Morgunblaðið - 28.05.1980, Side 48

Morgunblaðið - 28.05.1980, Side 48
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1980 Völsungar byr ja vel VÖLSUNGAR. nýliðar í 2. deild, geta verið ánægðir með byrjunina á hinu nýja keppnistimabili. Liðið fékk Austra frá Eskifirði í heimsókn og sigraði með eina marki leiksins. Heimaiiðið var vel að sigri sinum komið, það var heidur sterkara lengst af og fékk betri tækifæri og fleiri til þess að skora. Hápunktur leiksins var þó þegar Austfirðingarnir fcngu vítaspyrnu, en Gunnar Straumiand, markvörður Völsunga, gerði sér litið fyrir og varði spyrnuna. Sigurmarkið skoraði síðan Helgi Benediktsson. ÍBÍ sigraði Þrótt N ísfirðingar kræktu sér heldur betur í dýrmæt stig, er liðið brá sér austur á Neskaupstað og lék við Þrótt í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu. Lokatölur leiksins urðu 3 — 2 ÍBÍ i vil, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 2—1 fyrir ÍBÍ. Tvennt vakti einkum athygli viðstaddra. Annars vegar tvær einkennilegar vítaspyrnur sem dæmdar voru, hvor á sitt liðið. Þá vakti það athygli, að Benedikt Valtýsson, þjálfari ÍBÍ, kappi sem gerði garðinn frægan hjá ÍA, kom inn á sem varamaður og skoraði glæsilega þriöja mark ÍBÍ 10 mínútum fyrir leikslok. Hann innsiglaði sigur sinna manna, því hann kom stöðunni í 3—1. Annars var gangur leiksins sá, að Björgúlfur Halldórsson kom Þrótti í 1—0 eftir 13 mínútur. Andrés Kristjánsson jafnaði síðan fyrir ÍBÍ úr einni af fyrrnefndum vítaspyrnum á 26. mínútu. Sjálfsmark á 35. mínútu kom ÍBÍ síðan yfir fyrir hlé. Þá skoraði Benedikt sem fyrr greinir, en lokaorðið í leiknum átti Þórhallur Jónasson er hann sendi síðari „vítaspyrnuna" rétta boðleið. -kj/gg, 3 mörk á 4 mínútum afgreiddu Fylkismenn Haukar hrepptu tvö stig í sínum fyrsta leik í 2,deild eftir eins árs veru í 1. deild. Sigraði liðið Fylki 3—2 á malarveilinum á Kaplakrika í merkilega fjörugum og góðum leik. Staðan í hálfleik var 3—0 fyrir Hauka. Það má með sanni segja, að Haukarnir hafi rotað Fylkismenn einu sinni fyrir allt á fjögurra mínútna kafla, nánar tiltekið frá 9. mínútu til 13, minútu. Á þessu timabili skoruðu Haukar nefnilega öll mörk sín og var því heldur betur á brattann að sækja fyrir Fylkismenn, þó svo að þeim hafi næstum tekist að klífa tindinn. Ólafur Jóhannesson skoraði fyrsta markið á 9. mínútu. Hann tók þá aukaspyrnu langt úti á vellinum og sendi háa sendingu að marki. Ögmundur markvörður virtist hafa öil tök á að verja léttilega, en missti síðan knöttinn einhvern veginn yfir höfuðið í stöngina þaðan í hnakkann á sér og loks í netið. Var markið þess eðlis, að ekki var annað en hægt að brosa að tilburðunum. Aðeins mínútu síðar var Olafur aftur á ferðinni og þá með mark af allt öðru sauðahúsi, þrumuskot, viðstöðulaust frá vítateigslínu. Þriðja markið skoraði svo Sigríður Aðalsteinsson tveimur mínútum síðar, þá opnaðist vörn Fylkis upp á gátt, Loftur Eyjólfsson komst í gott færi, ögmundur varði vel, en Sigurður náði að pota knettinum í netið. Fylkismenn reyndu mjög að jafna í síðari hálfleik og tókst næstum. Hilmar Sighvatsson skoraði laglega á 50. mínútu og Fylkismenn voru aðgangsharðari alt til leiksloka. Þeim tókst að skora aftur 10 mínútum fyrir leikslok, þá var Hilmar aftur á ferðinni og skoraði úr þröngu færi. Tveir leikmenn báru mjög af öðrum í þessum leik, einn í hvoru liði. Ólafur Jóhannesson var allt í öllu hjá Haukum, skoraði mörk, skilaði knettinum vel frá sér og var sívinnandi, og góður leikmaður fyrir 2. deild. Sama er að segja um Hilmar Sighvatsson, miðherja Fylkis. Þaö er gæðastimpill yfir flestu sem hann gerir á leikvellinum, auk þess sem hann er markheppinn með afbrigðum. -gg- Fyrsti sigur íra í 64 ar! Pálminn í höndum Bayern eftir ó- vænt tap Hamburger NORÐUR-írar sigruðu í bresku meistarakeppninni í knatt- spyrnu sem lauk um helgina og er ekki á hverjum degi sem þeir afreka það. Liðið náði árangri sinum með-því að sigra Wales 1—0 í síðasta leik sinum, Noel Brotherstpne skoraði sigur- markið. írarnir höfðu áður sigrað Skota með sömu marka- tölu og skilið jafnir við Eng- landl-1. En stóri leikur þessarar keppni var að venju leikur Skota og Englendinga, sem fór að þessu sinni fram á Hampden Park í Glasgow. Þetta var hörkuleikur, en Englendingar unnu mjög verðskuldaðan sigur og léku á ný eins og liðið hefur gert síðustu mánuðina allt fram að fyrstu leikjum meistara- keppninnar. Trevor Brooking skoraði fyrra mark Englands strax á 8. mínútu. Johnson var aftur á ferðinni er annað markið var skorað á 72. mínútu. Hann náði þá tökum á skoppandi knettinum og brunaði einn að marki. Skosku varnar- mennirnir heimtuðu auka- spyrnu, töldu Johnson hafa handleikið knöttinn, en hinn portúgalski dómari sá ekkert athugavert. Johnson geystist því óáreittur að marki og sendi fyrir til Steve Coppel, sem var í dauðafæri. Alan Rough í marki Skota var þó vel á verði og varði meistaralega skot Coppels, hins vegar gat hann engum vörnum við komið er Coppel fékk knött- inn út aftur og sá síðarnefndi lék þá fram hjá markverðinum og renndi knettinum í mannlaust markið. Loks skulum við líta á loka- stöðuna í meistarakeppninni. N-írland 3 2 1 0 3—1 5 England 3 111 4—5 3 Wales 3 1 0 2 4-3 2 Skotland 3 10 2 1—3 2 Hamburger SV tapaði þegar liðið mátti alls ekki við slíku i vestur þýsku deildarkeppninni í knattspyrnu um helgina. Það var Bayer Leverkusen sem sig- raði HSV 2—1 og með sigri sinum svo gott sem innsiglaði Leverkusen sigurinn í deildinni fyrir nágrannalið sitt Bayern Munchen, sem notaði tækifærið, sigraði Stuttgart 3—1 á útivelli og tók forystuna í deildar- keppninni þegar einni umferð er ólokið. Staðan fyrir umferð helgarinnar var sannarlega í járnum. Bayern og HSV voru jöfn að stigum og með jafna markatölu. Nú hefur Bayern náð tveggja stiga forystu, náð betri markatölu og á eftir auðveldasta leik sem hugsast getur í sínum síðasta Ieik, Eintrekt Braunschweig, lið sem löngu er fallið í 2. deild. Úrslit leikja um helgina urðu annars sem hér segir. Bayer Leverkuson —HamburKer SV 2—1 FC Köln — Werder Bremen 5—0 Bayer UerdinKen — Eintr. Frankfurt 3—2 1860 Munchen — Kaiserslautern 3—2 Bor. Dortmund —MSV Duisburj? 3—1 Fort. Dusseldorf —Hertha 4—0 Bayern Munchen—StuttKart 3—1 Bor. MönchenKl. —BraunschweÍK 3—0 Schalke 04 — Bochum 1 —0 Herz og og Hörster skoruðu mörk Leverkusen gegn HSV á 4. og 37. mínútu leiksins. Inn á milli boraði Caspar Memering marki fyri HSV, en þrátt fyrir örvæntingarfullar tilraunir til þess að jafna í síðari hálfleik, varð HSV að sætta sig við tap og sá liðið sennilega þar með af titlinúm. Meðan á þessu stóð, vann Bayern mjög athyglisverð- an sigur á útivelli gegn Stutt- gart. 70.000 áhorfendur misstu málið er Udo Horsmann skoraði fyrsta mark Bayern á 45. mínútu, eftir að heimaliðið hafði sótt nær látlaust. Elmer skoraði síðan eftir mikið einstaklings- framtak á 61. mínútu, en vítasp- yrnumark George Volkert fyrir Stuttgart dugði skammt, því Dieter Höness skoraði þriðja mark Bayern á 86. mínútu. Kaiserslautern hékk í fjórða sætinu þrátt fyrir tap gegn 1860 Munchen. Þar skoraði Scheller sigurmark 1860 á síðustu mínútu leiksins. Það var svekkjandi fyrir leikmenn Kaiserslautern, því liðið var lengst af sterkari aðilinn á vellinum og var yfír í SPÆNSKU meistararnir Real Madrid eiga nú stórgóðan möguleika á því að vinna tvö- falt, þ.e.a.s. bæði deild og bikar. Liðið tryggði sér um hclgina rétt til að leika til úrslita um spænska bikarinn með því að sigra nágrannaliðið Atletiko Madrid 5—4 eftir æsispennandi vítaspyrnukeppni. Staðan eftir venjulegan leik- tíma var 1—1, Juanito skoraði fyrst fyrir Real, en bakvörðurinn Ruiz jafnaði síðan óvænt fyrir Atletico þegar aðeins fimm mínútur voru til leiksloka. Real mætir í úrslitunum 2. deildar liðinu Castilla, sem er í raun og veru hálfgert varalið Real. Castilla er nánast opinber uppeldisstöð Real og dótturfyr- irtæki. Þykir mörgum það held- hálfleik 2—1. Gaye skoraði bæði mörk Kaiserslautern, á 15. og 24. mínútu leiksins. Keller hafði þó náð forystunni fyrir 1860, en Hedity jafnaði 2—2. Sá leikmaður sem stal senunni í þýsku knattspyrnunni var þó án nokkurs vafa Englendingur- inn Tony Woodcock, sem skoraði fjögur mörk fyrir lið sitt FC Köln gegn Werder Bremen, auk þess sem hann átti allan heiður- inn af fimmta markinu sem markakóngurinn Dieter Muller skoraði. Woodcock skoraði mörk sín á 17.,66.,74. og 87. mínútu leiksins, en Muller laumaði inn sínu á 50. mínútu. Fall blasir nú við Werder Bremen, liðinu sem ætlaði sér að næla í Teit Þórðar- son í vetur... Ef rennt er yfir aðra leiki, þá skoruðu þeir Christian Kulik, Carsten Nielsen og Edward Lienen mörk Mönchengladbach gegn botnliðinu Braunschweig og mörk þeirra Zewe, Klaus Allofs, Seel og Wenzel sendu að öllum líkindum Herhtu niður í 2. deild. 1860 og Uerdingen björguðu sér hins vegar þó ekki sé það endanlega öruggt, mörk Uer- dingen gegn Frankfurt skoruðu þeir Funkel (2) og Mattson. Lotterman og Nickel svöruðu fyrir Frankfurt skömmu fyrir leikslok. Þessi lið, ásamt Duis- burg geta enn fallið niður, en Duisburg bætti ekki stöðu sína með því að tapa fyrir Dortmund. Manfred Burgsmuller skoraði öll mörk Dortmund en Rudi Seliger skoraði eina mark Duisburg. Staðan þegar ein umferð er eftir er sem hér segir. Bayern Munehen 33 21 6 6 82:32 48 Ilamburger SV 33 19 8 6 82:35 46 VFB Stuttgart 33 17 7 9 73:49 41 l.FC haiserlautcrn 33 18 4 11 73:51 40 l.FCKöln 33 13 9 11 71:55 35 Borussia Dortmund 33 14 7 12 62:54 35 Bor. MOnchelgl. 33 11 12 10 57:58 34 FC Scalke 04 33 12 9 12 40:47 33 Bayer Levcrkusen 33 12 8 13 43:57 32 Eintracht Frankfurt 33 15 1 17 64:60 31 VFL Bochum 33 12 6 15 36:42 30 Fortuna Dusseldorf 33 12 6 15 60:72 30 1860 Munchen 33 10 9 14 41:52 29 MSV Duisburg 33 11 7 15 43:55 29 Baycr Verdingen 33 12 5 16 43:60 29 Hertha BSC 33 10 7 16 37:59 27 WerderBremen 33 11 3 19 50:88 25 Eintr. Braunschweig ur nöturlegur úrslitaleikur: Real Madrid A-Real Madrid B! En engum blöðum er um það að fletta, að Castilla er vel að sæti sínu í úrslitunum komið. Liðið sló út nokkur 1. deildar lið á leið sinni í úrslit, þar á meðal Sporting Gijon í undanúrslitum, en Sporting var í þriðja sæti spænsku deildarinnar. Sporting vann heimaleik sinn gegn Cast- illa 2—0 og virtist því stefna i úrslit. En leikmenn Castilla gáf- ust ekki upp, þeir burstuðu lið Gijon í síðari leiknum, heima- leiknum sem fram fór á Santiago Bernebau leikvanginum í Madr- id. Lokatölur leiksins urðu 4—1 fyrir Castilla, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 3—0. Paco, Lorenzo, Cido og Gallego skor- uðu mörk Castilla, en Joaquin svaraði fyrir Gijon. Tulsa í ham JÓHANNESI Eðvaldssyni og féiögum hans hjá Tulsa Roughnecks gengur allt I haginn þessa dagana. Liðið vann enn einn sigurinn um helgina, lagði Dallas Tor- nado að velli og er sem stendur efst i sínum riðli. Alan Woodward skoraði bæði mörk Tulsa í 2—1 sigri liðsins, fyrra markið úr vítaspyrnu og það siðara með 30 metra þrumuskoti. Cosmos lagöi FC Roma GIORGIO Chinaglia skoraði þrennu er New York Cosmos sigraði italska liðið FC Roma 5—3 í „Trans Atlant- ic“ bikarkeppninni sem stendur yfir i New Jersey um þessar mundir. NYC mætir Vancouver Whitecaps i úrslitaleik áður en langt um liður, en Roma og Manchester City leika um þriðja sætið i keppninni. - klp fór holu í höggi í fjórða sinn KJARTAN L. Pálsson, kylf- ingur og blaðamaður með meiru, varð svo frægur að slá holu i höggi suður i frlandi um hvitasunnuna, en þar var hann staddur ásamt einum 60 islenskum kylfing- um öðrum. Slógu þeir upp móti og Kjartan gekk á lagið og sló holu i höggi. Þetta var i f jórða skiptið sem — klp fer holu í höggi og skipaði hann sér þar með á bekk með þeim Þorbirni Kjærbo og Júliusi R. Július- syni, sem höfðu báðir slegið holu i höggi fjórum sinnum. Uppgjörinu í Grikklandi lokið OLYMPIAKOS Pireus varð griskur meistari í knatt- spyrnu um helgina, liðið lagði Aris Salonika að velli 2—0 og varð þar með meist- ari. Liðin voru efst og jöfn eftir hinar 34 umferðir sem leiknar eru í Grikklandi og varð því að snara á umrædd- um aukaleik. Lcikurinn þótti afar jafn og mörkin tvö voru ckki skoruð fyrr en rétt fyrir leikslok. Annað þeirra skoraði Svíinn Al- ström, síðara markið, en hafði áður brennt af fjórum dauðafærum. Á sama tíma varð Kastor- ia bikarmeistari, sigraði Ir- akles mjög óvænt 5—2. Ir- akles er eitt af sterkari liðum Grikklands og úrslitin komu á óvart vegna þess að Kastoria slapp naumlega við fall eftir veturinn og þótti ekki líklegt til stórræðanna. EÓP-mótiö á fimmtudag HIÐ árlega EÓP-mót í frjáls- um íþróttum fer fram næst- komandi fimmtudag á Laug- ardalsvellinum og hefst kl. 20.00. Keppt verður meðal annars í 110 m grinda- hlaupi, 100 m hiaupi, 1500 m hlaupi og stangarstökki karla. Kringlukasti og spjótkasti, 100 og 1500 metra hlaupi karla og 100 og 300 m hlaupi kvenna. 33 6 8 19 31:62 20 Real Madrid mætir B-liðinu í úrslitum!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.