Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 26
2 6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1980 Dr. Vilhjálmur Lúðvíksson: Rannsóknastarfsemin og þjóðarbúskapurin SAMANBURÐUR INNAN OECD 1975 FJÁRMAGN OG MANNAFLI TILRAÞ FJARMAGN % Þ|óðart»kn« ? 5 _ • BANDARlKIN • SVISS VÞVSKALAND • HOLLAND BRETLAND ^ 0- - • JAPAN • FRAKKLAND 1 5 - • BELGIA • SVlÞJ /NOR 'DANM /KANADA 10-- • finnl /N-SJAL /ITALIA • IRLAND • ISLAND • PORTUGAL/ SPÁNN • TYRKLANO MANNAFLI AF HVERJUM 1000 ARSVERKA BANDAR 13 6 • VÞYSKALAND • HOLLAND • JAPAN • BRETLAND • FRAKKLAND • SVIÞJOO • SVISS • BELGIA • NOBEGUR • N SJALAND • DANMORK • ISLAND • FINNLANO • ITALlA/IRLAND • SPANNPORTUG • TYRKLAND • . 12 .11 .10 .9 8 ,6 3 2 MYND 2 fjOldi AF iooo MANNAFLI TIL RAÞ AF MEILDABVIHHUAFLS HVERJUM 1000 I HEILDARMANNAFLA FJARMAGN TIL RAÞ SEM Um þessar mundir fer fram um allan heim, og þó sérstaklega í grannlöndum okkar og helstu viðskiptalöndum, könnun á því hvernig bregðast eigi við þeim víðtæku breytingum sem eru að verða á efnahagskerfum heimsins. Þær breytingar má í meginatrið- um rekja til eftirfarandi að- stæðna: 1. ört hækkandi orkuverðs og óöryggis um útvegun á nægi- legri orku. 2. Verðbólgu, sem erfiðlega hefur gengið að ráða við með hefð- bundnum efnahagsaðgerðum. 3. Aukinnar samkeppni frá nýiðnvæddum rikjum Asíu og Suður-Ameríku. 4. Breyttra félagslegra viðhorfa til framleiðslustarfseminnar á vesturlöndum, sem einkennast af meiri áhuga á ýmsum hug- lægum gæðum og lífsgildi en efnislegum gæðum og hagvexti. 5. Tæknibreytinga, m.a. á sviði rafeindatækni og upplýsinga- miðlunar, sem gera mögulegar stórfelldar breytingar á fram- leiðsluháttum og aukinni fram- leiðni. Afleiðing þessara aðstæðna eru örar breytingar á kostnaðarhlut- Erindi flutt á ársfundi Rannsóknaráðs ríkisins 14. mars sl. FYRRI HLUTI föllum í framleiðslu og breytingar á samkeppnisskilyrðum milli greina og milli landa. Heimurinn leitar nú að nýrri skipan efnahagsmála, þar sem hvert land fyrir sig reynir að meta stöðu sína og tryggja framleiðslu- hagsmuni sína. Flest lönd reyna jafnframt að hagnýta þá kosti sem alþjóðleg verkaskipting og viðskipti bjóða upp á, en hún er að flestra mati forsenda áframhald- andi efnahags- og þjóðfélagsfram- fara fyrir einstakar þjóðir og heiminn í heild. Athyglin hefur sérstaklega beinst að því hvernig þjóðirnar standi að vígi í allri nýsköpun atvinnu- og efnahagslífs og aðlögun að þessum breyttu samkeppnisskilyrðum. Þáttur rannsókna- og þróunarstarfs og skyldrar starfsemi eins og tækni- þjónustu, menntunar og starfs- þjálfunar er þar efst á baugi. Sú skoðun kemur eindregið fram að þessa þætti þjóðlífsins þurfi að efla á næstu árum, ekki bara vegna þjóðlegs metnaðar, eins og á sviði geimferða og hernaðartækni, heldur fyrst og fremst vegna efnahagslegrar og félagslegrar nauðsynjar. Ýmsar alþjóðastofn- anir leggja nú mikla vinnu í að Dr. Vilhjálmur Lúðvíksson MANNAFLI OG FJARMAGN TIL R & Þ MANNAFLI fjArmagn Mannáf %h#lldar mannalla M.Kr. \ Þjóóartakna 1971 241.0 0.28 253 0.48 1973 314.4 0.35 487.9 0.51 1975 509.1 0.54 1791.8 (1438.8)9 0.96 (0.77)- 1977 631.2 0.63 2585.5 0.71 | •v. f MYND 1 • án fjárfestinga í nýju Hafrannsóknaskipi o.fl. BREYTINGAR A MANNAFLA TIL RIÞ MILLI ÁRANNA 1975 OO 1977 1975 1977 Mannár Mannár Breyting % HASK0LASTOFNANIR 134.1 187 8 40 RANNS0KNASTOFN atv 183.8 2192 19 AÐRAR OPINB STOFN 154.2 182 2 18 ATVINNUFYRIRT ÆKI 6.5 11.1 71 sjAlfseignarstofn 30.6 309 1 ALLS 509.1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.