Morgunblaðið - 02.04.1980, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1980
39
Stjórnarliðið gegn átaki í vegamálum:
Ríkið tekur 29 milljarða
króna í benzínverði 1980
Risavaxin verkefni bíða fram-
kvæmda í vegagerð og almanna-
áhugi beinist i vaxandi mæli í þá
átt, sagði Steinþór Gestsson (S) í
framsöguræðu á Alþingi fyrir 3‘/2
milljarðs króna hækkun fjár-
framlaga til nýframkvæmda í
vegagerð 1980 — og samsvarandi
sparnaði í öðrum þáttum ríkis-
útgjalda. í ár er hlutur ríkisins í
benzínverði áætlaður 29 miiljarð-
ar króna, eða 20 milljörðum
hærri en var 1978 á síðasta ári
rikisstjórnar Geirs Ha-
llgrímssonar. Þegar þessa tekj-
uauka af umferðinni er gætt,
sagði Steinþór Gestsson. þá er
ekki óeðlilegt, að gerðar séu
kröfur um umtalsvert átak í
varanlegri vegagerð, en á því
sviði erum við langt að baki
öllum nágrannaþjóðum.
Vegaáætlun og
framkvæmdaþáttur
fjárframlaga
Steinþór Gestsson (S) vék að
Vegaáætlun Alþingis, sem sam-
þykkt var í maí 1979 — fyrir 11
mánuðum. Til að halda þar áætl-
uðum framkvæmdamætti 1980
skorti 6 '/2 milljarð króna að sögn
Vegagerðar ríkisins. Er því ekki
vanþörf á, sagði StGe, að bæta um
betur í vegaáformum núverandi
ríkisstjórnar, enda er varanleg
vegagerð talin með arðsamari
framkvæmdum í samfélagsgeiran-
um.
Fjármagnsútvegun —
sparnaður
StGe sagði tillögu sjálfstæð-
ismanna um aukið fjármagn til
vegamála ekki koma fram í aukn-
um sköttum heldur leggjum við til
samsvarandi sparnað eða sam-
drátt í ríkisútgjöldum í öðrum
játtum ríkisútgjalda. Hann sagði
Lögréttufrumvarp:
Dómvextir
á borði
ráðherra
Friðjón Þórðarson, dómsmála-
ráðherra, mælti í fyrri viku
fyrir stjórnarfrumvarpi um
lögréttulög, sem nú er lagt fram
í fjórða skiptið, er fjallar um
nýjan dómstól (lögréttu). Lög-
rétta skal fjalla um hin stærri
mál sem fyrsta dómstig en um
önnur mál sem annað dómstig.
Ætti þá yfirleitt ekki að mega
skjóta málum tii Hæstaréttar.
Kostir frumvarpsins eru taldir
þeir að hraða málum, einkum
hinum smærri málum. gegnum
dómkcrfið. Gallar eru taldir
aukinn kerfiskostnaður vegna
nýs dómsstigs. Frumvarp þetta
var lagt fram í haust af fyrrver-
andi dómsmálaráðherra, Vil-
mundi Gylfasyni.
Verðtryggðir
dómvextir
Vilmundur Gylfason (A) taldi
frumvarpið miða til hinnar réttu
áttar, að hraða málum í dómkerf-
inu. Hann gat þess að í sinni
ráðherratíð hefði hann sett hæfa
menn í að semja frumvarp til
laga um dómvexti (verðtryggingu
dómvaxta), sem tryggja ætti
hagsmuni þeirra, er brotið væri á
í þjóðfélaginu og sækja þyrftu
fjárkröfur til dómstóla. Lagði
hann áherzlu á að það frumvarp
fylgdi lögréttufrumvarpinu og
næði lögfestingu samhliða því.
Friðjón Þórðarson, dómsmála-
ráðherra, sagði frumvarp þetta
hafa komið á borð sitt í ráðuneyt-
inu í dag. Myndi hann hraða
skoðun þess eftir því sem föng
væru svo það gæti fengið þing-
lega meðferð.
Framkvæmda-
máttur
vegafjár
skertur
Steinþór Gestsson
launalið fjárlagafrumvarps gera
ráð fyrir rúmum 95 milljarða
útgjöldum, sem væri 77.3% hækk-
un frá fjárlögum fyrra árs, eða
mun meira en næmi verðlags-
hækkun milli ára. Þennan lið
viljum við lækka um 1.6 milljarða
króna. í fjárlagafrumvarpi 1980 er
framlag til Lánasjóðs námsmanna
hækkað um 141.3%, á sama tíma
og útgjöld vegna lífeyristrygginga
hækka um 71%. Ef hækkun til
Lánsjóðsins væri í sama hlutfalli
og til lífeyristrygginga sparast 1 '/2
milljarðar króna. Til að jafna
metin leggjum við svo til lækkun á
óvissum útgjöldum og jafnaðar-
tölu fjárlaga.
Lánsfjáráætlun
Matthías Á. Mathiesen, fv. fjár-
málaráðherra, hafði frumkvæði að
því að framkvæmda- og lánsfjár-
áætlun fylgdi fjárlagafrumvarpi,
svo heildstæð mynd fengist af
ríkisfjármálum. Þá var slíkt ekki
lagaskylda, eins og nú er. Engu að
síður urðu alþýðubandalagsmenn
háværir í gagnrýni, ef framlagn-
ing lánsfjáráætlunar varð fáum
dögum seinna á ferð en framlagn-
ing fjárlagafrumvarps. Þó lagask-
ylda sé nú, samkvæmt Ólafslög-
um, að lánsfjáráætlun fylgi fjár-
lagafrumvarpi, er sú lagakvöð
brotin er Alþýðubandalag á fjár-
málaráðherra. Og það sem meira
er: Sýnt þykir að hún verði ekki
iögð fram fyrr en eftir að fjárlög
hafa verið afgreidd.
Greinargerð
Eggerts Haukdal
Tillögu sjálfstæðismanna um
átak í varanlegri vegagerð 1980
var felld af stjórnarliðinu. Eggert
Haukdal gerði svohljóðandi grein-
argerð fyrir atkvæði sínu:
„Sú vegaáætlun fyrir árið 1980
sem samþykkt var í fyrra er að
sjálfsögðu marklítið plagg ef ekki
á að standa við raungildi hennar.
Til þess er talið vanta 6.5 millj-
arða sem verður að koma á
lánsfjáráætlun. Ekki liggur enn
fyrir af ríkisstjórnarinnar hálfu
hve miklu verði varið til vegamála
í lánsfjáráætlun eða hvort við
raungildi verði staðið, en'þeirrar
ákvörðunar er að vænta.
Að mínum dómi kemur fyrir-
huguð benzínhækkun ekki til
greina nema þeim hluta hennar
sem gengur beint til ríkisins verði
varið til vegamála.
I trausti þess að við afgreiðslu
lánsfjáráætlunar eða á annan hátt
verði a.m.k. staðið við raungildi
núverandi vegaáætlunar, segi ég
nei.“~
_____________ Sigrún Magnúsdóttir
Sigrún Magnúsdóttir um iðnaftaruppbygginKu:
„Hjálpar okkur
enginn ef við ger-
um það ekki sjálf46
Sigrún Magnúsdóttir, vara-
þingmaður Framsóknar-
flokks úr Reykjavík, flutti
jómfrúrræðu í umræðu um
„innkaup opinberra aðila á
íslenzkum iðnaðarvörum“,
þingmáli Eggerts Haukdals.
Hún sagði dæmigert fyrir
afstöðu til íslenzks iðnaðar, að
þetta sama mál hefði hlotið
góðar undirtektir f í orði á
síðasta þingi, en ekki af-
greiðslu á borði. „Það er algjör
nauðsyn,“ sagði SM, „að þessi
atvinnugrein, sem á að vera
vaxtarbroddur atvinnulífsins í
framtíðinni, fái að njóta sömu
skatta- og lánakjara og land-
búnaður og sjávarútvegur.
Hún sagði atvinnuleysi og
landflótta fylgifisk einhæfs
atvinnulífs. Efling iðnaðar
skipti því miklu máli.
SM vék að ýmsum þáttum
iðnaðar, m.a. ullariðnaði
ennfremur fiskeldi, en aðstæð-
ur til slíkrar starfrækslu væru
góðar hér. Rakti hún frum-
kvæði þeirra manna, er nú
væru að vinna að stofnun
fyrirtækis á þeim vettvangi.
„Hið opinbera getur stuðlað
að því að efla ýmsar iðngrein-
ar,“ sagði þingmaðurinn, „með
því að beina innkaupum sínum
til þeirra. Og það verðum við
að skilja að það hjálpar okkur
enginn ef við gerum það ekki
sjálf."
Heilbrigðisstofnanir á Vestfjörðum:
Stjórnarliðar fella
fjárlagatillögur
Matthías Bjarnason, fv. heil-
brigðisráðherra, flutti ásamt
fleiri þingmönnum nokkrar
hækkunartillögur framlaga til
sjúkraskýla og sjúkrahúsa á
Vestfjörðum: Hómavík, Bol-
ungavik, Flateyri og á ísafirði.
— Þær vóru allar felldar við aðra
umræðu, utan ein. sem dregin var
til baka við þriðju umræðu, — og
stóðu stjórnarþingmenn allir
gegn þeim.
Matthias Bjarnason (S) gagn-
rýndi harðlega hlut Vestfjarða, er
frumvarp til fjárlaga var til um-
ræðu á Alþingi, einkum að því er
varðar heilbrigðismál: sjúkrahús,
heilsugæzlustöðvar og læknabú-
staði. Sagði hann sýnt að Vest-
fjarðakjördæmi ætti ekki fulltrúa
í þeirri háttvirtu nefnd: fjárveit-
inganefnd Alþingis. MBj rakti
heildarfjárveitingar til þessa
ríkisútgjaldaliðar á liðnum árum
og hlutfall Vestfjarða þar af. Nú
væri heildarfjárveiting hækkuð
verulega, eða um 1213 m.kr. frá
fyrra ári (þegar ríkissjúkrahús
væru undanskilin), en samtímis
lækkaði hlutur Vestfjarða um 80
m.kr.
MBj ræddi framkvæmdir við
byggingu heilsugæzlustöðvar á
ísafirði, sem fokheld varð 1978.
Fjárveiting 1979 liggur enn ónot-
uð, sagði hann, ekkert gert í
framkvæmdum fyrir en verk var
boðað út í haust. Peningarnir
brenna upp á báli verðbólgunnar
og verða smáir í sniðum er loks
nýtast. Hann gagnrýndi „sam-
starfsnefnd um opinberar fram-
kvæmdir", sem legið hefði á fram-
kvæmdum og þannig skaðað bæði
ríkissjóð og viðkomandi sveitar-
félög, og mætti glöggt rýrnun
ónýttra fjárveitinga um bygg-
ingárvísitölu.
MBj vék síðan að lögum um
heilbrigðisþjónustu; þeim ákvæð-
um, er fjalla um byggingu heil-
brigðisstofnana (14.—24. gr.) og
röðun framkvæmda eftir því,
hvern veg viðkomandi sveitarfélög
eða landshlutar séu settir í þessu
efni. í því sambandi ræddi hann
um nauðsyn heilzugæzlustöðvar á
Hólmavík og baráttu fyrir því að
fá fjárveitingar til framkvæmda
þar. Hólmavík væri einn afskekkt-
asti staður á landinu og óverjandi
væri, að láta hann bíða árum
saman eftir aðstöðu sem þessari.
Aðstöðumunur á Hólmavík og
samsvarandi þorpi að stærð en í
meiri nánd heilbrigðisþjónustu,
eins og t.d. Hvolsvelli, væri mikill.
Ekki hefi ég á móti heilsugæzlu-
stöð á Hvolsvelli, sagði MBj, en
samkvæmt anda heilbrigðislag-
anna ætti Strandasýsla að hafa
forgang. Hér er mælt fyrir 20
m.kr. hækkun til að hrinda af stað
þessu þurftarmáli fyrir héraðið.
Matthías Bjarnason.
„Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á“,
sagði MBj, „að allur sá fjöldi
rausnarmanna og höfðingja sem
hér eiga sæti láti sig muna um að
greiða atkvæði með þessari 20
m.kr. tillögu, af því að ekki er nú
farið fram á mikið“.
Þá mælti MBj fyrir 10 m.kr.
fjárveitingu til Flateyrar, vegna
endurbóta og tækjakaupa. Þar er
um að ræða endurbætur á 40 ára
gömlu sjúkraskýli.
Enn mætli MBj. fyrir hækkun
framlaga til heilsugæzlustöðva á
Bolungarvík, til samræmis við
óskir heimamanna. Þar er gamalt
sjúkraskýli, sagði MBj, hvar ein-
göngu dvelja ellisjúklingar. Þetta
er ódýrt sjúkrahús með lágu
daggjaldi. Naumast myndi hag-
kvæmt fyrir ríkið að þurfa að
flytja þá, er þarna dvelja, á
sjúkrahús með 7 til 8 sinnum
hærra daggjaldi. Hyggilegra er að
ríkið standi frekar að sínum hluta
undir nauðsynlegum endurbótum.
MBj sagði tillögur um hækkun
framlaga til Hómavíkur, Flateyr-
ar og Bolungarvíkur smáar í
sniðum. Nokkru hærri er tillaga
okkar um hækkun til ísafjarðar,
eða um 100 m.kr. Sjúkrahúsið á
ísafirði sé að vísu ekki í stórum
kaupstað (hátt í 4 þús. íb.) en að
því standi fleiri' sveitarfélög þar
vestra og það þjóni stærra svæði.
MBj vék að þeim kostnaði, sem
ísafjörður hefur tekið á sig, m.a.
vegna uppfyllingar undir sjúkra-
húsið (en þarna varð að fylla upp
fram í sjó til þess að byggja
heilsugæzlustöð og sjúkrahús) og
hlutur sveitarfélagsins í því efni
er orðinn mikill. Miðað við allar
aðstæður er sú tillaga sem hér er
flutt í senn hógvær og studd bæði
hagkvæmnis- og réttlætiskröfum.