Morgunblaðið - 12.06.1980, Side 5

Morgunblaðið - 12.06.1980, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ1980 5 Eimskip tekur á leigu 2 Roro-skip EIMSKIPAFÉLAG íslands hef- ur tekið á leigu tvö systurskip i Danmörku til tveggja ára. Eru skipin tekin á ieigu með kaupa- heimild til ákveðins tima á föstu verði. Skipin munu verða notuð til áætlunarsiglinganna til austurstrandar Bretlands og til meginlandshafna. Verða skipin afhent Eimskip i ágúst og september nk. Skipin eru leigð af dönsku skipafélögunum Atlas A/S, sem er systurfyrirtæki DFDS A/S og Mercandia. Skip fyrrnefnda fé- lagsins ber nú nafnið Dana Atlas, en hins síðara Mercandia Importer II. Bæði skipin eru smíðuð í Frederikshavn Værft í Danmörku og voru þau afhent eigendum sínum í nóvember og desember 1978. Þau hafa að undanförnu aðallega verið í leigusiglingum til Miðjarðar- hafsins og í Miðjarðarhafinu. Fimmtán manna áhöfn er á skipunum. Hafa þrjú önnur syst- urskip verið smíðuð af þessari gerð en samningar gerðir um smíði sjö skipa til viðbótar á næstu þremur árum. Skipin eru byggð til almennra flutninga og sérstaklega gerð fyrir lestun og losun á hjólum (RoRo-aðferð) og til gáma- og einingaflutninga. Flutningageta þeirra er 3.620 DW tonn, en brúttórúmlestatala þeirra er 1599 tonn. Mesta lengd skipanna er 105.5 metrar og breidd á þeim 18.8 metrar. Ganghraði er 15.5 mílur. Aðalvél er af MAK-gerð, 4500 hestafla að stærð, en að auki eru þrjár Mercedes Benz hjálparvél- ar í skipunum. Skipin eru með bógskrúfu. Þau eru byggð eftir flokkunarreglum Det Norske Veritas, styrkt til siglinga í ís. í Reykjavík mun afgreiðsla skipanna fara fram í Sundahöfn. Standa yfir viðræður við hafnar- stjórn Reykjavíkur um aðstöðu vegna breyttrar tækni og útbún- aðar. Þarf sérstaka flotbrú á móti skutbrú skipanna, til þess að afgreiðsla skipanna geti farið fram án tillits til sjávarfalla. Þá er einnig unnið að undirbúningi aðstöðu í Straumsvík, til þess að skipin geti lestað og losað iðnað- arvöru og ál þar. Þessi skip munu leysa önnur skip af hólmi og hafa fjögur af núverandi skipum félagsins verið sett á sölulista. Óvenju mikill stein- bitur í afla linubáta Togarar að vestan á grálúðu allan maímánuð GÆFTIR voru góðar I Vestfirð- ingafjórðungi i maí. bæði á linu og í botnvörpu. Linuhátar fengu ágætan afla á allri grunnslóðinni út af nyrðri Vestfjörðunum, þorsk og steinbit, sem er óvenju- legt á þessum árstima. Togararn- ir voru allan mánuðinn við Vik- urálinn og var afli þeirra svo til eingöngu grálúða. Nokkrir smá- bátar voru byrjaðir veiðar, en afli var ennþá tregur á færi. Heildaraflinn í mánuðinum var 9.782 lestir og er heildaraflinn frá áramótum þá orðinn 46.927 lestir, en var í maímánuði í fyrra 6.801 lest og heildaraflinn í lok maí- mánaðar í fyrra 40.722 lestir. Línubátar héldu nú flestir áfram veiðum fram eftir mánuðinum, en nokkrir hættu þó á vertíðarlokum þann 11. maí eins og venja er. Aflahæsti línubáturinn í mán- uðinum var Orri frá ísafirði með 121.8 lestir, en aflahæstur togar- anna var Dagrún frá Bolungarvík með 977.8 lestir í 5 löndunum. í fyrra var Páll Pálsson frá Hnífs-t dal aflahæstur í maí með 702.3 lestir í 4 löndunum. Þjóðveldisbærinn í Þjórsárdal verður meðal viðkomustaða í Varðar- ferðinni hinn 13. júli nk. Víða komið við í Varðarferð LANDSMÁLAFÉLAGIÐ Vörður mun gangast fyrir eins dags ferð um Suðurland sunnudaginn 13. júli nk. Verður fyrst komið við á Stokkseyri, síðan haldið áfram meðfram sjónum að Þjórsárósum. Síðan verður ekið sem leið liggur upp Skeið og þaðan í Þórsárdal með viðkomu í Sögualdarbænum. Að lokum verður ekið yfir Sám- staðamúla og að Hrauneyjarfoss- virkjun. Að því búnu verður haldið að Sigölduvirkjun og þaðan í Galtalækjarskóg, segir í frétta- tilkynningu frá Verði. Göngudagur J'erðafélags íslands sunnu- daginn 15. júní SUNNUDAGINN 15. júni verður göngudagur Ferðafélags íslands í annað sinn. í júni sl. sumar var efnt til slikrar fjöldagöngu, og að sögn forráðamanna Ferðafélags- ins tókst hún vel. Gönguleiðin, sem farin verður, er um Hellisskarð kringum Skarðsmýrarfjall og er leiðin ca. 12 km. Fólk getur valið um þrjá mismunandi brottfarartíma frá Umferðamiðstöðinni að austan- verðu þ.e. kl. 10 f.h., 11.30 og kl. 13 e.h. Ennfremur geta þátttakendur ekið á eigin farartæki að Kolviðar- hóli og komið í hópinn þar og fengið kort og merki. Fararstjórar verða með hverjum hóp. Allgott verð fyr ir ísfisk í Hull LÖNDUN lauk í Hull í Bretlandi í gær úr skuttogaranum Ársæli Sigurðssyni og var þá landað 76.8 tonnum og fengust 35.7 milljónir fyrir þann hluta aflans, meðalverð 464 krónur. Samtals seldi Ársæll 151.9 tonn fyrir 69.7 milljónir króna, meðalverð 459 krónur. Landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins: Dregið á laugardag DREGIÐ verður í landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins á laugar- dag og verður aðeins dregið úr seldum miðum. Afgreiðsla happdrættisins er í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Verður hún opin til kl. 22 i kvöld og annað kvöld, sími 82900, og geta menn látið senda eftir greiðslum og einnig er hægt að fá miða heimsenda. Þeir, sem fengið hafa senda miða úti á landi, eru beðnir að gera skil til umboðsmanna þar strax. í Bandaríkjunum manuði „í heild má segja aö hér sé um mjög athyglisveröa og hressa plötu aö ræöa og sú bezta frá Bob Seger enn.“ (H.A. Morgunbl.) „Bob Seger er kraftmikill og góður rokksöngvari og er Against The Wind mjög þætileg og skemmtileg plata.“ (K.R.K. Víair) „Lögin á Against The Wind eru hvort ööru betra og platan sjálf ein sú bezta, sem út hefur komiö á þessu ári.“ (E.S.E. Tíminn) Á toppnum í tvo ii FÁLKIN N Suðurlandsbraut 8 — sími 84670 LauKavetjri 24 — sími 18670 Vesturveri — sími 12110 Austurveri — sími 33360.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.