfélögunum sem eru 31 að tölu með um 14000 meðlimum, gestir og áhugafólk um þessi málefni. Gestir fundarins voru: Formað- ur K.Í., landlæknir, borgarfulltrú- ar, forstjórahjónin frá Élliheimil- inu Grund og fulltrúar frá öldrun- arstofnunum DAS, Ðalbraut, Kópavogi og Sólvangi. Fundurinn stóð frá kl. 9.30 til klukkan 4. Erindi fluttu: Skipulag öldrun- arstofnana: Þór Halldórsson yfir- læknir. Heimahjúkrun: Bergljót Líndal, hjúkrunarforstjóri Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkurborg- ar. Heimilishjálp: Ingveldur Þor- kelsdóttir, fulltrúi Félagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar. Hjúkrun og endurhæfing aldr- aðra: Marga Thome, lektor við námsbraut í hjúkrunarfr. við Há- skóla íslands. Þjónusta við aldr- aða: Ragnheiður Guðmundsdóttir læknir. Fjölmiðlarnir og aldraðir: Síra Bernharður Guðmundsson. Að loknum erindunum voru fyrirspurnir og frjálsar umræður og fóru allir margs vísari til síns heima. í lok fundarins var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Bandalag kvenna í Reykjavík beinir þeim tilmælum til yfirvalda Pósts og síma, að ef skrefteljari verði settur á innanbæjarsímtöl, verði undariþága veitt til örorku og ellilífeyrisþega.“ Stjórn Bandalagsins álítur að ályktun þessi skýri sig sjálf. Frétt frá Bandalagi kvcnna í Rcykavík. Athugasemd vegna greinar Sigurðar Kr. Jónssonar, Blönduósi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.