Morgunblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1980
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRIL 1980
25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ftitstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Rifstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 4.800.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 240
kr. eintakiö.
Gengisfelling og
Gunnar Thoroddsen
Isamtali við Morgunblaðið hinn 1. marz sl. sagði Gunnar
Thoroddsen, forsætisráðherra, m.a.: „Ég tel hvorki ástæðu til
gengisfellingar né hraðs gengissigs að svo stöddu, en fari svo að
menn sjái fram á varanlegan halla á helztu útflutningsatvinnu-
vegunum þá verða gengismálin endurskoðuð ásamt öðrum
málum í því sambandi." I þessu sama viðtali við Morgunblaðið
sagði Gunnar Thoroddsen ennfremur: „Frystiiðnaðurinn hefur
undanfarin tvö ár búið við þokkalega afkomu og er því betur
búinn undir tímabundna erfiðleika nú en oft áður, sérstakar
aðgerðir hans vegna eru því ekki bráðaðkallandi.“
Þegar þessi ummæli forsætisráðherra fyrir nákvæmlega
einum mánuði eru höfð í huga, vaknar sú spurning, hvað hafi
breytzt á þessum 30 dögum, sem veldur því, að Gunnar
Thoroddsen telur nú nauðsynlegt að lækka gengi krónunnar um
8% á skömmum tíma, sem þýðir, að gengið hefur verið fellt um
10% á þeim tíma, sem liðinn er frá því að ríkisstjórn hans tók
við völdum. Launahækkunin 1. marz var komin fram, þegar
forsætisráðherra lét þessi orð falla. Upplýsingar lágu þá fyrir
um 10 milljarða hallarekstur frystihúsanna. Verðfallið hafði
þegar orðið á þorskblokk á Bandaríkjamarkaði. Raunar verður
ekki séð, að neitt nýtt hafi komið fram í málefnum
frystiiðnaðarins frá því að forsætisráðherra lét ofangreinda
skoðun í ljós. Að vísu hefur fiskverð nú verið hækkað en kröfur
um það lágu einnig fyrir, þegar Gunnar Thoroddsen taldi fyrir
mánuði að ekki væri ástæða til gengisfellingar. Fróðlegt væri,
að forsætisráðherra upplýsti hvað hefur gerzt, sem valdið hefur
breyttum viðhorfum hans til gengismála ella á hann á hættu að
menn komizt að þeirri niðurstöðu, að ekkert sé að marka það,
sem hann segir.
Gengisfelling og
___ s'
Tómas Arnason
Tómas Árnason, viðskiptaráðherra, hefur getið sér frægðar-
orð fyrir yfirlýsingar sínar um gengismál að undanförnu
ekki síður en Gunnar Thoroddsen. Hinn 26. marz sl., þ.e. á
miðvikudag í síðustu viku, fyrir nákvæmlega 7 dögum, birtist í
Morgunblaðinu frásögn af blaðamannafundi, sem viðskipta-
ráðherra efndi til. Þar sagði hann m.a.: „Það er engin
gengisfelling á döfinni yfirleitt, hvorki nú á næstunni né síðar á
árinu.“ Á þessum blaðamannafundi benti Tómas Árnason
sérstaklega á, að gengismál væru í hans höndum sem
bankámálaráðherra og þyrfti því ákvörðun um gengisfellingu að
koma á hans borð. í fyrradag lýsti Tómas Árnason svo yfir því í
viðtali við Vísi, fyrir hádegi, að ekki mundi koma til
gengislækkunar og í útvarpsviðtali í fyrrakvöld fann hann upp
það nýyrði, að gengislækkun sú, sem ríkisstjórnin hefur nú
ákveðið að grípa til, væri ekki gengislækkun, heldur gengissig í
einu stökki.! Á sama tíma og Tómas Árnason gaf þessar
dæmalausu yfirlýsingar sendi fjármálaráðherra tollheimtu-
mönnum skeyti og fyrirskipaði þeim að afgreiða vörur úr tolli
eins og um gengislækkun hefði verið að ræða en nokkur munur
er á því, hvernig vörur eru tollafgreiddar eftir því, hvort
gengissig er á ferðinni eða gengislækkun. '
Tómas Árnason er bersýnilega mjög upptekinn af þeirri
skoðun, að ráðherrar eigi aldrei að tjá sig um gengislækkun
fyrirfram og sækir það sjónarmið m.a. til Bretlands. En hann
gleymir einu. Frægt er í brezkri stjórnmálasögu, að fyrir
nokkrum áratugum lýsti brezkur fjármálaráðherra yfir því, að
gengislækkun sterlingspundsins kæmi ekki til greina en tók
ákvörðun um það nokkrum klukkustundum síðar að lækka gengi
pundsins. Þegar er ráðherrann hafði gert það, sagði hann af sér
embætti fjármálaráðherra Bretlands, þar sem hann hafði
neyðst til þess að ljúga opinberlega. Tómas Árnason hefur nú
verið staðinn að því að ljúga opinberlega. Hann lýsti því yfir í
fyrradag fyrir hádegi að engin gengislækkun yrði en hún varð.
Ástæðan fyrir því, að ráðherrann segir ósatt er auðvitað sú, að
hann telur það ekki sæmandi að viðurkenna gengislækkun
fyrirfram. En þótt hann taki brezka stjórnmálamenn sér til
fyrirmyndar að þessu leyti er hann ekki maður til þess að taka
þá sér til fyrirmyndar að öðru leyti þ.e. að segja af sér
ráðherradómi, þegar hann hefur verið staðinn að ósannindum.
Þess í stað gerir hann sjálfan sig og ríkisstjórnina hlægilega
með því að bera á móti því að gengi krónunnar hafi verið
lækkað, þegar öllum er ljóst að það liggur á borðinu að það hefur
lækkað.
Leyndarmál
Qeorges .
Marchais
MARCHAIS: hvað þarf hann að fela?
Símtalið, sem allir athafna-
samir blaðamenn í París voru
að vonast eftir þegar síminn
hringdi í síðustu viku, var frá
einhverjum er sagði: Ég
þekkti Georges Marchais árið
1944.“
Hin fjögur týndu ár í ævi
hins 59 ára gamla franska
kommúnistaleiðtoga eru nú
orðin hápólitísk og gengi
flokksins í forsetakosningun-
um á næsta ári kann að velta
á því, sem hægt verður að
komast á snoðir um varðandi
ferð ungs flugvirkja, að nafni
Georges Marchais, um Suður-
Þýskaland og Norður-Frakk-
land á árunum frá 1943—
1947.
Nýr þáttur í ráðgátunni um
Marhcais — en hún hefur verið
tilefni móðgana og langdregins
meiðyrðamáls síðastliðinn ára-
tug — hófst fyrir u.þ.b. hálfum
mánuði, þegar tímaritið
L’Express birti á forsíðu lítið
gult spjaldskrárkort, er fannst
í borgarskjalaskrifstofunni í
Augsburg í Bayern.
Marchais viðurkennir að ha-
fa unnið í Messerschmitt-
verksmiðjunni í útjaðri Augs-
burg frá því í desember 1942
þar til í maí á næsta ári —
ekki af fúsum vilja, að því er
hann heldur fram, heldur til-
neyddur af Þjóðverjum. Á
kortið sem er fljótfærnislega
vélritað með fjölda af villum í
frönsku nöfnunum, er komutí-
mi hans skráður, en það gefur
litla vísbendingu, sem mark er
á takandi, um dvöl hans í
Augsburg fyrir utan eitt lítið
blýantsstrik. Neðst á kortinu
eru ritaðar tvær dagsetningar,
10.5. 43 og 10.5. 44. í gegnum
þær báðar er dauflega strikað
með skástriki.
Hneykslið upphefst
L’Express dregur þá ályktun,
og hún er studd af fréttaritara-
sósíalistablaðsins Le Matin,
sem hefur borið það saman við
kort annars fransks verka-
manns í spjaldskránni, að
Marchais hafi tilkynnt viðurvist
sína á þessum tveimur dögum.
En hér upphefst hneykslið —
því að Marchais sver og sárt við
leggur, að eftir eina misheppn-
aða flóttatilraun hafi sér tekist
að notfæra sér leyfi af persónu-
legum ástæðum í maí 1943 til að
fara í felur í Frakklandi þar til
landið var frelsað í stríðslok.
Þess vegna gæti hann ekki
hafa tilkynnt sig á Augsburg-
skrifstofunni í maí 1944. For-
stjóri L’Express, Jean-Francois
Revel, heldur því fram, að
aðalritari Kommúnistaflokks-
ins sé að ljúga og að hann hafi
að líkindum haldið áfram að
smíða þýskar herflugvélar í
Þýskalandi fram að sigri
Bandamanna.
Eitt erfitt atriði, sem March-
ais hefur alltaf þurft að glíma
við, er að hann fór til Augsburg
tveimur mánuðum áður en lögin
um nauðungarvinnu gengu í
gildi, en samkvæmt þeim voru
640000 franskir verkamenn
fluttir í þýskar verksmiðjur.
Þessi gamla spjaldskrá frá
Augsburg, sem dregin var fram
í dagsljósið í L’Express, hefur
orðið öðrum tilefni til marg-
víslegrar gagntúlkunar. Þýski
borgarstjórinn Dr. Wolfram
Báer hefur bent á, að á kortinu
sé hvergi að finna neitt um
dvalarleyfi. Þetta virðist styðja
staðhæfingu Marchais um, að
hann hafi verið þar gegn vilja
sínum.
Á hinn bóginn er heimilis-
fang hans, sem var á þægilegri
veitingakrá í miðborginni og
kallaðist á þýsku Blái Hrútur-
inn, ekki máli hans til stuðn-
ings. Blái Hrúturinn varð fyrir
sprengjum Bandamanna í
febrúar 1944 og eyðilagðist. í
frönskum blöðum birtist nú
samtímamynd af þessari aðlað-
andi krá, ásamt greinum um
það, hvernig verkamennirnir,
sem þar dvöldu, nutu frjálsræð-
is.
Hafi einhverjir búist við, að
andstæðingar Marchais yrðu
himinlifandi yfir vísbendingun-
um, hafa þeir dæmt lunderni
stjórnmálaforingja svo skömmu
fyrir kosningar ranglega.
Kommúnistar hafa í skyndi
hrist ofan af öllum gömlum
syndum og gefið í skyn, að
gagnárás þeirra fæli í sér leik
að skjölum, er vitna um gjafir
Bokassa keisara til Giscards
forseta. Kommúnistaflokkurinn
hefur um nokkurt skeið dregið
úr ásökunum á hendur stjórn-
inni um hneyksli.
Sósíalistar benda á greinilegt
leynimakk milli stjórnarinnar
og Marchais til að kljúfa
vinstrimenn og halda Gicard
við völd. Moskvustjórnin vill
viðhalda Frakklandi eins og það
er, og kommúnistar hafa enga
löngun til vinstri sigurs, sem
festa myndi sósíalista í sessi
sem forystuafl á vinstri vængn-
um.
Viðbrögð beggja stjórnmála-
afla hafa leitt í ljós hættuna,
sem fylgir því að draga stjórn-
máladeilur niður á það stig að
verða persónulegar árásir á
andstæðingana. Revel sakar
stjórnina um að fyrirskipa sjón-
varpi og útvarpi að gera sem
minnst úr málinu öllu.
Kommúnistablaðið L’Öuman-
ité réðst aftur á L'Express með
forsíðufyrirsögninni „Stórfelld
fölsun." En Marchais hvarf frá
þessari vörn og virtist gera sér
grein fyrir, að það væri ekki
viturlegt að hætta á annað
lagastríð — hann tapaði meið-
yrðamáli sínu — út af sann-
leiksgildi kortsins. í þess stað
færðu kommúnistar rök fyrir
því, að þetta „Nasista“ plagg
sannaði ekki neitt.
Eiginkonan vitnar
Um næstu viku höfðu þeir í
höndum bréf frá fyrrverandi
eiginkonu Marchais, Paulette,
er staðfesti, að honum hefði
tekist að fá leyfi í maí 1943,
eftir að hún hafði sent honum
skeyti með tilkynningu um lát
Hve lengi
dvaldist
kommúnista-
leiðtoginn
meðal
nasistanna?
ungrar frændkonu, og að
Marchais hafi sannfært þýsk
yfirvöld um að það væri dóttir
hans.
Paulette lýsti því yfir, að
eiginmaður sinn hefði aldrei
snúið aftur til Þýskalands. Þau
dvöldu það sem eftir var
stríðsins hjá móður hans í
Normandí og síðan hjá ættingj-
um.
Því fer fjarri, að ráðgátan um
Marchais sé leyst. Aðalritarinn
hefur neitað að láta upp annað
en óljósar ábendingar um líf
sitt á árunum frá maí 1943 þar
til í maí 1947, en hann gekk í
Kommúnistaflokkinn. Hvað
þarf hann að fela? Hann segist
hafa unnið á sveitabæjum þar
til landið var frelsað. En á
hvaða sveitabæjum? Og hvers
vegna virðist enginn minnast
þess að hafa séð hann?
Hvernig tókst honum að fá
heimfararleyfi þremur mánuð-
um eftir að hann hafði verið
gripinn á flótta: spyr L’Ex-
press. Aðrir franskir verka-
menn, er höfðu verið fluttir til
Þýskalands, fengu alls ekkert
leyfi, og þeir sem voru gripnir á
flótta voru sendir í fangabúðir.
Vandi Marchais er sá, að
hann stýrir flokki, sem alla tíð
hefur lagt áherslu á hetjuskap.
Hann var ekki einungis seinn til
að ganga í flokkinn, 27 ára
gamall; hann fann heldur ekki
hjá sér hvöt til að ganga í lið
með andspyrnuhreyfingunni,
eins og svo margir ungir Frakk-
ar gerðu.
Sumum þeim, er fylgjast með
málum, gengur erfiðlega að
kyngja stjórnmálaframa hins
unga Marchais. Hann var mið-
depill kommúnistastarf-
seminnar í flugvélaverksmiðj-
um fyrir árið 1942 án þess, að
hann virtist taka neinn þátt í
henni. Samt fékk hann að ganga
í flokkinn árið 1947, áður en
búið var að opna hann verka-
mönnum, er höfðu verið fluttir
úr landi, og frami hans þar var
leifturhraður.
Af þessu stafar tilgáta sósíal-
istablaðsins Le Nouvel Observ-
ateru nú fyrir stuttu, að March-
ais hafi á unga aldri í rauninni
starfað með leynd í þjónustu
Comintern.
Rohin Smyth
(mVAlWAt
Aron Guðbrandsson:
Misferli aldarinnar?
Það sem rætt verður um í
þessari grein er spariskírteini
ríkissjóðs ,og samskipti eigenda
þeirra við löggjafar- og ríkisvald-
ið.
Allt frá því að lög nr. 40/1978
um tekju- og eignarskatt sáu
dagsins ljós, hafa mjög margir
beint þeirri spurningu til mín,
hvort nú ætti að gera spariskírt-
einin framtals- og skattskyld. Að
vísu átti ég engan hlut að samn-
ingu þessara laga, en það er ekki
óeðlilegt þótt slíkum spurningum
sé beint til mín, stöðu minnar
vegna. Þess vegna vil ég á þessum
vettvangi láta álit mitt í ljós.
Ofannefnd lög nr. 40/1978 gengu
svo í gegnum hreinsunareld á því
þingi, er nú situr. Mér sýnist að
sumt, sem hefði átt að brenna í
þeim eldi, hafi komið úr logunum
til lítils sóma fyrir Alþingi.
I 8. gr. nefndra laga með
viðaukum, segir svo um skatt-
skylda vexti, afföll og gengishagn-
að:
„Til tekna sem vextir, afföll og
gengishagnaður skv. 3. tl. C-liðs 7.
gr. teljast: 1. Vextir af innistæðum
í innlendum bönkum, sparisjóðum
og innlánsdeildum samvinnufé-
laga svo og vextir af verðbréfum
sem hliðstæðar reglur gilda um
samkvæmt sérlögum. Með vöxtum
teljast áfallnar verðbætur á höf-
uðstól og vexti, verðbætur og
inneignir og kröfur sem bera ekki
vexti og happdrættisvinninga sem
greiddir eru í stað vaxta."
I 3. tölulið þessarar greinar ’
segir ennfremur: „Með vöxtum
teljast einnig áfallnar verðbætur
og happdrættisvinningar á sama
hátt og um getur í 1. tl.“ Með
skattframtali því, sem nú á að
vera lokið hjá einstaklingum fyrir
tekjuárið 1979 er mönnum gert að
skyldu að telja fram og sundurliða
spariskírteinaeign sína.
í lögum nr. 7/1980 (hreinsunar-
eldinum) segir svo: Vaxtatekjur og
verðbætur manna á árinu 1979 af
verðtryggðum spariskírteinum
ríkissjóðs skulu þó vera frádrátt-
arbærar að fullu frá tekjum við
álagningu skatta 1980. Við breyt-
ingu ákvæða 78. gr. laganna vegna
eigna í lok ársins 1979, skulu
verðtryggð spariskírteini ríkis-
sjóðs dregin frá eignum með
nafnverði, að viðbættum áföllnum
vöxtum og verðbótum á höfuðstól
við álagningu eignarskatts 1980.
Fleira er það í þessum lögum, sem
snertir sparifjáreigandann en það
verður ekki rætt í þessari grein.
Þá snúum við okkur að spari-
skírteinum ríkissjóðs frá sjónar-
miði þess manns, sem hefir ávaxt-
að fé sitt í þeim.
Spariskírteini þessi voru fyrst
gefin út árið 1964. Síðan hafa
verið gefnir út árlega af þessum
verðbréfum einn eða tveir flokkar.
Engin verðbréf á landinu hafa náð
jafnmikilli útbreiðslu og þessi.
Þau hafa verið keypt fyrir
skírnargjafir hvítvoðungsins og
ellilaun öldungsins og allt þar á
milli. Skírteini þessi eru eins og
venjuleg skuldabréf. Útgefin skv.
sérstökum lögum og á þau eru
prentaðir allir skilmálar fyrir
útgáfunni og svo eru þau undir-
skrifuð af fjármálaráðherra fyrir
hönd ríkissjóðs íslands. Nú skyldi
maður halda að nægjanlega væri
um hnútana búið hvað snertir
öryggi þess sem á þau.
Það eru þrjár forsendur fyrir
því, að fólk kaupir þessi verðbréf.
Aftan á bréfin eru lánsskilmál-
arnir prentaðir. 6. greinin í skil-
málunum hljóðar svo og er svipuð
í öllum flokkunum til ársins 1979
en þó með lagatilvitnunum í sum-
um tilfellum en öðrum ekki:
„Skírteini þetta er undanþegið
framtalsskyldu og er skattfrjálst
á sama hátt og sparifé, samkvæmt
heimild í nefndum lögum um
lántöku þessa.“ Þá skulum við
fyrst athuga hvernig er háttað
skattfrelsi sparifjárins sem vitnað
er til. Ef ég á í banka kr. eina
millj. en skulda hálfa milljón þá
dregst skuldin frá innstæðunni í
bankanum og afgangurinn kr. hálf
milljón er þá skattfrjáls og fram-
talsfrjáls. En ef ég skulda fast-
eignaveðslán, sem sannanlega hef-
ir verið notað til þess að afla
eignarinnar eða halda henni, þá
hefir viss hluti þess ekki áhrif á
skattfrelsi innstæðunnar. Þó get-
ur tímalengd lánsins verkað þar á.
Hér er þá um að ræða það
skattfrelsi á sparifé, sem vitnað er
til. Þriðja forsendán fyrir kaupum
á skírteinunum er sú, að þau eru
vísitölutryggð og er þá bygg-
ingarvísitalan lögð til grundvall-
ar. Ef eigandi skariskírteinis
skuldar ekkert þá njóta skírteinin
bæði framtals- og skattfrelsis.
Skírteinin hafa verið auglýst til
sölu af opinberum aðilum í sam
ræmi við það, sem sagt hefir verið.
Það er ekki prentað á skírteinin og
ég hefi hvergi séð það, að ríkið
hafi áskilið sér rétt til þess að
breyta þeim samningi sem prent-
aður er á þau. Við skulum athuga
þetta nánar. Skattfrelsi sparifjár-
ins er sett á með einföldum lögum
sem hægt er að breyta og fella
niður hvenær sem löggjafanum
þóknast, hann getur líka fellt
niður lögin, sem spariskírteinin
eru gefin út eftir, en það er ekki
hægt að hrófla við skírteinunum
sjálfum fyrr en þeirra umsamdi
tími er útrunninn vegna þess, að
þau eru samningur. Þetta skeður á
sama hátt eins og hjá manni, sem
hefir gefið út og selt skuldabréf í
sínu húsi. Hann getur ekki breytt
því á eftir nema með samkomulagi
við þann, sem á það, eða þá að
hann hafi í skuldabréfinu sjálfu
áskilið sér rétt til breytingarinn-
ar.
Þetta hlýtur að hafa verið
skilningur þeirra, sem annast
hafa útgáfur skírteinanna þar til
lögin nr. 40/1978 tóku gildi. Þetta
sér maður á því, að á árinu 1979
voru gefnir út tveir flokkar af
skírteinum en á þeim hljóðaði 6.
greinin á samningnum þannig: 1.
fl. 1979: „Skírteini þetta, svo og
vextir af því og verðbætur er háð
skattlagningu á sama hátt og
bankainnstæður skv. 1. tl. B-liðar
30. gr. laga nr. 40/1978, sbr. 1. tl. 8.
gr. og 1. og 2. tl. 51. gr. sömu laga,
sbr. og lög nr. 7 frá 13. mars 1974.“
Aftan við þessa gr. bætist svo á
skírteinunum í 2. fl. 1979. „Skírt-
eini þetta er framtalsskylt." Hér
er þá enginn vafi á því, að
skírteini í þessum flokkum frá
árinu 1979 eru skattskyld og
framtalsskyld eftir landslögum
um sparifé eins og þau kunna að
verða. I öllum eldri flokkum spari-
skírteinanna fram til 1979 er
aðeins talað um skattfrelsi þeirra
en ekki skattskyldu. Menn geta
svo dundað við þá hugsun hversu
margir mundu hafa keypt spari-
skírteinin — bundin í fimm ár
með 3% vöxtum tryggð með vísit-
ölu, sem síðar yrði svo skattlögð
sem gróði í þjóðfélagi með 60%
verðbólgu á ári. Það er kannski
ekki óeðlilegt þótt löggjafinn líti
smáum augum á sparifjáreigand-
ann í landinu með hliðsjón af því,
sem hann hefir þegjandi tekið á
móti á liðnum árum.
Eins og að framan greinir er
sérstaklega tekið fram í lögum nr.
7/1980 að vaxtatekjur og verðbæt-
ur manna á árinu 1979 af verð-
tryggðum spariskírteinum ríkis-
sjóðs skuli þó vera frádráttarbær
að fullu frá tekjum við álagningu
skatta 1980. Alþingi er þegar búið
að brjóta lagaheimildina fyrir
framtalsfrelsi skírteinanna og við
getum átt von á því, að eftir árið
1980 verði einnig brotin ákvæðin
um skattfrelsið. Þá er aðeins eftir
ein af þeim forsendum sem voru
fyrir því að fólk keypti skírteinin,
og hún gæti víst farið sömu
leiðina. Ég lít svo á að breytingar,
sem gerðar eru á spariskírteinun-
um eftir að þau eru gefin út séu
svik við fólkið, sem hefir keypt
þau. Ég lít líka svo á að svik og
prettir megi aldrei vinna sér
þegnrétt í íslensku þjóðlífi, og síst
af öllu sé slíkt löghelgað af
Alþingi. En Alþingi getur lagfært
þessi mistök með því, að fella
niður úr hinum nýju skattalögum
þau ákvæði, sem breyta hinum
upphaflegu ákvæðum spariskírt-
einanna. Ég vil að lokum láta þess
getið að spariskírteini þau, sem nú
eru ógreidd með vöxtum og vísi-
tölu eru 50 til 60 milljarðar króna.
Aron Guðbrandsson
Vigfús B. Jónsson, Laxamýri:
Hvað er í boði við næsta
forsetakjör á Islandi?
Segja má að ófrelsið búi í
nágrenni við okkur íslendinga.
Það er ekki langt til þeirra landa
þar sem fólk sætir þeim ókjörum
að vera ofsóttir sakir skoðana
sinna. I þeim löndum er manns-
andinn kúgaður eftir því sem við
verður komið og almennar kosn-
ingar þar eru aðeins skrípaleikur,
eða öllu heldur sviðsetning vald-
hafanna, sem skortir kjark til að
leggja hlut sinn undir dóm hins
almenna borgara.
Er við hugsum til þeirra þjóða,
sem við slíka afarkosti búa, hljót-
um við að eflast af hug til að
standa trúan vörð um hið lýðræð-
islega þjóðskipulag okkar Islend-
inga.
Almennar kosningar hér á landi
eru og þurfa að vera heiðarlegur
leikur þar sem enginn getur haft
rangt við. í sambandi við allar
kosningar ættum við því að kapp-
kosta sem heiðarlegasta baráttu
allra aðila, því eigi vel til að
takast, þá er nauðsynlegt að fólk
fái sem best kynni af því, sem í
boði er hverju sinni.
Forsetakjör fer nú bráðlega í
hönd hérlendis og er nú víða farið
hamförum til að afla frambjóð-
endum meðmælenda. Þá eru og
birtar í blöðum margs konar
niðurstöður skoðanakannana, sem
fæstir vita hvernig að hefur verið
staðið.
Ýmislegt virðist benda til þess
að rugla eigi fólk í ríminu við
umræddar kosningar.
Þótt íslenska forsetaembættið
sé ekki valdmikið embætti miðað
við það sem víða tíðkast erlendis,
þá er það mikilvægt og ég hygg að
allir góðir íslendingar vilji það
velskipað og Bessastaði myndar-
lega setna héðanaf sem að undan-
förnu. í sambandi við þær forseta-
kosningar, sem hér um ræðir, er
sú nýlunda að fleiri eru í framboði
en vant er og einn frambjóðandinn
kona. Sumir halda því fram að
konuna beri áð kjósa bara af því
að hún er kona og aðrir að henni
beri að hafna af sömu ástæðu.
Hvoru tveggja tel ég auðvitað
fráleitt. Konan á að sjálfsögðu að
skipa jafnréttissess og metast af
verðleikum eins og aðrir.
Þá eru margir þeirrar skoðunar '
að forsetinn eigi að vera karl-
maður og giftur mikilhæfri konu.
Það sjónarmið finnst mér reyndar
vel skiljanlegt, enda hafa konur
fyrrverandi forseta skipað vegleg-
an sess við hlið manna sinna. Mér
finnst eðlilegt að þjóðin fái sem
fyrst að sjá betur framan í
frambjóðendurna og maka þeirra
og kynnast lífsferli þeirra og
skoðunum í mikilvægum málum.
Þegar kosningar fara fram til
Alþingis, þá eru frambjóðendur
dregnir fram á skerminn og látnir
gera grein fyrir skoðunum sínum
og verja málstað sinn. Mér finnst
sjálfsagt að hið sama gildi við
forsetakjör. Fólk hlýtur að spyrja.
Hvað er í boði? Ég mælist til þess,
að það verði sem best upplýst um
það og það án tafar. Það er
ábyggilega besta tryggingin fyrir
því, að vel takist og forðar vonandi
mörgum frá því að styðja við
kviksögur og mishermi eins og átti
sér stað í síðustu forsetakosning-
um hér.
Laxamýri, 25. mars 1980.
Vigfús B. Jónsson.