Morgunblaðið - 28.05.1980, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1980
13
Giibert
I. Levine
Guðný
Guðmundsdóttir
Unnur
Sveinbjarnardóttir
Sinfóníutónleikar
EFNISSKRÁ:
Jón Nordal: Tvísöngur fyrir
fiölu, víólu og hljómsveit.
Mozart: Konsertsinfónía K.
364
Brahms: Fjóröa sinfónfan.
EINLEIKARAR:
Guöný Guömundsdóttir
Unnur Sveinbjarnardóttir
STJORNANDI:
Gilbert I. Levine
Tónleikarnir hófust á verki eftir
Jón Nordal, er hann nefnir
Tvísöng, en til þessa ævaforna
söngmáta okkar íslendinga er
vitnað á tveimur stöðum í verkinu
á mjög fallegan máta. Yfir
verkinu í heild ríkir kyrrlátur
tregi, sem eins og hreinsast af
öllum sársauka í tvísöngsniður-
laginu
Guðný og Unnur léku verkið
mjög fallega og einnig hjómsveit-
in. Sama má segja um næsta verk,
Sinfonia consertante K. 364, eftir
Mozart. Nokkurt misræmi var í
túlkun einleikaranna. Guðný lék
verkið af miklum tilfinningahita,
en yfir leik Unnar var klassískara
yfirbragð. Hvernig eigi að leika
Tónllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
Mozart verður aldrei hægt að
segja til um, en í þessu verki
yfirgefur Mozart „buffa“ og „gal-
ante“ stílinn og er yfir verkinu í
heiid meiri alvara og festa en
heyra má hjá Mozart í fyrri
verkum hans. Tónleikunum lauk
með fjórðu sinfóníu Brahms og í
flutningi hennar gerðist margt
sérkennilegt. Fyrsti kaflinn var
mjög vel leikinn og annar kaflinn
sömuleiðis og augljóst, að stjórn-
andinn Gilbert I. Levine er næmur
á „dramatísk" átök en hættir þó
nokkuð oft til að yfirdrífa, sem
greinilega kom fram í þriðja
þættinum. Sprenging hefði verið
viðeigandi niðurlag, enda voru
spilararnir útkeyrðir, svo upphaf-
ið að fjórða þætti var ekki gott en
leikur þeirra lagaðist þó, er á leið
kaflann. Fyrsti kaflinn sannar
það, að hljómsveitin er til alls
líkleg og í feikna mikilli framför.
Jón Ásgeirsson.
Smyrill siglir milli
landa allt árið
FÆREYJAFERJAN Smyrill hefur miililandasiglingar 31. maí nk.
og mun nú sigla milli landa allt árið. Þó hefur ekki verið ákveðið
enn hvort ferjan mun hafa viðkomu á íslandi yfir vetrarmánuðina.
samkvæmt upplýsingum frá ferðamannadeild Strandfaraskips
landsins sem rekur Smyril.
í sumar verða talsverðar
breytingar á ferðum Smyrils þar
sem Færeyingar hafa keypt aðra
ferju, systurskip Smyrils, sem
mun eingöngu sigla á milli eyja
sem Smyrill hefur hingað til
annast samhliða millilandasigl-
ingunni. Undanfarin ár hafa
viðkomustaðir ferjunnar, auk
Þórshafnar, verið: Scrabster í
Skotlandi, Bergen í Noregi og
Seyðisfjörður en í ár siglir ferj-
an einnig til Hanstholm á Jót-
landi. Leið Smyrils í ár verður
því: Seyðisfjörður — Þórshöfn
— Bergen — Hanstholm —
Bergen — Þórshöfn — Scrabster
— Þórshöfn. Til Seyðisfjarðar
kemur ferjan á þriðjudögum kl.
20 og fer aftur kl. 22 og kemur til
Þórshafnar kl. 16 á miðvikudag.
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
RUDOLF SERKIN
Tónllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
Að segja barni sögu eða syngja
því ljóð, er það sama og að elska
það. I blæ frásagnarinnar býr^
hlýja umhyggjunnar og sagan
eða ljóðið verður sjálf fegurðin.
Rudolf Serkin þykir vænt um
hlustendur sína og því snertir
leikur hans svo djúpt. Sérhver
hlustandi uppgötvar ný fylgsni
tilfinninga sinna og væntum-
þykjan verður gagnkvæm. Að
hann lék ítalska konsertinn eftir
Bach í anda glæsimennsku bar-
okktímans, tilbrigðaverk Regers
op. 81, með ólíkindum, einkum þó
síðasta hluta verksins, tvöföldu
fúguna, og Waldstein-sónötuna
eftir Beethoven af klassískri
reisn, skiptir litlu hjá því að í
leik hans voru fólgin skilaboð úr
djúpum tilfinninganna, sam-
mannleg og stærri en tekur
landamerkjum og tíma.
Þjónmtufeió
Volvol980
Þeir félagarnir Kristján
T ryggvason og Jón Sig-
hvatsson eru lagöir af staö í
þjónustuferö. Feröin felst í
skipulögöum heimsóknum til
umboösmanna og þjónustu-
verkstæöa Volvo um allt
land.
Þeir Kristján og Jón veröa
akandi á splúnkunýjum Volvo
345, beinskiptum. Er mein-
ingin aö þeir sýni nýja bílinn á
viökomustööum feröarinnar.
Á morgun, fimmtudaginn 29/5
veröa þeir félagar hjá Þórs-
hamri á Akureyri. Þar veröur
bíllinn til sýnis frá kl. 11—12
og 13—15.
Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200