Morgunblaðið - 28.05.1980, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1980
Mcnntaskólinn við Sund útskrifaði 181 stúdent í sl. viku. Athöfnin fór fram í Háskólabiói en mynd þessi var tekin að henni iokinni.
Athugasemd um
Olaf Ragnar o.fl.
í rabbi síðustu Lesbókar gefur
Björn Bjarnason ótvírætt í skyn,
að ég hafi einkum átt við Ólaf
Ragnar Grímsson, þegar ég í
dagskrárgrein í Þjóðviljanum
nefndi þá áráttu Alþýðubanda-
lagsins að efla til áhrifa menn,
sem ekki hefðu verið yfirlýstir
sósíalistar.
Björn er ekki einn um þessa
túlkun. Ég varð fljótt munnlega
var við þessa skoðun hjá furðu-
mörgum, en hún sýnir einungis,
hversu ofarlega Ólafur Ragnar er
í hugum manna.
Ég vil taka mjög eindregið
fram, að ég hafði fjölda manns í
huga, þegar ég skrifaði þessi orð.
Það væri hinsvegar óhreinskilni
að neita því, að Ólafur hefði verið
þeirra á meðal. Hitt vil ég árétta,
að enda þótt mér fyndist
óviðeigandi aðdragandi hins
skyndilega frama Ólafs Ragnars
o.fl. innan Alþýðubandalagsins, þá
er hann duglegur maður, sem
kann að vinna, en það er meira en
hægt er að segja um marga aðra.
Það er ennfremur bert, að
Morgunblaðið telur Ólaf Ragnar
nú meðal hættulegri andstæðinga.
Það er honum ákveðinn gæða-
stimpill og meira virði en hót-
fyndni manna af^mínu sauðahúsi.
Árni Björnsson
Trimmbrautir í Laugardal og
skemmtanir á útivistarsvæðum
Málverkasýning á Vopnafirði
IIELGI Jósefsson opnaði aðra
einkasýningu sína í barnaskóia
Vopnafjarðar sl. föstudagskvöld.
23. maí.
Helgi stundaði nám í mynd-
lista- og handíðaskóla íslands
veturna 1970—1974. Síðan hefur
hann verið búsettur á Vopnafirði
og kennt þar við grunnskólann.
Helgi sýnir 47 verk sem unnin eru
í pastel, vatnsliti og olíu. Á
myndinni er Helgi við 3 mynda
sinna, Skáldin frá Teigi, Vopna-
fjarðarkirkja og Trúboðinn.
Katrín.
Nýkomin sending af
hinum geysivinsælu
LADA
station
Nýkomin sending af hinum vinsælu LADA station, sem hentar hvort
sem er sem ferðabíll, fjölskyldubíII eða sem fyrirtækisbíll. Hann er
fáanlegur í tveim útfærslum með 1200 sm3 vél eða 1500 sm3 og þá
með vandaðri innréttingu. Pantið bílinn í dag áður en að hann selst
upp rétt einu sinni. Síminn í söludeild er 31236.
BIFREIÐAR & LANDBUNADARVELAR
Suðurlandsbraut 14, sími 38600
Söludeild 31236
ÚTISAMKOMUHALD í Laugar-
dal og í Tjarnargarði í sumar.
lagning trimm-. skíða- og göngu-
brauta um Laugardalinn, og end-
urvakning á fyrri tillögum um
sjóbaðstað í Nauthólsvík, eru
meðal tillagna samstarfsnefndar
um „líf í borg“ og nýtingu útivist-
arsvæðanna í áfangaskýrslu, sem
viðkomandi nefndir eru að fá til
umfjöllunar.
Samstarfsnefndin var skipuð
vegna tillagna borgarfulltrúa
sjálfstæðismanna sl. sumar um
sérstakt átak til að bæta aðstöðu
til nýtingar og aukinnar athafna-
semi á útivistarsvæðunum. í henni
eru frá umhverfismálaráði Elín
Pálmadóttir, sem er formaður og
Örnólfur Thorlacius, frá íþrótta-
ráði Gísli Þ. Sigurðsson og Sveinn
Björnsson og frá æskulýðsráði
Davíð Oddsson og Guðmundur
Bjarnason. Hefur nefndin skilað
áliti í þremur liðum, a) um tilraun
til aukinnar athafnasemi í sumar á
útivistarsvæðum, b) framtíðarnýt-
ingu Öskjuhlíðar og Nauthólsvík-
ursvæðisins og c) nýtingu útivist-
arsvæðisins í Laugardal.
Skemmtanir í Laugardal
og Hljómskálagarði
Tilraunina með skemmtanir á
tveimur stöðum í sumar munu þeir
Gestijr Ólafsson og Kristinn Ragn-
arsson, sem hafa góða reynslu af
skipulagi á útimarkaði, sjá um, og
er þetta þegar í undirbúningi. Er
Hljómar og Bubbi
Morthens á SATT-
kvöldi i kvöld
I Morgunblaðinu laugardaginn
24. maí birtist frétt um SATT-
kvöld sem haldið verður í Klúbbn-
um, en þar koma fram hljómsveit:
in Hljómar og Bubbi Morthens. í
fréttinni segir að umrætt SATT
kvöld verði þann 24. júní, en það
er ekki rétt. SATT kvöldið verður í
kvöld, 28. maí.
Morgunblaðið biður hlutaðeig-
andi velvirðingar á þessum mis-
tökum.
þar annars vegar um að ræða
útiskemmtun í Laugardal í sam-
vinnu við frjáls félög í nærliggj-
andi hverfum, og munu félögin
hafa þar svigrúm fyrir sína starf-
semi. Hins vegar er skipulögð
útiskemmtun í Hljómskálagarðin-
um með dansi og skemmtiatriðum
og miðað við að það sé regluleg
fjölskylduskemmtun fyrir borgar-
búa. En þeir Gestur og Kristinn
munu reisa þar þjóðhátíðartjaldið,
sem þeir keyptu af borginni.
Ekki er búið að dagsetja þessar
skemmtanir.
Margvísleg starfsemi
í Laugardal
Laugardalssvæðið allt var tekið
fyrir og endurmetið með tilliti til
nýrra og gamalla hugmynda, og
nýtingarþörf. Telur nefndin aug-
ljóst að þörf verði fyrir allt svæðið
í framtíðinni til íþrótta og útivist-
arathafna í framhaldi af því sem
þegar er áætlað. Hafa íþrótta-
fulltrúi og garðyrkjustjóri gert
áætlun um mislangar göngu- og
trimmbrautir um dalinn, sem eitt
fyrsta verkefnið og hefur íþrótta-
ráð lýst áhuga sínum. Síðan er
minnt á framtíðarverkefni, sem
þar eigi heima eða geti átt heima,
svo sem minigolf, fleiri knatt-
spyrnuvelli, skautahöll, skauta-
braut, squashaðstöðu, íþróttaað-
stöðu fyrir fatlaða og lamaða,
tennisvelli, aðstöðu fyrir lyft-
ingamenn (gamla þvottalaugahús-
ið er að fara undan átökunum)
glíma, blak, og fleiri innanhús-
greinar, íþróttahús fyrir ÍBR, auk-
ið landrými fyrir TBR, íþróttahús
fyrir ÍSI, aukin aðstaða fyrir ÍSÍ
vegna námskeiða, æfinga o.fl. auk-
in bílastæði vegna vaxandi starf-
semi. Þá þarf í Laugardal að koma
upp sýningarhúsi vegna grasa-
garðs og ýmiss konar aðstöðu fyrir
ræktunarstöðina o.m.fl. Þá er
fjallað um skipulag, stjórnun, fjár-
mögnun og stefnumörkun fyrir
Laugardalssvæðið.
Sjóbaðstaður í
Nauthólsvík
Þriðji liðurinn í áfangaskýrslu
samstarfsnefndarinnar er fram-
tíðarnýting útivistarsvæðisins í
Öskjuhlíð og Nauthólsvík og teng-
ing þess. Er lagt til að fyrri
hugmyndir um sjóbaðstað í Naut-
hólsvík, þar sem yfirfallsvatn úr
hitavatnsgeymum hlýjar sjóinn,
verði aftur upp teknar, nú með
viðhlýtandi hreinlætisaðstöðu,
baðstrandasandi, volgri sjólaug og
veitingaaðstöðu. Að athafnasemi
Æskulýðsráðs til siglinga verði
þar við hliðina á og gert við gömlu
bryggjuna, og að strandlengjan
verði gerð aðgengilegri með
stígum, útiborðum og bekkjum o.fl.
Þá er gert ráð fyrir að sem
minnst verði hróflað við landslags-
einkennum Öskjuhlíðar, sern nýt-
ist til almennrar útivistar, og verði
áfram í umsjá Skógræktarfélags
Reykjavikur og garðyrkjustjóra,
skv. áætlun sem samþykkt var í
borgarráði 1972, að tillögu þáver-
andi náttúruverndarnefndar.
1200 kr. 3.960.000.-
1500 kr. 4.300.000.-