Morgunblaðið - 02.04.1980, Page 33

Morgunblaðið - 02.04.1980, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1980 33 Öll ábyrgð á herðum núverandi meirihluta Er Sigurður hafði lokið ræðu sinni kom í pontu Ólafur B. Thors (S). Hann sagði í upphafi máls síns að hann myndi í ræðu sinni aðeins drepa á örfá atriði. Ólafur sagði að sér hefði fundist ræða Sigurðar Tómassonar flutt af nokkrum þjósti. Ólafur sagði að Sigurður hefði varpað fram spurn- ingu og svarað henni sjálfur á þá lund að Sjálfstæðisflokkurinn vildi staðfesta aðalskipulagið til að breiða yfir mistök sín. Síðan sagði Ólafur að vissulega greindi menn á um margt, en aldrei hefði það komið fram fyrr að þarna færi fram eitthvert blekkingarstarf og átaldi hann Sigurð fyrir málflutn- ing hans. Ekki hafði verið ætlunin að blekkja einn eða neinn. Þá sagði Ólafur að vatnsveitumálin væru ekki fullkönnuð og ekki mætti rasa um ráð fram í því máli. Þá sagði Ólafur að ræða Sigurð- ar Harðarsonár gæfi tilefni til margra athugasemda. Hvað varð- aði þá staðhæfingu að fyrrverandi meirihluti hafi skilið við skipu- lagsmálin í niðurníðslu væri ekki rétt. Ólafur sagði að það hefði marg- sinnis verið rifjað upp að aðal- skipulagið frá 1967 hefði verið frumsmíð hér á landi. Þegar borgarstjórn hefði tekið ákvörðun um stofnun Þróunarstofnunar ár- ið 1971 var talið að endurskoðun aðalskipulagsins tæki minni tíma. A árinu 1973 hefði borgarstjórn samþykkt að verkinu skyldi lokið árið 1974, en síðan hefði komið í ljós að verkið tók miklu lengri tíma en áður var talið, en á árinu 1977 hafi fyrst verið gengið frá aðalskipulaginu. Ólafur sagðist ekki ætla að fara mörgum orðum um hvort aðal- skipulagið hafi verið formlega samþykkt, slík umræða væri út í hött. Öllum hefði verið fullkom- lega ljóst um hvað hefði verið að ræða. Ólafur sagði að í þessum umræðum hefði verið mikið gert úr því að skipulagsstjórn ríkisins hefði ekki fengið fullkomin gögn, en hann sagði að ekki væri hægt að skamma Sjálfstæðisflokkinn fyrir það. Nú hefði það komið fram að af hálfu skipulagsstjórn- arinnar hefði ekki verið farið fram á fleiri gögn en núverandi meiri- hluti hefði gert ráð fyrir að skipulagsstjórnin fengi. Ólafur sagði því að öll ábyrgð væri því á herðum núverandi meirihluta hvað varðaði seinagang þessa máls. Hitt væri svo annað mál hvort það væri ósk núverandi meirihluta hvort skipulagið skyldi samþykkt. Síðan sagði Ólafur: „Meirihluti borgarstjórnar hefur fengið Al- þýðubandalaginu í hendur allt forræði í skipulagsmálum borgar- innar. Er það furðulegt þegar haft er í huga hver afstaða Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokksins var á árinu 1977. Það er ekki furða að málið skuli hafa dregist því að Alþýðubandalagið hefur alltaf viljað þetta skipulag feigt, og hefur aldrei sætt sig við þær lyktir sem málið fékk í borgar- stjórn á sínum tíma.“ Síðan sagði Ólafur að menn hefðu mikið rætt um það að skipulagið ætti að vera í stöðugri endurskoðun. Vissulega þyrfti verkið að vera í stöðugri mótun, en ef stöðugt væri verið að ígrunda, íhuga og athuga, þá væri skipulagið einskis virði, það hefði ekkert gildi. „Þá drabbast borgin niður og spár vinstrimanna um íbúafjölda fara að koma fram,“ sagði Ólafur. „Það sem hér liggur fyrir til afgreiðslu er bókun skipulags- nefndar,“ sagði Ólafur. „Sá þáttur sem talað er um að þurfi að endurskoða er einn þriggja þátta sem verið var að athuga í borginni í mörg ár. Ég hef því ekki trú á því að það takist að endurskoða hann á þessum stutta tíma. Ég tel það gersamlega óframkvæmanlegt," sagði Ólafur. Ölafur sagði að Alþýðubanda- lagið hafi aldrei sætt sig við það að hafa orðið undir í þessu máli og í þeirra málflutningi beindist allt að því að fá fram þá skoðun sem orðið hafi undir árið 1977. Síðan skoraði Ólafur á fulltrúa Alþýðu- flokks og Framsóknarflokks að virða skoðanir sínar og reisn í þessu máli og fella þar með tillöguna. Oraunhæfar hugmyndir Er Ólafur B. Thors hafði lokið ræðu sinni tók til máis Kristján Benediktsson (F). Kristján sagði að hér lægi fýrir einföld tillaga. Um það væri að ræða að taka til endurskoðunar þann þátt aðal- skipulagsins sem fjallaði um ný byggingarsvæði. Eftir að hafa skoðað þau rök sem tillögunni lægju að baki þá sæi hann ekki ástæðu til annars en að sam- þykkja tillöguna. Kristján sagði það alvarlegt að stór hluti af því svæði sem skipu- lagt hefði verið væri ekki í eigu borgarinnar og sagði það raska þeim hugmyndum sem uppi hefðu verið áður. Þá sagði Kristján að líða muni nokkur tími þar til óhætt væri að minnka vatns- verndunarsvæðið. Kristján sagði að það hefði komið fram hjá mörgum hvenær aðalskipulagið hefði verið sam- þykkt, en það hefði verið í apríl árið 1977 og um það væri lítill ágreiningur. Það væri því furðu- legt að halda því fram að svo hafi ekki verið. Nokkrum dögum seinna hefði skipulagið verið sent til skipulagsstjórnar ríkisins sem ræddi málið á 6 fundum, en síðan hefði það beðið um viðbótargögn. Þá varpaði Kristján fram þeirri spurningu hvers vegna fyrrver- andi meirihluti hefði ekki gengið eftir því að skipulagsnefnd sam- þykkti ekki skipulagið. Hafði þá- verandi meirihluti takmarkaðan áhuga á því að fá þetta skipulag samþykkt? Þarna taldi Kristján vera veilu í framkvæmd fyrrver- andi meirihluta. Kristján sagði það vera óraun- hæfar hugmyndir hjá Sigurði Harðarsyni að færa byggðina til suðurs og sagði hugmyndir hans um byggðaþróun í Reykjavík vera „óraunhæfar og rómantík sem væri fjarri því að hafa nokkurt jarðsamband". Þá sagði Kristján að hugmyndir um flutning Reykjavíkurflugvallar væru óraunhæfar og óraunhæft væri að ræða um það. Kristján sagðist myndu sam- þykkja tillögu skipulagsnefndar og vona að eitthvað það kæmi út úr endurskoðuninni sem hægt væri að einbeita sér að. Niðurrifs- menn í Sjálfstæð- isflokknum Er Kristján hafði lokið máli sínu, tók til máls Sigurður Tóm- asson (Abl). Hann sagði að Sjálf- stæðisflokkurinn gæti ekki sætt sig við að vera kominn í minni- hluta í borgarstjórn. Sigurður sagði að Ólafur B. Thors hefði rætt nokkuð um þær pólitísku og huglægu ástæður sem lágu að baki samþykkt aðalskipulagsins frá 1977. Sigurður lagði áherslu á að Alþýðubandalagið væri ekki að kúska einn eða neinn og að Alþýðuflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn bæru enga ábyrgð á því að aðalskipulagið hefði ekki verið samþykkt. Þeir gætu skipt um skoðun. Þá sagði Sigurður að Alþýðubandalagið vildi leggja sitt lóð á vogarskálina til þess að bæta fyrir það sem niðurrifsmennirnir í Sjálfstæðisflokknum hefðu gert í borginni síðastliðin 50 ár. Fólk flýr til nágranna- sveitar- félaganna Að ræðu Sigurðar lokinni tók til máls Magnús L. Sveinsson. Magnús sagði að fólk hefði þurft að flýja frá Reykjavík til ná- grannasveitarfélaganna vegna þess að í Reykjavík hefði það ekki fengið lóðir við sitt hæfi. Magnús sagði að með bættum efnahag færi nýting íbúða minnkandi, og að Reykvíkingar þyrftu að komast niður í það hlutfall sem gilti í nágrannalöndunum í því efni. Magnús sagðist telja að sumt af því fólki sem flust hefði úr borginni myndi koma aftur ef það fengi þar lóðir við sitt hæfi, þ.e. einbýlishúsalóðir. Magnús kvað það fáránlegt að það þurfi ekki að byggja nema 400 íbúðir í Reykja- vík á næsta ári. Ekki tagl- hnýtingar eins eða neins Er Magnús hafði lokið máli sínu tók til máls Sjöfn Sigurbjörns- dóttir. Sjöfn sagðist telja rétt að veita skipulagsnefnd þann frest sem hún færi fram á. Þá tók hún þáð fram að fulltrúar Alþýðu- flokksins væru ekki taglhnýtingar eins eða neins, hvorki í skipu- lagsmálum né öðrum málum. Málflutn- ingur meiri- hlutans draumóra- kennt hjal Næstur borgarfulltrúa talaði Davíð Oddsson (S). I upphafi máls síns sagðist Davíð fagna þeim skilningi Krist- jáns Benediktssonar á þeirri raun- verulegu ástæðu málsins sem hér lægi fyrir. Davíð sagði að enn hefði Alþýðubandalagið ekki áttað sig á því hvað upp sneri og niður í skipulagsmálum. Rökstuðninginn fyrir tillögunni hefðu menn séð áður. Þetta væru öll þau rök sem uppi voru höfð við samþykkt aðalskipulagsins árið 1977. Það væru þau rök sem notuð væru nú þessari undarlegu frestunarbeiðni til framdráttar. Davíð sagði að fyrirsjáanlegt væri að fresturinn reyndist einskis virði eða að ein- hver málamyndatillaga yrði sam- þykkt þegar hann rynni út. Davíð sagði að menn væru að sjá það að þegar að kosningum kæmi þá væri í óefni komið í skipulagsmálum borgarinnar. Hann sagði að nú þegar væri mikill skaði skeður og hann yrði meiri þegar komið yrði fram í maí. Davíð sagðist ekki ætla að fara mörgum orðum um túlkun Sigurðar Harðarsonar á skipulagslögunum, en þar stang- aðist hvað á annars horn. Davíð sagði að þessar umræður hefðu farið út í einhverskonar eldhús- dagsumræður, en mergurinn málsins væri sá að gaufað hafi verið með þetta mál frá því að vinstri meirihlutinn hefði tekið við völdum og nú væri í óefni komið. Allur málflutningur meiri- hlutans væri draumórakennt hjal og þar réði draumórakennd hugs- un Sigurðar Harðarsonar ríkjum, sem ekki gæti hugsað sér að vakna upp frá draumórum sínum. Aðal- skipulagið stóðst ekki Að máli Davíðs loknu tók til máls Sigurjón Pétursson (Abl). Hann sagði það ekki óeðlilegt að menn greindi á í ýmsu, og eðlilegt væri að ágreiningur væri í borgar- stjórn. Sigurjón sagði að íslend- ingar lifðu sem betur fer í þjóðfé- lagi sem hefði ákveðna framþróun og væri það óhjákvæmilegt lög- mál. Hann sagði að skipulag og spádómar allir væru breytingum háðir. Skipulag hlyti að þróast, en staðreyndin væri sú að aðalskipu- lagið hefði ekki staðist þegar það var samþykkt. Sigurjón sagði það misskilning hjá Davíð að rökin sem flutt væru fyrir þessari tillögu væru þau sömu og flutt hefðu verið árið 1977. Sigurjón sagðist geta fullyrt að þá hefði enginn gert sér grein fyrir þeim vandkvæðum sem myndu koma t.d. hvað varðaði Keldnaland og eignarhald ríkisins á því, hvorki þáverandi meirihluti eða minnihluti. Tillagan samþykkt Hér er því miður ekki rúm til þess að rekja það sem fram kom í máli allra þeirra borgarfulltrúa sem til máls tóku við þessa umræðu í borgarstjórn. Hins veg- ar er skemmst frá því að segja að tillaga skipulagsnefndar var borin undir atkvæði og var hún sam- þykkt með 8 atkvæðum meirihlut- ans gegn 7 atkvæðum borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins. Tekjuafgangur Samvinnubankans á s.l. ári nam 248 milljónum kr. Frá aðalfundi Samvinnubankans i sl. viku. EIGID fé Samvinnubankans i árslok 1979 var 1.426 milljónir króna að því er segir í frétt bankans. Ennfremur segir að innlánsaukningin á síðasta ári hafi verið 70,5% og tekjuaf- gangur bankans hafi verið 248 milljónir króna. Formaður bankaráðs, Erlend- ur Einarsson, flutti skýrslu stjórnar á fundinum og kom þar m.a. fram, að margir þættir efnahags- og peningamála hefðu verið hagstæðir á liðnu ári. Hins vegar hefði verðbólguhjólið aldrei snúist hraðar. Þróun peningamála hjá inn- lánsstofnunum taldi Erlendur nokkuð góða. Innlánsaukning hefði hlutfallslega aldrei verið hærri og rekstrarafkoma bank- ans væri góð. A hinn bóginn fóru sett útlánatakmörk úr böndun- um, sem afleiðing af örum verð- lagshækkunum. Lausafjárstaða innlánsstofnana gagnvart Seðla- banka versnaði sömuleiðis lítilsháttar á árinu. Fjármagnsstreymið í gegnum bankann, eða heildarveltan nam á árinu 361 milljarði króna og jókst um 58,3%. Færslu- og afgreiðslufjöldi var 2,2 milljónir og hafði vaxið um 10,8%. Við- skiptareikningar voru í árslok orðnir 58.482 og fjölgaði um 5.055. Starfsmenn við bankastörf voru 131 í árslok, þar af 15 í hálfsdags starfi. Af þessum 131 starfsmanni störfuðu 14 beint fyrir Samvinnutryggingar. Heildarinnlán bankans námu 17.075 milljónum króna í árslok 1979 og höfðu aukist um 7.058 milljónir króna, eða um 70*5%. Samsvarandi aukning árið 1978 var 3.129 milljónir króna, eða 45,4%. Innlán í árslok skiptust þannig að sparilán voru 13.749 milljónir króna, eða 80,5% af heildarinnstæðum og höfðu hækkað á árinu um 5.759 millj- ónir króna, eða 72,1%. Af spari- innlánum voru vaxtaaukalán 6.364 milljónir króna eða 46,3%. Veltiinnlán voru 3.326 milljónir króna og jukust um 1.300 millj- ónir króna eða um 64,2%. Heildarútlán Samvinnubank- ans voru í árslok 12.895 milljónir króna og höfðu hækkað um 5.073 milljónir króna, eða 64,9%. Skipting útlána eftir útlána- formum var sem hér segir í árslok: Víxillán 18,0%,yfirdrátt- arlán 9,7%, almenn verðbréfalán 13,9%, vaxtaaukalán 37,2% og afurðalán 21.2%. I árslok var innstæða bankans á viðskiptareikningi við Seðla- bankann 1.342 milljónir króna. Lausafjárstaðan batnaði því um 396 milljónir króna á árinu. Inneign á bundnum reikningi nam hins vegar í árslok :! 789 milljónum króna. Inneign Sam- vinnubankans hjá Seðlabanka umfram endurseld lán var því 3.069 milljónir króna í árslok 1979. Tekjuafgangur til ráðstöfunar varð 248 milljónir króna, sem er betri afkoma en nokkru sinni fyrr. Til afskrifta var varið 16 milljónum króna, í varasjóði voru lagðar 80 milljónir króna og 152 milljónir króna í aðra sjóði. Hlutafé bankans var í árslok 500 milljónir króna, en varasjóður og aðrir eiginfjár- reikningar 926 milljónir króna. Samtals nam eigið fé bankans 1.426 milljónum króna. Aðalfundurinn samþykkti að greiða 10% arð á allt innborgað hlutafé og jöfnunarhlutabréf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.