Morgunblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.04.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1980 35 Ólafur M. Jóhannesson: 2. grein Gagnrýni dagblaða í fyrri grein um gagnrýni dagblaða var lofað framhaldi — að fjallað yrði um aðferðir til að nálgast listaverk á gagnrýnan hátt. Nú er svið þetta ógnaryf- irgripsmikið og ekki hentugt til umfjöllunar í afmarkaðri blaðagrein. En til gamans og vonandi gagns fyrir lesendann má þó bregða upp smá mynd. Verður litið á þrjá möguleika við greiningu listaverka, hinn fé- lagslega, sálfræðilega og ef tími vinnst til „nýrýnína". I von um að þau fáu orð sem hér rúmast — leiði háttvirtann lesandann upp á nýja þekkingarhóla þaðan sem hann getur virt fyrir sér þá gagnrýni sem hann meltir í dagblöðum hvunndags — verður haldið af stað. Hinn samfélags- legi sjónarhóll Manneskjan er félagsvera og lifir því í samfélögum. Þessi staðreynd mótar svo til hvert atvik í lífi manneskjunnar. Hún kann að fæðast sem óskrifað blað. En það er ekki sama hvort hún fæðist í víetnömskum flóttamannabúðum eða Bucking- hamhöll svo dæmi sé tekið. Hið óskrifaða blað ritast á ólíkan hátt. En risti samfélagið sínar rúnir í sálarlíf manneskjunnar hljóta þær að berast á þau blöð sem hún tekur síðan upp á að rita og kallar bækur. Því af hverju á hún að taka nema því sem bærist innra með henni. Verk manneskjunnar verða þannig ekki skilin frá því um- hverfi sem hún hrærist í. Verk gagnrýnandans er að greina og skilja verk manneskjunnar — til að ná skíkum skilningi verður hann að skilja fyrst manneskj- una sem birtist í verkinu, sem ekki verður skilið nema í ljósi þess þjóðfélags sem hún er sprottin úr. Sem aftur leiðir til þeirrar niðurstöðu að gagnrýn- andinn verði að skoða þá þjóðfé- lagslegu strauma sem léku um höfund þess verks sem rýnt skal. Hitt er svo annað mál hvort þessir straumar sem gagnrýn- andinn bendir á í speki sinni eru oft á tíðum, ekki fremur inn í höfði hans sjálfs en þess verks sem hann rýnir. Ekki er gott að segja hvenær sú stefna í gagnrýni að taka mið af þjóðfélaginu kom fram. Þjóð- félagsmyndin hefur haft áhrif á umfjöllun vestrænna manna um listaverk allt frá dögum Platóns. Edmund Wilson telur hina eigin- legu þjóðfélagsrýni í bókmennt- um hafa komið fram á 18. öld með Vico sem í rannsókn sinni á Hómerskviðum varpaði ljósi á þær félagslegu aðstæður sem skáldið bjó við. En ætli það sé fyrr en á nítjándu öldinni með Herder (1744—1803) að við get- um sagt að þessi stefna taki á sig greinanlegt form. Herder hélt því fram í bók sinni Fragmente iiber die neueré deutsche Litera- tur (1766—7) að skáldskapur gæti aðeins skilist í samhengi við þær þjóðlegar, landfræði- legar og menningarlegar að- stæður sem hann varð til í. Fyrrstefnda atriðið leiddi Herd- er til ákafrar aðdáunar á Al- þýðukveðskap sem hann taldi hina sönnu ljóðlist, sprottna af hreinni og ómengaðri þörf. 1828 fæddist í Vouziers á Frakklandi sveinbarn sem skírt var Hippolyte Adolphe Taine. Er Taine varð stór lagði hann stund á bókmenntarýni, heimspeki og sagnfræði. Varð hann manna fróðastur og svo mikilsvirtur að skáldið Anatole France lét þau orð falla er hann fétti lát hans í París 1893. „... það sem hann færði okkur var aðferð, og skoðunarmögu- leiki, staðreyndir og skýrar hugsanir, heimspeki og sagn- fræði." Það sem Taine færði þessum mönnum og heiminum var raun- verulega hin félagslega bók- menntarýni. Hann var svo snið- ugur að setja hugsanir sínar í þægilega formúlu sem hægt var að nota í færibandakennslu há- skólanna. Hún hljóðaði þannig að bókmenntirnar væru vegna — la race; upprunans — le milieu; umhverfisins og le moment and- artaksins. Vegna plássins er hentugast að skýra þessar hug- myndir með dæmi. Eitt sinn vildi Taine skýra málarasnilld- ina í Hollandi á tímum þeirra Rembrands og Rubens: Hann byrjar á því að kíkja á hinn germanska kynstofn síðan á hina flæmsku grein hans (la race), þá skoðar hann hollenskt landslag myndun gróðurmoldar með tilheyrandi lýsingu á lofts- lagi o.s.frv. Því næst bendir hann á hve þetta landslag (le milieu) mótar það upplag (la race) sem fyrir var í því fólki sem settist að í Hollandi, ákveð- ur lífsstíl þess atvinnuhætti, byggingarlag húsanna og óbeint stofnanir þjóðfélags þess og teg- und menningar sem sprettur i þessu umhverfi. Sögulegar að- stæður ýta þessari menningu inn í ákveðnar stjórnmálalegar og hagfræðilegar rásir og þá er bara eftir að sýna fram á með formúlunni hvernig persónuleiki hinna miklu listamanna er tengdur þessu aðstæðum og hvernig hann brennur í augna- bliki (le moment) verksins. Menn geta ímyndað sér vinnuna við að greina verk með þessum hætti, slíkt verður ekki gert í tíma- skorti blaðagagnrýnandans. En þó hygg ég að margt úr þessum hugmyndum læðist inn í hina daglegu listumræðu. Nú Taine var karlmaður eins og áður var sýnt en svo alls jafnræðis sé gætt þá er rétt að minnast á konu nokkra sem var uppi rétt fyrir hans tíma. Sú hafði nokkur áhrif á hina þjóð- félagslegu bókmenntarýni og hét Mme Sta‘/2l von Holstein (1766—1817). Frú de StaVfel var nokkuð mótuð af Herder þeim sem áður var minnst á svo og Montesquieu. Fyrir henni voru bókmenntirnar endurspeglun þjóðarsálarinnar, hinnar þjóð- legu samvitundar. Hún trúði því að sagan gengi í bylgjum sem að lokum stilltust og yrðu lend- ingarpallur guðs á jörðu. Þessar hugmyndir eru ekki svo mjög ólíkar kenningum Marx Engels. En með skilningi þeirra á sög- unni kom fram enn eitt sjónar- mið við bókmenntagreiningu — framleiðslusjónarmiðið. Sá skilningur marxista að fram- leiðsluhættirnir móti félagslegt pólitískt og menningarlegt líf þjóða, að vitundarlífið væri af- urð samfélagslegrar stöðu ein- staklingsins fremur en öfugt, var kjarni þessarar gagnrýni- stefnu. Til dæmis leit hinn áhrifamikli rússneski rýnir Georgij V. Plechanov þannig á að rithöfundurinn sem slíkur færði aðeins félagslegar stað- reyndir yfir í bókmenntirnar og það væri síðan hlutverk gagn- rýnandans að þýða þessar stað- reyndir aftur og setja þær í tengsl við raunveruleikann. Samkvæmt þessu kerfi væri held ég nær að láta félagsfræðinga taka í senn yfir starf skáldsins og gagnrýnandans. Nú en þessi stefna leit einnig á bókmennt- irnar sem einn þátt framleiðsl- unnar — söluvöru þar sem rithöfundarnir stóðu við færi- bandið en útgefandinn sá um dreifinguna. Virðist mér Ólafur Jónsson af Islenskum gagnrýn- endum einkum hafa skoðað þetta svið. Frekar verður ekki farið út í þessa gagnrýnistefnu og sleppti spekingum á borð við Lukács, Goldmann og Althusser en vikið aðeins að einum þeirra sem virðist áhugaverður okkur nú- tímamönnum. Það er þýski gagnrýnandinn Walter Benja- mín. Þessi ágæti maður hefur bent á hvernig tæknin raskar mati okkar á list og reyndar listinni sjálfri. Hinn almenni maður verður nær hinum hefð- bundna listamanni. Skilin milli þessara tveggja verða óskýrari. Benjamín hefur einnig skoðað dagblöð og bendir á með tilkomu þeirra geti lesandinn sjálfur orðið rithöfundur geti ef hann vill skrifað lesandabréf, greinar. Máske leiðist Bénjamín ritskoð- un sé aðallega innan hins marx- istíska heims, hann hafði ef til vill hugsað sér þróunina öðru- vísi. Jæja við höfum í þessari örstuttu grein drepið litlutá niður á svið hinnar þjóðfélags- legu bókmennatrýni. Ef ein- hverjir lesenda vilja verða stöð- ugir á því svelli þá vil ég eindregið benda þeim á hinar ýmsu ritgerðir nemenda í Há- skóla íslands í Almennri Bók- menntasögu, og hinum ýmsu tungumálum. Þessar ritgerðir sem Háskólinn hefur ekki mann- að sig að koma á framfæri liggja uppi á Háskólabókasafni til lestrar. Mér dettur í fljótu bragði í hug 3 ritgerðir sem snerta svið þessarar greinar — fyrst ritgerð Árna Sigurjónson- ar um Georg Lukács sem áður var nefndur, þá um nærtækara efni ritgerð Halldórs Guð- mundssonar um samfélagsmynd í tveim verkum Ólafs Jóhanns Sigurðssonar, Hreiðrinu og Bréfi séra Böðvars. Og að lokum er ritgerð um óvenjulegt efni, Meg- as eftir Skafta Halldórsson. Fleira áhugavert er þarna að finna en ekki verður lengra haldið að sinni, aðeins bætt við skynsamlegri athugasemd bók- menntasögufræðingsins Arnold Hauser. „Til að skapa list er ekki nóg að leita í þjóðfélagslegum upp- skriftarbókum — félagsfræðin sem slík getur aðeins rakið nokkra þætti í listaverki aftur til uppruna síns, og þessir þættir geta verið þeir sömu í verkum af mjög mismunandi gæðum.“ I næstu grein verður vikið aðeins að Sálfræðilegri gagn- rýni. Góðar stundir. „Ólíklegt að leiði til umframeyðslu46 segir i frétt frá Kreditkortum h.f. um notkun kreditkorta KREDITKORT HF hafa sent frá sér fréttatilkynningu í tilefni umræðu á Alþingi nýverið um kreditkort og segir í tilkynning- unni að nauðsynlegt sé að fram komu að kreditkort séu annars vegar greiðslutæki og hins vegar lánatæki. í flestum löndum t.d. i Bretlandi, sé um greiðslutæki að ræða, sem síðan að ósk korthafa geti einnig orðið lánatæki. Þá segir: „Sú fullyrðing hefur komið fram að almenningur muni eyða langt um efni fram með tilkomu kreditkortanna. Þar sem Eurocard á Islandi verður aðeins greiðslufyrirtæki, sem helzt mætti líkja við ávísanir, er ótrúlegt að svo verði. Kreditkort er á hinn bóginn mun þægilegra og hent- ugra greiðslutæki fyrir neytand- ann. Kreditkort eru til þess að auð- velda fólki innkaup og koma meiri festu á sín fjármál. Korthafi semur við Kreditkort hf. um vissa mánaðarlega hámarksúttekt í samræmi við tekjur sínar. Mánað- arreikningur greiðist síðan með einum gíróseðli í næsta mánuði, og fylgir honum greinargóð sund- urliðun yfir úttektir mánaðarins í formi heimilisbókhalds. Kreditkort hf. starfar eftir mjög ströngum reglum Eurocard International og munu einungis ábyrgir einstaklingar geta fengið kort hjá feálginu, og má kortið aðeins notast í samræmi við settar reglur, t.d. hvað varðar úttektar- hámark. Sé reglum ekki fylgt ei kortið tekið úr umferð." Hjúkrunarfræðingar Munid Hjúkrunarfræöingatalið — Útgefandi Hjúkrunarfélag íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.