Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.06.1980, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1980 Sigríður Einarsdótt ir - Minningarorð Fædd 24. ágúst 1913. Dáin 24. maí 1980. Fyrstu árin eftir að ég fluttist til Islands bjuggum við hjónin að Bergstöðum, í húsi æskuheimilis mannsins míns. Um þetta leyti fluttu ung hjón í húsið andspænis okkur. Frá mínum gluggum (bæj- ardyrum) sýndist mér þau vera mjög hamingjusöm. Þetta voru Gísli Halldórsson, verkfræðingur, og Sigríður Einarsdóttir, sem síðar varð vinkona mín um ára- tugaskeið. Sigríður andaðist eftir langa og erfiða sjúkralegu á Landspitalanum 24. þ.m. Maðurinn minn þekkti þetta fólk — Gísla frá Menntaskólanum í Reykjavík, en Sigríður hafði alist upp hjá foreldrum sínum, sem bjuggu í næsta nágrenni við Berg- staði. Voru það hjónin Einar Pétursson, bryggjusmiður og Kristín Jónsdóttir Ottesen. Ekki þekkti ég foreldra hennar. Mjög fljótt kynntist ég þeim Sigríði og Gísla, en þau kynni urðu síðar mikið nánari, því um skeið dvöldu þau á Siglufirði og í Danmörku, þar sem Gísli var forstjóri fyrir fiskverksmiðju. Eftir komu þeirra hjóna frá Danmörku endurnýjaðist kunn- ingsskapur okkar, enda bjuggum við þá aftur í nágrenni við þau, þótt það væri annars staðar í borginni. Margvísleg samskipti og vinarfundir áttu sér stað milli fjölskyldna okkar. Ánægjulegt er að minnast Sigríðar sem mikillar húsmóður á fögru og smekklegu heimili og samhentrar gestrisni þeirra hjóna. Mér fannst Sigríður þegar í upphafi vera sérstæður persónu- leiki; hún var góðum gáfum gædd og sérstaklega unni hún góðum bókmenntum, enda var hún þar víða vel lesin og sótti hún þangað að staðaldri sínar ánægjustundir. A þessu tímabili kynntist ég Sigríði og Gísla vel og lærði að meta mannkosti þeirra. Síðar kom þetta þó betur í ljós. Ekki gleymist mér nú, er ég hugsa til baka, hjálpfýsi þeirra og góðvild við frændfólk mitt í Þýzkalandi í lok stríðsins og fyrst þar á eftir. Þau hjón létu sér ekki nægja að senda sjálf fyrir milligöngu Rauða krossins margvíslega hjálp til fólks í nauð, heldur fékk sumt af fjölskyldu minni svokallaða „care-pakka“ og aðrar sendingar bæði frá Sviss og Bandaríkjunum frá fólki, sem það hafði aldrei heyrt né séð. Var það stundum frá viðskiptavinum Gísla. Fram á síðustu ár hafa bréfaskipti farið fram milli þessa fólks og fjöl- skyldu minnar — á sönnum vin- áttugrundvelli. Sigríður og Gísli eignuðust þrjá syni. Halldór verkfræðing, Stein- dór framkvæmdastjóra og Einar verzlunarmann, sem mjög hefur + Eiginmaöur minn og faðir okkar VALDIMAR KETILSSON Stigahlíö 43, andaöist 2. júní á Landspítalanum. Guömunda Sveínsdóttir, og börn. Hjartkær eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi BERGSTEINN ÓLAFUR SIGUROSSON .Suöurgötu 37,«Keflavík andaöist í sjúkrahúsi Keflavíkur 2. júní. Kristjana Ólafsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Faöir okkar, STEINGRÍMUR MAGNUSSON fyrrverandi fiskmatsmaður, sem andaöist í Vífilstaöaspitala 30. maí verður jarösunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík laugardaginn 7. júní kl. 10.30 f.h. Börnin. Móöir mín og systir okkar SIGRÍÐUR E. KRISTJÁNSDÓTTIR Njálsgötu 73, er lést 27. maí, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 5. júní kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Kristján Bjarnason, Guömundur K. Kristjánsson, Guöni Kristjánsson. + Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, SIGHVATUR KJARTANSSON múrari, Kleppsvegi 128, sem andaöist í Borgarspi'talanum 26. maí s.l. veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 5. júní kl. 15.00. Þeir sem vilja minnast hins látna láti Blindravinafélagiö njóta þess. Guörún Aöalsteinsdóttir Guómundur Sighvatsson Ragnheiður Jónsdóttir María Sighvatsdóttir Auöunn Eiríksson Aöalheióur Sighvatsdóttir Arnmundur Jónasson og barnabörn. helgað sig mannúðarmálum, bæði hér og erlendis. Er hann kvæntur amerískri konu, Beverly, sem mjög hefur tekið þátt í starfi hans. Þau hjón hafa um skeið verið búsett í Bandaríkjunum. Sigríður lét sér mjög annt um velferð sona sinna og var henni umhugað um, að þeir fengju góða menntun. Varð henni að ósk sinni í því efni. Árið 1950 slitu þau Sigríður og Gísli samvistum eftir 15 ára hjónaband. Voru það mörgum vinum þeirra óblíð tíðindi. En margt fer öðruvísi en til er stofnað og skal það ekki rætt hér. Ekki hafði þetta áhrif á samskipti okkar við þau hjón, önnur en vináttutengsl mín við Sigríði urðu öllu nánari. Þegar ég nú lít til baka yfir rúmlega 40 ára kynni og vináttu við Sigríði hafa kynnin með árunum orðið dýpri og varpað ljósi á ýmsar aðstæður. „Jeder Mensch, wie und was er auch sein mag, hat ein letztes Glúck und eine letzte Liebe." ; Um leið og ég þakka góð kynni, sendi ég og Oddur sonum Sigríðar og tengdadóttur samúðarkveðjur og biðjum guð að blessa þeim minningu um góða móður. Liselotte Guðjónsson. Hjörleifur Páls- son - Minningarorð Hjörleifur Pálsson fæddist 14. ágúst 1903 að Bakkakoti á Rang- árvöllum, sonur hjónanna Salvar- ar Jensdóttur og Páls Jónssonar sem þar bjuggu. 10 ára að aldri, fór hann að Hildisey í Landeyjum til föður- bróður síns, Hjörleifs, sem þar bjó. Var hann síðan á þeim bæ og Kanastöðum til fullorðinsára. Hann stundaði á þessum árum sjó á opnum bátum margar vertíð- ir frá verstöðvum á Suðurlandi. Árið 1929 giftist Hjörleifur Unni Jónsdóttur frá Grund á Langanesi. Þau bjuggu fyrst í Hafnarfirði og stundaði Hjörleif- ur mest sjómennsku á togurum. Hann var eftirsóttur sjómaður og átti jafnan víst gott skiprúm, því hann var mikill að burðum og verklaginn. Frá 1936-1942 bjuggu Unnur og Hjörleifur að Votmúla í Flóa og þaðan stundaði Hjörleifur sjó- róðra á vetrum frá Þorlákshöfn, en fluttu síðan að Arnarbæli í Ölfusi, þar sem þau bjuggu til ársins 1960, að þau brugðu búi og fluttu til Reykjavíkur. Þeim varð ekki barna auðið, en eiga tvo kjörsyni, sem þau tóku í fóstur barnunga, Rósant og Einar, sem hafa með fjölskyldum sínum reynst Unni og Hjörleifi hollir og umhyggjusamir þegar halla tók undan fæti. Eftir að Hjörleifur kom til Reykjavíkur starfaði hann um nokkurra ára skeið hjá Mjólkur- samsölunni í Reykjavík, síðar á vöruafgreiðslu langferðabifreiða, en síðast um langt árabil hjá Grænmetisverslun landbúnaðar- ins. Hann naut hylli húsbænda sinna og samstarfsmanna, starfs- vilji hans og starfsþrek tel ég hafa verið eins og mönnum er mest gefið. Þegar Hjörleifur hætti búskap fargaði hann ekki ungum hross- um, sem hann átti af heimarækt- uðu kyni. Ó1 hann sum þeirra og þjálfaði og varð eitt þessara hrossa um tíma meðal fremstu skeiðhesta landsins, sem gladdi húsbónda sinn að innstu hjarta- rótum, og vann til margra verð- launa. + Minningarathöfn um son okkar, stjúpson og bróöur KÁRA VAL PÁLMASON Brekkugeröi 12, sem tórst meö m.b. Jökultindi 23. apríl veröur gerö frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn 5. júní kl. 1.30. Þórdís Jónsdóttir Halldór Sigurðsson Halga Pólmadóttir Margrét Halldórsdóttir Arngrímur Pálmason Pólmi Arngrímsson + Viö færum alúöarþakkir öllum þeim, er vottuöu okkur samúö viö andlát og útför JÓNS ELÍASAR BRYNJÓLFSSONAR Rauöarórstíg 22, Jóhanna Pólsdóttir Anna Hannesdóttir Scheving Georg Scheving Berglind, Stefón og Jóhanna Scheving. Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför ÞÓRUNNAR ÞÓRÐARDÓTTUR Setbergi, Vestmannaeyjum Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkrahúss Vestmannaeyja, Dvalarheimilis aldraöra Hraunbúöum og allra þeirra er sýndu henni vinsemd og kærleika. . , _ . Lórus Guómundsson og aðrir vandamenn. Afmælis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrir vara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Kynni Hjörleifs og okkar hús- félaga hans í hestamennskunni hófust eftir aö hann settist að í Reykjavík. Samskipti okkar voru mikil og náin í nær tvo áratugi. Hrjúfur var hann mörgum við fyrstu kynni en hjartað var hlýtt og vinum sínum brást hann aldrei. Margt verkið létti Hjörleifur okkur með verkhyggni sinni og dugnaði. Alltaf var sóst eftir að hafa hann með væri farið í ferðir á hestum og mesta hátíð hvers árs var sumarferð, þegar stefnt var til fjalla „í einverunnar helgidóm". Margar ferðir fórum við saman í hópi fleiri félaga, sumar erfiðar, en allar skemmtilegar. Hjörleifur naut þessara ferða í ríkum mæli, hann var jafnan vel hestaður, lét sér mjög annt um hesta sína og reyndar félaga sinna einnig. Þrek hans var óbrigðult. Óvænt atvik og erfiðleikar sem alltaf má vænta í löngum fjalla- ferðum staðfestu jafnan einurð hans og þolgæði. Ferðir okkar gáfu meira en að njóta þeirra stunda, sem þær stóðu. Endurminningarnar um löngu liðna samferðadaga glöddu oft huga Hjörleifs eins og okkar hinna og ég veit að þegar hans stælti líkami var fjötraður helj- artökum banvæns sjukdóms, létti það honum oft langa bið að rifja upp þær stundir, er grundir sungu undan hófaspili. „I vttkudraum ég vpk minn rei# «K vissi* ei hvernÍK timinn leiA vió svanasónK á heidi.M Samleið okkar félaga og Hjör- leifs entist ekki lengra. Á vega- mótum færum við honum einlæga þökk fyrir samveruna. Hjörleifur gerði ráðstafanir til þess að gæðingur hans mestur en aldinn að árum félli á undan honum og vænti þess að hitta hann handan móðunnar miklu. Megi hann í fögnuði hleypa Feng sínum á flugskeiði um him- inleiðir. Sveinbjörn Dagfinnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.