Morgunblaðið - 12.06.1980, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ1980
Texti og myndir
Jónas Egilsson
Sumarið 1977 er „Gamla búð“
flutt á núverandi stað „austan
þjóðvegar". Var það illa á sig
komið enda flutt í tveimur hlutum
á áfangastað. Húsið var uppruna-
lega reist sem verslunarhús í
Papóskaupstað 1864, en var flutt
til Hafnar rétt fyrir aldamót
þegar byggð var að rísa þar.
Að sögn Gísla Arasonar, safn-
varðar, var reynt við lagfæringu
hússins að hafa innréttingar sem
næst upprunanlegri mynd, en
margt þurft viðgerðar við og
jafnvel þurft að endursmíða sumt.
„Gamla búð“ er tvílyft 320
fermetra timburhús með kjallara.
Á annari hæð hússins eru tvö
herbergi. í „Sýslumannsherbergi“,
þ.e.a.s. fundarherbergi sýslu-
nefndar, er vísir að náttúrugripa-
safni, þar á meðal fiðrildasafn
Halldórs frá Kvískerjum og
nokkrir munir úr safni Gísla
Arasonar. I hinu herberginu eru
innanstokksmunir alls konar. Þar
er m.a. að finna hefilbekk, sem
Frakkar gáfu Eyjólfi Sigurðssyni
frá Horni fyrir vasklega fram-
komu hans við björgun sjómanna
á strönduðu skipi þar um slóðir
1873. Einnig er þar rennibekkur
smíðaður af Eymundi Jónssyni, en
eftir hann eru margir smíðisgripir
á safninu.
Á fyrstu hæð eru aðallega
verkfæri og áhöld sem notuð voru
utanhúss. Þar mætti til taka
svokallað nautajárn, en það var
sérstakur fótaútbúnaður með
skaflajárnum notaður um klaufir
þeirra nauta sem flytja þurfti á
milli bæja í hálku að vetrarlagi.
í kjallara hússins er sjóminja-
safn. Tveir bátar eru hafðir þar,
annar innfjarðarbátur, Dvergur
að nafni, smíðaður af Birni Ey-
mundssyni. Er hann sérstaklega
hannaður til siglinga á grunnsævi
að sögn Gísla Arasonar safnvarð-
ar. Stærri báturinn er útsjávar-
bátur, einnig nefndur Sandabátur.
Þarna er og fótstigin róðravél, gat
þá ræðarinn róið bæði með hönd-
um og fótum.
Við opnun safnsins fluttu ræður
auk Friðjóns Guðröðarsonar,
sýslumanns, sem opnaði safnið
fyrir hönd byggðasafnsnefndar og
sýslunefndar, þeir Þór Magnússon
þjóðminjavörður, Stefán örn Stef-
Byggðasafn í Austur-
Skaftafellssýslu opnað
BYGGÐASAFN Austur-Skaftafellssýslu á Höfn í Horna-
firði var opnað föstudaginn 6. júní í „Gömlu búð“.
Forsaga málsins er sú að á stjornarfundi Kaupfélags
Austur-Skaftafellssýlsu í nóvember 1964 var ákveðið að
afhenda hinu fyrirhugaða byggðasafni „Gömlu búð“
enda myndi verslunarstarfsemi þar leggjast niður
innan skamms. í bréfi til byggðasafnsnefndar 1971
mælir þjóðminjavörður, Þór Magnússon, eindregið með
„Gömlu búð“ sem húsnæði fyrir hið væntalega byggða-
safn, sem elsta verslunarhús staðarins.
ánsson arkitekt, Oskar Helgason
hreppstjóri Hafnarhrepps og Guð-
mundur Þorsteinsson frá Lundi,
en hann vann að viðgerð flestra
þeirra muna safnsins sem viðgerð-
ar J)urftu með.
I hófi, sem sýslunefnd efndi til,
var eftirtöldum veitt sérstakt við-
urkenningarskjal fyrir vel unnin
störf í þágu safnsins: Stefáni
Jónssyni arkitekt, Stefáni Erni
Stefánssyni arkitekt, Þór Magn-
ússyni þjóðminjaverði, Herði Ág-
ústssyni fornhúsafræðingi, Elíasi
Jónssyni bónda Rauðabergi, Þor-
katli Sigurðssyni yfirsmið, Jó-
hannesi Arasyni vegghleðslu-
manni, Guðmundi Þorsteinssyni
frá Lundi, Friðjóni Guðröðarsyni
sýslumanni, Sigurbjörgu Jóns-
dóttur frá Hoffelli, Hermanni
Hanssyni Höfn, Hjörleifi
Guttormssyni ráðherra, óskari
Helgasyni oddvita, Einari Odds-
syni Vík, Gísla Björnssyni Höfn,
Jóhanni Albertssyni, Benedikt
Stefánssyni Hvalnesi, Sigurborgu
Jónsdóttur Hoffelli, Þorsteini
Guðmundssyni frá Reynivöllum,
Sigurjóni Sigurðssyni Horni, Sig-
urði Filippussyni Hólabrekku,
Sigurði Björnssyni Kvískerjum,
Fjalari Sigurjónssyni Kálfafells-
stað, Sævari K. Jónssyni Rauða-
bergi, Helga Guðmundssyni Hof-
felli, Ásgrími Halldórssyni fyrrv.
kaupfélagsstjóra, Herði Runólfs-
syni og Sigurlaugu Jónsdóttur
Hraunkoti.
í ræðu við opnun safnsins sagði
Friðjón Guðröðarson m.a.: „Ég hef
sannfærst um það sl. tvö ár, að
hús þetta er mikið og gott mann-
virki, vandað að allri gerð og mun
þjóna miklu hlutverki hér í sýslu,
jafnt til ánægju sem fróðleiks.
Húsið á m.a. að vera kennslustað-
ur skólanna og fundahús fyrir
starfsemi sýslufélagsins, sem er
mikil og fer vaxandi."
Hér sjást 19 þeirra 32 sem veitt voru sérstök viöurkenningarskjöl ffyrir vel
unnin störf í þágu Byggöasafns Austur-Skaftafellssýslu.
.Gírahjól smíöaö af Siguröi Filippussyni kringum 1940, en auk
þessa reiöhjóls er á safninu töluveröur fjöldi smíðisgripa eftir
hann.