Morgunblaðið - 02.04.1980, Page 21

Morgunblaðið - 02.04.1980, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1980 21 Þórður Þ. Þorbjarnarson borgarverkfræðingur: Guðrúnu Helgadóttur svarað Inngangur: Guðrún Helgadóttir, borgar- fulltrúi, skrifar grein í blaðið s.l. laugardag undir yfirskriftinni „Höfðabakkabrú eða önnur brú.“ Eg legg það ekki í vana minn að fjalla um borgarmálefni á síðum dagblaða. Grein borgar- fulltrúans er hins vegar þess eðlis að ekki verði hjá því komist að ég svari henni að því leyti, sem greinin vegur að mér persó- nulega á þann veg, sem telja verður einsdæmi í opinberri um- ræðu. En ennfremur ber grein borgarfulltrúans þess vott að hún er illa upplýst um þau atriði sem hún gerir að umtalsefni og um sumt fer hún sannanlega með ósannindi. Borgarverkfræðings- embættið og stjórn- kerfi borgarinnar Borgarverkfræðingur er fram- kvæmdastjóri framkvæmdaráðs. Uiidir ráðið heyra m.a. málefni gatnagerðarinnar. í ráðinu sitja 7 menn kosnir af borgarstjórn. Borgarráð er æðsta stjórnvald í þessu tilviki á eftir borgarstjórn og fjallar m.a. um fjármál borg- arsjóðs. Tillaga okkar gatna- málastjóra um hvernig verja skyldi fjárveitingu til þjóðvega í þéttbýli fékk því umfjöllun bæði í framkvæmdaráði og síðar í borgarráði. Undir þennan mála- flokk heyrir m.a. Höfðabakkinn, bú og vegur. Þegar málefni Höfðabakkans voru til umræðu í framkvæmdaráði lagði ég fram tillögu þeirra verkfræðingá sem hjá embættinu vinna um það hvernig fjármunum til þjóðvega í þéttbýli skyldi varið, og skýrði frá því í hverjum atriðum okkur greindi á hvað hvað snerti Höfðabakkann. Það eru því end- urtekin ósannindi hjá borgar- fulltrúanum að ég hafi leynt borgarfulltrúa einhverju, og gerði borgarstjóri sjálfur grein fyrir því á fundi borgarstjórnar þegar málefni Höfðabakkans voru afgreidd fyrir rúmlega viku síðan. Það voru hins vegar verk- fræðingarnir sjálfir sem kusu að gera störf sín kunn í fjölmiðlum og er það þeirra mál. Málefni Höfðabakkans voru á síðari stigum tekin fyrir að nýju í umhverfisráði og skipulags- nefnd og þar kynntu þessir verkfræðingar embættisins sjónarmið sín einnig. Borgar- stjórn sjálf afgreiddi síðan málið með atkvæðum 10 borgarfull- trúa gegn 5 svo sem kunnugt er. Það er mikill misskilningur hjá Guðrúnu að ástæða sé til að spyrja hvort borgarverkfræðing- ur hafi öðlast atkvæðisrétt í borgarstjórn. Eitt er rétt að upplýsa að borgarverkfræðingur hefur tillögurétt og málfrelsi bæði í borgarráði, framkvæmda- ráði, skipulagsnefnd og um- hverfisráði, og væri ég hreinlega að bregðast embættisskyldum mínum ef ég gerði ekki grein fyrir skoðunum mínum á þessum vettvangi. Borgarfulltrúa Guð- rúnu Helgadóttur er mikið kappsmál að koma því á fram- færi að ég sé sjálfstæðismaður ráðinn af sjálfstæðismönnum og vinni leynt og Ijóst gegn meiri- hluta borgarstjórnar. í ljósi þessara alvarlegu ásakana er rétt að ég geri grein fyrir sjálfum mér. Ég gekk í þjónustu borgarinn- ar í árslok 1963. Gegndi ýmsum störfum hjá borgarverkfræðingi þar til ég tók við núverandi starfi 1. janúar 1973. Allan þennan tíma hef ég átt ánægju- leg samskipti við borgarfulltrúa í öllum flokkum og geri ekki upp á milli manna í ólíkum flokkum í því efni. Embætti borgarverk- fræðings var auglýst eins og vera ber. Borgarstjórn sam- þykkti síðan með 13 samhljóða atkvæðum ráðningu mína á fundi sínum þ. 7. desember 1972. Það er því ljóst að það voru ekki sjálfstæðismenn einir sem stóðu að ráðningu minni. Ásökunum svarað Borgarfulltrúinn gerir að sér- stöku umtalsefni seinagang við byggingu tveggja viðbótaríbúða í dvalarheimili aldraðra að Lönguhlíð 3, og tekur það sem dæmi um það hversu leynt og ljóst ég vinni gegn ákvörðunum meirihluta borgarstjórnar. I upphafi er rétt að upplýsa að bygginganefnd stofnana í þágu aldraðra stýrir framkvæmdum í þessu málaflokki. í nefndinni sitja 7 kjörnir borgarfulltrúar undir forustu Alberts Guð- mundssonar. Langahlíð 3 er 3ja hæða bygging þar sem íbúðir og setustofur eru á annari og þriðju hæð. Þegar húsið hafði verið í notkun um nokkurt skeið var ljóst að notkun þessara setustofa var í lágmarki, og samþykkti borgarráð því þ. 27. nóv. s.l. að bæta við 2 íbúðum í setustofu á 2. hæð. Byggingarnefnd aldraðra hefur skipt með sér verkum þannig að undirnefnd undir for- sæti Kristjáns Benediktssonar, borgarfulltrúa hefur umsjón með framkvæmdum í Lönguhlíð 3. Það var nokkuð álitamál hvort taka skyldi setustofu á 2. og 3. hæð til fyrrgreindra nota, og lokaákvörðun um það var ekki tekin fyrr en 30. janúar á þessu ári. Þar með var málið komið í hendur byggingadeildar borgar- verkfræðings. Þann 2. febrúar barst tilboð verktaka í verkið. Þann 15. febrúa varð að semja við annan undirverktaka um innréttingasmíði þar sem verk taki sá sem samið hafði verið við hafði þá hætt störfum. Var þetta til að tefja málið nokkuð. Þann 18. marz hóf verktaki fram- kvæmdir á staðnum og er ætlað að þeim ljúki að fullu þ. 18. apríl n.k. Ég hygg að hér með sé fengin eðlileg skýring á gangi þessa máls, enda hafði borgar- fulltrúanum verið gerð grein fyrir stöðu þessara mála áður en grein hennar birtist í Morgun- blaðinu. í mínum augum felst í því ótrúleg rætni af hálfu borg- arfulltrúans, þegar hún tekur þetta mál sem dæmi um það hvernig ég þvælist fyrir ákvörð- unum meirihlutans. Annað ádeiliefnið er að ég sé ákaflega andvígur hugmyndum þeirra nefnda sem um skipu- lagsmál fjalla og' ekki síður hugmyndum þróunarstjóra um framtíð skipulags borgarinnar. Eins og áður segir hefur borgar- verkfræðingur tillögurétt og málfrelsi á fundum skipulags- nefndar. Ég hef þar óhikað sett fram þær skoðanir sem ég tél réttastar í þessum efnum og tel það embættisskyldu mína, og tel reyndar nauðsynlegt að ólík sjónarmið manna komi fram og verði innlegg í málefnalega um- fjöllun. Þetta hef ég alltaf gert og má nærri geta hvort menn hafi alltaf verið sammála. Það er ekkert einsdæmi að menn greini á en menn verða að láta af upphrópunum um að alltaf sé verið að vinna á móti meirihlut- anum þótt slík skoðanaskipti fari fram. Um Höfðabakkabrúna Ég minnist þess varla að nokkur mál sem borgarstjórn varðar hafi fengið jafn rækilega umfjöllun og Höfðabakkinn. Ég vildi nota þetta tækifæri til þess að koma nokkrum atriðum á framfæri: 1. Nauðsynlegt er að það komi önnur þverun á Elliðaárnar. Hvar svo sem henni verði valin staður er þetta öryggis mál fyrir höfuðborgarsvæðið í heild. 2. Um leiðarval hafa 3 kostir verið nefndir, Höfðabakkinn, tenging neðar í dalnum hjá Kermóafossum og svo að lokum Ofanbyggðavegur. Frá umhverf- issjónarmiði er Kermóafossa- leiðin síst. Hún klýfur útivistar- svæðið á Ártúnsholti þ.e. frá Árbæjarsafni og niður að raf- stöð í tvennt. Sárafáir myndu eiga eðlilega leið um Ofan- byggðaveg og ekki verður með sanni sagt að sá vegur verði lagður án umhverfis spjalla. Höfðabakkinn hefur þann kost að hann bætir úr brýnni þörf tengingar á milli Breiðholtsins og suðursvæðanna við svo nefnd austursvæði í Ártúnshöfða og Borgarmýri, sem eru atvinnu- svæði, svo og þeirra svæða sem eftir eiga að rísa í austurjaðri borgarinnar. Höfðabakkabrúnni hefur verið valinn staður þar í dalnum sem af manna höndum eru þegar fyrir mannvirki sem kljúfa dalinn í tvennt en það er Árbæjarstíflan. Brúin verður 105 m. löng í tveimur höfum og er haldið hátt yfir dalbotninum. Sú tilhögun skerðir minnst úti- vistarsvæðið, veldur minnstri hljóð og sjómengun niður í dalinn og gerir fært að göngu og reiðleiðir liggi á eðlilegan hátt undir brúna og vegarstæðið. 3. Höfðabakkabrúin mun stytta verulega aksturslengdir fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu og þá ef til vill sérstaklega þá sem búa í Breiðholti. Áætlað hefur verið að þegar brúin er komin í gagnið 1982 verði um- ferð um hana ca. 5.000 bílar/ sólarhr. og aksturssparnaður á núvirði um það bil 350 millj. kr. á ári. Þetta eru fjármunir sem verða eftir í vösum skattborg- anna en myndu eyðast ef þessi tenging kæmi ekki. 4. Áætlanir um Höfðabakk- ann byggjast ekki á því að Fossvogsbraut komi. Höfða- bakkatengingin krefst ekki þess að Höfðabakkinn sé framlengd- ur til suðurs í brekkuna milli Breiðholts I og Breiðholts III. Lokaorð Höfðabakkinn hefur verið hluti af aðalskipulagi síðan 1965. Hann er liður í stofnbrautaneti höfuðborgarsvæðisins. íbúar í Árbæjarhverfi hafa tekið sig til og mótmælt framkvæmdinni, og hafa fært fram rök máli sínu til stuðnings. Önnur rök sem draga mið af hagsmunum heildarinnar mæla með framkvæmdinni. Borgarstjórn hefur tekið þau rök gild. í mínum huga er ekki mikill munur á stofnbraut sem sýnd hefur verið í aðalskipulagi í 15 ár og nú á að ráðast í fram- kvæmd á og þeim sem þegar eru gerðar. • Hvernig verður málum okkar komið ef menn heimta Miklu- braut, Elliðavoginn og Sætún eða Hringbrautina lagðar niður? w MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. MARZ1980 Guðrún Helgadóttir, borgarfulltrúi: Inngangur Fyrri helmingur kjörtímabils núverandi borgarstjórnar er senn á enda. Morgunblaðið hefur tæp- lega sinnt þeirri sjálfsögðu skyldu sinni við lesendur sína að skýra þeim frá störfum hinnar nýju verið i nánari tengslum við stjórn- málamenn en einmitt þá, sem sveitarstjórnarmál annast, þó að vissulega ættu þessi tengsl einnig að vera við stjórnendur lands- mála. Ég skal svara þvi strax, hverjir réðu þessari fáránlegu ákvörðun um Höfðabakkabrúna. Höfðabakkabrú eða önnur brú sínum — menn hafi einfaldlega hugsað til reísins ogsúruberj- Alþýðubandalagsmenn gætum haft góða samvisku og sagt sem klippi, skulu lesendur Morgun- blaðsins ekki halda að þetta gildi eVk'i einrfiR tnti WAVríi S.ýtttaVR&' isflokksins, jafnt í borgarstjórn sem á þingi sem um skipulagsmál fjalla, og ekki síður hugmyndum þróunar- stjóra um framtiðarskipulag borg- arinnar, og hann hefur veruleg áhrif með setu sinni á fundum borgarráðs, sem þróunarstjóri hefur yfirleitt ekki aðgang að Það er því miður allt of algengt að kjörnir fulltrúar treysta sér ekki til að hafa við sérmenntuðum tæknimönnum, sem kunna þess utan að flytja mál sitt vel og skipulega. Og tæknimennimir eru ekki síður haldnir þeirri áráttu en stjórnmálamenn að eiga erfitt með að víkja frá röngum ákvörð- unum, hafi þeir ejnu sinni tekið hana Þar er borgarverkfræðingur •na>in imdnntpknina. sæmandi. Þessir fulltrúar vilja gefa sér tíma til að snúa við (áránlegri ‘próun skipuiagsmáia i borginni til þessa, sem sýnir sig í yfirfullum skólum á einum stað en að erfðagóssið í embættismanna- stétt tekur illa endurhæfingu. Það er þess vegna fengur að stuðningi á borð við skrif Þóris Einarssonar Mér er ljóst, að hann er ekki endilega stuðningsmaður núverandi borgarstjórnarmeiri- hluta, en hann ber yelferð sína og sambúa sinna I Árbæjarhverfi meira fyrir brjósti en svo, að hann falli í þá gryfju, sem t.d. fyrrver- andi borgarstjóri heldur til í, að stunda tilgangslaust skítkast, heldur skrifar málefnalega og rétta grein um mál, sem hann vill vinna. Og ég er sannfærð um að það vinnst, ef Árbæingar Uka höndum saman. Og það væri gaman ef Framfarafélag Breið- vinstrimanna — ef menn hafa uppburði til að segja satt öðru ■wwtýi. StýteúJt að vísu sjaldan enda telur Þórir Einarsson lítið trúnaðartraust rikia milli beirra og umbióðenda Þórunn Eiríksdóttir listmálari og myndlistarkennari opnaði sl. laugardag myndlistarsýningu í Gallerí Háhól á Akureyri. Þar sýnir hún 20 málverk auk nokkurra vatnslitamynda. Aðsókn hefur verið góð og nokkrar myndir hafa selst. Sýningin verður opin þangað til að kveldi páskadags, kl. 20—22 virka daga og 15—22 helga daga. Sv.P. Lítið við i nœstu blómabuð oma

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.