Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1980 — „Fáum ekki stærri skell en þetta í HM-keppninni“ - segir Helgi Daníelsson formaður landsliðsnefndar LANDSLIÐSMÁLIN í knattspyrnu oru í sviðsljúsinu. u« því ekki úr vejfi aú spjalla orlítiú viú llelKa Daníelsson formann landsliðsnefndar KSl. IIoIkí hefur um lantct skeið starfað að málum knattspyrnunnar ok er þar öllum hnútum kunnuKur. Ok eins ok allir vita var HoIkí landsliðsmarkvörður íslands í knattspyrnu við KÓðan orðstír um árahil. IlelKÍ var fyrst inntur eftir því hvers ve^na betri áranKur na-ðist ekki í landsleikjum en raun er vitni ok hvort hann hefði verið ánæKður með leikinn á móti Wales? — Sannleikurinn í þessu öllu er hljóð í strokkinn. Fólki er ekki nú bara einfaldlega sá, að við nægilega vel ljóst í hverju vanda; erum alltaf að leika við þjóðir sem eru mun betri en við. Erlendu atvinnumennirnir eru fljótari á boltann, þeir hafa meiri knatt- tækni, betri sendingar og þurfa því minna fyrir öllu að hafa. Þeir láta boltann vinna fyrir sig. Þessir menn eru hálaunaðir og fá stórar upphæðir fyrir að vinna leiki. Þetta á ekki við um landsliðsmenn okkar. Ég er að sjálfsögðu óánægður með úrslitin á móti Wales, hvern- ig get ég verið annað. En ef ég væri Walesbúi þætti mér ekkert sjálfsagðara en að vinna lið ís- lands með fjórum mörkum. Is- ienska landsliðið lék eins og svo oft áður góðan fyrri hálfleik, en fékk á sig mark á slæmum tíma. Eitt enn. Við nýttum hinsvegar ekki góð tækifæri til að skora. Það er ómögulegt að segja hvað hefði skeð ef við hefðum skorað í fyrri hálfleiknum. Við tefldum fram okkar sterkasta liði að undan- skildum tveimur mönnum í þess- um leik þeim Ásgeiri og Teit. Mér fannst þeir leikmenn sem við kölluðum á heim erlendis frá standa sig mjög vel. Pétur og Arnór eru báðir geysilega sterkir og snjallir leikmenn. Þá fannst mér Sigurður Hall- dórsson koma mjög vel frá sínum fyrsta landsleik. Gera áhorfendur of miklar kröfur að þínum dómi? — Áhorfendur eiga að gera kröfur. En í sumum tilvikum eru kröfurnar ósanngjarnar. Fólk vill sjá sína menn sigra. Ég varð fyrir* vonbrigðum, ég vil fá sigur. En ef fólk færi að hugsa málið niður í kjölinn og setti fyrir sig aðstöðu- muninn kæmi sjálfsagt annað málin eru fólgin. Við í stjórn KSÍ erum áhorfendum afar þakklátir fyrir þann mikla stuðning sem þeir hafa veitt landsliðinu í gegn um árin. Þá má það koma fram að ég er ánægður með umfjöllun blaðanna, á landsleikjum. Hvað var mest ábótavant að þínum dómi I landsliðinu á móti Wales? — Það næst ekki nægilega góð samvinna á milli miðvallarspilar- anna og framlínumannanna. Þá var vörnin fullsvifasein í leiknum á móti Wales. Þá gengur okkur afar illa að skora mörk. Nú það er nauðsynlegt að landsliðið fái meiri tíma til undirbúnings fyrir leiki. Tveir til þrír dagar eru ekki nóg. Vika er lágmark. Þá er rétt að athuga að keppnistímabil okkar er að hefjast en að ljúka hjá hinum þjóðunum. Keppnistímabil okkar er stutt og mjög ásetið, þannig að erfitt er um vik. Telur þú rétt af okkur að vera að taka þátt í IIM-keppni og öðrum stórmótum þrátt fyrir alla þessa stóru skelli? — Já alveg tvímælalaust. Það eitt er útaf fyrir sig að hinar sterku þjóðir koma ávallt með sína sterkustu menn hingað til leiks sýnir að þeir telja okkur ekki auðunna. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum ekki eftir að fá stærri skell í keppninni en þetta. Þrátt fyrir að við eigum eftir að leika gegn Rússum og Tékkum. Liðið á móti Wales var það sterkasta lið sem við gátum teflt fram? Já við veljum alltaf sterkasta liðið hverju sinni að mati lands- liðsþjálfarans og landsliðsnefnd- arinnar. Samstarf okkar við Guðna er mjög gott. Eftir leikina er þetta val endurskoðað, hvort sem breyting verður á liðskipan eða ekki. Verður náð í fleiri leikmenn sem leika erlendis, t.d. Örn ósk- arsson. Hörð Hilmarsson. ólaf Sigurvinsson svo nokkur dæmi séu nefnd? Ég veit það ekki á þessari stundu. Allt eru þetta sterkir leikmenn en vissulega koma allir til greina í landsliðshópinn. Er ísland með betra landslið nú en áður? Það er erfitt að gera saman- burð. Og því er ekki gott að segja til um þetta atriði. Að lokum báðum við Helga að stilla upp sterkasta landsliðinu sem við ættum í dag. Ég tel að lið skipað þesum mönnum væri mjöK sterkt. Þorsteinn ólafsson. Trausti Haraldsson, jÓlafur SÍKurvinsson, Mar- teinn Geirsson. SÍKurður Halldórsson. ÁsKeir SÍKurvinsson. Karl bórðarson, Arnór Guðjohnssen, Janus GuðlauKsson. Pétur Pétursson, Teitur Þórðarson. Við þökkum IlelKa fyrir spjallið ok vonumst eindreKÍð til þess að landsliðsmönnum takist að ná góðum arangri í leikjum sínum á næstunni. sem marKÍr hverjir verða erfiðir. - I>r. • Helgi Danielsson formaður landsliðsnefndar mættur i rnarkið. Ekki vitum við hvort HelKÍ hefur verið að æfa að undanförnu en þessi mynd náðist af honum, fyrir skömmu þar sem kappinn var að verja vitaspyrnu. Og eins ug sjá má vantar ekki tilþrifin. Ljósm. Mbl. Kristján. Aðeins fjögur mörk hafa verió skoruð í síðustu 16 leikjum Litmyndir eru okkar sérgrein! UMBOÐSMENN UM ALLT LAND PETERSEN HF GLÆSIBÆ AUSTURVERI S: 82590 S: 36161 HANS BANKASTRÆTI S: 20313 Það var mikill vonbrigðasvipur á velflestum þeim tiuþúsund áhorfendum sem yfirgáfu Laugardalsvöilinn á mánudagskvöld- ið er landslið íslands í knattspyrnu hafði tapað illa fyrsta leik sínum i 3. riðli i undankeppni heimsmeistarakeppninnar. Það er orðið langt siðan sigur hefur unnist i landsleik í knattspyrnu. Við verðum að fara alla leið aítur til 30. júni árið 1977 tii að finna sigurleikinn. Þá vannst sigur á Norðmönnum hér heima 2—1. Hinn 11. sama mánaðar höfðu N-írar verið lagðir að velli 1—0. Báðir þessir sigrar voru undir stjórn enska þjálfarans Tony Knapp. Síðan þá höfum við leikið 16 landsleiki tapað 14 en gert tvö markalaus jafntefli á móti Dönum og frekar slöku liði Bandaríkjamanna. Þetta sýnir svo að ekki verður dregið í efa að við erum ansi aftarlega á merinni, og máske það sem alvarlegast er að það kemur varla orðið fyrir í landsleik að íslensku leikmönnunum takist að skora mörk. Aðeins fjögur mörk hafa séð dagsins ljós hjá íslenska landsliðinu í síðustu sextán landsleikj- um. Það er varla árangur sem hægt er að hrópa húrra fyrir. En það má að sjálfsögðu ekki gleymast að oft hefur verið leikið við þær þjóðir sem hafa verið hvað fremstar á sviði knattspyrnunnar í heiminum undanfarin ár, eins og Hollendinga, V-Þjóðverja og Pólverja svo að aðeins nokkrar þjóðir séu nefndar. Og það má heldur ekki gleymast að við búum ekki við sömu aðstæður og aðrar þjóðir. í landsleiknum gegn Wales mátti glögglega sjá að þeir leikmenn sem njóta sömu skilyrða við æfingar og erlendu leikmennirnir gáfu þeim ekkert eftir nema síður væri. íslend- ingar geta verið stoltir af að eiga leikmenn á borð við Pétur Pétursson, og Arnór Guðjohnsen. Karl Þórðarson og Þorsteinn Ólafsson hafa sjaldan leikið betur. Ásgeir Sigurvinsson hefur um langt árabil verið íslandi mikil og góð landkynning, Teitur Þórðarson ásamt fleirum hafa getið sér gott orð í Svíþjóð og komist í fremstu röð. Allir þessir leikmenn hafa verið boðnir og búnir til þess að koma heim oft langar vegalengdir til að leika landsleiki fyrir ísland, og sýnt af sér hetjulega baráttu. En betur má ef duga skal. Eigi árangur að nást verður að gefa landsliðinu meiri tíma sé þess nokkur kostur, þegar við erum þátttakendur í stórum keppnum á borð við Evrópu- og heimsmeistarakeppnir. Á árunum ’74 til ’77 náði landsliðið góðum árangri. Stjórn KSÍ þarf að vinna að því með oddi og egg að það góða tímabil eigi eftir að endurtaka sig. —ÞR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.