Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1980 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1980 17 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 250 kr. eintakiö. Stórvirkjanir og stóriðja Nauðsyn þess, að ekki verði látið staðar numið við að virkja vatnsföll landsins og jarðhita, ætti að vera öllum ljós. Þá ætti öllum einnig að vera ljóst, að ísland verður ekki byggilegt né fært um að veita öllum vinnufúsum höndum verkefni nema af stórhug verði staðið að því að skapa ný atvinnutækifæri. Þessar tvær staðreyndir krefjast þess, að með skynsamlegum hætti verði staðið að stóriðjuframkvæmdum á Isiandi á næstu árum og áratugum. Mál þessi hafa verið til umræðu síðustu vikur og hér í blaðinu hefur rækiiega verið vakin athygli á þremur merkum erindum, sem snerta þessa umræðu eftir þá Sigurgeir Jónsson, aðstoðarbanka- stjóra Seðlabankans, Jóhannes Nordal, Seðlabankastjóra og Jakob Björnsson orkumálastjóra. I viðtali við Morgunblaðið síðastliðinn laugardag dregur síðan Jóhannes Nordal þessa þræði saman og leggur á það áherslu, að ekki síðar en á næsta ári verði að taka ákvörðun um nýja stórvirkjun og framhald stóriðju hér á landi. Nú eru tæplega tuttugu ár síðan sú stefna var mótuð, sem leiddi til stofnunar Landsvirkjunar 1965, stórvirkjunarinnar við Búrfell og samningsins við Alusuisse um álverksmiðjuna í Straumsvík. Enginn efast lengur um það, að þessi stefna hefur reynst farsæl og skilað ríkulegum ávexti. Byrjunarerfiðleikar voru að sjálfsögðu nokkrir en þeir hafa allir verið yfirstignir og enn frekari reynsla af orkufrekum iðnaði hefur fengist með tilkomu járnblendiverksmiðj- unnar á Grundartanga í samvinnu við norska fyrirtækið Elkem- Spiegerverket. Nú telur Jóhannes Nordal, sem hefur verið virkur aðili að þessum málum allt frá upphafi, að við íslendingar séum til þess færir að ráðast einir í byggingu stóriðjufyrirtækisins, ef við teljum það hagkvæmt. Og hann bendir einnig á þá staðreynd, að með tæknilegum endurbótum hefur tekist að koma í veg fyrir mengun af þeim stóriðjufyrirtækjum, sem virðast arðbærust hérlendis, álverum og járnblendiverksmiðjum. Fordómalaust ætti því að vera unnt að íhuga alla kosti þess að ráðast í nýjar stóriðjuframkvæmdir, en það verður þó ekki gert nema séð verði fyrir nægilegri orku handa slíkum fyrirtækjum. Eftir að Hrauneyjafossvirkjun hefur orkuframleiðslu er óljóst um frekara framhald stórvirkjana. Akvarðanir um stóriðjufram- kvæmdir byggjast á hraðanum við orkuöflunina. Við mat á þessu skapar Krafla mikla óvissu, sem nauðsynlegt er að eyða með skynsamlegum rannsóknum umhverfis virkjunina og ráðstöfunum til orkuöflunar. Jóhannes Nordal telur, að væri unnt að slá því föstu, að árið 1985 verði afköst í Kröfluvirkjun orðin 70 megawött og næsta stórvirkjun kæmi til sögunnar ekki seinna en 1987—88 mætti líklega selja orku frá Hrauneyjafossvirkjun til stóriðju, sem svaraði því á árinu 1982—83 að unnt yrði að tvöfalda framleiðsluna á Grundartanga eða auka álframleiðsluna í Straumsvík um 30 þúsund lestir á ári. Komi hins vegar engin viðbótarorka frá Kröfluvirkjun og engin stórvirkjun fyrr en 1987—88 er vafasamt, hvort hægt yrði að bæta jafnvel einum ofni við járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga. Þegar til þess er litið, að með virkjuninni við Hrauneyjafoss hefur aðeins verið virkjað sem nemur um 12% af því vatnsafli, sem talið er hagkvæmt að virkja, er augsýnilegt, að alls ekki er skynsamlegt að láta deigan síga í frekari virkjunaráformum. Nú er unnið að athugunum á þremur virkjunarkostum við Sultartanga á Þjórsár- svæðinu, Blönduvirkjun og Fljótsdalsvirkjun. Öllum þessum athugunum þarf að flýta og taka síðan hleypidómalaust ákvörðun um næstu stórvirkjun, sem komi svo fljótt sem verða má með orku inn á landskerfið og auðveldi þannig töku ákvarðana um næstu stóriðjuframkvæmdir. Verði það niðurstaða þeirra rannsókna, sem nú fara fram, að skynsamlegt sé að ráðast í allar þær virkjanir, sem nú eru til athugunar, á auðvitað að ganga til þess verks með skipulegum hætti oggera áætlanir um þá iðnaðaruppbygingu, sem því yrði samfara til dæmis á Austurlandi. Óhikað á að nýta erlent fjármagn til að hrinda slíkri stórhuga áætlun í framkvæmd sé það talið óhjákvæmilegt. En áætlað er , að eftir tilkomu Sultartangavirkjun- ar, Blönduvirkjunar og Fljótsdalsvirkjunar hafi um 23% af vel virkjanlegu vatnsafli verið virkjað en það er í heild talið nema um 30000 gígawattsstundum á ári og ekki má gleyma því, að unnt er að virkja mjög mikið af jarðgufu, líklega ekki minna en nemur 20000 gígawattsstundum á ári. Spilin hafa verið lögð á borðið að því er varðar næstu stórvirkjanir og stóriðjuframkvæmdir. Skipulega er unnið að því að kanna virkjunarkosti. Nú verða stjórnmálamennirnir að móta afstöðu sína, því að hún ræður úrslitum. Núverandi ríkisstjórn hefur engan skilning á mikilvægi þessara mála, ef marka má stefnuyfiriýsingu hennar. Það mun því koma í hlut annarra en hana skipa að hafa hér frumkvæði og í því efni hvílir mesti þunginn á Sjálfstæðisflokknum. AB 25 ára: „KENNING Ara fróða, sú, að skylt sé að hafa það, er sannara reynist, hefur frá öndverðu mót- að bókmcnntir íslendinga. en þær hafa alltaf verið uppistaðan i menningu þjóðarinnar. Einkunn- arorðin „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa“ sem greypt Bjarni Benediktsson, Gunnar Gunnarsson, fyrsti formaður AB. fyrsti form. bókmenntaráðs AB. Eyjólfur K. Jónsson, fyrsti framkvæmda8tjóri. Baldvin Tryggvason, núverandi form. AB. V Brynjólfur Bjarnason, framkvæmdastjóri. Tómas Guðmundsson, skáld form. bókmenntaráðs nú. Geir Hallgrimsson, form. Stuðla frá upphafi. ... að velja bækur þær einar sem veita hlutlausa fræðslu eða listrænan unað... voru i hornstein Alþingishússins, eru og náskyld kenningu Ara.“ Þannig komst Bjarni Bene- diktsson, fyrsti formaður Al- menna bókafélagsins, að orði í upphafi ávarps er hann ritaði í Félagsbréf AB sem kom út þegar á fyrsta ári félagsins. Og Bjarni Benediktsson segir síðan í niður- lagi: „Almenna bókafélagið er félags- skapur þeirra manna, sem efla vilja þessar fornu stoðir þjóð- menningar íslendinga, þeirra sem trúa því að enn muni þjóðinni hollast að hafa það, sem sannara reynist." Um aðdraganda að stofnun AB á sínum tíma má segja, að um langt árabil hafi ýmsir áhuga- menn um bókmenntir og menning- armál haft áhuga á að koma á laggirnar félagi, þar sem samein- aðir væru sem flestir hinna fremstu rithöfunda og skálda, þeirra, sem aðhyllast lýðræðislega og frjálslynda stefnu í menning- armálum og þjóðmálum. í janúarmánuði árið 1955 ákváðu 32 áhugamenn að hleypa félagi af þessu tagi af stokkunum og vinna að velferð þess. Hlaut félagið nafnið Almenna bókafé- lagið og var sett á laggirnar stjórn fyrir félagið. Eins og áður segir var Bjarni Benediktsson, þáv. menntamálaráðherra, formaður, en með honum sátu í stjórn þeir Aiexander Jóhannesson, prófess- or, Jóhann Hafstein bankastjóri, Karl Kristjánsson, alþm. og Þór- arinn Björnsson, skólameistari. Ásamt með stjórninni var sett á laggirnar sérstakt bókmenntaráð og ákveðin verkaskipting milli þess og stjórnar AB. Var hlutverk bókmenntaráðs að velja útgáfu- bækur og vera stjórninni til ráð- gjafar en á hinn bóginn féll í hlut stjórnarinnar að hafa umsjón með fjárreiðum AB og daglegri starf- semi. Gunnar Gunnarsson skáld varð fyrsti formaður bókmennta- ráðsins. Með honum voru í ráðinu þeir Birgir Kjaran, hagfræðingur, Davíð Stefánsson, skáld, Guð- mundur G. Hagalín, skáld, Jó- hannes Nordal, hagfræðingur, Kristján Albertsson, Kristmann Guðmundsson rithöfundur, Tómas Guðmundsson, skáld og dr. Þor- kell Jóhannesson háskólarektor. Almenna bókafélagið braut upp á nýjung í starfsemi sinni gagn- vart viðskiptamönnum sínum, sem var m.a. í því fólgin að setja sér að markmiði að gefa hverjum þeim er vildi þiggja, kost á að afla sér valinna bóka við sem vægustu verði og jöfnum höndum að fræða menn, eða eins og Gunnar skáld Gunnarsson segir í Félagsbréfi „ekki aðeins um land og lýð, heldur og um lönd og lýði verald- ar, skáldskap þann, lifnaðarhætti og heimspeki, sem einkennir mannkynið á líðandi stund eða hefur enzt því í veganesti. Án réttrar yfirsýnar getur engin þjóð talizt fullgild menningarþjóð, en á slíka yfirsýn skortir nú einna helzt víða um heim, enda unnið að því skipulega og af harðfylgi að brengla hana og takmarka. Af fádæma gorgeir boðar afturhaldið austræna sjálft sig sem vaxtar- brodd mannkynsins og er slíkt aðeins hægt, þar sem lygin situr á veldisstóli. Þetta veit og sér hver maður, sem vita vill og sjá, en um hina máióðu dáleiðendur flykkjast eigi að síður víða um heim ungir hugsjónamenn — enn sem komið er.“ Hægt farið af stað Stjórn og bókmenntaráð hófu starfssemi um miðjan febrúar- mánuð 1955, og var fyrsti fundur ráðsins þann 18. febrúar og þá hafinn undirbúningur að vali út- gáfubókanna fyrstu. Voru síðan haldnir fundir vikulega allt fram í júnímánuð. Formlegur stofndagur AB telst 4. júní en það var eins og sjá má af meðfylgjandi mynd af baksíðu Mbl. 17. júní að opinber- lega var skýrt frá stofnun hins nýja bókmenntafélags. Nokkru áð- ur hafði og hlutafélagið Stuðlar verið stofnað og aflaði það á skömmum tíma hlutafjárloforða sem námu um 500 þús. krónum. Geir Hallgrímsson, hrl. var kjör- inn fyrsti formaður Stuðla og með honum í stjórn þeir Halldór S. Gröndal, framkvæmdastjóri, Loft- ur Bjarnason, forstjóri og Magnús Víglundsson, forstjóri. Tilgangur Stuðla var eðlilega sá „að styðja og efla bókaútgáfu og menningar- starfsemi í landinu, hafa með höndum sjálft og í samráði við aðra bókaútgáfu, bóksölu og aðra skylda útgáfu." Fyrsta skrifstofa Almenna bókafélagsins var að Tjarnargötu 16 og fljótlega aflaði AB sér umboðsmanna um gervallt landið sem unnið hafa drjúgt fyrir félag- ið og reyndin varð sú að fólk skráði sig félaga unnvörpum. Síðan flutti AB starfsemi sína í Austurstræti 18. Fyrstu þrjár bækurnar sem félagið gaf út voru Grát ástkæra fósturmold eftir Alan Patan, bók Ants Oras örlaganótt yfir Eystra- saltslöndum og Hver er sinnar gæfu smiður, handbók Epiktets. Á 25 ára ferli hefur AB gefið út um 600 bókatitla. Höfundur og þýðendur eru samtals 436, 296 íslenzkir og 140 erlendir. Af rit- söfnum sem AB hefur gefið út í vönduðum útgáfum eru ritsafn Gunnars Gunnarssonar, skáldverk Kambans, Kristmanns og Jakobs Thorarensen og Tími í lífi þjóðar, eftir Indriða G. Þorsteinsson. Bókaklúbbur AB tók til starfa árið 1974 og hafði hann um sl. áramót sent frá sér 40 bækur. Fyrsti framkvæmdastjóri AB var Eyjólfur Konráð Jónsson, hrl. og síðan hafa gegnt þeim starfa Baldvin Tryggvason og nú Brynj- ólfur Bjarnason. Núverandi form. AB er Baldvin Tryggvason og formaður bókmenntaráðsins er Tómas skáld Guðmundsson. Auk Gunnars Gunnarssonar var Þorkell Jóhannsson, háskólarekt- or formaður bókmenntaráðs og Karl Kristjánsson alþm. var stjórnarformaður AB. Geir Hall- grímsson hefur frá upphafi verið form. Stuðla. Bókmenntaráðunautur AB nú er Eiríkur Hreinn Finnbogason. mrnt r~Um átt VBM MUýH Almenna bókafélagiA: Helztu skáld landsins og bókmenntamenn sameinast um stofnun nýs menningarfélags Yfirlýsingin um stofnun AB fyrir 25 árum. Norska olíuvinnslan er enginn bamaleikur Eftir John C. Ausland JOHN C. Ausland skrifaði þessa grein fyrir Morgunblaðið til að draga saman viðhorf Norðmanna til olíuvinnslunnar nú u.þ.b. tveimur mánuðum eftir slysið í Norðursjó. Höfundur telur, að Norðmenn muni halda ótrauðir áfram. þótt þeir geri sér nú betur grein íyrir því en áður, að það er enginn barnaleikur að glíma við oliuna. Norðmenn virðast vera byrjað- ir að sætta sig við þá staðreynd, að oliunni fylgir mikil áhætta. Rétt rúmur mánuður var liðinn frá þvi að ibúðarpallurinn Alex- ander Kielland endasteyptist í Norðursjó og 123 menn týndu lífi, þegar norska þingið ákvað að oliuævintýrinu skyldi haldið áfram. Rikisstjórnin lofaði þvi, að ráðstafanir yrðu gerðar til að bæta öryggið á oliupöllunum og hægði á ferðinni við útgáfu á rannsóknaleyfum. Hvað sem þcssu líður er framgangur oliu- vinnslunar i heild svo að segja i samræmi við eldri áætlanir. í Stórþinginu voru það smá- flokkarnir, sem lögðust ákafast gegn því, að hafin yrði olíuvinnsla úti fyrir Norður-Noregi nú í sumar og barátta þeirra fékk nýján byr eftir Alexander Kiel- land-slysið, en stóru flokkarnir Hægriflokkurinn og Verkamanna- flokkurinn sameinuðust og ítrek- uðu fyrri stefnu um að tilrauna- boranirnar skyldu hefjast sam- kvæmt áætlun. Umræður um olíu- vinnsluna á Norðurslóðum hafa verið heitari en um nokkurn annan þátt norskra olíumála. Talsmenn umhverfisverndar halda því fram, að ríkisstjórnin sé ekki í stakk búin til að stöðva olíuleka, ef til hans kæmi. Máli sínu til stuðnings benda þeir á það, hve illa norskur tækjabún- aður hafi reynst gegn olíulekanum á Mexíkóflóa nýlega. Sjómenn halda því fram, að olíuvinnslan gæti haft hrikalegar afleiðingar í för með sér fyrir fiskveiðar. Ríkis- stjórnin leggur hins vegar áherslu á, að olíuvinnslan og öll umsvifin í kringum hana séu forsendur efna- hagsframfara í Norður-Noregi. Jafnhliða því, sem innanlands- stjórnmál hafa sett svip sinn á deilurnar um olíuvinnslu úti fyrir Norður-Noregi, hafa embættis- menn beint huganum að því, hvaða áhrif vinnslan kunni að hafa á baráttu Sovétmanna og Norðmanna yfir auðlindunum í Barentshafi. Þó Sovétmenn séu áreiðanlega ekki mjög kátir yfir tilraunaborunum Norðmanna, er erfitt fyrir þá að mótmæla því, að Norðmenn stundi lögmæta starf- semi á eigin yfirráðasvæði. Sovét- menn láta sér því einfaldlega nægja að fylgjast með því, sem er að gerast. Alexander Kielland ibúðarpallurinn þar sem 123 menn týndu lifi, dreginn til lands. Venjulega þarf að bora nokkrar holur til að finna olíulind eða gaslind, sem er þess virði, að hafin verði vinnsla úr henni. Verði Norðmenn hins vegar heppnir — eða óheppnir eftir því hvaða skoðun menn hafa — og finni olíu í sumar, mun athyglin tvímæla- laust beinast næst að Barentshafi og hugsanlegri olíu á botni þess. Afleiðingar þess gætu verið tvennskonar. Erfiðara kynni að verða fyrir Norðmenn að ná sam- komulagi við bandamenn sína og Sovétmenn um hið margþvælda mál, hver eigi yfirráðin yfir land- grunninu umhverfis Svalbarða. Áðilar bæði i Evrópu og Banda- ríkjunum kynnu að verða enn óánægðari yfir því, hve hægt og varlega Norðmenn ganga til verks við nýtingu olíuauðiinda sinna. Að mati Norðmanna eiga þeir nú vinnsluhæfar olíulindir, sem muni endast þeim í eina öld verði vinnslunni haldið innan „hæfi- legra" marka, sem þeir telja vera 90 milljónir lesta á ári. Fram- leiðslan er nú að nálgast helming þessa magns og þess verður vart, að Norðmenn hafa af því nokkrar áhyggjur, hvað þeir eigi að gera við alla þá fjármuni, sem fljóta munu inn í ríkiskassann. Ríkis- stjórnin áætlar, að ríkissjóður verði rekinn með hagnaði nú í ár. Stjórnin hefur uppi áform um að nota olíupeningana til að greiða upp erlendar skuldir, sem mynd- ast hafa vegna lántöku undanfar- inna fimm ára, en lánin voru tekin til að takast á við þann efnahags- lega samdrátt, sem orðið hefur um heim allan. Þó nýlegar skoðanakannanir sýni, að meirihluti Norðmanna styðji þá meginstefnu, að erlendu skuldirnar skuli greiddar upp, er einnig haldið uppi kröfugerð um að eitthvað af olíupeningunum renni í launaumslögin. Ríkis- stjórnin komst bærilega frá síðustu kjarasamningum, en það verður ekki auðvelt fyrir hana að viðhalda samkeppnisaðstöðu norsks iðnaðar, þegar olíupen- ingarnir byrja virkilega að streyma inn í efnahagslífið. Þetta verður stjórninni þeim mun erfið- ara því lengur sem hún dregur, að koma fram af meiri hreinskilni gagnvart almenningi í frásögnum af þeirri áhættu, sem tekin er í Norðursjónum. Ríkisstjórnin glímir ekki aðeins við málefni, sem snerta þannig almenna þætti olíustefnunnar, hún þarf einnig að taka erfiðar ákvarðanir varðandi frekari vinnslu á Statfjord-svæðinu. Til dæmis er komið að því, að ákveða verði hvort þar eigi að koma þriðja vinnslupallinum fyrir. Vegna nýlegra skattahækkana, hefur Mobil olíufélagið, sem sér um rekstur á Statfjord-svæðinu, látið í ljós efasemdir um það, hvort rétt sé að hafa þar fieiri palla. Alexander Kielland-slysið og nýlegar opinberar athuganir á kostnaði við framkvæmdir í Norð- ursjó hafa einnig endurvakið spurninguna um það, hvort skyn- samlegast væri að koma fyrir sérstökum íbúðarpalli á Stat- fjord-svæðinu. Ákvörðunin um það, hvernig koma eigi gasinu frá Statfjord- svæðinu og öðrum gasauðugum svæðum á markað, er þó enn erfiðari. Fleiri en ein þjóð óska eftir að fá gasið keypt eða að minnsta kosti hluta þess: Bret- land, löndin á meginlandi Evrópu og Norðurlönd. Norsk fyrirtæki telja einnig æskilegt, að nokkurt magn af gasi verði flutt á land í Noregi, og mætti nota það til að koma á fót olíuefnaiðnaði á vest- urströndinni. Eftirspurnin eftir þessu gasi er svo mikil, að engum erfiðleikum verður greinilega bundið að fjármagna gasleiðslurn- ar. (En þær eru nú taldar munu kosta um 10 milljarða Bandaríkja- dala.) Eða eins og starfsmaður Statoil, ríkisolíufyrirtækisins, sagði við mig: Norðmönnum finnst olíu- vinnslan flóknari en þeir bjuggust við. En það kemur þó ekki í veg fyrir, að þeir haldi henni áfram og leiti á nýjar slóðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.