Morgunblaðið - 02.04.1980, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1980
23
PÁSKAUNGARNIR
í tilefni páskahátíðarinnar hefur verzlunin Stúdíó á Laugavegi
komið fyrir tugum hænuunga í glugga verzlunarinnar til
skemmtunar fyrir ungu kynslóðina. Ljósmynd Mbi. Emílía.
Sandgerði:
Yfir 100% aflaaukning
miðað við marz í fyrra
HEILDARAFLINN í Sandgerði í
marz var 6271 tonn en var í fyrra
3063 tonn og er það liðlega 100%
aflaaukning. Þess ber þó að geta
að í fyrra voru nánast engar
landanir hjá togurum en nú hafa
þeir landað 965 tonnum.
Að sögn fréttaritara Morgun-
blaðsins í Sandgerði, Jóns Júlíus-
sonar, er aflaaukning mest vegna
betri gæfta auk þess sem aflaaukn-
ing hefir orðið. Aflahæsti báturinn
í marz er Grunnvíkingur sem fékk
310 tonn. Þetta er 53 tonna bátur
og er skipstjóri Haukur Guð-
mundsson.
Frá áramótum hafa 11.395 tonn
borist á land en á sama tíma í fyrra
var aflinn 7352 tonn. Aflahæsti
báturinn á vertíðinni er Arney sem
hefir fengið 646 tonn. Skipstjóri er
Óskar Þórhallsson.
Menningar-
vika á Höf n
Höfn, Hornafirði. 1. apríl.
MENNINGARVIKA Austur-
Skaftfellinga hófst hér á Pálma-
sunnudag 23. marz og stendur til
annars í páskum. Menningarmótið
hófst með setningarræðu sýslu-
manns Austur-Skaftafellssýslu,
Friðjóns Guðröðarsonar, og kom
fram í ræðu hans, að aðdragandinn
að þessum menningarmótum hefði
verið sá, að 5. maí 1926 kom saman
nefnd í Hólmi á Mýrum, sem hafði
verið kosin á bændanámskeiði
sama ár.
Verkefnið var að stofna félag
sem næði yíir allan hreppa sýsl-
unnar og átti að glæða áhuga á
framfara- og menningarmálum al-
mennt. Félagið hlaut nafnið Menn-
ingarfélag Austur-Skaftafells-
sýslu. 12. desember sama ár var
haldin almenn samkoma og stofn-
fundur félagsins i kirkjusalnum i
Laxá á Nesjum, en í þá daga
þjónaði kirkjan við Laxá tvenns
konar hlutverki. Á efri hæð kirkj-
unnar var guðshúsið, en i kjallara
hennar var almennur samkomusal-
ur fyrir fundi og dansleikjahald.
Þetta fyrsta menningarmót hófst
klukkan 15.00 að degi með fjöl-
breyttri dagskrá og endaði samkom-
an með dansleik fram eftir nóttu í
kirkjukjallaranum. Næsta dag hófst
mótið klukkan 13.00 með formlegum
stofnfundi menningarfélagsins. Af
merkum málum sem rædd voru á
stofnfundinum má nefna, að Þór-
leifur Jónsson alþingismaður frá
Hólum í Nesjum flutti erindi um
menningarástandið og framfarir.
Stefán Sigurðsson kennari á Reyð-
ará í Lóni ræddi um nýjar andlegar
hreyfingar og rannsóknir. Sigurður
Jónsson í Staðarfelli ræddi um
væntanlega Alþingishátíð 1930, og
Einar Eiríksson í Hvalnesi flutti
fyrirlestur um þjóðfélagsbölið, þ.e.
fátæktina, tóbakið og brennivínið.
Þetta fyrsta menningarmót endaði
svo með dunandi dansi. Síðan sagði
Friðjón sýslumaður að þessi mót
hefðu verið haldin nær óslitið til
1957 er þau lögðust af.
Fyrir um tíu árum var kirkjuhús-
ið brotið niður, jafnað við jörðu, þar
sem steypan í húsinu var orðin mjög
léleg. Ymsum fannst það tiltæki í
meira lagi vafasamt.
Árið 1968 var þetta samkomuhald
svo endurvakið af hreppsnefnd
Hafnarhrepps og var það nefnt
MenningarVika, en frá þessu ári
hefur sýslunefndin séð um sam-
komuhaldið og hefur til þess kjörið
sérstaka menningarnefnd, sem i
eiga sæti Þorsteinn Þorsteinsson,
formaður, sér Gylfi Jónsson í Bjarn-
arnesi og Ingunn Jensdóttir leik-
kona.
Menningarvika 1980 býður upp á
margvíslegt efni s.s. myndlistasýn-
ingar þar sem sýnd verða bæði
málverk og grafík eftir ýmsa kunna
listamenn. Einnig verða tískusýn-
ingar á ullarfatnaði, sem fram-
leiddur hefur verið hér í sýslunni.
Síðan má nefna tónlistarvöku, sem
aldin var í Hafnarkirkju. Þá verða
tvær Skaftfellingavökur með fjöl-
breyttu blönduðu efni og eru ræðu-
menn þeir Einar Bragi og Rafn
Eiríksson. Fyrirhugað var að Leik-
félag Hornafjarðar frumsýndi leik-
ritið Landkrabbar, en vegna óvið-
ráðanlégra orsaka getur ekki orðið
af því.
—Einar
Stefnir í kosningar
í Danmörku í maí?
Kaupmannahöfn. 1. apríl.
Frá Erik Larsen.
fréttaritara Mbl.
NÚ virðist stefna í að kosningar
verði i Danmörku í maí. Ríkis-
stjórnin hefur lagt fram áætlanir
um hvernig bregðast skuli við
vaxandi efnahagsvanda Dana en
þær hafa sætt mikilli gagnrýni. í
Sjómanna-
verkfalli
aflýst
Þórshöfn. 1. apr.
Frá Jogvan Arge,
fréttaritara Mbl.
FULLTRÚAR sjómanna og
útvegsmanna komu saman til
samningafundar í dag og að
fundi loknum tilkynntu aðil-
ar að þeir hefðu orðið ásáttir
um að framlengja samkomu-
lagið milli þeirra. Þetta þýðir
að verkfállinu er aflýst og
mun nú allur færeyski flot-
inn geta látið úr höfn og
hafið veiðar á ný.
áætlunum stjórnar Ankers Jörg-
ensen er gert ráð fyrir, að
rikisútgjöld verði skorin niður
um 12 milljarða danskra króna,
lagður verði aukinn tekjuskattur
á einstaklinga en mestar verði
álögurnar á bifreiðaeigendur.
Samkvæmt áætlunum verður
þungaskattur aukinn um 25%,
bensínlítrinn hækkaður um 12
aura og aukin gjöld lögð á
brennsluolíu og rafmagn. Hins
vegar verður gasverð lækkað um
20%. Ríkisstjórnin hafði á prjón-
unum að verja 2 milljörðum
danskra króna til almannatrygg-
inga en samkvæmt hinum nýju
tillögum stjórnarinnar verður
hætt við þau áform.
Þessar ráðstafanir miða að því
Jafntefli
Moskva 1. apr. AP.
STÓRMEISTARARNIR Tal og
Polugayevsky sömdu um jafntefli
í fjórðu skák sinni að loknum
þrjátíu og sex leikjum.
Þetta gerðist 2. apríl
1964 — Jemenar saka Breta um
loftárásir.
1951 — Herstjórn NATO í Evrópu
stofnuð.
1947 — Öryggisráðið felur Banda-
ríkjunum umboðsstjórn á eyjum
Japana á Kyrrahafi — Bretar vísa
Palestínu-málinu til SÞ.
1917 — Woodrow Wilson forseti
kallar þingið saman til aukafundar
til að segja Þjóðverjum stríð á
hendur.
1903 — Bretar og Frakkar neita að
styðja lagningu Bagdad-járnbraut-
arinnar.
1871 — Viney og MacMahon setjast
um París.
1801 — Sjóorrustan við Kaup-
mannahöfn: Sigur Horatio Nelsons
eftir aðgerðir Dana á Saxelfi.
1774 — Herlið Warren Hastings
tekur Rohilkand, Norðvestur-
Indlandi, af Rohilla-ættflokknum.
1667 - Loðvík XIV af Frakklandi
undirritar samninginn um Rínar-
varnarbandalagið við Munster, Neu-
burg, Brúnsvík, Hessen-Kassel, Bæj-
araland og Svíþjóð.
1595 — Filippus II af Spáni heitir að
styðja uppreisn jarlsins af Tyrone á
írlandi.
Svisslendingar ganga í Heilaga
bandalagið gegn Frökkum.
1340 — Niels Ebbesen myrðir svarta
greifann Gert í Randers og Danir
endurheimta frelsi sitt.
Afmæli — Karl mikli keisari (742—
814) — Hans Christian Andersen,
danskur rithöfundur (1805—1875) —
Léon Gambetta, franskur stjórn-
málaleiðtogi (1838—1882) — Emile
Zola, franskur rithöfundur (1840—
1902) — Sir Alec Guiness, brezkur
leikari (1914 — ).
Andlát — 1416 Fredinand I konung-
ur af Aragóníu — 1791 Mirabeau
greifi, stjórnmálaleiðtogi — 1865
Richard Cobden, stjórnmálaleiðtogi
— 1974 Georges Pompidou, stjórn-
málaleiðtogi.
Innlent — 1871 Stöðulögin — 1725
Eldgos hefst austur og suðvestur af
Heklu — 1273 d. Brandur Andrésson
— 1764 Undirritun samninga um
iðnfyrirtæki — 1908 Tólf menn
fórust í lendingu við Stokkseyri —
1953 Tveir fórust í snjóflóði í
Svarfaðardal — 1959 Biskupskjör sr.
Sigurbjarnar Einarssonar — 1968
íshella frá Horni að Tjörunesi —
1958 d. Magnús Jónsson ráðherra.
Orð dagsins. Treystu engum sem
talar vel um alla — John Churton
1512 — Maximilian keisari I og Collins (1848—1908).
að minnka mikinn halla á við-
skiptum við útlönd, sem er um 77
milljarðar danskra króna, og hall-
ann, sem er á fjárlögum. Ríkis-
stjórnin lagði þessar tillögur fyrir
danska alþýðusambandið í gær en
Thomas Nielsen, formaður danska
alþýðusambandsins, sagði að auk-
ið atvinnulýðræði og þátttaka
verkafólks í fyrirtækjum yrði að
vera í áætlunum stjórnarinnar ef
alþýðusambandið ætti að veíta
tillögum stjórnarinnar blessun
sína.Þessar kröfur eru ekki í
tillögum stjórnarinnar. Anker
Jörgensen verður að fá verkalýðs-
hreyfinguna til að fallast á tillög-
urnar áður en hann leggur þær
fyrir þingið í frumvarpsformi
þann 13. apríl. Takist honum það
ekki þá má búast við nýjum
kosningum í Danmörku í maí.
Veður
Akureyri 0 alskýjaó
Amsterdam 12 skýjaó
Aþena 20 heiðskírt
Barcelona 15 heiðskírt
Berlín 14 heiðskírt
BrUssel 10 rigning
Chicago 8 skýjað
Denpasar 32 skýjað
Dublin 14 heiöskírt
Feneyjar 15 heíðskírt
Frankfurt 12 rigning heiðskírt
Genf 14
Helsinki 4 skýjað
Hong Kong 20 skýjað
Jerúsalem 19 heiðskírt
Jóhannesarborg 23 heiöskírt
Kaupmannahöfn 6 heiðskírt
Las Palmas 22 heiðskírt
Lissabon 26 heiðskírt
London 13 skýjað
Los Angeles 22 skýjað
Madríd 23 heiðskírt
Mallorca 21 léttskýjað
Miami 32 skýjað
Montreal 10 skýjað
Moskva 3 snjókoma
Nýja Delhi 30 heiðríkt
New York 5 heiðríkt
Ósló 7 heiðríkt
Parfs 16 skýjað
Reykjavík 3 skýjað
Rio de Janeiro 31 rigning
Rómaborg 15 skýjaö
San Francisco 15 skýjað
Stokkhólmur 2 þungbúið
Sydney 30 heiðríkt
Tel Aviv 22 bjart
Tókýó 17 skýjað
Toronto 3 rigníng
Vancouver 9 bjart
Vínarborg 11 bjart
F orkosningarnar:
Ný staða í íran get-
ur haft áhrif á úrslit
Washington 1. apríl
Frá fréttaritara Mbl.
Önnu Bjarnadóttur.
JIMMY Carter hefur verið spáð
sigri í forkosningum demókrata
í Wisconsin og Kansas i dag.
Starfsmenn hans segja að hann
hafi átta prósent meira fylgi í
Wisconsin en Edward Kennedy.
Jerry Brown er spáð þriðja sæti.
Staðan í íran gæti haft áhrif á
kjósendur i dag og hjálpað Cart-
er eða kostað hann fylgi. Carter
lýsti því yfir síðdegis að hann
væri ánægður með ákvörðun
stjórnarinnar í íran að taka
gíslana til sín, en þess ber að
geta að „stúdentarnir" í sendi-
ráðinu hafa ckkert sagt um
málið og með öllu er óljóst hvort
eitthvað verður úr framkvæmd-
um í þessu frekar en fyrr.
Um helgina kom í ljós að Carter
skiptist á orðsendingu við stjórn-
ina í Teheran í síðustu viku og gaf
henni frest fram til mánudags
(31.3) til að taka gíslana úr
sendiráðinu, en þeir hafa nú verið
þar í 150 daga, og flytja í vörzlu
stjórnarinnar. Hann kvaðst
mundi grípa til sinna ráða, ef
stjórnin verður ekki við kröfum
hans. Þó svo að Bani Sadr írans-
forseti hafi í ræðu í dag sagt að
gíslarnir verði fluttir úr sendiráð-
inu, sló hann ýmsa varnagla, sem
gæti þýtt að ekkert verði úr því að
sinni. Carter mun þá væntanlega
grípa til efnahagsráðstafana gegn
Iran og senda hluta sendiráðs-
starfsmanna í Washington heim.
Hinir frambjóðendur bandarísku
flokkanna hafa allir gagnrýnt
viðbrögð Carters við handtöku
gíslanna í íran, undanfarið og
gætu unnið atkvæði á því ef
almenningur sættir sig ekki við
þær ráðstafanir sem Carter gerir.
Forkosningar beggja stjórn-
málaflokkanna í Wisconsin eru
opnar öllum. Ronald Reagan óg
John Anderson, frambjóðendur
repúblikana hafa báðir reynt að
höfða til demókrata í kosninga-
baráttu sinni þar. Reagan höfðar
til Ihaldssamra demókrata, en
Anderson til frjálslyndra. Þeir
geta því báðir gengið á fylgi
Carters og Kennedys. Anderson
tókst ekki að sigra í heimaríki
sínu, Illinois fyrir hálfum mánuði
og það hefur kostað hann nokkuð
fylgi í Wisconsin. George Bush er
spáð þriðja sæti í Wisconsin.
Athygli fjölmiðla hefur svo til
eingöngu beinzt að forkosningun-
um í Wisconsin, en þar kjósa
demókratar 75 fulltrúa á lands-
þing flokksins í sumar og repú-
blikanar 34. í Kansas kjósa demó-
kratar 37 fulltrúa á landsþingið
og repúblikanar 32. Carter og
Reagan er spáð sigri í Kansas.
Stuðningsmenn Carters hafa sagt
að stór sigur í Kansas sé mikil-
vægur fyrir Carter, en Kennedy
vonast til að munurinn á honum
og Carter verði ekki of stór.
Anderson og George Bush berjast
um annað sætið í Kansas.