Morgunblaðið - 28.05.1980, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAI1980
5
Sumarið ’80:
Margt um mann-
inn um helgina
Einn sýningarbásanna á sýningunni.
Ljósmynd Mbl. Kristinn.
SÝNINGIN Sumarið ’80, úti-
vera, sport, íerðalög, var opn-
uð sl. íimmtudag í Sýningar-
höllinni Ársölum á Ártúns-
höfða. þar sýna og kynna um
50 innlend fyrirtæki vörur
sínar, er samræmast heiti sýn-
ingarinnar.
Á sýningunni eru t.d. ferða-
bílar, sumarhús, hjólhýsi, felli-
hýsi, tjöld, garðhúsgögn og
ýmiss konar viðlegubúnaður
svo að eitthvað sé nefnt.
Sýningin er opin virka daga
frá klukkan 16.00—22.00 og um
helgina verður hún opin frá
14.00—22.00, en henni lýkur 2.
júní nk.
Margt var um manninn um
helgina á sýningunni.
Tízkusýningar eru daglega á sýningunni og var þessi mynd tekin á
einni þeirra um helgina. Ljósmynd Mbi. Guðjón.
Maður með
hauspoka
brýst inn
til stúlku
UM helgina var brotist inn í hús
við Hverfisgötu. Var þar á ferð-
inni maður með poka á höfði og
fór hann inn í herbergi hjá
stúlku, sem þar býr.
Stúlkunni tókst að komast út og
gera lögreglunni aðvart, en þegar
lögreglan kom á staðinn var.
maðurinn á bak og burt. Ekki er
vitað í hvaða erindagjörðum
maðurinn var.
Undirrita
Jan Mayen
samningana
SAMNINGAR íslendinga og Norð-
manna í Jan Mayen-málinu verða
undirritaðir. í Reykjavík í dag, en
þeir hafa þegar hlotið samþykki
þjóðþinga landanna.
Undirritunin mun fara fram á
hádegi í utanríkisráðuneytinu og
fyrir íslands hönd mun Ólafur
Jóhannesson utanríkisráðherra
undirrita þá, en Anna Marie Lor-
entsen, sendiherra fyrir hönd Norð-
manna.
Sigriður Guðmundsdóttir.
Magnús Hallgrímsson.
íslenskur hjúkrunar-
fræðingur til flótta-
mannabúða í Thailandi
NÝLEGA hélt Sigríður Guðmunds-
dóttir hjúkrunarfræðingur áleiðis
til flóttamannahúðanna Kao-i-dang
í Thailandi. þar sem hún mun starfa
í 3 mánuði á vegum Alþjóða Rauða
krossins. Þegar hún lýkur starfs-
tima sinum er ætlunin að annar
hjúkrunarfræðingur héðan leysi
hana af. Hinn 25. júní nk. fer svo
Magnús Hallgrimsson verkfræðing-
ur til Tanjung Pinang i Indonesiu.
Mun hann verða við skipulagsstörf
vegna bátafólks 'f 3 mánuði á
þcssum slóðum.
Efling og
samræming
lífsorkunnar
GEIR Viðar Vilhjálmsson sálfræð-
ingur heldur fyrirlestur á vegum
Samtaka um svæðameðferð og
heilsuvernd í kvöld, miðvikudags-
kvöld 28. maí, kl. 20 og er viðfangs-
efnið „Efling og samræming
lífsorkunnar“.
Meðal þess sem fjallað verður um
er samspil andlegra, félagslegra og
líkamlegra áhrifa í lífi mannsins og
afleiðingar þess fyrir heilsuna.
Rætt verður um ýmsar kenningar
um lífsorkukerfi mannsins, þar á
meðal nálarstungubrautir, orku-
stöðvar og rafeindakerfi líkamans
ásamt því, hvernig beita má slíkum
kenningum til heilsuverndar og með-
höndlunar.
Eftir að íslenski hópurinn sem fór
til Thailands í desember kom heim
aftur hafa komið nokkrar fyrir-
spurnir um fleira fólk héðan til
hjálparstarfa í S.A. Asíu. Hópur
Islendinga var tilbúinn til brottfarar
upp úr sl. áramótum og var Sigríður
ein úr þeim hópi. í þetta sinn voru
Norðurlöndin beðin um að kosta
sameiginlega sendingu á 13 manna
hóp lækna og hjúkrunarfræðinga og
tekur Sigríður sæti í þeim hóp.
Magnús Hallgrímsson er hins vegar
einn úr hópi Islendinga sem fengið
hafa þjálfun til almennra sendi-
mannastarfa hjá Alþjóða Rauða
krossinum. Var sérstaklega óskað
eftir honum í þetta verkefni.
Hjálparsjóður RKÍ hefur að und-
anförnu lagt mikið fé í erlend
hjálparstörf og er fé það sem sér-
staklega var safnað til aðstoðar við
flóttafólk í S.A. Asíu á síðasta hausti
upp urið. Þar sem Starfsmannafélag
Reykjavíkurborgar gaf nýlega til
hjálparstarfsins kr. 2.362.000, eða kr.
1.000 á hvern félaga, er nú hægt að
kosta þetta hjálparstarf áfram.
Einnig barst gjöf frá Elíasi Dav-
íðssyni í sama tilgagi. Heilbrigðis-
ráðuneytið, fyrir hönd ríkisstjórnar-
innar mun taka þátt í hluta af
kostnaði vegna starfs Sigríðar Guð-
mundsdóttur. Fyrir allt þetta þakkar
stjórn RKI um leið og hún árnar
þessum fulltrúum Islendinga í hjálp-
arstarfinu heilla í þessum mikilvægu
verkefnum.
(Frá RKÍ)