Morgunblaðið - 28.05.1980, Side 29

Morgunblaðið - 28.05.1980, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1980 37 Orkxxstofnun Núvirði raforku kostnaðar við til aldamóta. vinnslu og flutning Mkr. Verðlag i júli 1979. T a f 1 a ? T a f 1 a 3 Krafla = 0 Krafla 6 MW 79 og 80, vex siðan i 60 MW 1986 Frekari ný stóriðja Frekari ný stórið} a Engin 50 MW 86 i 50 MW 88; 50 MW '90 Engin 50 MW 86; 50 MW 88; 50 MVi '90 ný A 1 A ný A í A stóriója Grundartanga Eviafirói Reyóarfirði stórið a Grundartanqa Eyjafirði Reyðarfirði Blanda, Tang Virkjanir o” 19 900 19 900 19 900 o2> 21 400 22 110 21 400 1 Fljót, Stór, Kerfi 0 2 680 4 560 6 560 0 3 170 5 080 9 150 Búr Saotals 0 22 580 24 460 26 460 0 24 570 27 190 30 550 Blanda, Fljót Vlrkjanir -640 21 680 21 6eo 21 680 110 21 180 21 890 21 180 II Stór, Búr, Kerfi 1 500 4 940 5 790 3 490 830 5 010 6 370 6 460 Tang. Samtals 860 26 620 27 470 25 170 940 26 190 28 260 27 o ** <0 Tang, Blanda, Virkjanir 1 500 20 720 20 720 20 720 1 090 22 840 23 300 22 840 III Pljót, Stór, Kerf i 880 2 720 6 410 7 300 -130 3 200 5 860 9 100 Búr , Sanrtals 2 380 23 440 27 130 28 020 960 26 040 29 160 31 940 Fljót, Blanda Virkjanir - 50 22 110 22 110 22 110 750 23 850 23 850 23 850 IV Stór, Búr Kerfi 2 530 7 780 5 940 1 210 2 250 6 790 6 510 2 560 Tang. Samtals 2 480 29 890 28 050 23 320 3 000 30 640 30 360 26 410 Tang, Stór, Virkjanir 1 050 22 280 22 280 22 280 V Búr, Blanda Kerfi 2 040 3 870 6 950 12 770 Fljót Samtals 3 090 26 150 29 2 30 35 050 Bess, Blanda, Virkjanir 5 400 VI Tang., Stór, Kerfl -530 Búr. Siuntals 4 870 1) Vidmiðun 1• Núglldi 46810 Mkr. 2) Viðmiðun 2. Núgildi 25430 Mkr. samanburðurinn á þeim röðum sem byrja á Blöndu (I og II); Tangavirkjun (III og V) og Fljóts- dalsvirkjun (IV) leiði ekki í ljós nægilega mikinn mun þessara raða til að hann réttlæti að einhver þessara þriggja virkjana sé nú þegar útilokuð sem fyrsta virkjun eftir Hrauneyjafoss. Þvert á móti er ástæða til að ljúka rannsókn þejrra allra; gera á grundvelli þeirra rannsókna nýjar áætlanir um Fljótsdalsvirkjun og Tangavirkjun og endurtaka sam- anburðinn. Slík endurtekning er fljótgerð þegar nýjar áætlanir liggja fyrir. Þetta táknar að ekki verði tekin ákvörðun um næstu virkjun fyrr en að loknum þessum rannsóknum og nýjum samanburði er sé byggð- ur á þeim. En höfum við tíma til að bíða svo lengi? Óvarlegt er að ætla styttri tíma til rannsókna tveggja þessara virkjana en tvö ár.Samkvæmt athuguninni þarf næsta vatnsaflsstöð að komast í gagnið 1986, og er þá búið að taka með í reikninginn að áður hafi verið dregið úr vatnsþörf til ísskolunar við Búrfell með lágri stíflu við Sultartanga. Hér er ekki reiknað með neinu afli frá Kröflu. Nái Krafla hins vegar fullum afköstum 1986 má fresta næstu vatnsaflsvirkjun um allt að fjögur ár. Ný virkjun 1986 leyfir ekki að ákvörðun um hana sé dregin í tvö ár, en ný virkjun 1990 leyfir það. Afköst Kröfluvirkjunar, ásamt því, hversu áreiðanleg raforku- spáin reynist, eru því afgerandi fyrir það svigrúm, sem er til að ákveða næstu virkjun. Aukin raf- orkuvinnsla með jarðgufu í Svartsengi, gangsetning gufu- stöðvarinnar í Bjarnarflagi að nýju og ráðstafanir til aukningar á aðrennsli til Þórisvatns eru einnig allt aðgerðir sem auka þetta svigrúm. Ég tel að leggja beri höfuðá- herzlu á að halda valfrelsi milli virkjunarkosta eins lengi og unnt er án þess þó að tefla málum í tvísýnu með því að draga ákvörð- un of lengi. Til þess að stuðla að því tel ég að gera beri eftirfarandi, auk ofangreindra ráðstafana til orkuaukningar: 1. Leita af krafti að gufu handa Kröfluvirkjun. 2. Vinna samtímis ötullega að rannsókn Fljótsdalsvirkjunar og Tangavirkjunar. 3. Reyna samtímis að leysa þá deilu, sem upp hefur komið á Norðurlandi vestra um Blöndu- virkjun. 4. Endurskoða raforkuspána á næstunni, með áherzlu á tíma- bilið fram til 1990. Rökin fyrir áframhaldandi leit að gufu við Kröflu eru vitaskuld fyrst og fremst sá ávinningur fyrir raforkuvinnslu landsins í heild sem hafa má af því að ná virkjuninni upp í full afköst. Þessi ávinningur virðist vera verulegur, en er undirorpinn óvissu, og verð- ur því að meta stöðuna stig af stigi eftir því sem borunum miðar áfram. En enginn ávinningur fæst án borana, og svigrúmið til að ákveða næstu vatnsaflsvirkjun getur ráðist verulega af niðurstöð- um leitar í ár og næsta ár. Er því mikilvægt að þær verði sem marktækastar fyrir framhaldið. Sem betur fer verða boraðar tvær holur í ár, en þær hefðu þurft að vera fleiri frá því sjónarmiði séð, að fá sem fyrst vitneskju um hvers má vænta af Kröflu. Orkuspárnefnd vinnur nú að endurskoðun raforkuspárinnar. Fé hefur nú verið tryggt til rannsókna á Fljótsdalsvirkjun í sumar, og er þess vænst að þeim rannsóknum miði vel í ár. En tryggja þarf fé næsta ár einnig. Mikilvægt er að leysa Blöndu- deiluna áður en hún hleypur í harðan hnút, því reynslan bæði hér á landi og erlendis sýnir, að slíkar deilur geta orðið illvígar og tafið framkvæmdir stórlega eða jafnvel stöðvað þær alveg. Þetta á við, hvort heldur Blanda verður næsta virkjun eða ekki. Ég gat hér áðan um tímasetn- ingu næstu vatnsaflsvirkjunar, 1986 án Xröflu og 1990 með fullum afköstum Kröflu. Tímasetning annarra mannvirkja ræðst af virkjanaröðinni og markaðsfor- sendum, þ.e. því hvort reiknað er með stóriðju eða ekki. Tilvikin verða býsna mörg, og gefst hér ekki tími til að rekja þau, en það verður gert í skýrslunni. Ég læt hér nægja að bregða upp nokkrum myndum af flutningskerfinu, ann- ars vegar 1986; hins vegar árið 2000, fyrir mismunandi virkjun- arraðir. Við tímasetningu ein- stakra flutningslína og almennt við uppbyggingu flutningskerfis- ins hefur verið lögð áhersla á að öryggi gagnvart straumleysi væri svipað í öllum landshlutum í öilum virkjunarröðum. Sem grundvallaratriði hefur verið gengið út frá því að afhending raforku þurfi hvergi að truflast þótt einn hlekkur flutningskerfis- ins slitni, sama hver sá hlekkur er. Til þess hefur sumsstaðar, svo semá Vestfjörðum, sem tengdir eru meginkerfinu um eina línu, þurt að gera ráð fyrir varaafli í formi dísilstöðva, og er kostnaður við byggingu þeirra meðreiknaður. Hins vegar er ekki í athuguninni lagt mat á það, hvort þetta sé kostnaðarlega hæfilegt öryggi, því að til þess skortir gögn ennþá. 4. Lokaorð Ég sagði í upphafi að tilgangur- inn með þeirri langtímakönnun í virkjunarmálum, sem ég hef hér gert að umræðuefni væri sá, að leiða í ljós einn meginþáttinn í svarinu við spurningunni um það, hver skuli verða næsta vatnsafls- virkjun á íslandi, þ.e. kostnað þjóðarinnar af vinnslu og flutn- ingi raforku. Niðurstöðunum er ætlað að vera þeim til leiðbein- ingar sem taka eiga ákörðun um næstu virkjun, en þær fela vitan- lega ekki sjálfa ákvörðunina í sér, enda er það annarra, nefnilega stjórnvalda að taka hana. Jafn- framt gefur könnunin yfirsýn yfir tímabilið fram til aldamóta; hvaða virkjanir þar koma tilálita og hvernig mismunandi röð þeirra verkar á kostnaðinn. Það virðist af henni býsna ljóst um hvaða virkj- anir getur orðið að ræða á þessu tímabili. Einungis ákvörðun um miklu stórfelldari upbyggingu orkufreks iðnaðar en hér er tekið mið af getur leitt til annarrar niðurstöðu í því efni. Svona könnun til langs tíma er ómissandi hjálpartæki við skipu- lagningu virkjunarrannsókna og ákvarðanatöku um virkjanir.Ég vænti því þess að þetta verði fyrsta könnun af þessu tagi en ekki hin síðasta. Innritun Umsóknum um skólavist næsta vetur, ásamt ljósriti af prófskírteini grunnskólaprófs, ber að skila sem fyrst á skrifstofu skólans, Grund- arstíg 24, 2. hæð, og eigi síðar en 9. júní. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans alla virka daga kl. 9—12 og kl. 1—3. Verzlunarskóli íslands. V<ÖR MARKAÐUR Efní - fatnaóur smávara mikiö úrval ótrúlegt verö! Verksmiójusala SKIPHOLTI 7 KAFFI OSTA TVIBOKUR Avallt í fararbroddi. Ragnarsbakarí með nýjar umbúðir og kringlurnar geymast betur, haldast stökkar og taka minna pláss. Auk þess geturðu valið um þrjár tegundir af þessari viðurkenndu gæðavöru. RAGNARS BAKARÍ. SÍMI 92-2120.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.