Morgunblaðið - 12.06.1980, Síða 1
44 SÍÐUR
130. tbl. 67. árg.
FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Óvinir
Khadafy
skotnir
Róm, 11. júní. AP.
LÍBÝSKUR kaupsýslumaður
var drepinn í járnbrautastöð-
inni í Milanó og annar Libýu-
maður særóist i skutárás á
heimili sinu i Róm i dag þenar
frestur sá sem Moammar
Khadafy ofursti hafði sett
líbýskum útlóKum til að hverfa
aftur heim eða hætta á „útrým-
ingu“ rann út.
Lögregla á Ítalíu, Bretlandi,
Vestur-Þýzkalandi og víðar í
Evrópu hefur hert á öryggis-
ráðstöfunum til þess að vernda
líbýska útlaga sem eru um 800
talsins.
Fyrra fórnarlambið, Azedin
Lahderi, var myrtur með sex
skambyssuskotum þegar hann
blaðaði í símaskrá í símaklefa í
járnbrautastöðinni í Mílanó.
Morðinginn hvarf í mannfjöld-
ann og fleygði skambyssunni
frá sér í aðalbiðsalnum.
í Róm skaut Líbýumaður, sem
hrópaði „Khadafy, Khadafy",
tveimur skotum að Mohamed
Bygte. Önnur kúlan hæfði hann
í kviðinn, en hin straukst við
gagnauga hans. Tilræðismaður-
inn var handtekinn þar sem
hann sat hjá rakara skammt frá
járnbrautastöðinni í Róm.
Bygte liggur í sjúkrahúsi og
líður vel eftir atvikum.
Ohira
látinn
Tokyo, 11. júní. AP.
FORS/ETISRÁÐHERRA Japans.
Masayoshi Ohira, lézt i kvöld, 70
ára að aldri. Hann var fluttur i
sjúkrahús 31. mai, daginn áður en
haráttan fyrir þingkosningarnar i
Japan hófst. Ohira boðaði til kosn-
inganna þegar samþykkt hafði ver-
ið tillaga um vantraust á ríkis-
stjórn hans 16. maí.
Ohira tilkynnti að hann mundi
taka þátt í kosningabaráttunni þótt
hann lægi í sjúkrahúsi, en læknar
hans sögðu að hann yrði að dveljast
í sjúkrahúsinu vegna hjartveiki
fram yfir kosningarnar 22. júní. Lát
Ohira kemur á óvart. Flestir Japanir
töldu að hann kæmi aftur til valda
eftir kosningarnar.
Ohira er fyrsti forsætisráðherra
Japans sem andast í embætti. Masa-
yoshi Itoh, ritari ríkisstjórnarinnar,
verður forsætisráðherra þar til nýtt
þing kemur saman. Vegna stöðug-
leika í japönskum stjórnmálum er
ekki talið að lát Ohira hafi alvarleg
áhrif á dagleg störf stjórnarinnar.
gildi í tveimiir
í Af ganistan
Herlög í
borgum
Washinxton. 11. júní. AP.
RÚSSAR HAFA lýst yfir herlögum í tveimur borKum í
Afghanistan, Kandahar og Ilerat. að sögn bandaríska
utanríkisráðuneytisins í dag.
Ráðuneytið sagði að Rússar virtust hafa gripið til
þessarar ráðstöfunar vegna harðrar mótspyrnu, þar á
meðal allsherjarverkfalls í Kandahar í síðustu viku.
Talsmaðurinn sagði, að fjöldi
sovézkra hermanna í landinu væri
enn um 85,000. Hann sagði að
samkvæmt opinberum og óopin-
berum heimildum hefðu minnst 11
og kannski fleiri embættismenn
Amin-stjórnarinnar verið teknir
af lífi nýlega.
Moskvu-útvarpið sagði í dag að
„stigamenn" hefðu laumast inn í
Kabul og ráðizt á borgarbúa með
„stríðsgasi og 150 hefðu verið
fluttir í sjúkrahús". Sjaldgæft er
að sovézkir fjölmiðlar viðurkenni
að ókyrrð sé i landinu. Áður sagði
Tass að afganskur hershöfðingi
hefði rætt við sovézka herforingja
um aukna samvinnu.
Vestrænir diplómatar segja að I
óhlýðniaðgerðir færist í aukana í
Kabul og að aðgerðir skæruliða og
gagnárásir Rússa norðan við borg- I
ina hafi aukið spennu meðal
íbúanna.
Gripið hefur verið til setuverk-
falla og annarra ráðstafana til að
mótmæla hernámi Rússa og
kvaðningu í herinn þótt allsherj-
arverkfall færi út um þúfur í
síðustu viku samkvæmt fréttum
frá Islamabad.
Vopnaðir hópar lögreglumanna
og flokksstarfsmanna hafa farið
um göturnar til að neyða menn í
herinn og fjölmiðlar hafa varað
við því að menn undir 21 árs aldri,
sem skrái sig ekki til herþjónustu
verði leiddir fyrir herrétt.
Brezkt
herlið á
vettvang
London. 11. júní. AP.
BREZKA stjórnin ákvað i dag
að senda sveit 250 landgöngu-
liða til Nýju-Suðureyja á Kyrra-
hafi til að bæla niður uppreisn,
sem innfæddir skilnaðarsinnar
vopnaðir bogum og örvum hófu
fyrir hálfum mánuði með stuðn-
ingi franskra plantekrueig-
enda.
Peter Blaker aðstoðarutanrík-
isráðherra tilk.vnnti í Neðri
málstofunni, að 42. víkingasveit
konunglega landgönguliðsins,
sem er þaulreynd úr átökunum á
Norður-írlandi, yrði send til
eyjanna um Kanada, Bandaríkin
og Fiji-eyjar og kæmi þangað á
laugardag.
Franska stjórnin sendi fyrr í
dag 55 herlögreglumenn frá
bækistöðvum þeirra í Noumea,
Nýju-Kaledóníu, til að hjálpa
yfirvöldum á Nýju Suðureyjum.
Jafnframt lýsti brezki utan-
ríkisráðherrann, Carrington lá-
varður, yfir því, að töf gæti orðið
á því að eyjarnar fengju sjáif-
stæði, ef uppreisnin yrði ekki
bæld niður fyrir 30. júlí. Upp-
haflega var gert ráð fyrir að
eyjarnar fengju sjálfstæði þann
dag.
Bretar og Frakkar hafa
stjórnað eyjunum í sameiningu í
74 ár.
Kúrdpr trufla uinferð
milli Irans og Evrópu
Teheran, 11. júni. AP.
UPPREISNARMENN
Kúrda hafa sprengt upp
Ghottor-brúna nálægt
landamærum Tyrklands
og þar með rofið einu
samgönguleiðina til Evr-
ópu á landi að sögn tals-
manna Kúrda, Jalil Ghad-
ani, í dag.
Hann sagði að árásin á
brúna væri svar við „hörð-
um þrýstingi“ íranska
hersins á Kúrda. Fyrir
tveimur dögum hefði
íranski landherinn og
flugherinn ráðizt á „varn-
arlaus“ þorp Kúrda. í gær
hefði íranski flugherinn
ráðizt í misgripum á
íranska liðssveit og fellt
80 hermenn.
Hópur vopnaðra manna hefur
jafnframt sprengt upp olíu-
geymslu í Vestur-Iran og ráðizt á
brautarstöð íran-Evrópu-járn-
brautarinnar að sögn Teheran-
útvarpsins.
Lögregla elti árásarmennina, en
þeir náðust ekki og ekki er vitað
hverjir þeir voru. Þetta gerðist í
Salmas í Azerbaijdan, nálægt írak
og Tyrklandi, þar sem skemmdar-
verkamenn hafa verið athafna-
samir á undanförnum mánuðum.
Teheran-útvarpið skýrði einnig
frá því, að vopnaðir menn hefðu
ráðizt á varðflokk byltingarvarða í
Jaydasht-skarði í sunnanverðu
Mið-íran, fellt tvo og tekið þrjá
aðra til fanga.
Skömmu áður hafði byltingar-
leiðtoginn Ayatollah Ruhollah
Khomeini varað við innbyrðis
ófriði og sagt, að stjórn hans gæti
tortímt sjálfri sér ef harðlínu-
menn, sem ráða lögum og lofum á
þingi, hættu ekki pólitískum ófriði
sínum gegn Abolhassan Bani-
Sadr forseta.