Morgunblaðið - 28.05.1980, Side 2

Morgunblaðið - 28.05.1980, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ1980 Grenivík: Tveir alvar- lega slasaðir eftir bílveltu TVEIR piltar slösuðust alvarlega er bíll þeirra valt við bæinn Ystu- Vík í Grýtuhakkahreppi við Eyja- fjörð sl. föstudagskvöld. Þriðji pilt- urinn í bílnum slasaðist lítilleKa. Tildrög slyssins voru þau að pilt- arnir þrír, sem eru frá Grenivík, voru að koma frá Akureyri, þegar þeir komu í krappa beygju við Ystu-Vík og ökumaðurinn missti stjórn á bílnum og fór hann þrjár veltur. Piltarnir voru í fyrstu fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri en síðan var einn þeirra fluttur með sjúkraflug- vél til Reykajvíkur. Hann liggur nú á gjörgæzludeild Borgarspítalans mjög mikið slasaður. — Vigdís. Tvcir bílar «'»ku saman á gatnamótum Ilringhrautar og NjarAargotu á mánudaKskviild. Annar (ikumaðurinn ók á burt af slysstaðnum on náðist síðar. Myndin or af hinum hílnum. I.jósm. Mbl. ÓI.K.MaKn. Báðir ökumennirnir grunaðir um ölvun ÁREKSTUR varð milli tvoKgja bifroiða á gatnamót- um IlrinKbrautar og Njarð- argotu um klukkan 20 á mánudagskviild. Ráðir iikumonnirnir oru INNLENT Krunaðir um iilvun við akst- ur on annar þoirra ók burt af slysstaðnum on hinn sat oftir moð minniháttar moiðsl. ' Ökumaðurinn, sem ók á brott af slysstaðnum náðist inn undir Grensásvegi en veg- farandi, sem varð vitni að árekstrinum, fylgdi honum eftir. Þegar ökumaðurinn ætlaði að yfirgefa bíl sinn, yfirbug- aði vegfarandinn, sem hafði veitt honum eftirför, hann og hélt honum þar til lögreKlan kom á staðinn. Borgarafundur um sjónvarpskerfi í fjölbýlishúsum „UNDIRBÚNINGSNEFND að stofnun félags um írjálsan út- varpsrokstur hefur ákvoðið að boða til almenns borgarafundar í framhaldi af rannsókn yfirvalda á sjónvarpskerfum i fjölbýlishús- um. Verður fundurinn haldinn laugardaginn 31. maí n.k. kl. 14 á Hótel Borg. I fréttatilkynningu frá undir- búningsnefndinni segir meðal annars: „Undirbúningsnefndin hefur áhyggjur af því að yfirvöld séu með þessari rannsókn, og kröfu um að tæki verði gerð upptæk, að seilast inn á friðhelgi heimilanna. Nefndin bendir á að uppsetning sjónvarpskerfa í fjölbýlishúsum er aðeins eðlileg viðbrögð fólks sem býr við einokun á útvarpi og sjónvarpi. A borgarafundinum n.k. laugar- dag verður rætt um þróun þessa máls, og eru allir áhugamenn um það hvattir til að koma.“ Framsögumenn á fundinum verða Markús Örn Antonsson út- varpsráðsmaður, frá undirbún- ingsnefnd félags um frjálsan út- varpsrekstur, og Sigurður G. Ól- afsson útvarpsvirki, frá húsfélag- inu Krummahólum 4. Fundarstjóri verður dr. Jónas Bjarnason, varaformaður Neyt- endásamtakanna, og fundarritari Ragnar Magnússon, frá Félagi farstöðvaeigenda. Langferðabíll valt á Vaðlaheiði: Fjórtán manns í sjúkrahús með minni háttar meiðsl Akureyri. 27. maí. TUTTÚGU og scx manna fjalla- bill með 20 farþegum i valt í vestanverðri Vaðlaheiði klukkan 17.30 í ga-r. Fjórtán farþegar urðu fyrir meiðslum og voru fluttir í sjúkrahús til athugunar og aðgerða en þeir reyndust ekki alvarlcga meiddir. Öllum var leyft að fara heim að læknisaðgerð lokinni nema þremur, sem leyft var að fara heim í kvöld. Bíllinn var að koma austan úr Herðubreiðarlindum með hóp fólks úr Ferðafélagi Akureyrar. Þegar bíllinn nálgaðist efri Svalbarðseyr- arvegamótin í Vaðlaheiði fór hægra framhjólið undan bílnum og skoppaði um 200 metra leið niður eftir hlíðinni. Við þetta valt bíllinn, fyrst á vinstri hlið síðan á þakið og stöðvaðist loks á hægri hlið og snerist við og hafnaði að mestu leyti utan vegarins. Ökumaður hrökk út úr bílnum, sennilega gegnum framrúðuna og Þykkvibær: Kartöflur settar niður mánuði fyrr en í fyrra Kartöflubændur í Þykkva- bæ luku fyrir hvítasunnu- helgina við að setja niður kartöflur í garða sína. Að sögn Yngva Markússonar í Oddsparti var byrjað að setja niður 13. maí og luku þeir síðustu niðursetningu á föstudag. „Þetta er heldur í fyrra lagi miðað við meðalár og mánuði fyrr en í fyrra, sem var einstakt harðinda- vor,“ sagði Yngvi. Yngvi sagði að kartöflu- bændur í Þykkvabænum hefðu nokkrar áhyggjur af norðaustan hvassviðrinu nú þessa dagana, en enn hefðu þó ekki orðið skaðar svo vitað væri. Garðarnir hefðu verið vel rakir áður en hvessti og ef hvassviðrið varði lengur en 2 til 3 daga, gætu þeir þornað og þá fokið ofan af útsæðinu. tvær stúlkur lentu að nokkru leyti út um brotna glugga og festust undir bílnum. Þeir sem ómeiddir voru reyndu að lyfta bílnum ofan af þeim en tókst illa þar til aðrir bílar komu að. Þá var hægt að tjakka bílinn upp og losa stúlkurn- ar. Sjúkrabíll frá Húsavík, sem var á heimleið frá Akureyri eftir að hafa flutt þangað mann úr þessum sama ferðamannahópi, en sá hafði veikst í Mývatnssveit, kom að slysstað rétt eftir að bíllinn valt og um talstöð hans var gert viðvart og kallað á Akureyrarradíó. Lög- reglubíll frá Akureyri var að til- viljun staddur skammt frá slysstað og kom hann þangað von bráðar og auk þess komu þangað tveir sjúkrabílar frá Akureyri um fimm- tán mínútum síðar. Þess vegna var hægt að koma hinum slösuðu undir læknishendur tiltölulega mjög skjótt. Sv.P. Mótmæla starfsað- ferðum við Víðsjá STUÐNINGSMENN Péturs Thorsteinssonar hafa ritað fréttastjóra ríkisútvarpsins bréf þar sem þeir mótmæla þeim starfsaðferðum, sem beitt var við gerð og útsend- ingu þáttarins Víðsjár í gær- kvöldi, þar sem lagðar voru spurningar fyrir þrjá af fjór- um frambjóðendum tii for- setakjörs. Rætt var við þá Albert Guðmundsson, Guð- laug Þorvaldsson og Pétur Thorsteinsson, en tilkynnt, að Vigdís gæti ekki tekið þátt í viðræðum þar sem hún væri á kosningaferðalagi úti á landi, en viðtal við hana yrði birt n.k. föstudagskvöld. í bréfi segir að það séu í hæsta máta óréttlátar og óeðli- legar starfsaðferðir, að einn frambjóðandinn skuli tekinn sérstaklega út úr. Þegar það er haft í huga að boðað var til viðtalsins með viku fyrirvara. Nú hafi hann forskot á hina frambjóðendurnar, þar sem hann hafi hlustað á svör þeirra við hinum ýmsu spurningum, en þeir voru spurðir hver í sínu lagi, heyrðu ekki spurningar hvors annars. í bréfi sínu fara stuðningsmenn Péturs enn- fremur fram á, að viðtalið verði ekki birt við Vigdísi á föstudag. Tveir ungir menn létust í bílslysi i Gnúpverjahreppi TVEIR ungir menn úr Reykjavík létu lífið i bílslysi á hvítasunnu- dagsmorgun við Kálfárbrú skammt vestan við samkomuhús- ið Árnes í Gnúpverjahreppi og tveir sluppu lítt meiddir. Þeir sem létu lífið voru Ólafur ólafs- son, Hamrahlíð 33, 23 ára, og Hafsteinn Sigurðsson, Safamýri 38,18 ára. Að sögn lögreglunnar í Árnes- sýslu mun slysið hafa orðið um sex leytið á hvítasunnudagsmorg- un. Ökumaðurinn mun hafa misst stjórn á bílnum, sem er af Pont- iacgerð, rétt áður en hann kom að brúnni og lenti á handriði hennar. Hægri hlið bílsins fór hreinlega úr honum, en þeir sem létust sátu hægra megin í honum. Handrið brúarinnar sópaðist af við áreksturinn og bíllinn stöðvað- ist ekki fyrr en við vestur enda brúarinnar. Bifreiðin mun vera gjörónýt. Þá kom það fram hjá lögregl- unni, að ekki lægi fyrir hvort um ölvun við akstur hafi verið að ræða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.