Morgunblaðið - 12.06.1980, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ1980
Beið bana í
dráttarvélarslysi
SAUTJÁN ára piltur frá Bæ í
Köldukinn í Þingeyjar.sýslu bcið
bana i dráttarvélarslysi um mið-
nætti i fyrrinótt, þegar dráttar-
vélin valt við þjóðveginn i Aðal-
dal, skammt sunnan við flugvöll-
inn þar.
Þegar menn komu á slysstað var
Bjargaði
eiginkonu
og tengda-
móður út úr
bifreið í sjó
.ÞEGAR ég kom að bílnum lá
hann á hvolfi í sjónum og
hálfur f kafi. Konan mín var
komin úr beltinu og var að losa
móður sína. en þurfti um leið að
hjálpa henni að halda höfðinu
upp úr sjónum. Ég varð svo að
hrjóta aftari hliðarrúðu í biln-
um og draga konurnar þar út.
en þær urðu að fara i kaf til
þess. Við klöngruðumst svo upp
fjoruna aftur og heim að Fossá,
þar sem við fengum alveg
sérstakar móttökur.“ Þannig
sagði Sveinn Teitsson málara-
meistari á Akranesi Mhl. frá, er
hlaðið spurði hann um þann
athurð. er hann bjargaði eig-
inkonu sinni og tengdamMur
út úr bil, sem fór út af veginum
á Hörgsnesi i fyrrakvöld. og
valt út i sjó. Sveinn sagði í
gærkvöldi, að konu hans,
Ágústu Ágústsdóttur, liði ágæt-
lega, en móðir hennar, Guð-
munda Jónsdóttir, sem er 79
ára. marðist og var meira eftir
sig eftir atburðinn.
„Við vorum á leið fyrir
Hörgsnesið á leið í Vatnsfjörð,"
sagði Sveinn. „Ég ók á verkstæð-
isbílnum mínum á undan, en
þær mæðgurnar óku í Mazda-
fólksbifreið á eftir. Við höfum
verið á þetta 50—60 kílómetra
keyrslu, þegar ég sá allt í einu í
speglinum, að ljósin fyrir aftan
voru horfin. Ég snéri strax við
og ók til baka og hugsa að það
hafi tekið mig um mínútu. Þegar
ég kom í beygjuna sá ég bara
förin fram af vegarbrúninni og
þá hafði bíllinn farið þar fram
af og oltið 5—8 metra niður
stórgrýti pg út í sjó.
Ég varð að vaða í hné til að
komast að bílnum, sem klesstist
mikið saman í veltunum, en
sennilega hefur sjórinn dregið
úr högginu, þegar hann fór á
toppinn.".
Þær mæðgur voru svu fluttar í
sjúkrahúsið á Patreksfirði og
þar talaði Mbl. við Svein í
gærkvöldi.
dráttarvélin í gangi á hliðinni
utan vegar, en pilturinn var lát-
inn. Ekki liggur fyrir hvers vegna
dráttarvélin valt, en aftan í henni
var kerra. Ekki er unnt að greina
frá nafni mannsins að svo stöddu.
Höín í Hornafirði:
Tveir fram-
bjóðendafundir
á sama tíma
Forsetaframbjóðendurnir Pét-
ur Thorsteinsson og Vigdís Finn-
bogadóttir héldu fundi á sama
tima á Höfn i Hornafirði i
gærkvöldi. Pétur í Sindrabæ og
Vigdís i Gagnfræðaskólanum.
Stuðningsmenn Péturs buðu
upp á það að fundurinn yrði
sameiginlegur, en að sögn Óskars
Friðrikssonar á kosningaskrif-
stofu Péturs í Reykjavík var því
hafnað af stuðningsmönnum Vig-
dísar í Hornafirði.
Vikingaskipið örninn sem geymdur hefur verið i skýli Landhelg-
isgæzlunnar í Nauthólsvik var sjósettur i gær eftir akstur um
miðbæ Reykjavikur. Myndina tók Kristinn Ólafsson þegar búið
var að sjósetja í Reykjavikurhöfn og vikingarnir voru að gera
klárt til þess að hifa upp segl.
Huga að til-
boði í ein-
vígi Hiibners
og Portisch
STJÓRN Skáksambands tslands
fjallaði á fundi sínum i gær um
möguleika á því að bjóða í áskor-
endaeinvígi Hiibners og Portisch en
ekkert tilboð barst i einvigið.
Friðrik Ólafsson forseti Alþjóða
skáksambandsins bað Spánverja að
kanna hvort þeir gætu haldið einvíg-
ið, en i samtali við dr. Ingimar
Jónsson forseta Skáksambands ís-
lands kom fram að stjórn Skáksam-
bandsins mun kanna málið nánar ef
Spánverjar taka einvígið ekki að sér.
Kvað dr. Ingimar áhuga fyrir hendi,
en slíkt mót væri dýrt og hyggja
þyrfti að mörgu í því sambandi.
Þá kom fram í samtalinu við dr.
Ingimar að útlit er fyrir að Karpov
komi hingað til lands í haust og mun
Skáksambandið leita aðstoðar Frið-
riks Ólafssonar við að það mál nái
fram að ganga, en Karpov var boðið
hingað til lands s.l. haust.
Amnestibasar
á Lækjartorgi
FJÁRÖFLUNARNEFND íslands-
deildar Amnesty International verð-
ur með basar á útimarkaðnum á
Lækjartorgi á föstudag, 13. júní. Þar
verða m.a. á boðstólum heimabakaðar
kökur sem félagsmenn hafa bakað og
tízkubolir úr baðmull.
Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga:
Tekjuafgangur 1.322 millj. kr.
AÐALFUNDUR Sambands ísl.
samvinnufélaga hófst í morgun. í
skýrslu Erlendar Einarssonar
forstjóra kom m.a. fram að heild-
arvelta sambandsins nam 107.534
millj. kr. og jókst hún um 71%
frá árinu á undan. Útflutningur
var 53.716 millj. og jókst um 82%.
Tekjuafgangur var 1.322 millj.
Pálmi Jónsson í Hagkaup:
Neytendur kveði
sjálfir upp dóminn
MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í
gær til Pálma Jónssonar for-
stjóra Hagkaups vegna um-
mæla i leiðara Ákureyrarblaðs-
ins Dags, að fyrirtæki hans
reyndi nú fastar en nokkru
sinni áður að sækja ágóða i
hendur Eyfirðinga. Pálmi
sagði:
Manni hefur skilist að smá-
söluverzlun KEA hafi verið rek-
in með halla undanfarin ár.
Hvernig getur Dagur því gengið
út frá því sem sjálfsögðum hlut
að stórgróði verði af verzlun
Hagkaups á Akureyri? Hins
vegar er það rétt hjá blaðinu að
Hagkaup hefur engan áhuga á
verzlun, þar sem taprekstur er
fyrirsjáanlegur, hvorki við Eyja-
fjörð eða nokkurs staðar annars
staðar. Ég hef engu við þetta að
bæta öðru en því að mér finnst
rétt að neytendur á svæðinu
kveði sjálfir upp dóm í þessu
máli.
Hin nýja verzlun Ilagkaups á Akureyri.
Ljósm. Mbi. Sv.P.
Guðmundur J. Guðmundsson um ályktun Hlífar:
Fljótræði að nefna
ákveðnar dagsetningar
VERKAMANNAFÉLAGIÐ Hlíf í
Hafnarfirði ályktaði nýlega. að
verði ekki komin hreyfing á
samningamálin milli Alþýðu-
sambands íslands og vinnuveit-
enda fyrir 20. júní, krefðist
félagið þess, að Verkamannasam-
band íslands hefði samningsgerð
vjð vinnuveitendur.
Morgunblaðið ræddi í gær við
Hallgrím Pétursson, formann
Hlífar og spurði hann nánar út í
þessa ályktun. Hallgrímur sagði,
að með ályktuninni hefði Hlíf
viljað ýta á sambandið um að
eitthvað færi að gerast í samning-
amálunum. Hann kvað félags-
menn í Hlíf þeirrar skoðunar að
tíminn hefði verið illa nýttur og
ástand samningamálanna væri
enn þannig að langt væri í land.
Hallgrímur kvaðst ekkert svar
hafa fengið enn við þessari málal-
eitan frá VMSÍ, en ályktunin hefði
strax verið send sambandinu.
„Staðreyndin er,“ sagði Hallgrím-
ur, „að hver dagur sem líður felur
í sér rýrnandi kaupmátt launa."
Hallgrímur kvað Hlífar-menn
ekki vera eina á báti í þessu máli
og minnti á tillögu, sem komið
hefði fyrir sambandsstjórn VMSÍ
um viðræður við Landssamband
iðnverkafólks um þessi mál.
Morgunblaðið spurði í gær Guð-
mund J. Guðmundsson, formann
Verkamannasambands Islands um
þetta mál. Hann kvaðst telja það
full mikið fljótræði, er félög
nefndu ákveðnar dagsetningar
eins og Hlíf hefði gert, en af
ályktuninni væri ljóst, að menn
vildu greinilega hraða samnings-
gerðinni. Hins vegar kvað hann
viðræður VMSI og vinnuveitenda
nú hafnar.Guðmundur tók sér-
staklega fram að hann væri á
engan hátt að víta félög fyrir að
setja fram ákveðnar dagsetningar
eins og Hlíf hefði gert.
Fyrsti viðræðufundur VMSÍ og
vinnuveitenda var í gær. Þar var
farið yfir kröfur og gagnkröfur.
Fundurinn hófst klukkan 13,30 og
stóð fram yfir klukkan 18.
kr. Starfsmenn voru 1.814 í
árslok 1979 og hafði fjölgað um
73 á árinu, félagsmenn voru
41.639 og fækkaði þeim um 691
frá árinu á undan.
Veltan skiptist á sex aðaldeildir
og er hlutur sjávarafurðadeildar
hæstur, eða 36.745 millj., þá inn-
flutningsdeild 23.898 millj. og bú-
vörudeild 23.605 millj. Af veltu
Sambandsins var umboðssala
68.591 millj. eða 63.8%. Útflutn-
ingur var 53.715 og jókst um 82%
frá fyrra ári.
Á árinu jukust brúttótekjur
S.Í.S. um 66.4%, sem er nokkru
minna en veltuaukningin. Almenn
rekstrargjöld hækkuðu hins vegar
aðeins um 62.3%, þar af hækkuðu
launagreiðslur um 56.2%. Tekju-
afgangur á rekstrarreikningi var
1.322 millj. kr. en var árið 1978190
millj., með vaxtagjöldum verður
upphæðin 1.627 millj. Lokafærslur
eru síðan endurgreiðslur til frysti-
húsa, flýtifyrning fastafjármuna
og jöfnunarhlutabréf færð á
endurmatsreikning, þannig að
endanlegur tekjuafgangur verður
465.9 millj., en var 83.6 millj. 1978.
Fjárfestingar voru með minna
móti á árinu, samtals fjárfesti
S.Í.S. fyrir 2.072 millj. Starfsmenn
voru 1.814 í árslok 1979 en voru
1.741 í lok árs 1978. Félagsmönn-
um fækkaði um 691 á árinu og
voru í árslok 1979 41.639, sam-
bandskaupfélögin voru 48 í árslok
1979, og voru 25 þeirra gerð upp
með hagnaði að upphæð samtals
766 millj., en 10 sýndu halla að
upphæð 365 millj.
Velta félaganna var samtals
152.849 millj. kr. og jókst um 59%
á árinu.
Fundinn sækja um eitt hundrað
fulltrúar, gert er ráð fyrir að
honum ljúki síðdegis í dag.
Sameiginlegur
forsetafram-
bjóðendafundur?
STUÐNINGSMENN Vigdísar Finn-
bogadóttur í Árnesþingi hafa haft
frumkvæði að því að efna til sameig-
inlegs fundar með forsetaframbjóð-
endunum á Selfossi og var fyrst
vakið máls á hugmyndinni 27. maí sl.
í dag, fimmtudag munu fulltrúar
allra frambjóðendanna hittast £
Selfossi til þess að taka ákvörðun í
málinu.