Morgunblaðið - 02.04.1980, Side 44

Morgunblaðið - 02.04.1980, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. APRIL 1980 V MORöJh/- RAFF/NU GRANI GÖSLARI I>ú hefur snúið teikningunni maður — Þetta á að vera kirkjugólf, maður! Ég á enga hreina skyrtu, sokka- plöggin öll götug og skítug og öll matarílátin eru óuppþvegin. Ég held að það hljóti að vera um mánuður síðan hún fór að heiman! Ilér er ckkert sem getur bilað, hvorki raflagnir né vélahlutir og svo viðráðanlegt og einfalt — nú á tímum allrar þessarar vélvæðingar! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Væri spilinu í dag gefið nafn yrði það eflaust „Frekjan lengi lifi“ eða eitthvað í þeim dúr. Hreint ótrúlegt hverju má ná, með hálfgerðri ósvífni eins og spilið sannar en það kom fyrir í Spnday Timcs tvímenningsmót- inu í janúar. Vestur gaf. Norður S. ÁK4 H. 93 T. G97 L. G10753 Vestur S. - H. Á1062 T. Á106432 L. D96 Suður S. D10632 H. K854 T. K5 L. 84 Austur S. G9875 H. DG7 T. D8 L. ÁK2 COSPER Mamma, við eru að ieika Kaupmanninn í Feneyjum! Skal hugsa málið Þeim sem efast um vald forseta íslands ráðlegg ég að lesa 24., 25. og 26. grein stjórnarskrárinnar. En eins og allir vita, eru pólitíkus- arnir, sem fléttast hafa saman vegna hagsmuna sinna, búnir að koma á þeirri hefð, að það eru þeir sem segja íorsetanum fyrir verk- um. Þess vegna hef ég lítið sem ekkert að gera í það embætti. Samt vil ég þakka „stuðnings- manni“ mínum í Velvakanda sl. laugardag, fyrir það traust, sem hann sýnir mér með því að skora á mig að gefa kost á mér til forsetakjörs. Honum til huggunar er hann ekki sá eini sem það hefur gert. Jú, jú, ég hef og skal hugsa málið. Vandamálið er aðeins það, að eins og „stuðningsmaður" segir hef ég mínar ákveðnu skoðanir bæði í sambandi við forsetaemb- ættið og önnur þjóðmál. Ég hef kynnt mér álit fólks í mörg ár á hugmyndum mínum og er orðinn viss um, að mikill meirihluti kjósenda er þeim fylgjandi. Þó er ekki hægt að ganga algjörlega frá því sem vísu, nema kjósendur fái að kjósa um þær. Hér skal ég segja í stuttu máli hvaða breytingar, að mínu áliti eru æskilegar. 1. Að á meðan forsetaembættið er í þeirri mynd sem það er í nú, ætti forsetinn að gegna því sem hjáverki. Með góðu skipulagi er það auðvelt. Vinna að því að forsætisráðherraembættið verði sameinað forsetaembætt- inu og til þess þjóðkjörið. Þann- ig fengi þjóðin að velja hæfasta manninn til að leysa vandamál þjóðarinnar. Hann yrði þannig beinlínis ábyrgur gagnvart kjósendum og hefði þar með nauðsynlegt aðhald. Einnig yrði embættið þá sterkt, en ekki veikt sameiningartákn þjóðar- innr, sbr. í Finnlandi, Frakk- landi og Vestur-Þýzkalandi. Já, ég veit ekki hvort ég þori að segja það en einnig í Bandaríkj- unum. 2. Vera ólaunaður og láta sem mest af þeim 100 milljónum (verð 4—5 íbúða, eða 100 lóða í Mosfellssveit) sem embættið kostar á ári hverju, renna til barna- og unglingauppeldis. Því það þjóðfélag sem hugsar vel um unglinga og börn sín verður gott þjóðfélag. 3. Að forsetinn vinni að bættu lýðræði á Islandi, t.d. í sam- bandi við hugmyndir hugsjóna- hreyfingarinnar Valfrelsis. 4. Að neita að skrifa undir lög sem eru óréttlát gagnvart al- menningi og láta kjósendur skera úr ágreiningnum, sam- kvæmt 26. gr. stjórnarskrár- innar. 5. Að hafa almenna upplýsinga- aðstoð fyrir alla landsmenn. 6. Að skipa utanþingsstjórn, sem getur hugsað um hag þjóðar- Svíarnir Flodquist og Sundelin voru með spil vesturs og austurs en þeir eru nú í hópi fremstu para Evrópu. Vestur opnaði á einum tígli, austur sagði einn spaða og stökk síðan í þrjú grönd eftir tvo tígla vesturs. Og varð það loka- sögnin. Þar sem austur hafði sagt spaða valdi suður að spila út hjarta- fjarka og sagnhafi tók níu norðurs með drottningu. Eðlilega reiknaði Sundelin ekki með, að hægt yrði að fríspila tígullitinn án þess að gefa á hann slag. Og andstæð- ingarnir yrðu þá ekki í vandræð- um með að finna slagi sína í spaðanum. Þannig var hann í varnarstöðu strax eftir fyrsta slag en sneri vörn í sókn þegar hann spilaði spaðaáttunni næst frá hendinni. Suður lét lágt, norður tók slaginn og spilaði hjarta, sjöa, átta og tía. Þvínæst var laufníunni spilað frá blindum, tekin með kóng og spaðanum aftur spilað. í þetta skipti var það sjöan, sem norður tók og var þá eiginlega á vanda. Datt ekki í hug að spila spaða en spilaði tígulsjöinu og Sundelin valdi rétt þegar hann lét _ áttuna. Hún kostaði kónginn og spilið þar með í höfn. Tveir slágir á tígul ásamt þrem á lauf og fjórum í hjarta þýddi níu slagir. Þetta má nú öllum gera. Og í þetta sinn voru það engir smá- guttar sem létu plata sig. Með spil norðurs og suðurs voru Englend- ingarnir Priday og Rodrique, fast- ir liðsmenn Englands í áraraðir. Vorvaka Vest- ur-Húnvetninga hefst á morgun HvammstanKÍ 1. apri). VORVAKA Vestur-Húnvetninga 1980 verður í félagsheimilinu á Hvammstanga dagana 3.-5. apríl. Dagskráin verður þannig í stór- um dráttum. Fimtudagur 3. apríl: kl. 14. Vorvakan sett með ræðu Helga Ólafssonar. KI. 21. Samfelld dagskrá. Þorgeir Þorgeirsson les upp úr bók sinni, „Yfirvaldinu". Elinborg Sigurgeirsdóttir leikur á píanó. Benedikt Axelsson les frumort ljóð. Frásöguþáttur eftir Bjarna Þorláksson fluttur af Sig- urði Eiríkssyni. Þorrakórinn syng- ur undir stjórn Ólafar Pálsdóttur, við undirleik Elinborgar Sigur- geirsdóttur. Þóra Eggertsdóttir les ljóð eftir Gunnar Dal. Frá kl. 14—19 þennan dag verða opnar málverkasýningar, þar sem sýnd eru verk eftir Einar Helgason, Örn Inga, Geir Magnússon, Magnús Jóhannesson og Elísabetu Harðar- dóttur. Kaffisala verður kl. 15 á vegum Ungmennafélagsins. Ágóði rennur til sundlaugarbyggingar á Hvammstanga. Föstudagur 4. apríl: Málverka- sýningar verða opnar frá kl. 14— 17. Laugardagur 5. apríl: Mál- verkasýningar opnaðar kl. 14. Klukkan 16.30 verður samfelld dagskrá. Vísnaþáttur, flytjandi Ingþór Sigurbjörnsson, Einsöngur Jóhann Jóhannsson. Eyjólfur R. Eyjólfsson les frumort ljóð. Af gömlum blöðum, Sigurður Eiríks- son les. Kveðist á, Þóra Ágústs- dóttir og Bjarni Aðalsteinsson. Lionsklúbburinn Bjarmi og Ungmennafélagið Kormákur standa fyrir Vorvökunni og er aðgangur ókeypis að öllum dagskrárliðum. Er þetta orðinn árviss liður í félagslífi Vestur- Húnvetninga og hefur aðsókn und- anfarin ár verið mjög góð. - Karl. FIDE flytur inn FRIÐRIK ólafsson, forseti Alþjóðaskáksambandsins, er þessa dagana að flytja inn í skrifstofuhúsnæði Fide á Laugavegi 51, en í vikunni eftir páska verður haldinn hér á landi árlegur fundur framkvæmda- og sambandsráðs Fide.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.