Morgunblaðið - 02.04.1980, Page 48
Síminn á afgreiðslunni er
83033
2Hor0iwtitnííit>
MIÐVIKUDAGUR 2. APRÍL 1980
Sími á ritstjórn -j n -j AA
og skrifstofu: IvlUU
Átökin í þingliöi ríkisstjórnarinnar:
Söluskattshækkunin
minnkuö úr 2 í 1,5%
IIÖRÐUM átökum í þing-
liði ríkisstjórnarinnar í
gær lauk á þann veg, að
fyrirhuguð 2% söluskatts-
hækkun var lækkuð í 1,5%.
Uingfundum var í gær
frestað meðan stjórnarlið-
ar komu sér niður á þessa
breytingu, fyrst frá klukk-
an 14 til 15, síðan til
klukkan 16 ;>g loks til
klukkan 17. í þingflokki
Alþýðubandalagsins hafði
Guðmundur J. Guðmunds-
son mótmælt 2% söluskatt-
shækkun og í þingflokki
framsóknarmanna greiddu
Guðmundur G. Þórarins-
son atkvæði gegn hækkun-
inni og Halldór Ásgríms-
son Ólfur Þórðarson sátu
hjá.
í gærmorgun bárust svo
nýjar upplýsingar frá Þjóð-
hagsstofnun þess efnis, að
hækkun söluskatts myndi
ekki gefa ríkissjóði 6—7
milljarða sem innheimtust á
þessu ári, heldur 8 til 9
milljarða. Magnaðist þá and-
staðan gegn 2% söluskatt-
shækkun í þingliði stjórnar-
innar, þannig að ljóst var að
stjórnin hefði ekki þingmeiri-
hluta fyrir málinu.
Hófust síðan miklar samn-
ingaviðræður, sem lauk loks
þannig, að stjórnarliðar sam-
þykktu 1,5 % söluskatts-
hækkun.
Geir Gunnarsson
mælti svo í gær fyrir breyt-
ingartillögu meirihluta fjár-
veitinganefndar við fjárlaga-
frumvarpið, þar sem kom
fram, að í stað 7 milljarða
tekna af orkujöfnunargjaldi
2 % söluskattshækkunarinn-
ar eru tekjur ríkissjóðs vegna
1,5% söluskattshækkunar
áætlaðar 6 milljarðar króna
það sem eftir er þessa árs.
Vor í lofti
Ljósm. Mbl. RAX.
Áætluð hækkun F-vísitölu
hinn 1. maí er rúmt 12 V-i %
SAMKVÆMT áætlun, sem Hanstofa
fslands hefur gert á hækkun vísi-
tölu framfærslukostnaöar frá
febrúar til maí og reist er í
veigamiklum atriðum á þckktum
verðbreytingum á ýmsum vörum og
þjónustu hækkar framfærsiuvisital-
an um tæp 12% hinn 1. maí. í
þessari tölu er þó ckki innifalin
hækkun á gjaldskrám Hitaveitu,
Rafmagnsveitu og Strætisvagna
Reykjavíkur. en ákvarðanir hafa
ekki verið teknar um breytingar á
þessum gjaldskrám. Samkvæmt
áætlun, sem hagdeild VSÍ hefur
gert mun hækkun framfærsluvísi-
Tryggingaeftirlitið:
Bílatryggingar
hækki um 58%
töiunnar þó nokkuð hærri eða á
bilinu 14 til 15%.
Miðað við óbreyttar reglur um
greiðslu verðbóta á laun, gæti hækk-
un verðbóta hinn 1. júní orðið á
bilinu 10% til 11% (án áhrifa
viðskiptakjara), en um þessa áætlun
verður að gera þann fyrirvara, að
margt er enn óráðið, sem þar gæti
haft áhrif, m.a. hækkanir á gjald-
skrám opinberra fyrirtækja.
Taki menn tillit til frumvarps
ríkisstjórnarinnar um hækkun sölu-
skatts um tvö stig, þ.e. að söluskatt-
ur hækki úr 22% í 24%, veldur það
0,9 prósentustiga hækkun fram-
færsluvísitölunnar. Að þessum
áhrifum meðtöldum yrði hækkun
F-vísitölunnar rúmlega 12%%, en
þó enn meiri miðað við að gjaldskrár
áðurnefndra fyrirtækja hækki fyrir
1. maí. í áætiuninni eru hins vegar
metin áhrif gengisbreytinga til
aprílloka.
Samkvæmt giidandi lögum um
útreikning verðbótavísitölu verður
búvörufrádráttur 1. júní um 0,5% og
frádráttur vegna áfengis- og tób-
akshækkunar 0,6%, en að svo stöddu
mun erfitt að áætla annan frádrátt.
Verði söluskattur hækkaður, m.a. til
þess að hækka olíustyrki, mun frá-
dráttur vegna greiðslu olíustyrks
hækka eitthvað frá því sem nú er.
Um viðskiptakjaraáhrif á vísitöluna
1. júní er erfitt að segja að svo
stöddu.
ÚTSÝN breytt í
sjálfseignarfélag
„SÚ BREYTING verður nú á
rekstrarformi fyrirtækisins, að því
vcrður breytt í sjálfseignarfélag og
öllum hagnaði af rckstrinum varið
til uppbyggingar lista- og menn-
ingarstarfsemi á Islandi, verði viss-
um skilyrðum fullnægt af hálfu
stjórnvaída,“ segir Ingólfur Guð-
brandsson eigandi og forstjóri
Ferðaskrifstofunnar Útsýnar m.a.
I inngangsorðum í sérstöku auka-
blaði Útsýnar sem fylgir Mbl. í
dag.
„Hagsmunir Útsýnar eru þar með
ykkar hagsmunir og hagsmunir
þjóðarinnar allrar, þar sem ekki
verður einungis unnið að hag-
kvæmni og sparnaði á ferðalögum,
heldur jafnframt að sköpun menn-
ingarverðmæta, sem hafa varanlegt
gildi fyrir land og þjóð,“ segir
Ingólfur ennfremur.
SVAVAR Gestsson, trygginga-
málaráðherra. sagði í samtali við
Mbl. í gær, að Tryggingaeftirlit
ríkisins hefði lagt til 58% hækkun
iðgjalda ábyrgðartrygginga bif-
reiða frá og með 1. mars. '
Einnig kvaðst ráðherra hafa
falið Tryggingaeftirlitinu að at-
huga möguleika á sameiningu
áhættusvæða á landinu, en iðgjöld
eru sem kunnugt er mishá eftir
áhættusvæðum og hæst á höfuð-
borgarsvæðinu. Sagðist ráðherra
mundu afgreiða málið í þessum
mánuði.
Þá minnti Svavar á, að fyrir
Alþingi lægi frumvarp um hækkun
ábyrgðartryggingar bifreiða úr
allt að 24 milljónum króna í allt að
120 milljónir.
Verða bara fjárlög afgreidd fyrir páska?
RÍKISSTJÓRNIN óskaði í gær
eftir því, að deildarfundir yrðu í
Alþingi að lokinni þriðju umræðu
um f járlög í sameinuðu þingi, sem
búist var við að lyki seint í
gærkvöldi eða í nótt.
Þingforsetar úrskurðuðu að
deildarfundir skyldu hefjast
klukkan 10 árdegis í dag, en
margir þingmenn efuðust í gær-
kvöldi um að dagurinn í dag dygði
til afgreiðslu fleiri mála en fjár-
laga og töldu að tími ynnist ekki til
að afgreiða lækkun olíugjalds
vegna fiskverðsákvörðunar fyrir
páskahlé Alþingis. í frumvarpi
ríkisstjórnarinnar um söluskatts-
hækkun er ákvæði um gildistöku 8.
apríl.