Morgunblaðið - 02.04.1980, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1980
Umræður um aðalskipulag Reykjavíkur
Síðari hluti
Ofrávíkjanlegt framtíðarmarkmið að
hér þróist gróskumikið athafnalíf
Ilér fer á eftir framhald frásagnar af umræðum í
borgarstjórn um skipulagsmál — og hefst á síðari hluta
ræðu Markúsar Arnar Antonssonar.
Hin dauða
hönd vinstri
meirihlutans
Allt er þetta ósköp einfalt og
liggur beint við ,að mati þeirra
sem ábyrgð bera á afturhaldinu,
sem svo augljóslega skín í gegn í
stefnu núverandi borgarstjórn-
armeirihluta. Það er glæst fram-
tíðarsýn, sem verið er að kynna
Reykvíkingum eða hitt þó heldur.
Það eru heldur betur tilþrif og
þróttur í vinstri flokkunum og
embættismönnum þeirra eftir
tæpt hálft kjörtímabil í meiri-
hlutaaðstöðu í borgarstjórn
Reykjavíkur. Það á heldur betur
að láta hendur standa fram úr
ermum til að Reykjavík dragist
ekki aftur úr öðrum byggðarlög-
um, — að hér verði ungu fólki búin
lífvænleg framtíðarskilyrði, — að
það fái þörfum sínum fullnægt í
húsnæði, samkvæmt_sínum eigin
óskum, og val á fjölbreyttum
kostum í atvinnumálum.
Nei. Þetta er greinilega alls ekki
á stefnuskrá meirihlutans. Hin
„dauða hönd“ vinstri manna hefur
lagzt á öll góð áform um að
tryggja Reykjavíkurborg eðlileg
skilyrði til að veita viðnám gegn
byggðaröskun síðustu ára, þegar
straumarnir hafa legið frá höfuð-
borginni og snúa þeirri vörn í sókn
með því að efla hér atvinnutæki-
færi, gefa fólki kost á byggingar-
lóðum á nýjum svæðum í borgar-
landinu.
Ef þeirri stefnu, sem meirihluti
sjálfstæðismanna markaði um
framtíðaruppbyggingu borgarinn-
ar á hinu svonefnda Úlfarsfells-
svæði og nágrenni yrði fylgt, og
væri farið að tillögum okkar um
eflingu atvinnustarfsemi í borg-
inni þyrfti enginn að kvíða því að
Reykvíkingum fækkaði á næstu
fimmtán árum eða að mannfjöld-
inn stæði algjörlega í stað.
Er það annars kappsmál að
Reykjavík vaxi? Greinilega ekki í
augum núverandi meirihluta, sem
hefur sett upp stöðvunarmerkið og
hefur það eitt að leiðarljósi. En
fyrir okkur hin, fyrir allan þorra
Reykvíkinga, er það ófrávíkjan-
legt framtíðarmarkmið að hér
þróist gróskumikið athafnalíf,
vaxandi og blómlegt mannlíf og
menning um ókomin ár. Þetta
hlýtur að vera metnaðarmál allra
sannra Reykvíkinga, — að borgin
geti skapað börnum sínum og
öðrum ekki síðri skilyrði — helzt
betri — en önnur byggðarlög í
Iandinu gera. Staðfesting á aðal-
skipulaginu er eitt af frumskilyrð-
unum til að þessum markmiðum
verði náð.
Lóðaskortur
af völdum
meirihlutans
Reykjavík er orðin gömul og
Iúin, einhvers konar ólæknandi
langlegusjúklingur, ef marka má
umsagnir skipulagsfræðinganna.
Eða hvernig ber að skilja þessa
afsökun þeirra: „í borginni í dag
er hlutfallslega mikið af eldra
fólki og einhleypingum, en þessir
hópar hafa ekki sóst mikið eftir
byggingarlóðum?"
Þetta er sett fram í því skyni að
afsaka aðgerðaleysi í lóðamálum
og til að sanna tilgangsleysið í
öflun nýbyggingarsvæða. Hlutfall
aldraðra er að sönnu hátt í
Reykjavík. En eru ekki allir sam-
mála um að breyta því eftir
megni? Er það ekki stefna okkar
að leiðrétta vægið á milli aldurs-
flokka eftir föngum, meðal annars
með fjölbreyttara atvinnulífi og
úrlausnum í húsnæðismálum?
Fyrir kosningar var ekki annað að
skilja á núverandi meirihluta-
flokkum en að þeir væru sammála
okkur sjálfstæðismönnum um
nauðsyn þessa. En það kveður við
annan tón nú. í stað þess að gera
ungu fólki kleift að festa búsetu
hér með eðlilegum lausnum í
húsnæðismálum hefur aðgerða-
leysi meirihlutans í lóðamálum
skapað öngþveiti. Það virðist vera
úr sögunni að ungt fólk geti byggt
RJorxvln Sixurður
GudmundsHon Tómasson
sjálft litlar íbúðir í fjölbýlishúsum
til að byrja búskap eða tekið við
slíkum eigin íbúðum og fullgert
þær. Þetta var fyrsta skrefið sem
flestir af minni kynslóð stigu til
að leysa húsnæðismál sín. Þessir
kostir eru naumast fyrir hendi
lengur. íbúðaverð fer stöðugt
hækkandi þannig að það er ofviða
ungu fólki, sem er að hefja búskap
að eignast húsnæði. Af völdum
núverandi meirihluta hefur mynd-
ast hér lóðaskortur, sem ýtir
stöðugt undir verðhækkanir á
fasteignamarkaði. Ungt fólk mun
því gera auknar kröfur um ein-
hverjar „félagslegar úrlausnir" í
húsnæðismálum, af því að aðrar
leiðir út úr vanda þess eru ekki
færar. Kannski stefnir meirihlut-
inn að því að kynda undir kröfu-
gerðinni um hin sósíalísku úrræði
í húsnæðismálum.
Einbýlis- og raðhúsalóðir eru
svo að segja allar búnar í borgar-
landinu. Þetta kropp í svokölluð
þéttingarsvæði, sem Borgarskipu-
lag hefur ástundað að undanförnu,
með því að finna stað fyrir nokkra
tugi íbúða inni á milli eldri
byggðasvæða, skapar ekki það
framboð sem til þarf. Þó að
skipulagsfræðingar haldi því fram
að Reykvíkingar séu sv.o aldnir og
einmana að þeir vilji ekki byggja,
sýna tölur um lóðaumsóknir I
þeirri úthlutun, sem nú er verið að
undirbúa hjá Reykjavíkurborg,
allt annað.
Inni við Rauðagerði á nú að
byggja 12 einbýlishús af stærri
gerðinni. Umsóknir um þau eru
331. Við Tómasarhaga er ein lóð.
Um hana sóttu 39. í Hólahverfi
verður úthlutað 50 einbýlishúsa-
lóðum. Það eru 162 umsóknir um
þær. Á Eiðsgranda er úthlutað 35
einbýlishúsalóðum. Umsóknir eru
155. í Seljahverfi verður úthlutað
10 raðhúsalóðum. Umsóknir eru
75. Hvað eru þetta annað en dæmi
um mikla eftirspurn, sem núver-
andi meirihluti virðist alls ekki
ætla að mæta? Hyað er líklegra en
að þeir mörgu umsækjendur, sem
ekki fá úthlutun, leiti í nágranna-
byggðirnar eða í önnur landshorn?
Með þessu áframhaldi á húsnæð-
ismálum gæti núverandi meíri-
hluti að sjálfsögðu stuðlað að
verulegri fólksfækkun í Reykjavík
til að fá dæmin í mannfjöldaspám
sínum til að ganga upp. Það er full
ástæða til að líta sérstaklega á
hagsmuni ungs fólks í þessu sam-
bandi. Hið nýja „punktakerfi",
sem meirihlutinn notar við lóðaút-
hlutun sína, bitnar mjög harka-
lega á ungu fólki. Við þá lóðaút-
hlutun, sem nú er í undirbúningi,
er líklegast alveg útilokað að hjón
fái úthlutun nema þau séu 29 ára
eða eldri. Yngra fólk, hversu
harðduglegt sem það kann að vera
og efnilegt, á ekkert upp á pall-
borðið hjá núverandi meirihluta.
„Punktakerfið" nýja, sem boða
átti jafnrétti í lóðamálum, útilok-
ar að jafnaði fólk upp að þrítugu.
Einu eðlilegu viðbrögðin við
alkunnri eftirspurn eftir lóðum í
Reykjavík er að fara að ráðum
okkar sjálfstæðismanna og skipu-
leggja ný, stór byggingarsvæði
Ólafur B. Kristján
Thors Benediktsson
fyrir framtíðarútvíkkun borgar-
innar.
íbúðar-
hús á flug-
vellinum
I stað þess að nema nýtt land
við ytri mörk borgarinnar hafa
starfsmenn Borgarskipulags bent
á það snjallræði að byggja íbúð-
arhús á flugbrautunum í Vatns-
mýrinni. Ekki er það í fyrsta
skipti, sem augu Reykvíkinga hafa
beinzt að þessu girnilega landrými
í næsta nágrenni miðborgarinnar.
En nú sem fyrr munu menn
fljótlega gera sér grein fyrir að
flutningur flugvallarstarfseminn-
ar frá Reykjavíkurflugvelli er ekki
á dagskrá, jafnvel þótt hægt sé að
benda á að nýjan flugvöll í
Kapelluhrauni fyrir sunnan Hafn-
arfjörð megi tæknilega fullgera
innan fimm ára.
Það er talað um þjóðhagslegan
ávinning af slíkri framkvæmd
með ótal flóknum útreikningum.
En raunveruleiki dagsins í dag er
ekki sá og verður ekki á morgun,
að byggður verði nýr flugvöllur í
Kapelluhrauni. Önnur þjóðhags-
leg markmið, stefnumið í flugmál-
um, eru allt önnur. Miðað við
ástandið í flugöryggismálum á
landinu almennt er aðstaðan á
Reykjavíkurflugvelli mjög viðun-
andi. Áhersluþunginn er á úrbæt-
ur í öryggismálum flugvalla á
áfangastöðum úti um landið. Þar
er geysilega mikið verk óunnið
eins og fram hefur komið í
greinargerðum flugmálastjóra og
flugmanna. Sem Reykvíkingur og
flugfarþegi hlýt ég að taka undir
þau sjónarmið að brýnna sé að
uppfylla öryggiskröfur og fullgera
flugvelli úti um land, áður en
ráðist er í gerð nýs flugvallar við
höfuðborgina.
Það er að mínu mati ákaflega
slæmur kostur að flytja allt inn-
anlandsflug til Keflavíkur. Þó að
starfsmenn Borgarskipulags segi
atvinnutækifærin „ekki meiri" en
300 sem við það flyttust úr
borginni, er það 300 of mikið.
Borgarverkfræðingur hefur dregið
þessa tölu í efa og telur hana of
lágt áætlaða. Ég tel mjög ósenni-
legt að Reykvíkingar gegndu þess-
um stöðum á Keflavíkurflugvelli
til lengri tíma. Búseta myndi
flytjast burt með atvinnumögu-
leikunum og ekki er annað fært í
þessu sambandi en að taka mið af
einum veigamesta þættinum í
utanríkisstefnu núverandi ríkis-
stjórnar, — það er varðandi at-
vinnuuppbyggingu fyrir Suður-
nesjamenn.
Enginn getur fullyrt að Reykja-
víkurflugvöllur verði óbreyttur
um aldur og ævi þó að gert hafi
verið ráð fyrir honum út skipu-
lagstímabilið, til 1995. Ef til vill
yrði ný flugbraut með strand-
lengjunni í Skerjafirði framtíðar-
lausn fyrir nýjar gerðir af flugvél-
um, sem þyrftu minna athafna-
Magnús L. Sjðtn Sig-
Sveinsson urbjðrnsdóttir
svæði en þær gerðir sem nú eru í
notkun.
Rekstrarkostnaður innanlands-
flugsins stóreykst með flutningi
til Keflavíkurflugvallar og það er
því ekki fýsilegur kostur í náinni
framtíð. Hagræðið af legu flug-
vallarins, þar sem hann er nú,
vegur áberandi þyngra en hávaði
og mengun eða slysahætta, sem er
í lágmarki. Hér á ég að sjálfsögðu
við óbreytta starfsemi á flugvell-
inum í meginatriðum, — að hann
sé notaður til innanlandsflugs, að
þotuflug verði ekki leyft um hann
og öll flugumferð bönnuð að næt-
urlagi, nema í neyðartilfellum.
Ég hef hér að framan gert fáein
veigamikil atriði í skipulagsmál-
um að umtalsefni. Aðrir úr hópi
okkar sjálfstæðismanna fjalla um
aðra þætti og efalaust væri fróð-
legt að ræða nánar ýmsar stað-
hæfingar í greinargerð Borgar-
skipulags, sem ef til vill ber ekki á
góma í þessum umræðum.
Það hefur undarlegt sjónarspil
verið sett á svið í allri meðferð
þessara skipulagsmála. I gegn
skín sá undarlegi ásetningur nú-
verandi meirihluta að tína til allar
mögulegar mótbárur gegn því
aðalskipulagi sem bíður fullunnið
eftir staðfestingu. Einhverjar
furðulegar hvatir búa þar að baki.
En framferði meirihlutans sýnir
ljóslega að hann lætur ofstæki sitt
og einhver persónuleg tilfinn-
ingamál hamla öllum framgangi
byggðaþróunar í Reykjavík, borg-
arbúum til óbætanlegs tjóns,“
sagði Markús.
Fyrrverandi
meirihluti
lét atvinnu-
lífið drabb-
ast niður
Er Markús hafði lokið ræðu
sinni kom í ræðustól Björgvin
Guðmundsson (A). Björgvin sagði
að tillaga meirihlutans fjallaði um
endurskoðun á þeim þætti aðal-
skipulagsins sem fjallaði um ný
byggingarsvæði. Björgvin sagði að
forsendur skipulagsins hefðu
breyst verulega og væri samkv.
nýjum athugunum talið að íbúum
borgarinnar muni lítið fjölga.
Björgvin sagði það ekki kappsmál
meirihlutans, eins og sumir vildu
vera láta, að íbúafjöldi borgarinn-
ar standi í stað. Hinsvegar hafi
fyrrverandi meirihluti ekki hlúð
að atvinnulífinu sem skyldi, en
látið það drabbast niður. í máli
Björgvins kom og fram að að mati
Borgarskipulags komist ekki fyrir
nema um 25000 manns á Úlfars-
fellssvæðinu, en þar hafi Sjálf-
stæðisflokkurinn gert ráð fyrir
50000 manna byggð.
Björgvin sagði fulla ástæðu til
að endurskoða skipulagið hvað
varðaði ný byggingarsvæði. Þá gat
Björgvin þess að forráðamenn
Borgarskipulagsins teldu, að þeir
gætu lokið endurskoðun þessa
þáttar í maí nk. og þá væri hægt
að taka ákvörðun um þetta mál.
Þá ítrekaði Björgvin þá skoðun
sína að ekki væri verið að varpa
skipulaginu fyrir róða, aðeins væri
verið að endurskoða hluta þess.
Varið ykkur
á helv...
kommunum
Að máli Björgvins loknu tók til
máls Sigurður Tómasson (Abl).
Hann sagði að Sjálfstæðisflokk-
urinn legði mikið upp úr því að
tillagan næði ekki fram að ganga.
Sigurður sagði að inntakið í ræðu
Markúsar Arnar hefði verið í
stuttu máli: „Varið ykkur á helvít-
is kommunum," en hann sagðist
hafa búist við faglegri umræðu
um þetta mál. Þessu næst velti
hann því fyrir sér hvað ylli þeirri
áherslu sem að Sjálfstæðisflokk-
urinn legði á þetta mál. Hann
sagði að núverandi minnihluti
ætti sök á lóðaskorti þeim sem nú
væri í Reykjavík. Þá vék Sigurður
máli sínu að Birgi ísl. Gunnars-
syni og sagði að hann væri
ósammála því áliti hans að pól-
itíkusar ættu ekki að vera fag-
menn, en Sigurður sagðist þeirrar
skoðunar.
Sigurður sagði að mikið hefði
verið fjallað um vatnsverndun-
armörkin. Hann sagði, að í máli
Birgis hafi það komið fram að
endanleg geta svæðisins í Heið-
mörk lægi ekki fyrir, en það taldi
hann vera fullljóst.
Sigurður sagðist sammála því
að öll þróun á Reykjavíkursvæð-
inu færi fram með hagsmuni
heildarinnar í huga. Sigurður gat
þess að lokum að hann teldi að
orsakir þess ofurkapps sem að
Sjálfstæðisflokkurinn legði á það
að tillagan væri felld, væri það að
hann vildi breiða yfir mistök sín.
Davífl
Oddsson
SigurjAn
Pétursson