Morgunblaðið - 02.04.1980, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1980
Páll H. Kristjánsson:
Er hagkvæmara að flytja skoð
un bifreiða inn á verkstæðin?
Þann 6. nóvember 1979 kom
opinberleKa út skýrsla um skipan
Bifreiöaeftirlits ríkisins, unnin af
starfshópi, skipuðum af þáverandi
dómsmálaráðherra, Steingrími
Hermannssyni.
Áður hafði fjárlaga- og hag-
sýslustofnun látið gera frumkönn-
un á því að skoðunarverkefnið yrði
flutt frá Bifreiðaeftirlitinu til
almennra bifreiðaverkstæða.
Könnun þessi, sem var gerð af
ráðgjafarfyrirtækinu Hannarri
s/f, benti til þess að mun hag-
kvæmara væri að Bifreiðaeftirlit-
ið annaðist skoðunina áfram í stað
þess að fela hana bifreiðaverk-
stæðum.
Þrátt fyrir að ráðgefandi fyrir-
tæki, valið af Fjárlaga- og hag-
sýslustofnun, skilaði af sér
skýrslu sem sýndi árlegan kostn-
aðarauka upp á 120—130 milljónir
á núgildandi verðlagi, dró stofn-
unin þær staðreyndir í efa og lagði
til, að hafin yrði skipulegur undir-
búningur að því, að flytja skoðun-
arverkefnið frá Bifreiðaeftirlitinu.
Til marks um það, hvernig að
þessum málum var staðið, má geta
þess að Fjárlaga- og hagsýslu-
stofnun hafði ekki samband við
neinn þann aðila sem hagsmuna
hafði að gæta og málið snerti. Því
verður að draga þá ályktun, að þar
hafi komið til persónulegar hug-
renningar þeirra pólitíkusa og
embættismanna sem um málið
fjölluðu.
Hver einasti fulltíða Islending-
ur hlýtur að fordæma slík vinnu-
brögð, sérstaklega hjá stofnun
sem sér um ríkisfjármál.
í starfshópi þeim, sem dóms-
málaráðherra skipaði, sátu Eiður
Guðnason, alþingismaður, Guðni
Karlsson, forstöðumaður Bifreiða-
eftirlits ríkisins, Jón E. Böðvars-
son, skrifstofustjóri í Fjárlaga- og
hagsýslustofnun, Þórir Jónsson,
forstjóri og stjórnarmaður í
Bílgreinasambandinu og Eiríkur
Tómasson, þáverandi aðstoðar-
maður dómsmálaráðherra.
Áður hef ég getið þess að
Fjárlaga- og hagsýslustofnun hafi
falið Hannarri s/f að gera könnun
á starfsemi Bifreiðaeftirlitsins, en
hafnað niðurstöðum þeirrar könn-
unar. Starfshópur þessi fól ráð-
gjafarfyrirtækinu Hagvangi h/f
að gera tímamælingu á skoðunar-
verkefninu. Könnun þessi fór fram
að sumri til þegar flestir bifreiða-
eftirlitsmenn voru í sumarleyfi og
auglýst hafði verið að Bifreiðaeft-
irlitið tæki ekki bifreiðar til aðal-
skoðunar. Flestar skoðanir voru
því „endurskoðanir“ sem taka að
jafnaði mun skemmri tíma en
aðalskoðanir. Til þessa atriðis tók
tímamælingamaðurinn ekkert til-
lit.
Það er erfitt að trúa því að svo
vandað fyrirtæki sem Hagvangur
h/f hafi sent frá sér jafn villandi
upplýsingar og getið er um í
fylgiskjali 6, sem ber heitið
„Lauslegir útreikningar á sparn-
aði í krónutölu o.fi. hjá Bifreiða-
eftirliti ríkisins".
Þar segir:
„Talið er, að hver starfsmaður
skili af sér 1906 vinnustundum á
ári, sé reiknað með því að hver
skoðun taki að meðaltali 20 mín.
gæti hver starfsmaður sinnt 5718
skoðunum á ári.“
Við skulum athuga þetta nánar.
Bifreiðaeftirlitið er opið 8.25
klst. á dag, 5 daga vikunnar. Af
þessum tíma er hver starfsmaður
0.50 klst. í mat og 0.25 klst. í kaffi
= 0.75 klst. Virkur tími hvers
starfsmanns er því 7.5 stundir x 5
dagar x 52 vikur, eða 1950 vinnu-
stundir. Hagkvæmnisútreikningar
starfshópsins hljóta því að gera
ráð fyrir þrælahaldi, því að til
sumarleyfa, páskahátíðar, hvíta-
sunnu og jólahalds svo eitthvað sé
nefnt, fá Bifreiðaeftirlitsmenn
heilar 44 stundir eða u.þ.b. 5.8
daga, að ekki sé nú kvartað yfir
því að margir starfsmenn þurfa að
aka allt að 160 km til að sinna
vinnu sinni.
Skýrsla þessi skiptist í sex-
megin kafla, þar sem fjallað er um
núverandi starfsemi Bifreiðaeft-
irlitsins, síðan skiptast á hugrenn-
ingar meirihluta starfshópsins um
breytingar og mat á hagkvæmni.
Þegar hér er komið, klofnar
nefndin og ljóst er að sá aðili í
starfshópnum, Guðni Karlsson,
sem einn getur með réttu fullyrt
að hann hafi tæmandi þekkingu á
bifreiðaskoðun, er andsnúinn
breytingum og skilar sér áliti.
í skýrslu þessari eru rakin þau
verkefni sem Bifreiðaeftirlitið á
að sinna samkvæmt núgildandi
lögum.
1. Skoðun ökutækja (aðalskoðun
bifreiða og aukaskoðanir).
2. Skráning ökutækja (nýskrán-
ing, umskráning og eigenda-
skipti).
3. Álestur ökumæla (vegna inn-
heimtu á þungaskatti og eftirlit
með mælum).
4. Prófdómarastörf (próf á létt
bifhjól, próf á dráttarvélar,
minnapróf bifreiðastjóra,
meirapróf bifreiðastjóra, próf á
bifreiðar sem flytja mega fleiri
en 16 farþega og ökukennara-
próf).
Áður en rætt verður nánar um
þann hluta skýrslunnar, sem
meirihluti starfshópsins leggur til
að stefnt sé að, er ekki úr vegi að
gera grein fyrir núverandi starfs-
aðstöðu bifreiðaeftirlitsmanna.
í dag er aðeins hægt að skoða
bifreiðar innanhúss á tveimur
stöðum á landinu, í Keflavík og á
Blönduósi. Á þessum tveimur
stöðum eru skráðar 5994 bifreiðar
af 84652 sem á skrá eru. 5 af 62
starfsmönnum Bifreiðaeftirlitsins
hafa því viðunandi starfsaðstöðu.
í stuttu máli er ekki hægt að
tíunda starfsaðstöðu allra bif-
reiðaeftirlitsmanna á landinu en
ljóst er að 78.658 bifreiðar og
rúmlega 100.000 skoðanir fara
fram við vægast sagt mjög lélegar
aðstæður.
I sárafáum tilfellum er steypt
eða malbikað plan til þess að lyfta
bílum á. Skiptast þá í hinni óblíðu
veðráttu, moldrok og rigningar,
snjór og skafrenningúr eða aur-
bleyta og rigningarpollar.
Áf þessu má sjá að ef það á að
skapa bifreiðaeftirlitsmönnum
viðunandi starfsaðstöðu, þarf að
koma til verulegt fjármagn og
engum skal ofbjóða þær 20 mínút-
ur sem ætlaðar eru til skoðunar og
áður er getið í sparnaðarhugleið-
ingum starfshópsins. í skýrslu
meirihluta starfshópsins er gert
ráð fyrir að bifreiðaverkstæðin
taki að sér verulegan hluta skoð-
unarverkefnisins þannig að: Bif-
reiðar á 1., 2., 3. og 5., 6. og 7.
aldursári verði skoðaðar ýmist hjá
bifreiðaverkstæðum eða bifreiða-
eftirliti, en á 4. og 8. aldursári og
eftir það hjá Bifreiðaeftirliti. (Það
vantar ekki, að Bílgreinasam-
bandið skal halda sínu.)
Þegar annars er rætt um sparn-
að þá er að dómi þessara „vísu
manna" besta lausnin að taka upp
tvöfalt skoðunarkerfi, þannig að
Bifreiðaeftirlitið skoði hluta af
bifreiðunum, en verkstæðin hluta.
Síðan eiga verkstæðin að skila
hluta af skoðunargjaldi því sem
þau innheimta til Bifreiðaeftir-
litsins, til þess að standa straum
af eftirliti með verkstæðunum.
Máltækið segir „sjaldan er ein
báran stök“ og takið nú vel eftir.
Þessir postular finna nú upp
snilldarráð, enda ráðgjafar starf-
andi ríkisstjórnar. Nú skal vitnað
til hluta úr skýrslunni. Á bls. 6 í
því merka riti stendur:
„Verkstæðin þ.e. þau sem til
greina kemur að veita löggildingu
til skoðunar geta að vísu tekið við
nokkuð fleiri bifreiðum til skoðun-
ar en þau annast viðgerðir á sem
stendur, en útilokað er að þau
geti skoðað allar bifreiðar lands-
manna einu sinni á ári“. Á næstu
síðu er vandamál Bifreiðaeftirlits-
ins leyst þannig (á bls. 7), þegar
starfshópurinn sér þörf bifreiða-
eftirlitsins fyrir bættri skoðunar-
aðstöðu:
„Annars staðar mætti hugsa sér
að bæta úr skoðunaraðstöðu með
færanlegri skoðunarstöð eða með
því að fá leigða skoðunaraðstöðu
hjá viðurkenndum og vel búnum
bifreiðaverkstæðum. (EÍríkur
Tómasson hefur væntanlega ekki
verið í skóla, þegar skólanemar
þrömmuðu niður í menntamála-
ráðuneyti með kröfuspjald sem á
stóð: Er hægt að rúma 50 kýr í 10
kúa fjósi?).
I skýrslu starfshópsins er getið
um helstu rök með breytingu á
skoðunarverkefninu. Meðal ann-
ars:
„Ódýrast verði að láta bifreiða-
verkstæðin annast skoðunina.“
Hvaða rök liggja hér að baki? Ég
sat hluta af tveimur fundum
starfshópsins. Á þeim fyrri lá
aðeins fyrir ein kostnaðaráætlun
unnin af Hannarri s/f fyrir Fjár-
Iaga- og hagsýslustofnun sem áð-
ur er vikið að.
Á þessum fundi var það ljóst, að
meirihluti nefndarmanna hafði
þegar myndað sér ákveðna stefnu
og við hana skyldi staðið. Fram-
kvæmdastjóra Félags íslenskra
bifreiðaeigenda, Sveini
Oddgeirssyni og undirrituðum
sem fulltrúa bifreiðaeftirlits-
manna, var boðið á fundinn svo að
við vissum hvernig nefndarmenn
ætluðu að haga bifreiðaskoðun-
inni. Þetta sannar það að nefnd-
armenn höfðu ekki samband við
neinn þann aðila sem málið snerti
og hagsmuna hafði að gæta. Innan
Bílgreinasambandsins starfar
nefnd sem fjallar um skoðunar-
KRUKKAÐI
FLUORINN
Sverrir Einarsson, fyrrverandi
form. tannlækna, skrifar 14. þ.m.
grein í Mbl. um „Buddu tannlækn-
is“. En ekki ætla ég að reka mitt
nef ofan í buddu Sverris eða
kollega hans. Enda kæmist það
ekki ofan í fulla buddu. Svo og er
ljóst, að hann ætlar Jóni Aðal-
steini Jónassyni, í heilbrigðisráði
borgarinnar, að ræða við sig um
„budduna". Og þó ekki einungis
Jóni. Hann segist vonast til, „að
hið opinbera dragi sitt freðna nef
upp úr buddunni hans“. Og mun
engan furða. Hitt gegnir meíri
furðu, að frost skuli vera í buddu-
vasa læknisins.
En við Sverrir eigum saman
ósvikið áhugamál, blessaðan
flúorinn, sem hann eðlilega minn-
ist á í niðurlagi greinarinnar.
Lítillega höfum við rætt þetta
undraefni, sem þjónar jöfnum
höndum sem rottueitur og tann-
Iyf. En milli okkar er talsvert
bylgjubil. Skoðanir okkar falla
ekki sem best saman.
Og ekki er ég þeirrar skoðunar,
að „tannsjúkdómurinn sé sjálfur
kjarni málsins". Ég held að orsak-
ir sjúkdómsins, séu „kjarni máls-
ins“. Orsökunum þarf að útrýma,
til að útrýma sjúkdómnum. — Og
hvergi hef ég séð þess getið, að
skortur „natríumflúors", sé orsök
tannskemmda. — Væri sú orsökin,
væru tannskemmdir ekkert
vandamál.
En vandamálið er ekki skortur
natríumflúors, heldur skortur
réttra næringarefna, og ofgnægð
rangra neysluefna. En Sverrir og
trúbræður hans vilja ekki horfast
í augu við þessa einföldu stað-
reynd, og virðast ekki koma auga
á annað en natríumflúor gegn
tannátu, iítum því eilítið nánar á
natríumflúorinn, blessaðan, eitt
sterksta eitur, sem þekkist. En
þetta eitur vill Sverrir og aðrir
flúorpostutar gera að neysluþætti
allra tandsmanna. Og sem einn
þeirra svara ég og mótmæli — og
spyr: Hvers vegna hafa hundruð
borga í Bandaríkjunum horfið frá
flúorblöndun að fenginni reynslu?
Ég gat þess lauslega í einni fyrri
greina, „Krukkað í flúorinn" að
6000 japönskum börnum, hefðu
verið dæmdar skaðabætur vegna
heilsutjóns, sem þau höfðu hlotið
af flúor, sem reynt er að fá
íslenska foreldra til að gefa börn-
um, á viðkvæmasta skeiði ævinn-
ar, frá fæðingu til 14 ára aldurs,
segir yfirskólatannlæknirinn.
Þessi 6000 börn voru öll í
borginni Takarazuka. Og helming-
ur þeirra hafði fengið undir hálf-
um skammti þess, sem flúorpost-
ularnir ráðleggja. Og þess er getið
í flúorborginni Nishiyodo séu
heilsutjónsdæmin ekki færri.
Hvað hefði svo skeð, hefðu þessi
börn fengið FULLAN ráðlagðan
flúorskammt?
Það er síst að furða, þótt hópur
japanskra vísindamanna, sem
ekki hefur setið aðgerðalaus hjá,
hafi í undirbúningi, eða þegar
gefið út „svarta bók“ um reynsl-
una af natríumflúornum, sem
Sverrir og trúbræður hans vilja
blanda í drykkjarvatnið okkar.
Prófessor Kosei Takahashi,
rómaður fyrir lyfjarannsóknir
sínar við háskólann í Tokíó, varar
fólk mjög eindregið við flúornum í
hvaða formi sem er og hvetur fólk
til að banna að börn þess verði
flúorpensluð.
Próf, Takahashi segir: „Tilraun-
um okkar er ekki lokið, en við
teljum líklegt, að flúor orsaki
krabbamein." Tel ég rétt að birta
á ný Birmingham-línuritið, sem
sýnir dánartíðni af krabbameini,
fyrir og eftir flúorblöndun drykkj-
arvatns borgarbúa. — Og beina
nokkrum spurningum til Sverris.
Ég hef áður beint sömu eða líkum
spurnlngum til eftirmanns hans í
Yfirlækninum
svarað
stjórn og yfirskólatannlæknis,
Stefáns Finnbogasonar. En hvor-
ugur hefur svarað. Þetta hefur
margur undrast og ekki að
ástæðulausu, því að háttsettir
læknar geta ekki gerst skjald-
sveinar natríumflúors, án þess að
svara eðlilegum spurningum um