Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1980 5 HELGI Pétursson, sem gegnir ritstjórastöríum við Vikuna, skrifaði ríkissaksókn- ara bréf í sambandi við útgáfu kosningabæklings eins forsetaframbjóðandans, sem er sérprentun á kynningarefni um frambjóðandann, sem birtist í vikunni, og krafðist opinberrar rannsóknar á tildrögum umrædds bæklings. Af þessu tilefni hefur stjórn Hilmis hf., útgáfufélags Vikunnar, sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu, svo og ritstjórinn, sem í yfirlýsingu dregur til baka kröfu sína um opinbera rannsókn. Yfirlýsingarnar fara hér á eftir. Ritstjóri Vikunnar opinber stuðn- ingsmaður forsetaframbjóðanda: Starfsheitið ritstjóri tengdi hann við blaðið - segir útgáfu- stjórnin Yfirlýsing frá stjórn Hilmis hf. VEGNA bréfs afleysingaritstjóra Vikunnar, Helga Péturssonar, til ríkissaksóknara í sambandi við útgáfu kðsningabæklings eins af forsetaframbjóðendum vill stjórn Hilmis hf., útgáfufélags Vikunn- ar, taka þetta fram: 1. Það er margra ára hefð, að fyrirtækið selji litgreiningar og annað prentefni, þótt slíkt hafi áður verið notað í blaðið. Öll slík viðskipti eru jafnan gerð af framkvæmdastjórn félagsins og jafnan án samráðs við ritstjóra, enda er slíkt efni ætíð notað við gerð auglýsingaefnis. 2. í sambandi við væntanlegar forsetakosningar var sú ákvörðun tekin, að blaðið Vikan skyldi vera hlutlaust og fjalla jafnt um framboð þeirra allra, er í fram- boði eru. Þetta var gert og þótti felstum vel heppnað. 3. Þrír af frambjóðendum hafa fengið það efni, sem Vikan birti. Þar af hafa stuðningsmenn tveggja fengið keyptar sérstak- lega litgreiningar myndefnis. Stuðningsmenn eins frambjóð- anda hafa síðan tekið úrvinnslu Vikunnar næstum óbreytta og sérprentað sem kosningabækling. Útgáfustjórn Vikunnar þykir verra, að nafn blaðsins skyldi ekki máð út, svo og að ekki skyldi getið, að þetta væri sérprentun úr Vikunni. Það er hins vegar mat stjórnarinnar, að hér hafi athugaleysi við frágang bækl- ingsins ráðið, en að öðru leyti hafi notkun myndaefnisins verið heimil. Því telur stjórnin ástæðu- laust, að félagið beiti nokkrum aðgerðum vegna þessa máls. 4. Stjórn félagsins þótti heldur miður, er starfandi ritstjóri Vik- unnar gerðist opinber stuðnings- maður eins forsetaframbjóðanda og notaði þar starfsheitið rit- stjóri, sem óhjákvæmilega tengdi hann við blaðið. Það þótti hins vegar á sínum tíma rétt að láta kyrrt liggja, enda fullvissaði Helgi Pétursson stjórnarformann um, að hann mundi gæta fyllsta hlutleysis í starfi sínu á ritstjórn Vikunnar. 5. Stjórnin harmar, að blaðið Vikan skuli hafa orðið tilefni deilna í sambandi við væntan- legar forsetakosningar. Sveinn R. Eyjólfsson, Benedikt Jónsson, Jónas Kristjánsson. Ritstjóri Vikunnar: Afturkalla beiðni um opinbera rannsókn Vegna yfirlýsingar frá stjórn Hilmis hf. um bréf mitt til ríkissaksóknara og útgáfu kosn- ingabæklings eins forsetafram- bjóðandans þar sem efni og nafn Vikunnar er notað, vil ég taka fram eftirfarandi: Fyrir mér hefur aðeins vakað að standa vörð um þá grundvall- arreglu blaðamennskunnar, að útgefendum sé óheimilt að með- höndla eða selja vinnu blaða- manna að vild sinni án vitundar og vilja ritstjóra og ábyrgðar- manna viðkomandi útgáfu, né víkja frá samþykktri ritstjórn- arstefnu. Með því að útgáfustjórn Vik- unnar hefur viðurkennt, að henni þyki „verra" að nafn blaðsins skyldi ekki máð út af kosninga- hæklingnum, svo og að þess skyldi ekki getið, að þetta væri sérprentun úr Vikunni tel ég að tilgangi mínum sé náð. Fram kemur að „athugunarleysi" hafi ráðið en ekki ásetningur og er skylt að taka þær málsbætur til greina. Með tiiliti til þeirra úrslita sem ég tel að felist í yfirlýsingu stjórnar Hilmis hf. hef ég ákveðið að afturkalla beiðni mína til ríkissaksóknara um opinbera rannsókn á tildrögum umrædds kosningabæklings. Það er von mín að þessi við- skipti mín og útgáfustjórnar Vik- unnar verði ekki með öllu þýð- ingarlaus fyrir blaðamannastétt- ina og þau geti stuðlað að því að skapa fordæmi fyrir réttum og eðlilegum samskiptum útgáfuað- ila og ritstjóra. Að endingu vil ég taka það skýrt fram, að ég harma ef þessi deila hefur á einhvern hátt skað- að forsetaframboð Alberts Guð- mundssonar, en af minni hálfu hefur á engan hátt verið vefengt að stuðningsmenn hans hafi sýnt rétta framkomu í alla staði. Deilan var hins vegar óhjá- kvæmileg, þar sem hún snerist um grundvallaratriði í blaða- mennsku. Helgi Pétursson ritstjóri. Áætlaður kostnaður við myndina um Snorra Sturluson 230 millj. kr. SAMKVÆMT kostnaðaráætl- un, sem gerð var um miðjan mái sl. var áætlað að gerð myndarinnar um Snorra Sturluson, sem sjónvarpið vinn- Gunnar baðst undan setu í sáttanefnd VEGNA fréttar um skipun sátta- nefndar í deilu ASÍ og VSÍ í sunnudagsblaðinu, skal þess getið að Gunnar G. Schram baðst undan því að taka sæti í sáttanefndinni, þar sem hann gegnir störfum sáttasemjara í flugmannadeil- unni. ur nú að kosti 230,8 milljónir ísl króna. Að sögn Helga Gestssonar, framkvæmdastjóra myndarinn- ar, hefur launahækkun sú, sem varð 1. júní sl. og nam 11,7%, ekki verið reiknuð inn í kostnað- aráætlunina. Helgi sagði, að samkvæmt áætluninni væri útlagður kostn- aður við gerð myndarinnar um 157 milljónir króna og fastur kostnaður sjónvarpsins um 73 milljónir króna. Myndin er gerð í samvinnu við norska og danska sjónvarpið og bera þeir rétt tæpan þriðjung af útlögðum kostnaði eða um 50 milljónir ísl. króna. Hlutverk í myndinni eru lið- lega 40 en auk þess starfa beint að gerð hennar 20 starfsmenn sjónvarpsins. Aukin þátt- taka í alt- arisgöngu í NÝLEGU fréttabréfi biskups- stofu kemur fram, að mikil aukn- ing hefur orðið á þátttöku í altarisgöngum og kemur þar enn- fremur fram að 3—4 komi með hverju fermingarbarni til altaris. Fyrir nokkrum árum komu að- eins foreldrar barnanna eða jafn- vel barnið eitt. Ofvitinn til Akureyrar Leikfélag Reykjavíkur mun i næstu viku sýna Ofvitann á Akureyri og verður fyrsta sýn- ingin mánudaginn 9. júni i sam- komuhúsinu. Mjög mikil aðsókn hefur verið að þessari sýningu í vetur og eru áhorfendur nú orðnir yfir 20 þús- und. Leikstjóri er sem kunnugt er Kjartan Ragnarsson, en hann gerði jafnframt leikgerðina eftir sögu Þórbergs Þórðarsonar. Alls koma 16 leikarar fram í sýningunni. Á meðan Leikfélag Reykjavíkur sýnir fyrir norðan kemur Leikfélag Akureyrar suður og sýnir „Fyrsta öngstræti til hægri“ eftir Örn Bjarnason og „Beðið eftir Godot“ eftir Samuel Beckett, en það verk flutti LR fyrir réttum tuttugu árum. Sýning Leikfélags Akureyrar á þessu fræga verki verður þluti listahátíðar. Sýningarnar á báðum verkunum verða í Iðnó. BRXTTAKtA Jón Hjartarson. Valgerður Dan, Emil Guðmundsaon og Soffía Jakobsdóttir i hlutverkum ainum i Ofvitanum. Austurstræti 10 sími: 27211 TOMBOLUVERÐ 12.500.- Seljum í dag og næstu daga stök númer í Brittania- flauelsbuxum á aöeins 12.500.- krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.