Morgunblaðið - 28.05.1980, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MAÍ 1980
47
Hermenn bera burt lík uppreisnarmanns sem íéll í skotbardaRa í Kwangju þegar borginni
var náð úrhöndum uppreisnarmanna.
Pakistan:
Ákvæði her-
laga hert
Islamahad. 27. maí. AP.
Herforingjastjórn í Pakistan
hefur hert ákvæði herlaganna.
sem í gildi eru í landinu. og
héðan í frá er heimilt að hand-
taka án skýringa hvern þann sem
„telst ögrun við þjóðaröryggi“ og
hafa hann í haldi svo lengi sem
þurfa þykir án þess að hann sé
ákærður eða honum gefinn kost-
ur á að svara til saka fyrir rétti.
Þá hefur stjórn Zia Ul-Haqs
áréttað fyrri yfirlýsingar um að
þeir sem ekki virði til fullnustu
það bann við stjórnmálaafskiptum
sem í gildi. er í landinu eigi yfir
höfði sér allt að 14 ára fangelsis-
dóm.
Ýmsir telja þetta fyrirboða þess
að þekktir stjórnarandstæðingar
verði handteknir á næstunni, en á
fimmtudaginn var náinn vinur
Bhutto-fjölskyldunnar handtek-
inn fyrir að dreifa áróðri.
Bugojno:
Rpffin p’pHp hrpvt- Kurpov sigruöi
M. T IIEIMSMEISTARINN í skák, Ana- 5,5 vinningar, Kuraica, Ivkov,
^ ^ ^ tnlv Kitrnnv trvirirAI viirnr á 11 *. c : ir l~l. * .
ingar á st jórn sinni
Jerúsalom, 27. maí. AP.
MENACHIM Begin, forsæt-
isráðherra Israels gerði í
dag breytingar á stjórn
sinni í kjölfar afsagnar Ez-
er Weizman, varnarmála-
ráðherra um helgina. Að
sögn heimilda í Israel þá
verður Yitzhak Shamir,
utanríkisráðherra, varn-
armálaráðherra í stað
Weizman. Shamir fylgir
svipaðri stefnu og Begin í
málefnum herteknu svæð-
anna. Yitzhak Modai, sem
gegnt hefur embætti orku-
málaráðherra, verður utan-
ríkisráðherra. Eftirmaður
hans hefði ekki verið út-
nefndur.
Wéizman sagði af sér embætti
varnarmálaráðherra í mótmæla- um verður áfram haldið.
Klerkum sleppt úr
haldi í S-Afríku
skyni við stefnu Begins í málefn-
um herteknu svæðanna. Hann
ásakaði Begin um óbilgirni og að
hafa „glatað stórkostlegu tæki-
færi“ til að semja um frið. „Leiðin
að friði er greið — en enginn velur
þá leið,“ skrifaði Wizman í afsagn-
arbréfi sínu. Begin ásakaði
Weizman um að reyna að koma
sér úr embætti. Vantrauststillaga
var borin fram á ísraelska þinginu
í dag en hún var felld með 51
atkvæði gegn 5 — 25 þingmenn
sátu hjá.
Frestur sá, sem saminn var um
í Camp David samkomulaginu, um
samkomulag um lausn Palestínu-
vandamálsins, rann út í gær.
Ekkert samkomulag er í sjónmáli
og Weizman ásakaði Begin um að
láta tækifærið um friðarsamning
renna úr greipum sér. Enn hefur
ekki verið ákveðið hvenær viðræð-
Ezer Weizman
HuKojno. 24. mái. ÁP.
IIEIMSMEISTARINN í skák, Ana
toly Karpov, tryggði sér sigur á
alþjóðaskákmótinu í Bugojno i
Júgóslaviu með því að sigra í fimm
síðustu skákum sínum — hreint
ótrúlegt afrek í jafn sterku móti en
styrkleikagráða mótsins í Bugojno
var 15. Karpov sigraði Júgóslavann
Gligoric í síðustu umferð mótsins
og tryggði sér með því efsta sætið
en Bent Larsen, sem hafði forustu
lengst af, varð að gera sér annað
sætið að góðu. Ilann gerði jafntcfli
við Júgóslavann Ljubojevic eftir 96
leiki — náði ekki að knýja fram
sigur.
Urslit í síðustu umferð urðu: Tal,
Sovét — Ivkov, Júgóslavíu, jafntefli,
Timman, Hollandi —Hort, Tékkó-
slóvakíu, jafntefli, Kavalek, Banda-
rikjunum — Polugaevsky, Sovét,
jafntefli, Larsen, Danmörku —
Ljubojevic, Júgóslavíu, jafntefli,
Karpov Sovét, — Gligoric, Júgó-
slavíu 1—0, Kuraica, Júgóslavíu —
Anderson, Svíþjóð 1—0.
Lokastaðan í mótinu varð:
Karpov 8 vinningar, Larsen 7,5
vinningar, Trimman 6,5 vinningar,
Ljubojevic, Polugaevsky, Anderson
5,5 vinningar, Kuraica, Ivkov, Tal,
Hort, 5 vinningar, Kavalek 4 vinn-
ingar, Gligoric 3,5 vinningar.
Ungverji í
sovésku geimfari
Moskvu, 26. maí. AP.
SOVÉTMENN skutu á loft mönnuðu
geimfari í dag. Um borð eru tveir
geimfarar, Sovétmaðurinn Valery
Kubasov og Ungverjinn Bertalan
Farkas. Kubasov er í sinni þriðju
geimferð. TASS-fréttastofan skýrði
frá förinni og sagði, að geimfar
þeirra félaga hefði verið tengt við
geimstöðina Salyut 6. Þar eru fyrir
tveir sovéskir geimfarar, Leonid
Popov og Valery Ryumin, en þeir
fóru á braut um jörðu 9. apríl
síðastliðinn.
ERLENT
JóhannesarhorK. 27. maí. AP.
S-AFRÍSKA lögreglan sleppti í
dag úr haldi 53 kirkjunnar
mönnum eftir að hafa haldið
þeim í fangelsi í sólarhring. Hins
vegar var 56 mönnum, þar á
meðal háskólakennurum, kenn-
urum og ncmendum haldið í
fangelsi eftir að hafa verið teknir
fastir á mánudag. Fjölmargir
klerkar fóru í mótmælagöngu á
mánudag vegna handtöku klerks-
ins John Thorne, en hann hafði
lýst yfir stuðningi við mótmæla-
aðgerðir skólanemenda undan-
farið. Meðal hinna handtekni
voru 35 hvítir menn.
Hópur fólks safnaðist saman
fyrir utan dómshúsið þar sem
klerkunum var haldið og söng
sálma. Lögreglan dreifði hópnum
og skömmu síðar var klerkunum
sleppt úr haldi. Víða kom til
mótmælaaðgerða í S-Afríku í dag.
Stjórnvöld tilkynntu í dag, að
nemendur yrðu ekki reknir úr
skóla þó þeir hafi tekið þátt í
mótmælaaðgerðum undanfarið.
Þetta þykir benda til þess, að
stjórnvöld vilji koma nokkuð til
móts við kröfur um réttlátara
menntakerfi.
Sem fyrr mættu sárafáir nem-
endur af lituðum kynstofni til
skóla. Þeir krefjast þess, að
menntastofnanir þeirra sitji við
sama borð og hvítra. Stjórnvöld
eyða nú um 800 dollurum á hvern
hvítan nemenda, en aðeins 200 á
hvern kynblending og 100 dollur-
um á hvern blökkumann.
Áhrifamesti trúarleiðtogi
blökkumanna, Desmond Tutu
biskup, var meðal þeirra sem voru
handteknir. Hann hélt blaða-
mannafund eftir að honum var
sleppt úr haldi. Hann sagði, að
klerkarnir sem tóku þátt í mót-
mælaaðgerðunum hafi verið með-
limir SÁCC, en það eru samtök 15
milljóna blökkumanna og kyn-
blendinga.
Pólland:
Áttatíu andófs-
menn handteknir
Varsjá, 27. maí. AP.
LÖGREGLAN í Sandomierz
handtók um 80 andófsmenn.
scm voru að mótmæla fangels-
un bónda nokkurs. Flestir and-
ófsmanna voru handteknir á
föstudaginn var þar sem þeir
voru að dreifa hæklingum á
almannafæri. Eftir tvo sólar-
hringa í gæzluvarðhaldi var
þeim flestum sleppt. en margir
voru handteknir aftur á mánu-
dag.
Meðal hinna handteknu voru
tveir félagar í andófsmanna-
hreyfingunni KOR, þau Jan Joz-
ef Lipski, rithöfundur og Halina
Mikolajska, sem er leikkona.
Eftir handtökuna á mánudag
voru þau send til Varsjár, en
andófsmenn telja að um 30
manns hafi setið í gæzluvarð-
haldi samfleytt frá því á föstu-
daginn.
Kozlowski heitir bóndinn, sem
mótmælaaðgerðirnar hafa
snúizt um, en fjöldi andófs-
manna kom til Sanomierz að
vera við réttarhöld í máli hans.
Hann var á sínum tíma dæmdur
í tveggja ára fangelsi, fyrir að
hafa barið mann, sem andófs-
menn segja alræmdan fyrir of-
beldi, en Kozlowski hefur nú
áfrýjað máli sínu og fellur dóm-
ur í því á fimmtudaginn kemur.
Kreisky varar við frejsari
þvingunum á hendur írönum
Tcheran. WashinKton. Aþenu. 27. maí. AP.
BRUNO Kreisky, kanslari Austurríkis, sagði í Aþenu í dag, að ný
viðskiptabönn og þvinganir á hendur íran, myndu einungis hafa í för
með sér, að lausn gíslamálsins drægist enn á langinn. Jimmy Carter,
forscti Bandaríkjanna, ihugar nú að fá Sameinuðu þjóðirnar til að
samþykkja viðskitabann á íran. „Ef til kæmi. myndi það einungis
skapa nýja erfiðleika,“ sagði Kreisky í Aþenu á leið til Vínarborgar
frá Teheran.
Kreisky var í Teheran ásamt
þeim Olof Palme, leiðtoga jafnað-
armanna í Svíþjóð, og Felipe
Gonzales, leiðtoga sósíalista á
Spáni. Gonzales tók í sama streng
og Kreisky við komuna til Madríd.
Þeir Kreisky, Palme og Gonzales
ræddu við Bani-Sadr, forseta
Irans, Sadegh Ghotbzadeh, utan-
ríkisráðherra og meðlimi íranska
byltingarráðsins. „Gíslamálið var
eitt af mörgum málum til umræðu
í Teheran," sagði Kreisky við
fréttamenn í Aþenu. Hann sagði,
að þeim félögum hefði virst sem
írönskum stjórnvöldum væri í
mun að leysa deilu sína við
Bandaríkin.
Bandaríkin íhuga nú að leggja
deilu sína við íran fyrir Öryggis-
ráð Sameinuðu þjóðanna. Þessi
ákvörðun kemur í kjölfar úrskurð-
ar Alþjóðadómstólsins í Haag um
að írönum beri að skila gíslunum.
Warren Christopher, aðstoðarut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna
sagði í Washington í dag, að það
væri vísbending um breytta stefnu
Sovétmanna, að fulltrúar Sov-
étríkjanna og Póllands í Alþjóða-
dómstólnum hefðu báðir greitt
atkvæði með því, að írönskum
stjórnvöldum beri að skila gíslun-
íranska fréttastofan PARS
skýrði frá því í dag, að átta írakar
hefðu verið teknir höndum í borg-
inni Ilam. Þeir voru með sprengi-
efni og vopn í fórum sínum. íröhsk
C-130 flutningavél flaug í dag lágt
yfir bandaríska skipinu La Salle á
Persaflóa. Flugvélin sneri fljótl-
ega til baka. Atvikið er hið fyrsta
sinnar tegundar í flóanum. Talið
er að íranir hafi verið að mynda
La Salle.