Morgunblaðið - 02.04.1980, Síða 27

Morgunblaðið - 02.04.1980, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1980 27 Tilfærsla á niðurgreiðslu: 5000 m kr. í olíustyrk TÍU þingmenn Sjálístæðisflokks lögðu fram breyt- ingartillögu við fjárlagafrumvarp sem fól í sér fimm milljarða styrk úr ríkissjóði til að mæta olíukostnaði til húshitunar (jöfnun hitakostnaðar). Styrkur þessi renn- ur í Orkusjóð, sem síðan sér um framkvæmd verðjöfnun- ar eftir nánari reglum þar um. Jafnframt leggja þeir til lækkun á öðrum útgjaldalið fjárlaga, „Niðurgreiðslum á vöruverði“, um sömu f járhæð. Aðrar tillögur, sem þingmenn Sjálfstæðisflokks flytja við 3ju umræðu fjárlaga, eru: • — Albert Guðmundsson flyt- ur tillögur um hækkun framlags til ÍSI um 24 m.kr. og til Stórstúku íslands 3.7 m.kr. Jafnframt flytur hann tillögu um lækkun á gjaldalið „Til blaða“ um 24 m.kr. • — Lárus Jónsson, Friðrik Sophusson og Guðmundur Karlsson flytja tillögu um að ríkissjóður skili í iðnþróunar- átak 1.2 milljörðum króna, sem innheimta á sem aðlögunargjald en ekki eru fastsett skil á í fj árlagafrumvarpi. • — Pétur Sigurðsson flytur tillögur um að heimildarákvæði um endurgreiðslu af skemmtanaskatti af fé sem afl- að er með samkomum og skemmtunum og rennur til efl- ingar slysavarna — nái jafn- framt til þannig fjáröflunar til „byggingar dválar- og hjúkrun- arheimila aldraðra". • — Salóme Þorkelsdóttir er meðflutningsmaður með þremur þingmönnum Alþýðuflokks um framlög til Styrktarsjóðs fatl- aðra 14 m.kr, Styrktarsjóðs van- gefinna 210 m.kr og Sjálfsbjarg- ar 15 m.kr en framlög til þessara samtaka vóru í fyrri fjárlögum — en eru ekki í frumvarpi nú. „OrkujöfmmargjaltT: Aðeins að hluta í niðurgreiðslur ólafur G. Einarsson, for- maður þingflokks sjálf- stæðismanna, gagnrýndi harðlega í fyrradag ráð- gerða hækkun söluskatts langt umfram áætlaða niðurgreiðslu olíu. Ólafur sagði löngu viðurkennt að söluskattskerfið væri orð- ið hreint afskræmi og skatturinn þegar verulega of hár. Hækkun nú ýtti undir undanskot, eða ólafur G. Einarsson freistingu í þá átt, yki á óréttlæti sem fyrir væri og sífellt væri kallað á undan- þágur sem skekktu þessa tekjuöflunarleið. Sífellt er verið að gera það erfiðara að breyta yfir í virðisauka- skatt. Síðan vék Ólafur að vægi 2% söluskattshækkunar og sagði orðrétt: „En hver er hin raunveru- lega upphæð, sem þetta frum- varp gefur ef að lögum verður? Samkvæmt fjárlagfrumvarpi er söluskattur áætlaður 123 milljarðar kr. tæpir. Hvert söluskattsstig gefur því tæpa 5.6 milljarða og tvö stig til viðbótar í 11.2 milljarða, sem þýðir 933.3 millj. á mánuði, ef jafnt innheimtist hvern mán- uð. Það má þó ætla, að meira innheimtist síðari hluta árs. Innheimtan fram í miðjan apríl er því 3.26 milljarðar og eftir standa þá 8 en ekki 7 eins og segir í greinargerð þessa frumvarps. Þetta þýðir í raun að helmingurinn af því sem þarna á að taka í peningum fer í ríkissjóð á þessu ári og eflaust meira næst.“ í gær var orðrómur um lækkun þessa skatts í U/2% hækkun söluskatts. Lárus Jónsson Friðrik Sophusson Guðmundur Karlsson Fjárlög 1980: Ónógar upplýsingar - skýlaust lagabrot Nefndarálit sjálfstæðismanna RÍKISSTJÓRNIN hefur ekki lagt fram heildstæða framkvæmda- og lánsfjáráætlun eins og henni ber að lögum, samtímis fjárlagafrumvarpi, sagði Lárus Jónsson, alþingismaður. við 3ju umræðu fjárlaga í gær. Lausleg drög að hluta slíkrar áætlunar og framkvæmdaáform stefna þó í 125 milljarða króna, sem fjármagna þarf með lánsfé. Lánsfjáráætlun gæti því orðið á bilinu 100—115 milljarðar króna. Samkvæmt lánsfjáráætlun 1979 skyldi lánsfjáröflun verða 44 milljarðar en varð 58. Nú er því stefnt í tvöföldun lánsfjáröflunar í ár á vegum hins opinbera miðað við fyrra ár. Lárus sagði áætlun 1979 hafa hljóðað upp á 39 milljarða löng erlend lán, sem raunar hefðu orðið 53. Ef heildarlánsfjáráætlun í ár fer yfir lOOm illjarða króna verða erlendar lántökur ekki langt frá 95 milljörðum. Hér sem víðar stangast efndir á við heit í stjórnarsáttmála, þar sem bókfest er hófstilling erlendrar skuldaaukningar. 240% hækkun lán- töku ríkissjóðs 1980 í nefndaráliti fulltrúa Sjálf- stæðisflokks í fjárveitinganefnd við 3ju umræðu fjárlaga segir orðrétt: Samkvæmt IV. kafla laga nr. 13 frá 1979 (sem kölluð hafa verið Ólafslög) er skylt að leggja fram fjárfestingar- og lánsfjár- áætlun með fjárlagafrumvarp- inu. í lögunum er jafnframt nákvæmlega lýst, hvaða atriði skuli koma fram í lánsfjáráætl- uninni. Undirritaðir fjárveitinga- nefndarmenn töldu ótækt að afgreiða fjárlög án þess að fá greinargóðar upplýsingar um lánsfjáráætlun yfirstandandi árs. Af þessu tilefni lýsti fjár- málaráðherra því yfir, að fyrir 3. umræðu fjárlaga mundi láns- fjáráætlun vegna A- og B-hluta fjárlaga verða lögð fram. Var því jafnframt heitið, að það skyldi gert í síðasta lagi að morgni 31. mars, enda ætlunin að 3. um- ræða færi fram 1. apríl. Á þessu varð sá dráttur, að svo ófullkom- in lánsfjáráætlun kom ekki í hendur nefndarmanna fyrr en síðdegis í dag, 31. mars, þannig að komið var í veg fyrir eðlilegar umræður í þingflokkunum og gagngera skoðun fjárveitinga- nefndar á breyttum forsendum, sem hljótast af lánsfjáráætlun- inni. Ljóst er, að mikil hækkun er á milli ára eins og sést á eftirfarandi töflu: Hækkun á lántöku ríkissjóðs Vant er ýmissa fjárlagaþátta „I fjárlagafrv. er gert ráð fyrir verulegum niðurskurði á fram- lögum til fjárfestingarlánasjóða, en lánsfjáráætlun vegna A- og B-hluta fjárlaga nær ekki til fjármögnunar þeirra. Aðrir veigamiklir þættir falla ekki heldur undir A- og B-hluta fjárlaga, en þarf engu að síður að gera skil í fjárfestingar- og lánsfjáráætlun. Með tilvísun til fyrra nefndar- álits okkar við 2. umræðu fjár- laga, þar sem bent var á ýmsa útgjaldaþætti, sem sleppt væri í frv. til fjárlaga, en væntanlega væri ætlunin að gera skil í lánsfjáráætlun, þá er óviðunandi að afgreiða fjárlög án þess að fjárfestingar- og lánsfjáráætlun liggi fyrir eins og lög mæla fyrir um. í dag gerðist það til viðbótar, að tvö mál komu fram á Alþingi, en þau hafa bæði veruleg áhrif á fjárlög. Annars vegar lýsti ríkis- stjórnin því yfir, að gengissig yrði hraðara en gert er ráð fyrir í forsendum fjárlagafrumvarps- ins. Hins vegar er lagt fram frumvarp til laga um hækkun söluskatts um tvö prósentustig til að afla tekna í ríkissjóð. Varðandi söluskattshækkun- A- og B-hluta fjárlaga Tegund lána Erlendar lántökur Innlendar lántökur Samtals lántökur 1979 1980 Hækkun skv. fjár- skv. lánsfjár- milli lögum áætlun ára 5.648 21.360 278.2% 5.074 15.137 198.3% 10.722 36.497 240.4% ina er ljóst, að tekjur, sem þannig fást, eiga heima innan fjárlaga eins og reyndar fjár- málaráðherra hefur óskað eftir. Á sama hátt hlýtur fjárveitinga- nefnd einnig að þurfa að fjalla um útgjöldin, sem stofnað er til undir því yfirskini að jafna húshitunarkostnað í landinu, en fara á aðra útgjaldaliði." Skýlaus lagabrot „Á fundi fjárveitinganefndar í kvöld létum við undirritaðir nefndarmenn bóka eftirfarandi: „Við undirritaðir nefndar- menn fjárveitinganefndar mót- mælum þeim vinnubrögðum rík- isstjórnarinnar að veita ekki fjárveitinganefnd Alþingis upp- lýsingar um fyrirhugaða láns- fjáráætlun fyrir 1980 í heild fyrir afgreiðslu fjárlaga. Um mánaðamót mars/apríl er fráleitt að svo mikilvægir þættir lánsfjáráætlunar sem raun ber vitni liggi ekki fyrir við fjárlaga- afgreiðslu sem er svo seint á ferð. í lögum nr. 13/1979, um stjórn efnahagsmála o.fl., segir svo: „Ríkisstjórnin skal leggja fyrir Alþingi fjárfestingar- og láns- fjáráætlun fyrir eitt ár í senn og skulu þær fylgja fjárlagafrum- varpinu." Auk framangreindra athuga- semda er því um skýlaust laga- brot að ræða, þegar einungis er lögð fram nú lánsfjáráætlun að því er varðar A- og B-hluta fjárlaganna." Af þessum ástæðum og öðrum teljum við undirritaðir ekki koma til greina, að fjárlaga- frumvarpið sé afgreitt með óhóf- legum hraða, og mótmælum þeim óeðlilega þrýstingi ríkis- stjórnarinnar, sem birtist í því, að þessum málum verði þröngv- að í gegnum þingið á síðustu dægrum fyrk páskahlé. Alþingi á ekki að vera afgreiðslustofnun ríkisstjórnarinnar, sem dregið hefur til síðasta dags að gefa þinginu upplýsingar. Alþingi er því misboðið með vinnubrögðum á borð við þessi. Að öðru leyti vísum við til nefndarálits okkar, sem við lögð- um fram við 2. umræðu málsins. Alþingi, 31. mars 1980. Lárus Jónsson. Friðrik Sophusson. Guðm. Karlsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.