Morgunblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1980
31
málið. Einn nefndarmanna, sem
að þessu sinni verður ekki nafn-
greindur, sagði: „Það er fráleitt að
hugsa sér minna gjald eftir breyt-
inguna en 10.000 kr.“, en Þórir
Jónsson, samnefndarmaður hans
og einn nefndarmanna í starfs-
hópnum, sagði orðrétt: „Við telj-
um að við getum allt eins skoðað
bifreiðar fyrir sama gjald og
Bifreiðaeftirlitið."
Bifreiðaeigendur, þið sem greið-
ið frá kr. 2.400.- til kr. 2.800 - fyrir
Ijósastillingu á bifreiðum ykkar,
er líklegt að skoðunargjald bif-
reiða í ár væri kr. 3.500- ef
verkstæði önnuðust skoðunina?
Það er skýlaus krafa, að Bíl-
greinasambandið geri nú þegar
grein fyrir því hvernig það ætlar
að framkvæma skoðunina og verð-
leggja þá þjónustu.
Nú er spurt: Er hugsanlegt að
um leið og fulltrúar ríkisvaldsins í
nefndinni kappkosta að losa við
bifreiðaskoðunina af ríkisreikn-
ingum sæu þeir nýjan gjaldalið,
„nýjan spena“, á bifreiðaeigend-
um; þ.e. söluskatt upp á 22% af
skoðunargjöldum?
Þá hefði þessi liður skýrslunnar
að sjálfsögðu átt að orðast þannig:
góð svör. Hann tjáði okkur félög-
um að hann hefði ekkert vit á
bifreiðaskoðun. en það væri sín
„pólitíska skoðun" að bifreiða-
skonuðin ætti að fara inn á
bifreiðaverkstæðin óg hann hefði
falið Eiríki Tómassyni að semja
frumvarp, sem lagt yrði fyrir
Alþingi. Það væri síðan Alþingis
að ákveða, hvað gera ætti. Þokka-
legt það. Dómsmálaráðherra,
æðsti yfirmaður Bifreiðaeftirlits-
ins, tjáir húskörlum sínum að
hann hafi ekki vit á málinu og það
sem verra er, hann felur Eirki
Tómassyni að semja frumvarp,
manni sem lýsti því yfir á aðal-
fundi hjá F.Í.B., sem haldinn var í
Kópavogi, haustið 1979, að hann
hefði ekkert vit á bifreiðaskoðun.
Lokaorð.
Það er ljóst að bifreiðaeftir-
litsmenn hafa alla tíð unnið störf
sín við mjög erfið vinnuskilyrði.
Ástand bifreiða hér á landi er
mjög gott miðað við það slæma
vegakerfi sem hér er.
Bifreiðaeftirlitsmenn hafa var-
að við því, að augljós hætta sé því
samfara að setja á eina hendi sölu
varahluta, viðgerðaþjónustu og
eftirlit með ástandi bifreiða.
Lárus Jónsson alþm.:
Hagkvæmar verður fyrir ríkis-
búskapinn að afla nýrra tekna um
leið og gjöld vegna bifreiðaskoð-
unar hverfa út úr ríkisreikning-
um.
Hér skal láta staðar numið í
sambandi við hver sá kostnaður
er, sem ríkisvaldið er að leggja á
bifreiðaeigendur en ég leyfi mér
að fullyrða og hef til þess gild rök
að sá kostnaður verður verulegur.
Eg vil í því sambandi benda á að
Félag ísl. bifreiðaeftirlitsmanna
réði til sín hagfræðing til þess að
kanna skýrslu starfshópsins.
Hann bendir á, að breytingin hafi
verulegan kostnað í för með sér.
Þegar Félagi ísl. bifreiðaeftir-
litsmanna barst skýrsla hagfræð-
ingsins var hún afhent þáverandi
dómsmálaráðherra, Vilmundi
Gylfasyni. Þaðan bárust greinar-
Eins og áður er getið þurfa
eftirlitsmenn að aka langan veg til
þess að þjóna starfi sínu, jafnt á
stöðum þar sem bifreiðaverkstæði
eru og einnig þar sem engin
verkstæði eru til staðar. Skert
þjónusta hjá Bifreiðaeftirliti
ríkisins kæmi því verst niður á
bifreiðaeigendum á hinum dreif-
býlu svæðum. Af þessum ástæðum
mótmælum við breytingum, sem
meirihluti starfshópsins leggur til
í nefndri skýrslu.
Að lokum skal þess getið, að
Bifreiðaeftirlitið er ekki baggi á
ríkisbúskapnum, þvert á móti. Það
skilar í ríkiskassann um 84 millj-
ónum umfram rekstrargjöld.
Páll H. Kristjánsson,
7017-3379.
hann. Til þess eru þeir siðferðilega
og sóma síns vegna skyldir.
Þeir mega hafa flúorinn fyrir
sinn heilbrigðis- eða tannheilsu-
guð ef þeim sýnist. Það er þeirra
einkamál. En það er EKKI þeirra
einkamál, er þeir hefja baráttu
fyrir því að færa þetta „lúmska"
eitur í hvers barns munn, vitandi
— séu þeir ekki óvitar — í þessu
máli — að flúorinn, sem herðir
tannglerunginn og getur því haft
tímabundið gildi, — getur einnig
eyðilagt glerunginn, og tennurnar,
eins og japanska dæmir sýnir.
1969 var vatn Takarazuka flúor-
blandað. 1972 leiddi athugun í ljós,
að nærri helmingur skólabarna
hafði flúorbletti á tönnum —
flúoreitrun, — mislitar og brúnar,
og brotnuðu auðveldlega. — En
hve mikið heilsutjón hlutu börnin,
auk tanntjónsins? Hver svarar
því? Og hver ber ábyrgðina? Og
hver veit fyrirfram um flúorþol —
barns?
Spurningar.
1. Hvaða munur er á kalsíumflúor
(náttúrulegur) og natríumflú-
or?
2. Er natríumflúor líkamanum
eðlilegur næringarþáttur?
3. Er natríumflúor heilsusam-
legur þunguðum konum?
4. Er natríumflúor nauðsynlegur
heilbrigði tanna?
5. Prófessor dr. med. F. Schmidt
við háskólann í Heidelberg
komst að raun um með mæling-
um, að flúor veldur sköddun á
heila. Er það ekki nokkuð
alvarlegt? Sé þessu andmælt,
þá með hvaða rökum? Sé því
ekki andmælt, er þá verjandi
að hvetja til flúorneyslu í
nokkurri mynd?
6. Hvers vegna kaupir höfuðpaur
flúorblöndunnar í Bandaríkj-
unum flúorsnautt vatn?
7. Eru tannskemmdir afleiðing
natríumflúrsskorts?
8. Eftir 10 ára flúorblöndun í
Newburgh (N.Y.), reyndust
61% barna með heilsuveilur, en
í Kingston, sem ekki var flúor-
Heildarskattheimta rík-
is og sveitarfélaga þyng-
ist um 54 milljarða
— eða 1300 þúsund
á fimm manna fjöl-
skyldu vegna að-
gerða ríkisstjórn-
ar Gunnars Thor-
oddsens og vinstri
stjórnarinnar
Vegna mistaka brenglaðist
grein Lárusar Jónssonar alþing-
ismanns í Mbl. i gær svo mjög. að
hún birtist hér aftur i heild.
Skattreikningur rikisstjórnar-
innar er sifellt að hækka. Frv. er
komið fram á Alþingi sem þyngir
tekju- og eignarskatta um 1500
millj. króna frá áætlun i tekjulið
fjárlagafrumvarps. Heimiluð
verður 10% álagning á útsvör og
síðast kom fram frv. um stór-
hækkun á flugvallaskatti. Auk
þess er boðaður nýr orkuskattur
sem nema á 4 — 5000 millj. króna.
Heildarhækkun óbeinna skatta
einstaklinga til rikis og sveitar-
félaga má áætla skv. gögnum sem
Þjóðhagsstofnun hefur látið fjár-
veitinganefnd Alþingis í té mun
nema á þessu ári 24 milljörðum
króna hærri upphæð en verið
hefði ef álagningarreglum 1978
hefði verið fylgt. Skattauki
óbeinna skatta miðað við sömu
forsendur eru 30 milljarðar
króna. Samtals þyngist skatt-
byrði á einstaklingum og hjónum
þvi um 54 milljarða króna á
þessu ári vegna aðgerða fyrri
vinstri stjórnar og núverandi
rikisstjórnar. Þetta er nálægt
1300 þúsund króna skattauki á
hverja 5 manna fjölskyldu.
Hækkun beinna
skatta í ár nem-
ur 24 milljörðum:
Tekju- og eignarskattar, sjúkra-
tryggingargjald og fasteigna-
skáttar námu skv. áætlun Þjóð-
hagsstofnunar 11.6% af brúttó-
tekjum skattgreiðenda á árinu
1978. Eftir að afturvirkum skött-
um var bætt við og þær hækkanir
'iii' HMHi
sem orðið hafa síðan hafa þessir
skattar hækkað að mati sömu
stofnunar í 14,2%. af brúttótekjum
ársins í ár. Við það er þá einungis
miðað að tekju- og eignarskattur
verði í samræmi við tekjuhlið
fjárlagafrumvarps og að heimild
til hækkunar útsvars verði ein-
ungis notað að hálfu. í þessu ljósi
er raunsærra að gera ráð fyrir að
þetta hlutfall verði 14,6% af
brúttótekjum. Heildartekjur
framteljenda á yfirstandandi ári
eru áætlaðar af Þjóðhagsstofnun
samtals 800 milljarðar króna.
Skv. þessu verða beinir skattar
einstaklinga 1980 (tekju- og eign-
arskattar, útsvör, sj úkratrygg-
ingagjald og
fasteignarskattar 116.800 m.kr.
Miðað við sama skatthlutfall
og 1978 hefðu þessir skattar
orðið í ár 92.800 m.kr.
Hækkun beinna skatta 1980
verður því 24.000 m.kr.
Skatthlutfall beinna skatta af
tekjum greiðsluárs var ennþá hag-
stæðara borgurunum 1977 og
hefðu þessir beinu skattar orðið
rúmlega 30 milljörðum mlnni á
yfirstandandi ári skv. því hlut-
falli.
Óbeinir skattar
þyngjast um
32 milljarða
Óbeinir skattar verða um 32
milljörðum króna þyngri í ár
blönduð, reyndist hliðstæð tala
41%. Bendir þetta á jákvætt
eða neikvætt heilsugildi flúors?
Um 15 ára aldur unglinganna í
báðum þessum borgum, var
tannheilsa á sama stigi. En
eftir 15 ára aldur, reyndist
tannheilsa flúorbarnanna lak-
ari. — En hafði flúorinn þá
ekki unnið tjón, víðar en á
tönnunum?
9. í Newburgh (flúor) fjölgaði
tannlæknum um 18%, en íbúa-
tala um 9%. í Kingston fjölgaði
íbúum um 1% en tannlæknum
fækkaði um 3%. — í Grand
Rapids voru 100 tannlæknar er
flúorblöndun var hafin 1945.10
árum seinna hafði tala tann-
lækna hækkað um 77%, en
íbúatalan um 8,5%. — Með
öðrum orðum: Tannlæknum
fjölgar mjög mikið með flúorn-
um í stað þess að þeim ætti
stórlega að fækka, þar sem
staðhæft er að flúorinn minnki
tannátu um 50—70%.
10. Hvaða líffæri eru talin við-
kvæmust fyrir flúoreitrinu?
Þar sem Sverrir hvetur hið
opinbera til að blanda flúoreitri í
vatnið, sem ég drekk daglega,
vænti ég skýrra svara við ofan-
greindum spurningum. Og ég mót-
mæli því jafnframt og harðlega,
að hið opinbera hafi nokkurn rétt
til að eiturblanda drykkjarvatn
almennings. Flúor er tiltækur
öllum sem hans vilja neyta. Og
flúorsinnar mega flúorblanda sitt
vatn að vild. Það sé þeirra einka-
mál. En hvorki Sverrir né neinn
annar hversu hátt í titlastiganum
sem hann kann að standa, hefur
neinn rétt til að blanda eiturlyfj-
um í annarra vatn.
Og vita þessir menn hvað þeir
eru að gera, er þeir hvetja foreldra
til að gefa börnum sínum natrí-
umflúor frá fæðingu?
Ég hvet sem flesta til að kynna
sér flúorinn, „karakter" hans og
eiginleika, áður en honum er
vottað traust.
Marteinn M. Skaftfells
■M
íí
1.
I
,s;:
■
vegna ákvarðana fyrri vinstri
stjórnar síðan haustið 1978 og
núverandi ríkisstjórnar. Þetta
stafar af hækkun söluskatts í
haust og nú skv. frv. sem liggur
fyrir Alþingi, vörugjalds, verð-
jöfnunargjalds og skatta á benzín,
auk þess sem nýir skattar hafa
verið lagðir á. Þessi aukaskatt-
reikningur óbeinna skatta sund-
urliðast þannig:
millj.
1. Ilækkun söluskatts 2 prósontustík 10.300
2. Hækkun vöruKjalds (G%) 7.715
3. (ijald á foróalöK til útlanda 1.700
1. NýbyKKÍnKarKjald 250
5. Skattur á vorzlunarhúsnaVii 1.700
0. AÓloKunarKjald 1.810
7. VorðjöfnunarKj. á raforkuhækkun 1.220
8. Skattahækkun á honzín
umfram vorölaKshækkanir 10.100
9. Ný hækkun söluskatts 7.000
10. Markaóar tokjur toknar í rikissjóó 1.711
4G.539
Frá droKst mðurfollinK söluskatts .
á matvorum ok tollalækkun 11.500
32.039
Benzínskattur og
nýr söluskattsauki
Framangreindar tölur eru úr
tekjulið fjárlagafrumvarpsins og
skv. upplýsingum frá Þjóðhagsst-
ofnun sem stuðst er við. Skatt-
ahækkun á benzíni er reiknuð
þannig:
Benzíngjald vegasjóð
Tollur og söluskattur
Skattaálögur á benzín
í millj. króna.
1978 1980 skv. áætl. fjárl.frv.
4.626 (51%) 11.000 (37.9%)
4.445 (49%) 18.000 (62.1%)
9.071 29.000 hækkun 221%
Á þessu tímabili hefur skatta-
álagning á benzín aukist í krónu-
tölu um 20 milljarða eða 221%.
Byggingavísitala er áætluð hækka
um rúmléga 108% frá miðju ári
1978 og fram á mitt ár 1980,
þannig að skattaálögur á benzín
hafa aukist um 10.1 milljarð
umfram verðlagshækkanir. Þetta
stafar af hækkunum á innkaups-
verði vegna orkukreppunnar og
bætist við þann vanda sem bif-
reiðaeigendur eiga við að glima
vegna hans. Athyglisvert er að
51% af sköttum á benzíni fóru í
Vegasjóð 1978 en skv. frv. til
fjárlaga 1980 37.9%.
í gær var svo síðasta sendingin
til skattborgaranna að líta dags-
ins ljós, „orkugjald" sem í raun er
einfaldlega söluskattshækkun um
2%.
Ríkisstjórn Gunnars
Thoroddsen ber sér-
staka ábyrgö á 27—28
milljörðum í þessum
aukaskattreikningi
Athyglisvert er hversu athafna-
söm ríkisstjórn Gunnars Thorodd-
sen hefur verið á þessu sviði. Hún
ber ábyrgð á 5.600 millj. króna
skattahækkun beinna skatta og er
þá við það miðað að sveitarfélög
noti % heimildar um 10% álag á
útsvör. Hækkun vörugjalds og
söluskatts í fyrrahuast leggja 15
milljörðum meira á þjóðina í ár en
árið 1979 vegna þess að þær álögur
gilda nú allt árið. Síðan bætist við
2% söluskattshækkun nú, sem
leggur 7 milljarða nýjar skatt-
álögur á almenning a.m.k. Tína
mætti fleira til, svo sem hækkun
flugvallarskattsins, og enginn veit
hvenær numið verður staðar, þótt
ekki væri nema um stundarsakir.