Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1980 Gísli Baldvinsson kennari: Fyrirsögn þessarar greinar birtist vegna mis- taka með annarri grein eftir Gísla Baldvinsson (31. maí). Fyrirsögn þeirrar greinar átti að vera: „Reglugerð og ráðuneyti“. Biðst blaðið velvirðingar á þessu. mánaða sumarfrí. Búnir klukkan eitt á daginn og hafið sem opin- berir starfsmenn mikil fríðindi." Og því miður hafa ýmsir forystu- menn launþegasamtaka á hinum almenna launamarkaði tekið und- ir þennan söng. Það er því kominn tími fyrir kennarasamtökin að kveða þessar raddir í kútinn og hið sanna komi í ljós. Sameining kennarasamtak- anna á grunnskólastigi Dagana 3.-5. júní n.k. verður haldið stofnþing Kennarasam- bands íslands. Þetta greinakorn er skrifað til að vekja athygli á þessu þingi og málefnum kenn- ara. Stéttarfélög kennara A grunnskólastigi skiptast kennarar í þrjú stéttarfélög: Landsamband grunnskóla og framhaldsskólakennara, Stéttar- samband grunnskólakennara, og Hið íslenska kennarafélag. Hið síðasttalda var stofnað upp úr Félagi menntaskólakennara og Félagi háskólamenntaðra kenn- ara. Vinnuskylda kennara Sannleikurinn er sá að kennarar fá einn orlofsmánuð á ári sem er júlímánuður. A öðrum tíma ársins geta þeir ekki fengið oflof t.d. á veturna og þannig lengt oflof sitt. Hvað þá með júní og ágúst spyrja menn. Því er til að svara að þá mánuði hafa kennarar unnið af sér en vinnuvika kennara er um það bil 47 klukkustundir. Auk þess er ætlast til að kennarinn námskeið á þessu.tímabili. sæki Kennari sem hefur 30 stunda kennsluskyldu á viku (30x40 mín) þarf að sjálfsögðu að undirbúa sig undir næsta dag auk þess sem hann hefur oft einhver verkefni að fara yfir. Það má því segja að vinnudegi kennara ljúki ekki fyrr en fjögur á daginn. All margir kennarar kenna meira en skyld- una svo dagurinn lengist í hlut- falli við það.. Þeir sem hafa kennt vita að kennsla er mjög krefjandi og slítandi starf. Fáir kennarar end- ast í kennslu meir en 20—30 ár. Það er jafnvel viðurkennt í kjara- samningum samanber kennslu- afsláttur kennara. Hvað skyldu margir vita að kennarar fá aðeins fæðingaroflof níu mánuði á árinu. Fjölgi hjá kennara yfir sumartímann dregst það ekki frá þegar hann kemur til starfa að hausti. Það má því segja að kennarar þurfi að reikna börn- in í konuna. Hvað skyldu margir vita það að enginn yfirvinna er greidd til kennara yfir sumarmán- uðina heldur fær hann einungis greiddar skyldustundir. Þannig mætti halda lengi áfram en snúum okkur að öðru. Á að spara í menntakerfinu? Svar mitt hlýtur að vera nei- kvætt sé það haft í huga hvað hið opinbera telur sparnað. Er það sparnaður að fjölga í bekkjadeild- um þannig að kennarinn geti ekki sinnt hverjum einstökum nem- anda sem skyldi! í stað þess verður hann að halda sig við þurra og leiðinlega töflukennslu. Oft verður kennarinn að horfa Kristbjörg Kjeld leikkona: Guðlaugur er mannasættir Af þessu yfirliti má sjá að ekki hafa kennarar frekar en aðrar stéttir komið sér saman um hlut- ina og kemur margt til. Menn greinir á um hve mikill munur eigi að vera á launum kennara eftir skólastigum ef þá á annaðborð eigi að vera munur. Einnig fléttast inn í þetta ýmsar sérkröfur s.s. kennsluskylda og verksvið kennara. Kjör kennara Talandi um kjör kennara þá verða kennarar oft varir við það viðhorf að kennslustarfið hljóti að vera létt og einfalt. Hvaða kennari kannast ekki við setninguna: „Hvað, þið kennarar þurfið nú ekki mikið að kvarta, þið sem eruð á launum allt árið en hafið þriggja Margt er nu tínt til þegar manna á meðal er rætt um það, hvaða kostum forseti íslands þurfi að vera búinn. Virðuleg framkoma — háttvísi — glæsileiki — góð almenn menntun — tungumála- kunnátta — víðtæk þekking á íslenzku þjóðlífi, atvinnuháttum og stjórnmálum — og áfram mætti lengi telja. Þegar ég reyndi að gera mér grein fyrir verksviði forseta, hve- nær helzt reynir á hann og hverra eiginleika þá er mest þörf kom aftur og aftur upp í hugann orðið mannasættir. Og nú skal ég segja ykkur af hverju. Því er nú eitt sinn þann veg farið, elskulegu samlandar, að eitt aðaleinkennið á íslenzku þjóðlífi er sundurlyndið. Hjá okkur er ágreiningur um alla skapaða hluti. Að sumu leyti er það gott og örvandi en það getur líka verið vont og einstaka sinnum er það beinlínis hættulegt. Það eru örlagastundirnar í lífi þjóðarinn- ar. Á slíkum stundum beinast augu okkar allra að forseta lands- ins. Skyndilega er hann orðinn sá aðili sem allt veltur á. Nú verður hann að bera sáttarorð á milli stríðandi aðila. Þá ríður mikið á að sæti forseta skipi maður sem í eðli sínu og í krafti reynslu sinnar og þekkingar er mannasættir. I störfum Guðlaugs Þorvalds- sonar fram að þessu hefur sá eiginleiki að vera mannasættir verið hvað mest einkennandi í fari hans og það er það sem öðru fremur ræður úrslitum um stuðn- ing minn við hann í þessu forseta- kjöri. Dýpsitu rttkin þó eru ósogð enn. Ás* og heift þó skapi stóra menn rétta stefnu siglir aðeins sá. sem hið góða mestu ræður hjá. 23 upp á það að nemandinn gefst upp og hættir námi. Slíkir nemendur lenda oft í vandræðum og komast í kast við lögin. Dæmi eru um það að á endanum komist nemandinn fyrrverandi í ævilanga kostalósíu hjá ríkinu. Hvar er þá allur sparnaðurinn? Að fjárfesta í nem- anda hlýtur að vera álíka arðbært og að fjárfesta í bundnu slitlagi. Verði menntavegurinn greiðari nemandanum hlýtur hann að út- skrifast fyrr og verða hæfari þjóðfélagsþegn. Þetta á að sjálf- sögðu einnig við um menntun kennara sem þurfa að vinna með hið dýrmæta og viðkvæma hráefni sem börnin eru. Líklegast þyrftu þeir kennarar sem kenna yngstu aldurshópunum að vera best laun- aðir! Með þessu er ég ekki að mæla með taumlausum austri í mennta- kerfið. Ég tel mig einungis vera að benda á það að oft er krónan spöruð en seðlunum sóað. Ég tel að tortryggni manna til skólarannsóknardeildar mennta- málaráðuneytisins sé ástæðulaus. Það eina er að nafnið er ómögu- legt. Það minnir helst á gamla rannsóknarréttinn. Hitt er annað mál að það þarf að auka tengsl deildarinnar við skólana. Það mætti hugsa sér að tíðari skipting yrði þar á bæjunum. Starfandi kennarar væru ráðnir þangað ár í senn sérfræðingunum til ráðgjaf- ar. Þetta er ekki meint sem vantraust á núverandi starfsmenn heldur til að benda á leið til að auka tengslin. Voldug samtök Þegar Landsamband grunn- skóla- og framhaldsskólakennara og Stéttarfélag grunnskólakenn- ara sameinast í eitt stéttarfélag um næstu mánaðamót verða 3000 félagar í þessu nýja sambandi. Verður hið nýja kennarasamband þá eitt hið fjölmennasta innan BSRB. Ég er ekki í nokkrum vafa að þessi sameining auki áhrif kennara innan Bandalagsins og geri kennara samstilltari í launa- baráttunni. Takist vel til með sameining- una, sé ég fram á annað brúðkaup og þá hins nýja sambands og Hins íslenska kennarafélags. Samein- ing kennara sem starfa á grunn- skóla- og framhaldsskólastigi hlýtur að vera það sem koma sltal. Þess vegna er sameiningin í júní- byrjun aðeins áfangi þó halli taki norður af. Gisli Baldvinsson kennari Vélskóli íslands: 350 nemendur útskrif aðir BRAUTSKRÁNING nemenda Vélskóla íslands i Reykjavik fór fram laugardaginn 17. mai sl. Um 350 nemendur stunduðu nám við skólann á liðnum vetri, þar af um 300 í Reykjavík. en vélskóladeildir eru einnig starf- ræktar á Akureyri, ísafirði. Akranesi, Keflavik og i Vest- mannaeyjum. Um 150 nýir nem- endur hófu nám á siðastliðnu hausti og var rétt á mörkunum að hægt væri að sinna öllum umsóknum vegna hinnar miklu aðsóknar. Um 350 vélstjórar eru útskrif- aðir á þessu vori með vélstjóra- réttindi af ýmsum stigum, en undir lokapróf gengu 87 nem- endur. Árlegur kynningardagur skól- ans, skrúfudagurinn, var hald- inn 19. apríl og var gestkvæmt að venju. Markmiðið með skrúfudeginum er að veita öllum tækifæri til þess að kynna sér starfsemi skólans, og gefst þar kærkomið tækifæri fyrir vænt- Snlega nemendur að heimsækja skólann. Einnig koma gamlir vélstjórar gjarnan og gæða sér á ljúffengum veitingum vélstjóra- kvenna, en kvenfélagið Keðjan annast kaffisölu á þessum degi. Svonefnd starfsvika er orðin fastur liður i skólastarfinu, en þá fara nemendur í náms- og kynningarferðir undir leiðsögn til ýmissa fyrirtækja og stofn- ana. Lokaprófsvélstjórar fóru í náms-og kynningarferð til nokk- urra Evrópulanda og þótti sú ferð takast vel. Þá voru haldin námskeið í eldvörnum á vegum Slökkviliðs Reykjavíkur og nám- skeið í skyndihjálp og meðferð gúmmíbjörgunarbáta á vegum Slysavarnafélags íslands. Bestum árangri í vélfræði náðu eftirtaldir nemendur: Heimir Vilhjálmur Pálmason í 1. stigi, Guðmundur Grettisson í 2. stigi, Eggert Atli Benónýsson í 3. stigi og Markús Jón Ingvason í 4. stigi. Bestum árangri í ensku náðu: Jakob Rúnarsson, l.A, Guðmundur Grettisson, 2.A, Þorkell Gunnarsson, 2.E, Jón Gunnlaugur Sigurðsson, 3.A, Sigurjón Ólafur Halldórsson, 4.A og Ragnar Elías Maríasson, 4.D. Bestum árangri í dönsku náðu Heimir Vilhjálmur Pálma- son, l.A, og Nikulás Magnússon, 2.C. Bestum árangri í íslensku náðu Páll Sigurðsson, l.C, Sverr- ir Árnason, 2.D, Björgvin Karlsson, 3.A og Eggert Atli Benónýsson. Ofangreindir nem- endur hlutu bókaverðlaun sem gefin voru af Bókaverslun Sig- fúsar Eymundssonar, Sendiráði Dana, Minningarsjóði Stein- gríms Pálssonar cand. mag. og verðlaunasjóði Vélskólans. Egg- ert Atli Benónýsson hlaut sér- stök heiðursverðlaun, fagran grip, frá Landsambandi íslenskra útvegsmanna. I vetur bárust skólanum margar kærkomnar gjafir bæði frá gömlum nemendum og frá öðrum aðilum, og þakkaði skóla- stjóri fyrir veitta vinsemd, góðar gjafir og hlýhug, þakkaði nem- endum og kennurum fyrir sam- starfið á liðnum vetri og sagði skólanum slitið. Helgi Laxdal (t.h.) færir skolastjora Vélskólans Andrési Guðjóns syni myndastyttu að gjöf frá tiu ára afmælisárgangi vélstjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.